Þjóðviljinn - 23.09.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.09.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. september 1980. T.R. með heimild til verkfalls- boðunar Félagsfundur Trésmiða- félags Reykjavíkur samþykkti i siöustu viku samhljóöa heimild til stjórnar og trúnaðarmannaráös til aö boða til vinnustöövunar i sam- ráöi viö önnur félög innan Sambands byggingamanna ef nauösyn krefur til aö knýja á um gerö nýrra kjarasamn- inga. Enn er hægt aö komast ’ vinnuferðina til Kúbu, seni auglýst hefur veriö hér i blaö- inu. Um er aö ræöa mánaðar- ferö, sem skipulögö er af norr- ænum vináttufélögum meö Kúbu, og hér á landi er þaö Vináttufélag tsiands og Kúbu sem sér um skipulagninguna og allan undirbúning islensku þátttakendanna, sem veröa tiu talsins. Lagt veröur af stað héöan 28. nóvember og flogiö um Kaupmannahöfn og Berlin. A Kúbu veröur unniö viö byggingarvinnu og landbúnaö, og auk þess veröur feröast um landiö og sósialisminn skoö- aöur. Feröir sem þessi hafa verið farnar árlega undan- farin tiu ár og jafnan tekist mjög vel. Aætlaöur kostnaöur er u.þ.b. 500.000 krónur á mann. Stjórn Vináttufélags Islands og Kúbu veitir allar nánari upplýsíngar. Umsóknir send- ist félaginu i pósthólf 318, Reykjavik — ih Fóðurblandan lækkar Frá 1. sept. sl. hafa mjólkurframleiðendur getað keypt kúafóöurblöndu með 33,3% álagi i stað 200% skatts- ins, sem upphaflega var lagður á fóðurblönduna. Blöndurnar eru afgreiddar án þess aö bændur framvisi kjarnfóöurkortum. Siðan verður fært inn á spjöldin þeirra, þegar þau hafa verið sendbændum. Viö ákvörðun á fóöurbætisskattinum var miðað viö mjólkurinnlegg hvers framleiðenda siöustu tvær vikur ágústmánaðar nú i ár. — mhg Arni Steinar Jóhannesson form. SUNN Arni Steinar Jóhannsson garöyrkjustjóri á Akureyri var kjörinn formaöur Sam- taka um náttúruvernd á Noröurlandi til næstu tveggja ára. Meirihluti fráfarandi stjórnarmanna baöst undan endurkosningu, hafa enda setið i stjórn frá stofnun, og voru nú kjörin i stjórn auk Arna þau: Bjarni Guöleifsson tilrauna- stjóri, Mööruvöllum, Aslaug Kristjánsdóttir húsmóöir, Akureyri, Guömundur Gunnarsson fulltrúi, Akur- eyri, og Jón Fornason ráös- maður, Haga i Aöaldal. Vara- menn eru: Helga ólafsdóttir, Höllustööum, Blöndudal, Hjörtur Tryggvason, Kröflu- virkjun, Ole Lindquist, Akur- eyri, Þórarinn Lárusson, Akureyri og Þórey Ketlis- dóttir, Stórutjörnum, S.-Þing. 1 samtökunum eru nú um 220 félagar af öllu Noröur- landi, þar af um 60 á Akureyri. Auk þess um 20 styrktaraöilar (félög, sveitarfélög og stofn- anir), sem greiöa árlegt styrktargjald til samtakanna, frá 10 og upp i 100 þús.kr. hver. Vinnuferð til Kúbu r A móti hraðbraut yfir Eyjafjörð Norðurlandabúar viö byggingarstörf á Kúbu. Samtök um náttúruvernd á Noröurlandi hafa eindregiö lagst gegn fyrirætlunum Vegageröar rfkisins um aö leggja hraöbraut þvert yfir utanveröar Leirurnar viö Akureyri og i gegnum Vaöla- skógarreitinn. Aðalfundur SUNN sem haldinn var á Akureyri i sl. viku ályktaði um þetta mál og taldi fundurinn, aö forsendur slikrar vegalagningar væru mjög úr láusu lofti gripnar og veigamikil rök mæltu gegn henni. I staö þessa mælti fundurinn meö aö leggja veginn yfir Hólmasvæöið sunnan viö. Væri þá einsýnt, aö ekki þyrfti aö leggja framhaldiö um Vaölaskóg, heldur ofan hans, þar sem vegastæöi er hentugt og spjöll af vegageröinni yröu mun minni. Þökuvinna I fullum gangi. 1 bakgrunni áhorfendapallar og nýbyggingar noröan Glérár. Stórátak 220 sjálfboðaliða Þórs á Akureyri Lokið gerð glæsilegs grasvallar 220 sjálfboðaliðar íþróttafélagsins Þórs á Akureyri hafa i sumar unnið stórátak við frá- gang glæsilegs gras- vallar félagsins norðan Glerárskóla og var þessa merka áfanga minnst með hátiða- höldum á vellinum sjálfum á sunnudaginn. A fundi með blaðamönnum dag- inn fyrir hátiðahöldin rakti Sig- uröur Oddsson formaður Þórs að- dragandan að þessum atburði og helstu þætti i sögu félagsins i stórum dráttum, en það var stofnaö árið 1915 af nokkrum strákum á „eyrinni” og hefur félagsstarfiö verið blómlegt alla tið siðan. A 65 ára ferli félagsins hefur þaö haft fjóra aðseturstaði. Fyrsta æfingasvæðið var á eyr- inni, þar sem nú er athafnasvæði Aöalgeirs og Viöar við Furuvelli. Næst var útbúinn knattspyrnu- völlur Akureyrar uns iþrótta- völlurinn neöan Brekkugötu var tekinn i notkun. Arið 1967 fékk félagið svo út- hlutað svæði austan Hörgár- brautar en það reyndist ekki nýtanlegt sökum þess að þar var botnlaus mýri sem ógjörningur var að þurkka upp. Tveimur ár- um siðar fær félagiö úthlutað nú- verandi aöseturstaö og var malarvöllur þar vigður með við- höfn á 60 ára afmæli félagsins 1975. Sama ár var svo tekin fyrsta skóflustungan að grasvelli, en þökulagning á honum var unnin i sumar. Fimm ár kann að þykja langur timi i gerö eins grasvaliar sagöi Sigurður en þegar öll vinna viö hann er unnin i sjálfboðavinnu veröur að teljast kraftaverk að hann er nú tilbúinn til notkunar. Má í þessu sambandi nefna aö u.þ.b. 30.000 tonnum af jarðvegi hefur veriö ekið úr vellinum og frárennslislagnir og annað pipu- kerfi sem lagt hefur verið i hann er 1.5 km á lengd. 14.000 fer- metrar voru þökulagöir á 10 dög- um og tóku þátt i þvi alls 220 manns. Þaö kom fram á fundinum, aö ýmislegt er enn óunniö við svæöið svosem gerö grasvallar til æf- inga, malbikaös handbolta- oe tennisvallar, nýs malarvallar, sem á að vera skautasvell á vetr- um, girðing umhverfis svæðið og gróðurbelti og siðast en ekki sist félagsheimili, sem er næsta stór- verkefni félagsins. En þrátt fyrir óunna hluti er sú aöstaða sem þegar er fengin hin glæsilegasta. Svæðið er að visu nokkuö opið fyrir hafgolu og verður kannski næðingssamt fyrir áhorfendur, en meö fyrirhuguöu skjólbelti meö trjám ætti þaö aö lagast. Fjárhagsstaöa félagsins er Hallgrlmur Skaptason f slippnum á fullri ferö meö hjólbörurnar. slæm og veldur þar mestu mikill ferðakostnaöur i sambandi við keppni, td. kom fram að ferða- kostnaöur alls á þessu sumri mun nema um 20 milj. króna, þar af nemur ferðakostnaður knatt- spyrnudeildar, allra flokka, um 8 milj. króna 1980, en alls eru starfandi innan Þórs niu deildir. — St.Þ./vh örlítil pása. Frá vinstri Hilmar Glslason, Siguröur Oddsson, Hreinn Óskarsson, Samúel Jóhannsson, Hallgrimur Skaptason, Haukur Jóns- son, verkfræöilegur ráöunautur viö vallargerðina. 1 miöju verki viö þökulagningu I sumar efndi félagiö til grillveislu á vellinum og mættu til hennar 90 manns á öllum aldri. Hér má sjá nokkra félaga af yngri kynslóðinniyfir grillinu meöan aörir hamast viö þökurnar, en á eftir keppti meistaraflokkur félagsins fótbolta viö 40 manna úrvalsliö kokksins og iauk viöureigninni í bróöerni meö jafn- tefli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.