Þjóðviljinn - 23.09.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.09.1980, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 M Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum, Síðumúla 6. frá ö lesendum «* Einfaldar skýringar Siggi hringdi: — Jæja, nú er endantega búiö að fletta ofan af Stalín. Mér finnst nú sumt svolitiö grunn- færnislegt i þessum þáttum frá breska sjónvarpinu sem við höfum verið að horfa á að undanförnu. Til dæmis var sú ,,skýring” gefin á orrustunni um Stalín- grad, að Stalín hefði sett allan sinn metnaö i að verja borgina af þvi hún hét þessu nafni. Mátti skilja það sem svo að hann hefði alveg látið eiga sig að verja hana ef hún hefði heitið eitthvað annað. Auðvitað er ágætt að sjón- varpiö sýni fræðsluþætti um ör- lagarika atburöi samtimasögu- nnar, en mér finnst maður græöa ansi litið á þessum kjaftasögum sem bornar eru fram undir yfirskini sagnfræði, þar sem allt snýst um persónu- una Stalin og heimsögulegir atburöir útskýrðir með skir- skotun til hans persónulegu til- finninga eða skapgerðar. Málin voru eilltiö flóknari I raunveru- leikanum, er mér sagt. Er ritskoðun hjá Tímanum? Sunnudaginn 14. september 1980 birtist grein eftir mig 1 Timanum, hugleiðingar um ævisögu bónda noröur i Skaga- firði, „Margslungiö mannlif” eftir Fnðrik Hallgrimsson, og þótti mér bókin góð. Greinin var vel sett upp og i ramma. En ritstjórar blaösins létu sér sæma að fella niður málsgrein og tvo setningarhluta að mér forspurðum. Þótti þeim ég vist of tungulangur, og hefur þó verið tekið meira upp i sig blöðum. Þetta tel ég algjört siðleysi. Eg hélt að svona ritskoöun ætti sér ekki stað. Fullt nafn fylgdi greininni og bar ég fyllstu ábyrgð á henni, en ekki blaðið. Hefi ég aldrei oröið fyrir þessu, þegar ég hef verið aö peðra i blöð eða timarit. Hélt ég að óheimilt væri að breyta eða fella úr greinum, veit ég ekki hvað lög segja um þetta. Hitt er annað mál, aö greinin beiö ekki stórmikinn hnekki við úrfellinguna. Jóhann Sveinsson frá Flögu. Það er Dýrleif sem situr, en Sigga stendur hjá henni. Myndin var tekin þegar þær komu meö efnið til okkar i Siðumúlann. Ljósm. — eik — A morgun fær Barnahorniö nýja umsjónarmenn. Þaö eru vinkonurnar Sigþrúður Gunnarsdóttir og Dýrleif Ýr ör- lygsdóttir. Þær eru báöar niu ára. Skólinn þeirra er Laugar- nesskóli, og þær eru i 9 ára bekk og sitja saman i skólanum. — Hvaða námsgrein finnst ykkur skemmtilegust? — Reikningur, — segja þær báöar einum rómi. — En hvað gerið þið þegar þið eruð ekki i skólanum? Sigga og Dýrleif taka við Sigga: Lesum. Dýrleif: Já, við lesum mikiö, og gerum margt fleira. — Hvar funduð þið efni i Barnahorniö? Dýrleif: Pabbi minn á stóra bók meö fullt af skrýtlum og leikjum, og viö fundum margt þar. Sigga: Svo sömdum viö sjálf- ar tvær sögur, um þaö sem við gerðum I sumar. Og við teikn- uðum lika myndir. — Fannst ykkur gaman að þessu? Báöar: Já! barnahornid^ Meðan á verkfallinu stóö höfðust verkfallsmenn viö innan girö- ingar, og ræddu viö ættingja sina gegnum virinn. Sjö dagar í Gdansk Sjónvarp kl. 22.00 Verkföllin i Póllandi hafa veriö fjölmiölum helsta viö- fangsefni aö undanförnu, og er vist ekki bitiö úr tjálinni tneö þau enn. t kvöid fáum viö aö sjá á skjánum breska frétta- mynd frá sjálfu höfuövigi verkfallsmanna. Lenin-skipa- smiðastööinni i Gdansk. Pólsk yfirvöld voru vist ekki ýkja hrifin af þeirri hugmynd að breska sjónvarpið fengi aðgang aö verkfallsmönnum, en sjónvarpsmenn brugðu sér þá i ferðamanna liki og tóku myndina samt. Sniðugir strákar — og ekki hefur eftir- litið veriö mikið, fyrst þeim tókst að smygla sér inn með allar sinar græjur og taka við- töl viö verkfallsmenn. Veröur fróðlegt að sjá afrakstur þess- arar feröar bresku kappanna austur fyrir járntjaldið ill- ræmda. —ih I haustblíðunni Útvarp kl. 20.40 Ekki fór þaö í blýhólkinn jÉl/% Útvarp %l\# kl. 10.25 „Aður fyrr á árunum"/ þáttur Agústu Björnsdóttur, er á dag- skrá morgunútvarpsins i dag. — Aöalefnið er frásögn i óbundnu máli eftir Daviö skáld frá Fagraskógi, — sagði Agústa, og nefnist hún t haust- bliöunni. Þetta er eiginlega endurminningaþáttur. Skáidiö gengur upp fjalliö fyrir ofan bæinn og fer að rifja upp ýmis- legt, bæöi um náttúru staö- arins og fortiöina. Þorleifur Hauksson les þessa frásögn, sem tekur upp mestan tima þáttarins, en inn i hana er fléttað stefjum úr Haustinu eftir Vivaldi. Agústa sagöi aö nú hefði verið ákveðið aö þættir hennar yröu áfram á dagskrá i vetur, annan hvern þriðjudags- morgun. —ih Davið Stefánsson frá Fagra- skógi Erlingur Daviðsson rit- höfundur á Akureyri les i kvöld frásögn sem hann hefur skráö eftir Jóni ,,goöa” Krist- jánssyni, og nefnir hana „Ekki fór það I blýhólkinn. Erlingur var ritstjóri Dags um margra ára skeið og hefur fengist mikið viö ritstörf,-m.a. gaf hann út bækurnar ,,Ald- raöir hafa orðiö”, sem i eru viðtöl og frásagnir ýmissa merka landa vorra sem komn- ir eru á efri ár. Jón „goöi” er kenndur við hótel Goðafoss, Erlingur Daviösson fyrrum ritstjóri Dags. sem hann rak um langt skeiö. Hann vann aö byggingu fyrsta mjólkursamlags landsins, sem sett var á laggirnar á Akureyri fyrir liölega hálfri öld, og segir hann frá þvi i þættinum sem fluttur veröur i kvöld. —ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.