Þjóðviljinn - 23.09.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.09.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — StDA 5 1 I I Tyrkland eftir valdarán hersins: I Verdur unnt ad finna leið til baka? I Ýmislegt er skylt með Póllandi og Tyrklandi Þegar herinn i Tyrklandi tók völdin i landinu fyrir rúmri viku voru viðbrögð J manna á Vesturlöndum undarlega jákvæð. Hershöfðingjarnir tyrknesku sögðust ætla að afnema lýðræðið til þess að bjarga því. Fáir urðu til að minna á það, að þessi formúla hljómar ískyggilega svipaðog hin bandariska formúla fyrir eldi og ■ brennisteini yfir Vietnam: við urðum að eyðileggja bæinn til þess að bjarga hon- I um. Nei: þess i stað er sem léttir fari um Vesturlönd: breska blaðið Financial Times skrifar tii dæmis: ,, Vonartilfinning fór greinilega um fulltrúa alþjóö- legra banka við þá hugsun, að valdarán hersins i Tyrklandi kunni að hafa opnað leiðir til stöðugra ástands, sem er þýðingarmikil forsenda þess að tyrkneskt efnahagslif rétti úr kútnum.”. Tvö riki í leiðara i danska blaðinu j Information er á dögunum | minnt á það, aö það sé ekki • ófróðlegt að bera saman Iviðbrögð á Vesturlöndum við at- burðum i Póllandi og Tyrklandi. Þótt aðstæður séu um margt ■ ólikar, segir blaðið, eru Ihliöstæður furðu margar bæöi að þvi er varöar efnahags- ástand og alvarlegar af- • leiðingar þess, að ástandið hefði |,,farið úr böndum” eins og þaö heitir. Efnahagslifi er illa stjórnað i báðum löndum, segir • blaðiö,ibúatala er svipuð — og I um leiö skuldin við riki á Vesturlöndum, sem i báðum til- vikum nemur um 20 miljörðum dollara. Gjaldþrot þessara rikja beggja mundi hafa hinar óþægi- legustu afleiðingar bæði i austri og vestri. Og nú er það i veru- legum mæli háð þvi, hvort unnt er að koma á sjálfstjórn fyrir- tækja i Póllandi hvort efnahags- lif þess lands kemst á fæturna aftur. Launahækkanir og frjáls verkalýðsfélög ein sér munu ekki leysa neinn efnahags- vanda. Pólland er hernaðarlega afar mikilvægt Varsjábandalaginu, og Tyrkland, sem á landamæri að Sovétrikjunum og er út- varpsstöð Nató einnig and- spænis Iran, Irak og Sýrlandi, er ekki siður mikilvægt fyrir Nató. 1 Póllandi var ekki beitt hervaldi til aö leysa hnútinn — i Tyrklandi hefur herinn hins- vegar tekið sér völd — og notar þau meðal annars til aö banna starfsemi frjálsra verkalýðs- félaga. Og sem fyrr segir: það þykir ekki umtalsvert á Vesturlöndum. „Viðreisn" Eins og Economist skjóta menn sér á bak við vonir um að herinn muni hressa við efnahgs- lifið og þá muni annaö á eftir koma. Það er lika vitnað til þess, aö tyrkneski herinn sé ekki likur þeim i Chile eða Boliviu: hann hafi tvisvar áður skilað aftur þeim völdum sem hann tók sér. Og nú þegar hafi þeir skipað óbreyttan borgara. Turgut Ozal, til að fara með stjórnartauma i rlkisstjórn sem herinn ætlar sér að hafa auga með. Efnahagslif Tyrklands var illa statt, sem fyrr segir. Greiðsluhalli við útlönd mikill. Erlendir sérfræðingar og lánveitingar kröfðust þess að hreinsað væri til i efnahags- lifinu i anda „frjálshyggju” meö þvi að draga úr opinberum stuðningi við ýmislegan at- vinnurekstur og með þvi aö draga úr viðskiptahaftavernd sem innlendur iðnaö- ur hefur notið — með það fyrir augum aö framleiðsla lands- Kórnarlamb pólitisks skæruhernaðar — lækningin getur lagt of | mikið á sjúklinginn. • manna fengi samkeppnis- sprautu og yrði samkeppnishæf- ari á mörkuðum siðar meir. Þetta ætlaði stjórn Demirels að framkvæma, en hafði ekki til þess bolmagn vegna pattstöðu á þingi. Valdarán hersins er i stórum dráttum til þess, að fylgja þvi eftir með vopnavaldi sem ekki var hægt að gera á þingi — og það er þess vegna sem erlendir lánadrottnar og Natóbræður eru tiltölulega hressir með atburðarásina. Tvisýna Og nú er þvi viö að bæta, að pólitisk ógnaröld hefur rikt i landinu með mannvigum mikl- um. Og sú efnahagslega lækning sem boðið er upp á, hún mun áreiðanlega hafa þær afleiðingar fyrst i stað — og enginn veit hve lengi þaö varir — að atvinnuleysi mun cnn auk- ■ ast, kjör hinna fátæku enn I rýrna. Tilraunin til að hressa I upp á efnahaginn getur gert hið I pólitiska ástand enn tvisýnna, ■ þvi aukin eymd i þessu fátæka I landi mun fjölga þeim sem örvænta og sjá ekki aðra kosti I en vopnaða uppreisn eða skæru- • hernaö. Þaö getur þvi svo farið, að I herforingjarnir og Turgut Ozal J geti hvorki rétt við efnahaginn I né leyst hina pólitisku hnúta sem landinu eru riðnir. Og þá * getur þaö reynst erfiðara en . áður, aö herinn rati leið til baka, I geti undið ofan af sinum völd- I um. Þá höfum við Islendingar j enn á ný fengið herforingja- ■ stjórn að sessunautum hjá I Nató — i nafni lýöræðis og I Nýju pólsku verkamannafélögin byggö upp: Togast á um hvern lid samkomulagsins Verkamenn skipasmiðastöðvanna — en hér sjáum við nokkra þeirra — eru ákveðnari en þeir sem vinna við ýmis smærri fyrirtæki. ( borgum Póllands er nú unnið af kappi að þvi að stofna hin nýju verklýðs- félög, sem voru stærstur árangur af verkföllunum í ágústog fram í september. Nokkur ágreiningur hefur orðið meðal verkamanna um skipulag landssam- taka, en þau mál virðast nú að mestu le|fst. Lech Walesa, einn af helstu for- ingjum verkfallsmanna hefur kvartað yfir þvi, að stjórnvöld geri hvað þau geti tilað hlaupast f rá þeim skuldbindingum sem þau tóku á sig í samkomulag- inu við verkfallsmenn. I viðtali við frönsku fréttastof una AFP fyrir helgi sagði Walesa, að hin nýju verklýðsfélög mundu efna á ný til verkfalla ef að yfirvaldið stæði ekki við sinn hluta samkomulags- ins. Walesa sagði á þá leið, að stjórnvöld reyndu með hægðinni að grafa undan samkomulaginu ,,af því við stöndum ekki nógu vel saman". 70 af hundraði verkamanna i norður- sýslunum taldir styðja nýju samtökin Gliman um útvarpsmessuna Hann nefndi sem dæmi, að samkomulagið gerði ráð fyrir þvi að kaþólska kirkjan fengi aðgang að rikisfjölmiölum. Siðan reyndu yfirvöldin að snúa sig út úr þessu máli með þvi aö visa biskupum á héraðsútvarpsstöðvar en hleypa kirkjunni ekki i rikisútvarpið. Biskupar sneru sér svo til verka- mannasamtakanna nýju — og sú varð reyndar niðurstaðan að nú á sunnudaginn var i fyrsta skipti i 36 ár útvarpaö messu frá einni af höfuðkirkjum Varsjár. En þetta dæmi gefur visbendingu um að það mun tekist hart á um hvert einasta atriöi samkomulagsins. Annað dæmi: stjórnvöld vildu helst að hin nýju verkamanna- samtök yrðu skrásett hjá hinu opinbera verkalýössambandi, sem verkfallsmenn hafa lýst einskis nýtt. En það hafðist svo i gegn, að hin nýju samtök verða skráð hjá dómsyfirvöldum i Varsjá. Þegar þeirri skriffinnsku er lokið veröa þau formlega lög- leg, en fyrr ekki. Félagsmálaskóli Verkfallsborgirnar við Eystra- salt eru nú þessa daga einskonar skóli fyrir aðra: á hverjum degi koma þangaö sendinefndir verka- manna frá öðrum hlutum Pól- lands og reyna að safna reynslu og upplýsingum um það hvernig að kjarabaráttu og samningagerð skuli staöið. 1 Szczecin var til að mynda haldin mikil ráðstefna um þessi mál sem 7000 fulltrúar sóttu. Talsmaður hinna nýju verkamannasamtaka þar i borg, Marian Jurczyk, segir að um 98% verkamanna við skipasmiða- stöðvarnar séu i hinum nýju sam- tökum. A smærri vinnustöðum séu verkamenn oft hikandi og smeykir um sinn hag, en þó megi ganga út frá þvi sem visu aö i vojvodunni (sýslunni) styðji um 70% verkamanna hina nýju hreyfingu. Blaöamaður frá sænska blaðinu Dagens Nyheter spurði Jurczyk, hvort hans menn litu á opinberu verklýðsfélögin sem keppinauta sina. Hann hló við og sagði svo ekki vera: þetta eru nú oröið pappirsfélög, sagði hann. Miðstýring? Nokkrar deilur hafa oröið um skipulagningu hinna nýju verka- mannasamtaka. Fulltrúar smærri verksmiðja i dreifbýli hafa viljað að samtökin hefðu sterka miðstjórn, sem gæti staöið uppi i hárinu bæði á hinum opin- beru verklýðsfélögum, yfirvöld- um á hverjum stað og verk- smiðjustjórnum. A hinn bóginn hafa fulltrúar þeirra sýslna þar sem hin nýja hreyfing hefur þeg- ar náð sterkum tökum viljað að landsamtök hinna sjálfstæðu verklýösfélaga yrðu fyrst og fremst til ráðgjafar og samræm- ingar, en heföu ekki yfirvald yfir einstökum samböndum. Þeir telja auðveldara að komast hjá opinberum stjórnarafskiptum af verkalýösfélögum ef að valdi þeirra verður dreift. Eftir nokkrar deilur hefur tek- ist að finna málamiðlun. Stofnuð voru ráðgefandi landssamtök, en um leið var það ákveðið að verk- lýðsfélög á hverjum stað skyldu samræma lög sin og reglur og láta skrá sig sem ein samtök. Hinu nýja landsambandi pólskra verkamanna verður skipt i 5—6 landshlutasamtök. t lok siðustu viku voru enn verkföll hér og þar um Pólland og er bæði farið fram á kauphækk- anir og staöfestingu á rétti til að stofna sjálfstæð verklýðsfélög. Og hiö pólska fordæmi hefur valdið sinu fyrsta „smiti” út fyrir landamærin: járnbrautarverka- menn i Berlin sem starfa fyrir rikisjárnbrautir DDR fóru i verk- fall. Þvi lauk i gær — en ekki var vitað meö hvaða skilmálum það varð þegar þessar linur voru skrifaðar. — áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.