Þjóðviljinn - 23.09.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Verkfall i
prentsmiðjum
dagblaðanna
á föstudag
Seinkunin
póstinum
aö kenna
Bókagerðarmenn hafa
boðaðtil verkfalla í prent-
smiðjum dagblaðanna á
föstudag, laugardag og
mánudag. Vegna umræðna
í fjölmiðlum hefur sam-
starfsnefnd bókagerðar-
fólks sent frá sér fréttatil-
kynningu, þar sem segir:
„Tilkynning um verkfall bóka-
gerðarmanna var send með lög-
legum fyrirvara miövikudaginn
17. september sl. i hraðpósti og
ábyrgð. Af einhverjum ástæðum,
sem okkur eru ókunnar barst til-
kynningin viðsemjendum okkar
ekki fyrr en degi seinna sem varð
þess valdandi að þeir töldu verk-
fallið ekki geta hafist fyrr en degi
seinna en ætlunin var.
Vegna þessara mistaka i póst-
burði hafa stjórnir og trúnaðar-
mannaráð HIP og GSF fallið frá
verkfalli þennan umrædda fyrsta
dag, en i hans stað boðað verkfall
i dagblaðaprentsmiðjum mánu-
daginn 29. september n.k.
Samkvæmt framanrituðu mun
koma til vinnustöðvunar i dag-
blaðaprentsmiðjum 26., 27. og 29.
september n.k. og hjá öðrum fyr-
irtækjum innan Félags islenska
prentiðnaðarins og Rikisprent-
smiðjunni Gutenberg 18., 29. og
30. september n.k. þokist ekki i
átt til samkomulags um kjara-
samninga bókagerðarfélaganna
fyrir þann tima.
Aöeins
leitað
hugmynda
Forystumenn i félögum flug-
manna Flugleiða hafa sent fjöl-
miðlum eftirfarandi:
„Að gefnu tilefni viljum við
undirritaðir upplýsa, að á fundi
með aðstoðarmanni félagsmála-
ráðherra, hr. Arnmundi Back-
man, þar sem málefni starfsfólks
Flugleiða h.f. voru til umræðu,
var einungis leitað eftir hug-
myndum til lausnar á þeim
vanda, sem uppsagnir starfs-
manna hafa i för með sér.
Að Arnmundur hafi reynt að
móta skoðanir okkar er alrangt.
Baldur Oddsson formaður F .L.F.
Kristján Egilsson form. F.l.A.
Maöur
drukkáiar
i Rvíkurhöfn
Aðfaranótt sl. sunnudags
drukknaði 25 ára gamail
maður i Reykjavík og gerðist
það með þeim hætti, aö hann
ók bH sinum i höfnina.
Um fjogurrleytið á sunnu-
dagsnóítina tók lögreglan
eftir ba, sem ekið var ógæti-
lega um miöborgina. Var
honum fylgt eftir um hrið
' þar tii hann sveigöi i skynd-
ingu að bakkanum framan
við Hafnarliúsiö og- beint í
sjóinn. Kafari kom þegar'á
vettyang en er maðurinn
náðist út.úr bilnum var ^hann
drukknaður'.
Enn er ekki-unnt að birta
nafn hins látna. \ •
— mhg
Grunnskólinn i Grindavik: Skólastarfið gengur ekki tiðindalaust fyrir sig fremur en i fyrravetur
(Mynd: eik).
Réttindalaus
og óreyndur
kennan ráöinn
„Staða min i þessu máli er
bæði lagalega og siðferðiiega
eins sterk og hugsast getur. Ég
vil þó ekki standa i vegi fyrir þvi
að skólastjórinn geti framfylgt
þeirri skyidu sinni að sjá börn-
unum fyrir fræðsiu og aö þau
mæti I skóiann. En ég harma að
það skuli þurfa að gerast með
þessum hætti”.
Þetta sagði Ragnar Agústsson
kennari i Grindavik við Þjóð-
viljann i gær. Ragnar sagðist nú
myndu visa málinu formlega til
stéttarfélags kennara til frekari
athugunar og umsagnar.
Eins og greinthefur veriðfrá i
Þjóðviljanum, upphófst þetta
nýja Grindavikurmál með þvi
að foreldrar 24 barna i 4. bekk A
i grunnskólanum mótmæltu þvi
að Ragnar kenndi börnum
þeirra og hafa ekki látið börnin
mæta i skólann.
Málið hefur nú verið leyst á
þann hátt, að skólastjórinn út-
bjó nýja stundaskrá fyrir
Ragnar, og mun hann sam-
kvæmt henni sinna hjálpar-
kennslu alfarið, en hingað til
hefur hann stundað hjálpar-
kennslu að hluta til. Nýr stunda-
kennari var ráðinn að skólanum
og mun hann kenna bekknum
sem Ragnar átti að kenna. Þessi
nýi kennari er réttindalaus og
hefur ekki starfað sem kennari
áöur.
Ragnar Ágústsson segir mál
þetta ekki annað en pólitiska of-
sókn og hafi markmiðiö verið að
hrekja hann burt frá skólanum
og úr bænum. Frá stéttarlegu
sjónarmiði sé það á hinn bóginn
harla ihugunarvert fyrir kenn-
Ragnar Agústsson kennari:
Póiitiskar ofsóknir.
— Ragnar
Ágústsson vísar
málinu til kenn-
arasamtakanna
ara og samtök þeirra ef nokkrir
foreldrar eigi aö hafa það á
valdi sinu að hrekja kennara úr
starfi eftir geðþótta. Og ef svo
væri, hvort ekki mætti þá bera
við ýmsum órökstuddum ástæð-
um eftir þörfum, að kennarinn
væri of strangur, ekki nógu
strangur o.s.frv. lskyggilegt
væri til þess aö hugsa, ef kenn-
arar mættu i framtiðinni búast
við auknum persónulegum og
pólitiskum ofsóknum af þessu
tagi.
Þorskaflinn:
„Hámarksafrakstur
vid núverandi sókn”
„Með núverandi sókn næst
aldrei varanlegur hámarksaf-
rakstur af íslenska þorskstofnin-
um”, sagði Sigfús Schopka fiski-
fræðingur um niðurstöður út-
tektar Hafrannsóknastofnunar-
innará ástandi þorskstofnsins viö
iandið og mismunandi fiskveiði-
stefnum.
„Til þess aö hægt sé að ná
varanlegum hámarksafrakstri
sem er 450.000 lestir þarf heildar-
stofninn að vera 2,2 miljónir
lesta. Ef við veiðum 350.000 lestir
á næstu árum náum við hámarks-
afrakstri eftir 5 ár, en ef sóknin
verður yfir 400.000 lestir eins og
nú er næst þetta takmark aldrei”,
sagði Sigfús ennfremur.
Heildarþorskstofninn við landið
Armur Fiugleiðamálsins er
langur og lengist stöðugt. Slðast
liðinn föstudag héldu Flugleiða-
menn fund með flugfreyjum scm
starfa hjá félaginu og afhentu
þeim lista með nöfnum 68 flug-
freyja sem veröa endurráðnar.
öllum flugfreyjum var sagt upp f
sumar eins og ööru starfsfólki en
nú á aö endurráöa eftir einhverju
tirvali eða handahófi að sögn flug-
freyja.
Undirrituðum láðist að geta
þess i viötali við Þjóðviljann, sem
birtist um siðustu helgi um inn-
takskönnun á erlendum fréttum i
islenskum fjölmiðlum, aö úrtak
útvarpsfrétta var úr hádegis-
er nú talinn vera 1,6 miljónir lesta
og hrygningastofninn 211.000 lest-
ir. Ef heimilað verður að veiða
400.000 lestir árlega mun heildar-
stofninn eftir 5 ár verða 1,8
miljónir og hrygningastofninn
536.000 lestir. Verði leyft að veiða
350.000 lestir árlega verður
heildarstofninn eftir fimm ár 2,2
miljónir og hrygningastofninn
814,000 lestir.
I siðustu skýrslu stofnunar-
innar var lagt til að þorskaflinn
yrði 300.000 lestir. Hrygninga-
stofninn hefði þá orðið 280.000
lestir i ársbyrjun 1981. I sömu
skýrslu var gert ráð fyrir að ef
sókn héldist óbreytt þá yrði
hrygningastofninn 194.000 lestir i
ársbyrjun 1981.
Flugfreyjufélagið krefst þess
að við endurráðningu verði farið
eftir starfsaldurslista félagsins
og mótmæla harðlega þessum að-
ferðum Flugleiðamanna.
1 gærmorgun gekk stjórn Flug-
freyjufélagsins á fund félags-
málaráöherra og samgönguráð-
herra og ræddi um sin mál, en eft-
ir hádegið var enn á ný haldinn
fundur með Flugleiðamönnum.
Að sögn Grétu Onundardóttur
fréttum, öðrum tveggja aðal-
fréttatima útvarps. Litið var á
hvern fréttatima i útvarpi sem
jafngildi einnar útgáfu (edition)
dagblaðs. Halldór Halldórsson
fréttamaður
En nú hafa niðurstöður breyst
vegna þess að unnið hefur verið
úr umfangsmiklum lengdar- og
þyngdarmælingum sem gerðar
voru á fiski 1978 og 1979 og er
hrygningastofninn nú talinn
211.000 lestir. Gert er ráð fyrir að
allir árgangar frá 1977 séu meðal-
árgangar.
„Hafrannsóknastofnunin mun i
nóvember leggja fram nýja
úttekt á ástandi þorskstofnsins og
um leið setja fram tillögur um
aflahámark fyrir næstu ár. Miðaö
við núverandi sókn er skipastóli-
inn of stór og við aukningu á
stofninum þarf enn færri skip til
að ná hámarksafrakstri af stofn-
inum,” sagði Sigfús Schopka að
lokum. — gb
varaformanns Flugfreyjufé-
lagsins gerðist ekkert annað á
þeim fundi en að þær lögðu fram
mótmæli sín viö starfsaðferöum
Flugleiða og sögðu frá fundi sin-
um með ráðherrunurn.
1 fréttatilkynningu frá Flug-
leiöum sem barst i gær segir að
þær hafi krafist þess að ekki yrði
gengiö frá endurráðningu flug-
freyja fyrr en eftir rikisstjórnar-
fund i dag þar sem á að ræða mál-
efni Flugleiða. Gréta sagði hins
vegar að þær heföu kurteislega
farið fram á slika frestun. Þá
segir i fréttatilkynningunni að
flugfreyjur séu ekki til viðtals um
samkomuiag að svo stöddu og
staöfesti Gréta aö þær héldu fast
viö þá kröfu að farið væri eftir
starfsaldri, en ekki einhverju
handahófsvali.
— ká
aldrei
Smásagnasafn
Heinesens
Samtímis
hér og í
Dan-
mörku
Nú fyrir júlin kemur út hjá
Máil og mcnningu splunku-
nýtt smásagnasafn éftir
William Heinesen, i þýðingu
Þorgeirs Þorgeirssonar, og
kemur þaö út samtlmis hér
og i Danmörku. Siðasta smá-
sagan i þetta safn barst fvrir
örfáum dögum, og tók Þor-
geir þcgar til við þýðingána.
Sagan heitir Það á að
dansa.ög mun safnið einnig
bera þaö heiti. Bókin var þvi
rangnefnd i frétt i siðasta
Sunnudagsblaði um útgáfu-
bækur MM. 1
1 fréttinni hafði fleira skol-
ast til. Þrjár af islensku
barnabókunum sem forlagið
sendir frá sér eru úr barna-
bókasamkeppni MM 1979, og
mælti dómnefndin með út-
gáfu þeirra á sinum tima.
Þessar bækur eru: Veröldin
er alltaf ný eftir Jóhönnu A.
Steingrimsdóttur, Verg eftir
Asrúnu Matthiasdóttur og
Börn eru ilka fólk eftir Val-
disi Oskarsdóttur. Þá vant-
aði fööurnafn þýðanda
bó,karinnar Heygðu mitt
hjarta við Undaö Hné, en
hann er Magnús Rafnsson.
Blaðamaður biðst velvirð-
ingar á þessum afglöpum.
- ih
FLUGFREY JUR:
Mótmæla„adferöum Flugleida
Starfsaldurslisti gildi, en ekki handahófsval
Vidbót við viðtal