Þjóðviljinn - 23.09.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. september 1980.
Breskar rannsóknir herma að:
Heilsufar sé verra
hjá ófaglærðum
10 þúsundum
færra slátrað
Dauðsföll meðal ung-
barna og langvarandi sjúk-
leiki fullorðinna eru miklu
tiðari meðal ófaglærðs
verkafólks en þeirra sem
heyra til öðrum stéttum
þjóðfélagsins. Þessi tiðindi
eru hluti af umfangsmikl-
um niðurstöðum breskra
visindamanna sem rann-
sökuðu sambandið milli
heilsufars og stéttarstöðu
fólks í Bretlandi.
Rannsókninni var hrundiö af
staö aö undirlagi fyrrverandi
rikisstjórnar Verkamannaflokks-
ins. Hún var gerö af þremur sér-
fræöingum og tók þrjú ár. Niður-
stööurnar komu þeim sem öörum
á óvart — vægast sagt.
Heilsufar og stétt
Frá fæöingu og aö eins mánaö-
ar aldri deyja af börnum ófag-
lærös verkafólks tvisvar sinnum
fleiri en af börnum þeirra sem
eru betur megandi.
Munurinn veröur enn geigvæn-
legri á næstu ellefu mánuöum
ævinnar. Fimm sinnum fleiri
sveinbörn og fjórum sinnum fleiri
stúlkubörn úr verkalýðsstétt
deyja en úr efri lögum þjóðfélags-
ins.
Meöal karlmanna úr verka-
lýðsstétt eru langvarandi sjúk-
dómar tvisvar sinnum algengari
en meðal annarra karla. Konur
sömu stéttar striða 2.5 sinnum
oftar við aivarlega sjúkleika en
aðrar konur.
Ef tiöni dauösfalla meöal
verkalýösins heföi á einhvern
hátt veriö minnkuö til jafns viö
dánartiöni hinna efnaðri á þvi
þriggja ára timabili sem rann-
sóknin stóö yfir, þá heföu 74
þúsund mannslif undir 75 ára
aldri sparast. Þaraf tiu þúsund
börn og u.þ.b. 35 þús. manns á
vinnualdri i Bretlandi.
Mannslífin ekki spöruð
Sérfræöingarnir þrir töldu erf-
itt aö benda nákvæmlega á hvað
þaö væri i umhverfi hinna snauð-
ari sem ylli svo hárri dánar- og
sjúkleikatiöni, en töldu orsak-
ana aö leita að mestu leyti i
vinnuslysum sem og þröngu og
lélegu húsnæöi.
Til aö brúa bilið lögöu þeir m.a.
til aö fæöingarstyrkur yröi stór-
aukinn og barnabætur hækkaöar.
beir vildu einnig að fært yrði i lög
að ein máltiö skyldi standa hverju
barni til reiðu ókeypis dag hvern i
skólanum. thaldið undir forystu
Margrétar Thatcher hefur ein-
mitt dregiö verulega úr skóla-
máltiöum aö undanförnu.
Nokkra athygli vakti i breskum
fjölmiðlum að i formála aö
skýrslunni sá núverandi heil-
birgöisráðherra, úr thaldsflokkn-
um aö sjálfsögöu, mikla meinbugi
á aö hægt væri aö veröa viö tillög-
um þremenninganna — þaö kost-
aöi mikla peninga og stjórnin
væri jú aö spara.
En þó breska rikisstjórnin spari
ekki mannslif þess dagana ætti
skýrslan þó aö sýna hversu inn-
antómur sá frasi er oröinn sem
segir aö allir menn séu fæddir
jafnir — eöa hvaö?
—öS
Við byrjuðum að slátra sauöfé
hér mánudaginn 15. september,
sagði ólafur Sverrisson, kaup-
félagsstjóri f Borgarnesi. Áætl-
að er að slátra hér 77 þúsund
fjár að þessu sinni; er það 10
þúsund kindum færra en i fyrra
en þá var slátrað hér 87 þúsund-
um.
Þessi fækkun á sér ýmsar or-
sakir. Bændur lóguðu töluveröu
af ám i fyrra en þær veröa mun
færrinú. Lambalif verðurmeira
i haust þvi bændur eiga meiri
hey og svo var færra tvilembt af
ám i vor en oft áöur. Meö þessu
er þó ekki sagt að dilkakjötiö
verði miklu minna en í fyrra þvi
nú eru dilkar greinilega mun
vænni en þá.
Hér getum viö slátrað 2.500
kindum á dag, sagði Ólafur
Sverrisson. En viö slátruöum
ekki meö fullum afköstum
fyrstu vikuna. Þá stóöu hér yfir
göngur og réttir en viö erum
alltaf meö mikiö af mönnum úr
sveitinni hér i sláturhúsinu. Nú
hafa þessir menn hinsvegar
skilað sér og við erum komnir á
fulla ferö.
Kaupfélag Borgfirðinga slátr-
Umsjón: Magnús H. Gíslason
ar bara f Borgarnesi. Aöur fyrr
var mikill aragrúi sláturhúsa
hér á svæbinu bæöi á vegum
kaupfélagsins og kaupmanna.
En nú er aöeins eitt hús hér i
Borgarnesi. Svo er Sláturfélag
Suöurlands meö sláturhús viö
Laxá og einir þrir aðilar, sem
standa aö sláturhúsi i
Stykkishólmi: Kaupfélag
Stykkishólms, Kaupfélag
Grundarfjaröar og kaupmenn i
Stykkishólmi.
—mhg
Hafnarverkamenn
Skipadeild Sambandsins óskar að fast-
ráða nokkra verkamenn til vinnu i skipum
og vöruskemmum.
Nánari upplýsingar veitir verkstjóri i
vöruskemmu Skipadeildar, Holtagörðum.
Hitt og
þetta jrá
Eyjum
Frá fréttaritara okkar í
Vestmannaeyjum,
Magnúsi Jóhannssyni frá
Haf narnesi:
Djúprækjuleit
Gisli Kristjánsson skipstjóri
og útgeröamaður á Lundanum
hefur sent beiöni til ráðuneytis
um leyfi og aðstoð til að kanna
möguleika á djúprækjuveiöum
fyrir Suðurlandi. Gisli hefur i
sumar róið frá ísafirði og veitt
djúprækju með góðum árangri.
Er álitiö aö eitthvað muni vera
af rækju fyrir Suðausturlandi og
er vel, ef þessi tilraun yröi aö
veruleika, þar sem rækju-
vinnsla hefur víða verið lyfti-
stöng i atvinnulifi. Að visu er
verð á rækju nokkuð reikult.
Gömlu húsin hverfa
Nýlega voru hér tvö hús af
eldri kynslóöinni rifin til
grunna. Þaö voru húsin Reynir,
við Bárugötu, siðast i eigu
Kaupfélgags Vestmannaeyja,og
Gefjun viö Strandveg, eign
Isfélags Vestmannaeyja.
Samið við bæjarstarfs-
menn
Að undanförnu hafa átt sér
stað samningaviðræöur milli
samninganefndar bæjarstarfs-
manna og fulltrúa frá bæjar-
stjórn. Samningar hafa tekist
um aðalkjarasamning og er
hann að mestu leyti sá sami og
viö starfsmenn Reykjavikur og
rikis. Bæjarstarfsmenn samþ.
samninginn á fundi meö 34 atkv.
gegn 3. Bæjarstjórn samþykkti
svo samninginn á aukafundi
með 9 samhlj. atkv. Enn er
ósamið um sérkjarasamning en
honum skal lokið innan
mánaöar.
Gott framtak
Nokkrir félagar úr stuðnings-
mannafélagi IBV fóru i róöur i
siöustu viku á mb. Frá, sem
Óskar Þórarinsson lánaði i
þennan túr. Essó og Skeljungur
gáfu oliuna i róöurinn. Aflinn
varö 16.3 tonn, en andviröi hans
fer til styrktar IBV. I túrinn
fóru: Gisli Valur Einarsson,
Geir Jónsson, óli Már Sig-
mundsson, Pálmi Lorenz,
Magnús Sveinsson og Jón Berg-
vinsson.
—mjóh
SAMBAND ISL.SAMVINNUFEIAGA
STARFSMANNAHALD
Frá Alliance
Francaise
Innritun i frönskunámskeið á vegum Alli-
ance Francaise verður i Franska bóka-
safninu Laufásvegi 12 kl. 18.15—19.15 dag-
ana 22.-25. september.
Stiórnin.
• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
onnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 53468
Frá Hólum í Hjaltadal:
Fiskeldisstöð
og hitaveita
Eins og áöur hefur verið skýrt
frá hér i blaöinu þá hefur i sum-
ar veriö unniö aö þvi aö ieggja
hitaveitu frá Reykjum i Hjalta-
dal til Hóla og aö koma þar upp
fiskeldisstöð. Viö höföum sam-
band viö formann skólanefndar
Hólaskóla, Gisla Pálsson, bónda
á Hofi i Vatnsdal, og spuröum
hann hvernig framkvæmdir
gengju.
Fiskeldisstöðin
— Þessar framkvæmdir eru
nú heldur á eftir áætlun.sagöi
Gisli. En við reiknum meö þvi,
að fiskeldisstööin geti tekiö til
starfa I haust. Þaö veröur núna
næstu daga tekinn lax úr ánum
og settur i kistur við hverja á
fyrir sig. Siðan fara tveir menn
vikulega um svæöið og kreista
þá laxa, sem komnir eru aö
hrygningu. Meö hrognin verður
svo farið beint i klakstöðina.
Gert er ráö fyrir aö hægt verði
að taka á móti hrognum i stöö-
inni um næstu mánaðamót.
Lokiö hefur nú veriö viö að
múra gólfið á sjálfu klakhúsinu
og væntanlega verður allri
steypuvinnu lokiö um miöjan
október. Ennþá stendur á þak-
efni svo hægt sé aö ljúka við
bygginguna en þess er vænst á
staöinn seinnipartinn I október.
Ætti húsiö þá aö veröa fokhelt
oröið um mánaöamótin októ-
ber—nóvember, ef allt fer aö
áætlun.
Verið er aö leiöa kalda vatniö
að klakstööinni og ætti þvl aö
veröa lokið um miöjan október.
Hitaveitan
Mest allt efni er komiö til
hitaveitunnar. Búiö er aö sjóöa
saman rörin frá Reykjum og út
aö Hvammi og aö nokkru þar
fyrir norðan. Unniö er aö þvi að
koma fyrir undirstöðum á landi
Hrafnhóls og Hliöar. 1 sambandi
við hitaveituframkvæmdirnar
er svo unniö aö brúargerö á
Hvammsá og brúarstöplar
verða steyptir I Hjaltadalsá og
bera þeir uppi hitaveitulögnina
yfir ána en síðar mun eiga aö
steypa á þá brúargólf. Hita-
veituframkvæmdirnar hafa
gengiö all vel en þó dálitið staðiö
á efni.
Verktakar
Þaö eru verktakar frá Akra-
nesi sem sjá um lögn hitaveit-
unnar: Kristján Guömundsson,
Valgeir Guömundsson og Elis
Halldórsson. Stigandi á Blöndu-
ósi tók hinsvegar aö sér aö
koma upp klakstöðinni og bygg-
ingarmeistari er Grétar Guö-
mundsson. Og viö búumst sem
sagt viö aö klakstööin komist
upp fyrir veturinn ef tiö veröur
skapleg I haust.
Viö hér teljum aö bygging
fiskeldisstöðva, eins og þeirrar,
sem verið er aö koma upp á Hól-
um, sé forsenda þess, aö hægt
sé aö gera fiskeldi aö aukabú-
grein fyrir bændur. Og stöðin á
Hólum var langstærsta átakið á
þessu sviöi, sem veiöifélög hafa
sameinast um aö gera til þessa,
sagöi Gísli á Hofi. Fjármálin
eru auövitaö erfiö þvi verðbólg-
an nagar si og æ og leikur alla
þá grátt, sem i einhverjum
framkvæmdum standa.
gp/mhg