Þjóðviljinn - 23.08.1980, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Qupperneq 18
18.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. ágúst 1980 Ingibjörg V. Fridbjörnsdóttir skrifar frá Nuuk, höfuðborg Grænlands: Flestir hafa heyrt um menning- arklofninginn i Kalaallit Nunaat (Grænlandi), áfengisvandamálið, launamisrétti, atvinnuleysi, kyn- sjúkdóma o.s.frv. En þar finnast einnig bjartari hliðar. Enn eru bæimir ekki orðnir of stórir og fólkið ekki hólfað hvert i sinum bás. Kalaallitar leggja mikiö upp úr samverunni, að borða saman og eiga ánægjulegar samverustundir. Núna eru miklir uppgangstímar hér og þjóðin er að vakna til vitundar um sjálfa sig. Listin blómstrar og umræður eru opnari en fyrr. Gamlamenningin er I hávegum höfð. Kalaallitar vilja læra meira af menningu forfeðra sinna, inuitanna, sameignarformi þeirra, réttlátri skiptingu afurð- anna og ekki sist hinu fullkomna sambandi þeirra við náttúruna: veðurguðina og dýrin. t gamla daga var lifið ein heild, allt hafði sinn stað, sina merkingu og jafn- vægi rikti milli efnisheimsins og heims andans. Sumir vilja tala um rómantik þegar minnst er á gamla þjóðfé- lagiö og nefna fyrst hungurdauð- ann. bá er hægt að nefna á móti hina miklu tiðni sjálfsmorða sem fylgir nútímaþjóðfélaginu. Tadin- in er enginn björgunarhringur I sjálfu sér. En það er Kalaallit- anna að ákveða hversu mikla tæknivæöingu þeir vilja. Kalaallitar beina æ meiri at- hygli að 4. heiminum þ.e. þeim þjóðum sem eru i minnihluta i eigin landi t.d. eskimóum i Alaska og Kanada, indjánum og sömum. Þeir vilja einníg sam- vinnu við Norðurlöndin og þar sem við Islendingar höfum verið undir sama harðkúluhatti og þeir ættum við aö geta orðiö þeim að liði ef þeir óska þess. Þeir hafa fengiðnógaf óbeðinni „hjálp” frá Dönum. Arið 1976 hófu Kalaallitar (Grænlendingar) að nýju aö halda samkomur sem nefnast Aussivik. a hverju sumri söfnuðus forfeðui þeirra saman á völdum stöðum i fögru umhverfi. Til- gangurinn var að safna vetrar- forða, njóta samverunnar og sameiginlegra áhugarnála, skipt- ast á sögum og söngvum, halda kappleiki, dansa og leita sér að maka. 1 raun voru þessar sam- komur mjög þýðingarmiklar fyr- ir lifsbaráttuna þar sem þeir skiptustá dýrmætri reynslu, bæði á hinu andlega og efalega sviði. Þá voru þeir sjálfstætt fólk. Siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Aussivik verður aldrei eins og i gamla daga. Núna eru Kalaallitar bæði und- irokuð og stéttskipt þjóð og Aussi- vik þvi baráttusamkoma. Þar er rædd pólitik og hvað beri að gera, þekkingu miðlað, sagan rannsök- uð, ástandiö borið saman við önn- ur lönd og reynt að nálgast gömlu menninguna sem næstum týndist á Vesturströndinni þegar hinir kristnu komu með boð sin og bönn, en varðveittist i Thule og A- Grænlandi þvi að þau svæði uröu miklu siðar nýlendur. Frændur frá Alaska og Kanada koma i heimsókn og sýnd er sam- staða með öllum 3. og 4. heimin- um. Listamenn sýna listir sinar, trommudansarar, söngvarar, málarar, leikarar o.s.frv. Og um- fram allt skulu Aussivitar skemmta sér, dansa og borða grænlenskan mat sem veiddur er á staðnum. Tónlistin og ljóðin hafa skipaðmjög veglegan sess i Risavaxnir hafísjakar setja svip sinn á landslag við Diskóeyju. Aussivik 1979 var haldiö I Qullissat, gömlum kolanámubæ sem hefur verið yfirgefinn. Settur var upp skúlptúr á staðnum úr öllum mögulegum hlutum, nýjum og gömlum. Hér sést kúnstner Esajas Isaksen leggja hönd á verkiö. Tónlist og ljóð skipa vegiegan sess á Aussiviksamkomunni. Teiknari og höfundur: Per — Jæja, hundahaid hefur aftur verið leyft. — Já, það er nú gott, þá þarf maður ekki lengur að dulbúa þá sem isbirni þegar maður fer aö viðra þá. Danker — Bæjarstjórnin I Nuuk hefur verið á Færeyjum til aö kynna sér heimastjórn. — Kom hún með eitthvaö heim? — Já, 200 sigarettur og eina flösku af brennivini. L - — Hvað varð um áætlun Þjóð- vcrja aö losa úrgang úr kjarn- orkuverum á Grænlandi? — Hún var fryst. — Hvað merkir „pressufrelsi”? — Það þýðir Ifkiega að maður er laus við dagbiöð og þcss háttar baráttunni og tvær plötur hafa verið gefnar Ut: Aussivik 77 og Qangattarsa Qangattarsartigut (hinn fljúgandi kajak). Aussiviksamkoman er einnig svo mikilvæg þvf hún gefur fólki tækifæri tilað hittast i þessu stóra landi þar sem vegalengdirnar eru geysilegar ogsamgöngur erfiðar. Árið 1976 var Aussivik haldin i Narrsaq á Suður-Grænlandi, bænum sem er svo rikur af úrani. Arin 1977-79 var samkoman i Qullissat á Diskóeyjunni. Það er kolanámubær en þegar olian kom ákváðu Danir að 1500 ibúar Qullissat skyldu reknir burt. 1 sumar er Aussivik haldin i Ameralikfirðinum nálægt Nuuk. Það voru samtökin Inuit Ata- qatigiit (þeir sem eiga eitthvað sameiginlegt) sem grunnlögðu Aussivik og sjá um framkvæmd- ina. I.A. starfará sósialfskum og andheimsvaldasinnuðum grund- velli og stefnir að stéttlausu þjóð- félagi. I.A. vill ekki eingöngu starfa á þingræðisgrundvelli og láta hina völdu sjá um allar ákvarðanir og ekki starfa eftir þeim valdapiramida sem Dana- veldi hefur troðið upp á þjóðina. I.A. vill raunverulegt lýðræði I anda forfeðra sinna sem allir taka þátt I. Líklega vaktiþað mesta athygli aðl.A.vará móti heimastjórnar- lögunum. Það vill ekki þá heima- stjórn sem færir aðeins valda- stofnanirnar til án þess að breyta þeim. I.A. vill raunverulega sjálfsstjórn og segir að aðeins Kalaallitar hafi rétt til lands sins og ákvörðunarrétt um auðlindir landsins. Kalaallitar og eingöngu þeir og ekki aðrir eiga að taka ákvörðun um atvinnuvegi lands- ins, verslunina, skólakerfið, stjórn efnahagsmála og alla póli- tik landsins. Danmörk er einnig bundin af alþjóðlegum samningum sem heimastjórnin getur engin áhrif haft á, samningum við Atlants- hafsbandalagið, Oliubandalagið og Efnahagsbandalagið. T.d. ræður EBE hver og hve mikið má veiða I Kalaallit Nunaat. Þar með ræður heimastjórnin ekki einu sinni yfir aðalatvinnuvegi lands- ins. I.A. telur að KalaaUitar verði aö vera utan EBE ef þeir ætli að vernda sjávarútveg sinn og krefj- ast 200 milna fiskveiðilögsögu til handa sjálfum sér. Nýverið gáfu svo I.A. út þá yfirlýsingu að þar sem heimastjórnin væri orðin að veruleika muni samtökin einnig starfa að uppbyggingu hennar og fyrst og fremst reyna að hafa áhrif á eignarréttarformið. spyrjir Konunglegu Grænlands- verslunina hvort ekki eigi aö vera verðstöðvun á Grænlandi lika. — Ég held aö það sé nú eins gott að spyrja lögregluna um það hvort leyfilegt sé að fremja af- brot.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.