Þjóðviljinn - 23.09.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.09.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 G sO E Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Kristin Astgeirs- dóttir Klin ólafsdóttir Katrln Didriksen Eirlkur Guðjónsson Hildur Jónsdóttir Kristin Astgeirsdóttir Þing Rauðsokkahreyfingarinnar á Selfossi Mikill áhugi á fjöl- Rökkur- fagnaður Rauðsokka Það á að byrja veturinn með fjöri. A föstudagskvöldið 26. sept. verður rökkurfagnaður Rauðsokkahreyfingarinnar i Lindarbæ. Hann hefst kl. 21 og verður að vanda eitthvað til skemmtunar og síðan verður dansað af hjartans list fram á nótt. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur kl. 3000. skyldupólitík Starfið og stefnan í endurskoðun Kjarnafjölskyldan eða annað form. Það rikti mikill áhugi á málefnum fjölskyldunnar á þingi Kauðsokka. Kauðsokkahrey fingin hélt þing sitt um siðustu helgi á Sel- fossi. Til umræðu var skipulag og stefna hreyfingarinnar en nú er orðið langt um liðið slðan rætt hefur verið um þá þætti. Eins og allir vita sem fylgst hafa með Rauðsokkahreyf- ingunnifrá þvi' aðhún var stofn- uð fyrir 10 árum hefur hún breyst töluvert, einkum eftir að sú stefna var mörkuð árið ’74 að berjast fyrir jafnrétti karla og kvenna á grundvelli stéttar- Fimm ár frá kvennaverkfallinu Ræðum málefni láglaunakyenna Hinn 24. okt. næst komandi verða fimm ár liðin frá „kvennaverkfallinu” fræga eða kvennafrideginum eins og sumir vilja kalla þann dag. Þaö má eflaust deila um árangur og framkvæmd 24. okt. 1975, en vist er um það að islenskar konur vöktu heimsathygli og héldu reyndar margir erlendis aö mikill baráttuandi væri rikjandi og öflug kvennahreyfing. Stað- reyndin var hins vegar sú aö eftir „friið” héldu konur áfram að elda, taka til og ala upp börnin, auk vinnunnar utan heimilis. Þaö þarf meira til en einn dag til að breyta stööu kvenna, það þarf langa, stranga og róttæka baráttu. Það hefur frést að ýmsir hafi hug á aö nota fimm ára afmælið til að koma umræðum af stað á nýjan leik t.d. hefur Jafnréttis- ráð stungiö þvi að Útvarpsráði að dagsins verði minnst i sam- ráði við kvennahreyfingar landsins. Þá hefur verið stungið upp á ráðstefnu um konur og fjölskylduna á siöum Morgun- blaðsins, en ekki hefur heyrst neitt um undirtektir. Það veitir ekki af að taka jafnréttismálin til ýtarlegrar umfjöllunar enn einu sinni og finna á þeim nýjar hliðar og nýjar baráttuleiöir, svo að ein- hverju verði þokað. Jafnréttis- Framhald á bls. 13 Konur sem vinna viö framleiöslugreinarnar eru sá liópur sem mestu misrétti er beittur. Þaö væri veröugt verkefni aö minnast kvenna- verkfallsins meö þvi aö ræöa málefni þeirra. baráttunnar. Sú stefnumörkun olli miklum deilum og klofningi, en siðan hefur henni verið fylgt að nokkru, þó aö oft hafi verið litið um tengsl við þá hópa þjóð- félagsins sem við mest misrétti búa- láglaunakonur, einstæðar mæður, að ekki sé talað um þann þögla hóp kvenna sem situr innan veggja og elur upp nýjar kynslóðir, og sér um við- hald vinnuaflsins, allt saman launalaust. A þinginu á Selfossi varð ekki nein bylting eöa stefnubreyting, Rauðsokkahreyfingin heldur sinu striki, en þaö er ýmislegt á döfinni til að efla hreyfinguna og bæta, ekki veitir af i krepp- unni. Einer sú breyting sem vert er að segja frá og sem sennilega á eftir aö hafa mikil áhrif á allt innra starf. Sú ákvörðun var tekin sl. vetur að stofna svo- kallaöa grunnhópa (basishópa) semhafa þvi hlutverki að gegna að veita konum tækifæri til að ræða saman um lif sitt og vandamál, auk þess að sinna alls kyns verkefnum. Slikir hópar hafa verið starfandi i er- lendum kvennareyfingum allt frá 1970, en einhverra hluta vegna hafa þeir aldrei komist á legg hér. Þó er vitað um nokkrar tilraunir frá fyrri árum, en þeir hafa aldrei verið hluti af skipulaginu. Erlendis eru þeir taldir algjört grund- vallaratriði til að konur kynnist, skilji aö reynsla þeirra og kúgun er sameiginleg og til þess að losa um allar þær hömlur sem hver og einn byrgir innra með sér. Reynslan er sú að konur fá mikiö út úr þvi að ræöa við aðrar konur og þar með finnst þeim að þær séu einhverju bættari og eflast i baráttu- andanum. Þingiö á Selfossi ræddi mikið um grunnhópana, sagt var frá starfinu síðasta vetur og allar Islenskir kvennahóp- ar í Kaupmannahöfn Það er ekki aðeins hér heima sem íslenskar Ársf j órðungsf undur Vetrarstarfið er að hefjast og á fimmtudaginn verður ársf jórðungsf undur i Sokkholti kl. 20.00. Þar verða lagðar línur fyrir veturinn, rætt um kvenna- hátíðina sem framundan er, rætt um nýju stefnu- skrána, kosið í miðstöð og væntanlega ræddar hug- myndir um efni Forvitinnar Rauðrar auk annars þess sem liggur Rauðsokkum á hjarta. konur hefja vetrarstarf í kvennabaráttunni. Oti í Kaupmannahöf n eru starfandi íslenskir kvennahópar sem eru einmitt þessa dagana að fara í gang. 1 fyrravetur var ákveðið að kalla konur saman þar ytra til að kanna hvort ekki væri grund- völlur fyrir róttæku kvenna- starfi. Þeim konum sem þar voru staddar fannst tilvaliö að nota útiveruna til að lesa, fræöast og ræöa saman og kom i ljós að áhugi var mikill. Alls störfuðu um 40 konur i 7 hópum, einn varð strax grunnhópur sem ræddi um kvennavandamál, annar las ýmsar grein- ar og ræddi út frá persónu- legri reynslu, tveir lásu bók- menntir.einn ætlaöi að fjalla um konur i listum, en varð ekki meira út starfi en aö þær tróðu upp á skáldavöku. Þá voru einnig starfandi tveir blandaðir hópar karla og kvenna sem „ræddu málin” og þóttu þeir gefa mjög góöa raun. Einn Framhald á bls. 13 voru sammála um að þaö væri verið að fara inn á rétta braut. Af frekari umræöuefnum má nefna blaöiö Forvitin Rauð sem i ráði er aö efla eftir mætti. Jafnréttissiðan kom einnig til tals að rikti eining um að hún væri oröin ansi stöðnuð og lúin ogkominntimitilaöhvila hana. 1 ráði er aö efla morgunkaffið á laugardögum og á hver grunn- hópur að sjá um einn laugardag ogfá gest til að flytja framsögu. Kvennahátið er framundan og verður það næsta verkefni Rsk. að undirbúa hana. Drög að grundvelli hreyf- ingarinnar voru lögö fram, en þau fara nú til umræðu út i hópana og eiga að afgreiðast i janúar. Þaö kom fram að mikill áhugi er á fjölskyldupólitik, þvi var varpað fram að i raun og veru veit enginn hvað við er átt með þvi hugtaki. Stungiö var upp á að halda ráðstefnu um fjölskyldupólitik, bæði til að ræða hlutverk f jölskyldunnar og þær aöstæðursem hún býr við i okkar hrjáða verðbólguþjóð- félagi. Eitt af þvi sem rætt var um var nýliðastarf þ.e. hvernig á að taka á móti konum sem vilja ganga til liös viö hreyfinguna. Það hefur löngum þótt brenna við að konur hafi hrökklast út úr Sokkholti af ótta viö þessar „meðvituðu menntakonur” sem þar eru sagðar vera (ein goð- sögnin um Rauösokkur). Það var almenn skoðun aö ekkert væri aö óttast, þarna eru skólastelpur, kennarar og launafólk eins og annars staðar, sem hafa róttækar skoðanir og vilja berjast fyrir jafnrétti. A næstunni verða haldnir kynningafundir og siöan verður þeim sem áhuga hafa boðið að fara i grunnhóp. Framtiðin verður aðleiöa i ljós hvaöa starf fylgir svo á eftir. Það væri hægt aö fylla alla siöuna meö frásögnum af þing- inu en væntanlega verða þvi gerð betri skil i Forvitinni rauðri. Aö lokum skal vikiö að gesti þingsins sem að þessu sinni var Bjarnfrfður Leósdóttir frá Verkalýösfélaginu á Akra- nesi. A kvöldvökunni sl. laugar- dagskvöld ræddi hún um kjör verkakvenna og reynslu kvenna á Akranesi af bónusvinnu og kvennaverkfallinu fræga 1976. Hún spjallaði um stöðuna i dag og leiddi hugann að þvi hvort Rauðsokkur gætu á einhvern hátt orðið að liði i baráttunni. Ekki varö komist að neinni ákveöinni niðurstöðu sem von- legt var, en það var álit hennar að þaö væri mikils viröi að til væri róttæk kvennahreyfing sem héldi umræðunni um jafn- réttismál vakandi og e.t.v. væri hægt að nýta reynsluna af grunnhópastarfinu i þágu verkakvenna. Þeim væri ekki sist þörf á að ræða saman um sin mál, bæöi einkalifið og þann aöbúnaö sem þær búa við á sinum vinnustöðum. —ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.