Þjóðviljinn - 23.08.1980, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Qupperneq 23
Helgin 23.-24. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Thorsaranna Veldi Thorsættinn er talin einhver sú voldugasta á tslandi á þessari öld. Ættfaöirinn var danskur, Thor Jensen (1863-1947). Hann kom ungur aö árum til íslands og réöi sig sem búöarmann á Borö- eyri, var fljótur aö koma undir sig fótunum og varö aö lokum auöugasti maöur landsins. Ótalin eru þau fyrirtæki sem hann átti aöild aö en hann var m.a. einn af aöalstofnendum Eimskipafélags- ins en afkomendur hans og tengdamenn hafa síöan veriö mjög ráöandi innan þess. Fræg- asta fyrirtæki Thors Jensens var samt Kveldúlfur sem hann stofn- aöi snemma á öldinni ásamt son- um sinum. Þetta var stærsta tog- araútgeröarfélag landsins á ár- unum milli striöa og á þess vegum var einnig fiskverkun og sildarbræösla i stórum stil. Thor Jensen eignaöist 12 börn, sem kölluöu sig Thors, og er mik- ill ættbálkur kominn út af honum. Þaö er táknrænt fyrir íslenska ættarþjóöfélagiö aö afkomendur auömannsins Thors Jensens hafa tengst meö giftingum flestum helstu valda og embættismanna- ættum landsins. Elsta barn Thors Jensens var Camilla, gift Guömundi T. Hall- grimssyni lækni á Siglufiröi af gamalli og viröulegri ætt. Attu þau nokkur börn sem sum eru bú- sett erlendis. Tengdasonur þeirra er t.d. Pétur ó. Johnson stór- kaupmaöur i New York sem sjálf- ur er af miklum auömannaættum (dóttursonur Péturs Thorsteins- sonar á Bildudal). Næstur i rööinni var Richard Thors framkvæmdastjóri Kveld- úlfs og Sölusambands isl. fisk- framleiöenda og stjórnarmaöur i Eimskipafélaginu Thor R. Thors sonur hans var siöar fram- kvæmdastjóri Kveldúlfs og i stjórn Eimskipafélagsins. Annar sonur hans, Richard Thors læknir, er svili þeirra Björns Hallgrimssonar forstjóra H.Ben og óttars Möllers, fyrrv. for- stjóra Eimskipafélagsins og stjórnarmanns i Flugleiöum. Dóttir Richards Thors er Unnur, hún er gift inn i ættina Briem og Claessen. Þriöji var Kjartan Thors, lengst af formaöur Vinnuveit- ólafur Thors forsætisráöherra var iengi skærasta stjarna Thorsara. Thor R. Thors, tók viö sæti fööur sins i stjórn Eimskipaféiagsins áriö 1962,en Thorsarar hafa frá' upphafi veriö mjög nánir yfir- stjórn þess félags. endasambands Islands. Hann var giftur inn i ætt Jóns Sigurössonar forseta. Tengdasynir hans eru Sigurgeir Jónsson hæstarétar- dómari, fyrrv. bæjarfógeti i Kópavogi, og Stefán Hilmarsson bankastjóri Búnaöarbankans. Sonur Kjartans er Björn Thors, blaöamaöur Morgunblaðsins, er var kvæntur Heigu heitinni Val- týrsdóttur leikkonu, dóttur Valtýs Stefánssonar ritstjóra Morgun- blaösins. Fjóröa barn Thors Jensens var ólafur Thors, forsætisráð- herra og formaöur Sjálfstæöis- flokksins, er giftur var inn i Guö- johnsenættina. Thor ó. Thors sonur hans er forstjóri hins vold- uga hermangsfyrirtækis ís- lenskra aöalverktaka, en tengda- synir hans voru Pétur heitinn Benediktsson bankastjóri og al- þingismaöur (af Engeyjarætt) og Þorsteinn Gíslason forstjóri Cold- water Seafood, dótturfyrirtækis SH I Bandarikjunum. Hann er sonur Gisla Jónssonar alþingis- manns. Fimmta barn Thors Jensens var Haukur Thors, einn af fram- kvæmdastjórum Kveldúlfs. Hann vat tengdasonur Hannesar Haf- stein ráöherra. Tengdasynir HauKS Thors voru svo engir smá- kallar. Þeir voru m.a. Jóhann Hafstein forsætisráöherra og for- maöur Sjálfstæöisflokksins, örn ó. Johnson forstjóri Flugleiöa og Stefán Sturla Stefánsson, banka- stjóri tJtvegsbankans. Fimmta barn Thors Jensen var Kristin. Hún var gift Guömundi Vilhjálmssynisem mjög lengi var forstjóri Eimskipafélags Islands og stjórnarformaöur Flugfélags tsiands. Synir þeirra voru Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Guö- mundur Vilhjálmsson lögfræö- ingur, háttsettur hjá Flugleiöum. Tengdasynirnir eru hins vegar Magnús Magnússon prófessor og forstjóri Raunvisindastofnunar Háskólans og Sverrir Norland framkvæmdastjóri (Smith og Norland h.f.). Sjötta i rööinni var Kristjana, gift Gunnari Mellström og sjö- unda Margrét Þorbjörg, kona Haligrims Fr. Hallgrimssonar forstjóra Shell. Tengdasonur Hallgrimur Fr. Hailgrlmsson for- stjóri Sheli, giftur Margréti Þor- björgu Thors. Þar tengdust tvö stórveldi. Þorsteinn Gislason forstjóri Cold- water Seafood, dótturfyrirtækis SH I Bandarikjunum. Hann er tengdasonur ólafs Thors for- sætisráöherra. þeirra er Björgólfur Guömunds- son, framkvæmdastjóri Hafskips h.f. Attunda barn Thors Jensens var Thor Thors alþingismaöur og slöar sendiherra I Bandarlkj- unum og hjá Sameinuöu þjóö- unum. Hann var tengdasonur Ingólfs Gislasonar læknis, bróöur Garöars Glslasonar stórkaup- manns (Halldór H. Jónsson tengdasonur Garöars er stjórnar- formaöur Islenska álfélagsins og Eimskipafélagsins og Kristján, sonur Garöars, var svili Lorentz Thors sem er nefndur hér á eftir). Tveir synir Thors Thors eru bú- settir Bandarikjunum. Thor Thors er bankastjóri i New York en Ingólfur Thors er fram- kvæmdastjóri i Washington. Tlundi i rööinni er Lorentz Thors, giftur inn i ættina Thor- steinsson. Hann er faöir Jóns Thors deildarstjóra i dómsmála- ráöuneytinu. Ellefta barniö dó kornungt en þaö yngsta var Hilmar Thorslög- fræöingur sem kvæntist dóttur ÓlafsBjörnssonar ritstjóra Isa- foldar og Borghildar Péturs- dóttur Thorsteinsson. Þeirra sonur er ólafur B. Thors borgar- stjórnarfulltrúi I Reykjavik sem sumir hvisla nú aö veröi jafnvel næsti formaöur Sjálfstæöisflokks- ins. Hann er tengdasonur Einars B. Guömundssonar sem lengi var stjórnarformaður Eimskipa- félagsins og afabróöir hans Sveinn Björnsson, siöar forseti, var reyndar fyrsti formaöur stjórnar þess félags. P.s. Villa slæddist inn i siöustu grein um Briemsætt. Stefán Stefánsson alþingismaöur var ekki dóttursonur Ólafs Briem. Þaö var Ragnheiöur kona hans sem var dótturdóttir Ólafs. Þá var nefnd til sögu Jóhanna Gunn- laugsdóttir Breim, en hún hét aö seinna nafni Kristjana og mun ævinlega hafa veriö nefnd þvi nafni. P.s. Næst veröur tekin fyrir ætt Sveins Nielssonar prests á Staöarstaö. P.s. Allar ábendingar eru vel þegnar. örn ó. Johnson stjórnarformáöur Flugleiöa er tengdasonur Hauks Thors. ólafur B. Thors, sonur Hilmars Thors. Veröur hann næsti for- maöur Sjálfstæöisflokksins? Operator Skýrsluvéladeild Sambandsins óskar eftir að ráða operator til starfa við IBM S/370 tölvu sina. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf mjög fljótlega. Upplýsingar um starfið verða veittar til mánaðamóta hjá forstöðumanni á vinnu- stað i Holtagörðum v/Holtaveg. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD T æknif ræðingar Verkfræðingar Orkubú Vestfjarða óskar að ráða að tæknideild sinni vélatæknifræðing eða vélaverkfræðing. Umsókn er greini menntun, reynslu og kaupkröfur sendist Orkubúi Vestfjarða, Stakkanesi 1, ísafirði fyrir 5. september. I Gangavörður Hafnarfjarðarbær óskar að ráða nú þegar gangavörð til starfa i Viðistaðaskóla. Umsóknum, ásamt upplýsingum um fyrri störf, skal skila til undirritaðs fyrir 1. sept. n.k.. Upplýsingar veittar á Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar. Fræðslustjórinn i Hafnarfirði. Sffl BORGARLÆKNIR í* Fulltrúastari Starf háskólamenntaðs fulltrúa við skrif- stofu borgarlæknis er laust til umsóknar. Starfið felst i söfnun upplýsinga um heil- brigðismál, gagnaúrvinnslu og skýrslu- gerð. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gott vald á úrvinnslu tölfræðigagna. Einnig er æskilegt að umsækjendur hafi vald á kostnaðarútreikningum og rek- straráætlanagerð og geti framkvæmt ein- faldar heilsuhagfræðilegar athuganir. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrit- uðum fyrir 1. september n.k. Borgariæknirinn i Reykjavik. Síminn er 81333 MOMIUINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.