Þjóðviljinn - 23.08.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Síða 9
Helgin 23.-24. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „UNDRIÐ VIÐ VISLU” Pólsk riddaralib á fyrri hluta aldarinnar. Þaö hefur efalaust dugaö vel I orrustunum viö Rauða herinn 1920, en 1939 var það hroðalega útleikið af vélahersveitum Þjóðverja, sem voru til orðnar á grundvelli hugmynda, er Túkhatsévskl var einn af fyrstu mönnum tilaðkoma á framfæri. Stalín, yfirkommissar I her Búdjonnfs, tregðaðist við að hlýða skipunum yfirhershöfðingjans. Pilsudski marskálkur til hægri stjórnaði herjum Pólverja.er sigruðu her Túkhatsevskis við VIsiu. Síðasti sigur Pólverja í hernaði Það gefur auga leið að óánægja með yfirdrottnun Sovétrikjanna á sinn þátt i ólgunni I Póllandi, enda þótt fyrst og fremst sé krafist réttinda til að stofna frjáls verka- lýðsfélög og lýðræðis yfirleitt. t engu Austur-Evrópurlki eru sam- skiptin við risann I austri svo við- kvæmt mál sem hjá Pólverjum. Það á rætur sinar i þvl, að um aldaraðir hafa verið illindi með Pólverjum og Rússum. Þegar Rússland hófst á legg sem stór- veldi, þýddi það að pólska stór- veldinu seig larður og um langt skeið var Pólland undirokað af Rússlandi og öðrum grannrikj- um. Atburöur, sem gerðist i Varsjá um daginn, sýnir að Pólverjar muna vel gamlar væringar sínar við Rússa. Margt manna fór I göngu til að minnast sigursins á Rauöa hernum (eins og her Sovétrikjanna var kallaður lengi framan af) skammt frá Varsjá i ágúst 1920 — fyrir sextiu árum sem sagt. Þetta var sá siöasti af meiriháttar sigrum Pólverja á vlgvelli. Pólsk árás Vesturþýsk blöö töldu þessa minningargöngu að minnsta kosti eins athyglisverðan atburð og út- breiðslu verkfallanna til skipa- smiðastöðvanna við Eystrasalt. Enda er tilgangurinn af hálfu göngumanna trúlega sá, að benda Sovétmönnum á, aö Pólverjar hyggist segja og gera i eigin landi það, sem þeir sjálfir vilji, hvort sem mönnum i Kreml sé þaö ljúft eða leitt. Það er ekki heldur úti- lokaö, aö sovéska stjórnin taki minningargönguna sem ögrun. Þvi aö hér var um að ræöa árásarstrið Póllands á hin nýtil- komnu Sovétriki, hafið beinlinis i þeim tilgangi aö leggja undir Pól- land tJkrainu, sem tilheyrt hafði pólska rlkinu á velmektardögum þess fyrr á tiö. Bolsévikastjórnin hafði þá nýsigrast á hvitliöum i Úkrainu og pólska stjórnin hefur trúlega taliö Rauða herinn svo móðan eftir þann slag, að þá væri rétta augnablikiö til að láta til skarar skriða. Túkhatsévskí Heilmikiökastvar lika á pólska hernum I byrjun og tókst honum meira að segja að taka Kief. En svo sló I bakseglin og við tók und- anhald, sem varð ekki siöur hratt en sóknin. Undir yfirstjórn Trot- skis hermálakommissars sóttu tveir sovéskir herir hratt inn i Pól land. Sá sem fór norðar var undir stjórn Túkhatsévskis hershöfö- ingja, ungs liösforingja úr keis- arahernum meö byltingarkennd- ar hugmyndir i hermálum. Hann aðhylltist mjög sem mest hreyf- anlegan hernað (gagnstæðan staöbundnum skotgrafahernaöi eins og i fyrri heimsstyrjöld) og lét sér detta i hug að mynda sér- staka brynvagna- eöa vélvædda heri, er störfuðu mikið til sjálf- stætt og færu ef þvi væri aö skipta langt á undan stórskotaliði og fót- gönguliöi. I fyrri heimsstyrjöldinni hafði Túkhatsévski oröið striösfangi Þjóöverja og þar sem hann var gjarn á strok, settu þeir hann i kastala nokkurn I Bæjaralandi, sem var þannig i sveit settur að varla var þaöan nokkrum fært ut- an fuglinum fljúgandi. Meðal annarra strokgjarnra stríðsfanga þar var mjög hávaxinn franskur liðsforingi, Charles de Gaulle að nafni. Hann kom siðar fram með svipaöar hugmyndir og Túkhat- sévski, hvor þeirra sem nú hefur haft þetta frá hinum eða hvort þeir hafa brætt það saman i félagi i fangavistinni. Von um byltingu i Þýska- landi Syðra innrásararmi Rauða hersins stýrði Búdjonni hershöfö- ingi og var Jósef nokkur Stalin i för meö honum sem pólitískur kommissar. Þeir tveir höfðu þá haldið saman um hrið, en fáleikar verið með þeim og Trotski. Sovéska forustan var I nokkrum vafa um það, hvort rétt- lætanlegt væri að reka flótta Pól- verja inn i land þeirra, enda þótt þeir væru árásaraðilinn i striðinu. Það, sem kannski rak mest á eftir bolsévikum til að senda herinn inn i Pólland var vonin um, aö sigursæl sókn Rauöa hersins þetta langt vestur yrði til þess aö bylting leystist úr læðingi i Þýskalandi. Trúir sínum Marx töldu rússnesku bolsévikarnir þaö fyrstu árin eftir sina valdatöku þvi nær óhugandi, að vanþróaö land eins og Rússland gæti eitt orðiö vettvangur sósialiskrar byltingar. Byltingin var dæmd til að mistakast og falla, töldu Lenin og hans félagar, nema þvi aðeins að hún yrði einnig gerð á hinum iðnvæddu vesturlöndum. óhlýðni Stalins Túkhatsévski, sem var yfir- hershöfðingi, var kominn með sinn her norður fyrir Varsjá og hafði fyrirskipað þeim Búdjonni og Stalin aö sækja fram sunnan viö pólsku höfuðborgina, með það fyrir augum að herirnir mættust fyrir vestan Varsjá. Þá yrði borg- in umkringd og vörn hennar eftir það erfið eða vonlaus. En þeir tveir kumpánar voru furðu seinir á sér aö hlýða fyrirmælum Túkhatsévskis og Trotskis her- málakommissars og er erfitt aö sjá annað en um beina óhlýðni hafi verið aö ræða frá þeirra hálfu. 1 stað þess að hlýða undan- bragðalaust dró her Búdjonnis sig I áttina að Kraká, helstu borg Suöur-Póllands. Ein ástæðan hefur liklega verið kali sá, er þeir Búdjonni og Stalin báru til Trotskis og jafnframt hafa þeir ætlaö að vinna sjálfum sér frægð meö þvi að taka Kraká, þar eö Túkatsévski myndi fá mestan sómann af töku Varsjár. Þetta hangs notuðu sér Pól- verjar og hernaðarráögjafar, sem Frakkar bandamenn þeirra höfðu sent þeim til trausts og halds. Einn þeirra var fyrrnefnd- ur de Gaulle. Sagt er aö hann hafi þá þóst skilja, hvllikur kynngi- kraftur byggi i þjóöernishyggju og föðurlandsást, er hann sá blá- fátæka pólska kotunga berjast af hetjumóði undir stjórn landa sinna aöalsmannanna, sem þeir áttu þó einskis góðs að vænta frá, en gegn innrásarher, sem kvaðst berjast fyrir hagsmunum öreiga allra landa jafnt. Pólskur sigur Undir stjórn Jesefs Pilsudskis marskálks, sem siðar varð ein- ræðisherra Póllands og setti manna mest svip á það land á ár- unum milli heimsstyrjalda, gerðu Pólverjar velheppnaða gagnsókn gegn Túkhatsévski og þá var röð- in komin aftur að Rauöa hernum að halda undan. Þennan sigur kalla Pólverjar enn „undriö viö Vislu”. Pólverjar komu sem sigurvegarar út úr striði þessu og fengu viö friðargerð vesturhluta Hvita-Rússlands og stór svæði vestan af úkrainu. Það gefur auga leiö aö ekki varð þetta til þess aö bæta á milli þeirra Trotskís og Stalins og hefur það ef til vill einnig leitt af sér urg milli Stalins og Túkhats- évskis. Túkhatsévski féll i valinn i hreinsunum miklu skömmu fyrir siðari heimsstyrjöld, er Stalin lét drepa þrjá marskálka sina af fimm — Búdjonni var annar þeirra er fékk að hjara. Undir hans stjórn fór sovéski herinn siöan sinar ógurlegustu hrakfarir fyrir herjum Hitlers. Búdjonni var gamaldags riddaraliösforingi og hefði sennilega sómt sér betur i kósakkaliði á nitjándu öld en sem hershöfðingi i þess konar hernaði, sem háður var I siöari heimsstyrjöld. Túkhatsévski hefði hins vegar trúlega verið þar I essinu sinu. Fleiri en hann voru meö svipuð nýmæli i hernaðarfræöum um sama leyti; auk de Gaulles voru það nokkrir Bretar og Þjóðverji sem hét Heinz Guderian. En allir valdhafar skelltu skolleyrunum við þessum hugmyndum nema einn — Hitler. Þýski herinn til- einkaði sér þær, meö þeim afleið- ingum að ekkert stóðst við honum lengi vel, er út i siöari heims- styrjöldina var komið. Budjonni lifði til hárrar elli og safnaðist til feðra sinna fyrir nokkrum árum. — Undir núver- andi kringumstæðum má ætla að Pólverjar finni nokkra uppörvun i að minnast þess, að þrátt fyrir allt eru ekki nema sextiu ár siöan að þeir gátu sigrað Rússa. —dþ SALFLYTUR! í nýtt húsnæði að Suðurlandsbraut 30 nýja símanúmerið er 84977. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.