Þjóðviljinn - 23.08.1980, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Qupperneq 14
Þórunn Sigurðardóttir skrifar: Sœlulíf og sjónvarpsgláp Eftir þriggja mánaða stúss I Sunnudagsblaðinu var ferðinni heitið i allt aðra átt, suður til Sjá- lands og þaðan til Helsinki. Til Danmerkur fór ég sem kennari á samnorrænan „ungdomskursus” sem iiklega gæti heitið á Islensku „ungmennanámskeið” í leiklist, tónlist og grímugerð. Sfðan skyidi stefnt á Finnland og nýta þar styrksem égfékk i fyrra frá Kult- urfonden tsland-Finnland til að skoða finnska sjónvarpið og gerð barnaefnis þar I húsi. Auðvitað yfirgaf ég ekki Þjóö- viljann fyrr en í siöustu lög, eða svosem einni nðttu áður en flug- vélin fór i loftið. Alla leiðina út flögraði hugurinn frá blaösiöu 1- 32 I þessu ágæta blaði og ég sá fyrir mér allar greinar sem næstu vikurnarmyndu hellast yfir blaöið frá Flosa og öllum hinum um nauöganir, menningarmál og mannréttindi, sem ég haföi eytt siðustu kröftunum I að koma á prent, — og maður yrði hvergi nærri til svara. En fyrr en varöi hurfu siöurnar Ur huganum og maður gaf sig á vald þeirri nota- legu tilfinningu sem fylgir þvi að skipta algerlega um viðfangsefni, hoppa frá ritvélinni, simanum og umbrotinu upp i' flugvél á leiö inn i danskan skóg til að reyna að kenna norrænum unglingum aö leika kempur goðafræðinnar. Héöan fóru 13 íslenskir ungling- ar og meö þeim fararstjóri Anna Jeppesen frá Húsavik sem átti eftir aö reynast okkur betri en enginn. Þetta er I fyrsta sinn sem námskeið af þessu tagi er haldið ogformiðá námskeiðinu varlika nokkuð nýstárlegt, þar sem krakkarnir áttu aö búa i tjöldum og vera þvi um leið i hálfgeröri útilegu meö kostum og göllum sem þvi fylgja. Samband áhuga- leikfélaga á Noröurlöndum (NAR) stóö fyrir námskeiðinu og krakkamir sem komu frá íslandi, flestir 16-18 ára, voru héðan og þaðan af landinu og hafði Banda- lag isl. leikfélaga milligöngu um ferð þeirra. Danmörk eins og gluggalaust, loftlaust herbergi Danmörk tók á móti okkur með steikjandi hita og þegar maður gekk út úr flugvélinni á Kastrup var eins og maður gengi inn I gluggalaust herbergi. Þaðan var haldiö rakleitt til Gundsölille musik og dramacenter við Roskilde, þar sem námskeiöið átti að fara fram. Búiö var að slá upp tjöldum, krakkarnir komu sér fyrir, en kennararnir og far- arstjórarnir hófust þegar i stað handa viö að skipuleggja vikuna. Einn kennarivarfrá hverjuNorð- urlandanna og hver með sitt aðal- fag, Tony frá Danmörku meö tön- list, Margreth frá Finnlandi með spunaæfingar, Kerstin frá Svi- þjóð meö hreyfitækni, ég með lát- bragðsleik og Mari frá Noregi meö grimugerö. Temaö var nor- ræna goðafræöin og var ákveðiö að hver hópur ynni einhvers kon- ar leikþátt um persónur goða- fræðinnar. Viö Mari ákváðum aö vinna saman með hóp, þar sem okkur fannst spennandi að vinna grimur fyrir látbragðsleikinn. Krakkarnir völdu sér svo hóp og hafist var handa klukkan 7 næsta morgun, eftir að Tony hafði geng- ið á milli tjaldanna og vakið alla meö ljúfri harmonikutónlist. Þægilegasta vekjaraklukka sem ég hef ennþá kynnst. Veðriö var sérlega gott þessa viku og okkar hópur vann aö mestu leyti úti, enda allir brúnir og sællegir i vikulok. Krakkarnir hjálpuðust að viö matartilbúning- inn, en borðaö var i matsal skóla- hússins, sem nú er músik- og dramamiöstöð. Ekki er hægt að segja að við höfum þurft að hafar áhyggjur af þvi að blessaöir islensku ungling- arnir þrifu sig illa, heldur þvert á móti. Danirnir, sem gera ekki veður út af smáskit hér og þar, komustaöþeirri niöurstöðuaö Is- lendingar væru haldnir algjöru hreinlætisæði. Sturturnar, sem voru i skólahúsnæði skammt und- an, voru nánast i notkun allan sól- arhringinn og oftast mátti heyra þaðan sungiö hástöfum á is- lensku. Hreinlætisæði Islending- anna átti eftir að koma sér vel þegar húsnæðið var þrifiö i lok vikunnar, og var það haft á orði að þar sem Islendingarnir fóru með tuskuna heföi málningin horfið af veggjunum. Tjaldbúðalíf og tungumál Enginn vafi er á þvi aö þetta fyrirkomulag, að láta krakkana búa I tjöldum, var mjög vinsælt og þjappaöi hópnum mun betur saman en ef búið hefði verið á herbergjum eöa hóteli (kannski varð þjöppunin fulimikii á köfl- um.). Terkel Spangsbo frá Dan- mörku átti heiðurinn af þessu skipulagi og stóð sig eins og hetja frá upphafi til enda. Eina raun- verulega vandamálið sem upp kom meðal bæði krakkanna og okkar hinna eldri var f sambandi við tungumálin. Það er raunar ekkert nýtt og kominn timi til að halda sérstakt námskeiö um þau mál. Finnsku krakkamir töluðu nefnilega aðeins finnsku og svo dálitla ensku, en ýmsum ónefnd- um Norðurlandaþjóöum finnst fullkomlega óviðeigandi að nota annað tungumál en sitt eigið og hrein föðurlandssvik aö tala ensku. Þaðer nefnilega ansi hent- ugt að halda uppi samræðum og gagnrýni á sinu eigin tungumáli og slik yfirburðaaöstaöa ákveö- inna þjóða gefur þeim möguleika á að ráða og ráðskast með norræna samvinnu á þann hátt sem undirrituö á oft ansi erfitt með að sætta sig við. 1 minum hópi voru krakkar frá öllum Norðurlöndunum þar með talin tvö frá Færeyjum og viö töluðum saman á fjórum tungumálum (islensku, dönsku, sænsku og ensku) sem siðar voru þýdd yfir á þrjú til viðbótar (þ.e. færeysku, finnsku og norsku) og gekk það bara býsna vel. Ég lét hinsvegar ekki ónotað það tæki- færi sem ég nýti i hvert sinn sem tungumál Norðurlandaþjóðanna og erfiðleika þeim samfara ber á góma, að benda á að öll norrænu málin nema finnska eru mállýsk- ur úr islensku og eigi yfirleitt að velja eitthvert eitt þessara mála þá komi auðvitaö ekkert nema is- lenska til greina! Þetta vekur misjafnlega mikla hrifningu en það bregst ekki að það slær jafn- an þögn á mannskapinn smá- stund! Siðasta kvöldiö var mikil kvöld- máltiö að vikingasið og siðan tróð hver hópur upp meö sitt atriði. Sumir léku nútlmaguöi, en okkar hópur lék „Dauöa Baldurs” með grimur sem hver og einn haföi gert fyrir þetta atriði. Að kenna listsköpun 1 heild held ég að bæði kenna rar og nemendur hafi verið mjög ánægð með þessa viku og vist er að mikiö var grátið þegar hópur- inn tvistraðist og hver fór til sins heima, vitandi að fæst af þessu fólki sést aftur. Sjálf hafði ég ákveðiö að heimsækja Margareth von Mortens, leikhússtjóra frá Skolteatern i Finnlandi, en við áttum ýmislegt sameiginlegt á þessu námskeiöi, eins og Finnar og íslendingar eiga gjarnan. Bak- grunnur okkar var líka svipaður þareö við höfðum meiri reynslu af atvinnuleiklist en hinir kennar- arnir, en minni uppeldis- og kennslufræði að baki. Urðu nokkrar umræður meöal kennar- anna um það hvar „pedagogik- en” endaði og „professionalism- inn” tæki við og hversu mikið frumkvæði kennaranna ætti að vera i kennslu sem þessari. Sjálf læt ég ekkikosta migyfir Atlants- hafið til að sitja með hendur i skauti og halda kjafti. Nógur timi til þess i gröfinni, eins og Bjartur i Sumarhúsum sagöi. Lista- kennsla verður að vera einhvers konar sköpun, annað er vanmat á þeim listrænu hæfileikum sem búa I hverri manneskju. Ef svo- kallaö atvinnufólk i listum fæst við kennslu á það ekki að vinna með nemendum sinum eins og einhverju undirmálsfólki sem ekki má gera kröfur til vegna þess að það ætlar ekki að leggja listsköpun fyrir sig. Leiklistar- kennsla (leikræn tjáning)i i skól- um er listsköpun en ekki tútta upp i nemendur til að halda þeim við hundleiöinlegt námsefni. Og I allri umræöunni um uppeldismál og kennslufræöi vill þaö stundum gleymast að þaö er einmitt meö- fædd sköpunargáfa mannsins Brúða úr „Noppa” cinum vinsælasta smábarnaþætti finnska sjónvarpsins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.