Þjóðviljinn - 14.10.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 14. október 198«.
Ragnar Arnalds jjármálaráöherra:
Ábyrgð á 10 mQjörðum
án öruggra trygginga
Eiga skatt-
greiðendur
að taka slíka
áhœttu á sig?
Vegna nokkurra æsingaskrifa I
Morgunblaðinu nú um helgina um
bréf fjármálaráðuneytisins til
Flugleiða h.f. og vegna mikils
misskilnings sem viröist rikja um
samþykkt rikisstjórnarinnar,
sem gerð var um Flugleiðamálið
16. september s.l.,vil ég taka fram
eftirfarandi:
t samþykkt rikisstjórnarinnar
16. september s.l. var ákveöið að
veita Flugleiðum h.f. bakábyrgð
rikisins allt aö einum og hálfum
milljarði isl. króna,sem svaraði
til þeirra tekna sem rikissjóöur
hefur haft árlega af Atlantshafs-
flugi Flugleiða. Með þessum hætti
sleppa Flugleiðir við öll gjöld og
skatta af þessum rekstri og er þaö
fullkomlega eðlilegt, meðan
félagið glimir viö stórfelldan tap-
rekstur á þessari flugleið. Enginn
vafi er á þvi, að viö þetta loforð
verður staðiö.
En rétt er að menn geri sér
grein fyrir, að nú er allt annaö
uppi á teningnum. Nú er ekki að-
eins farið fram á, að rikissjóður
felli niöur skatta og gjöld af At-
lantshafsflugitheldur er hug-
myndin sú, að öll upphæðin komi
til greiðslu úr rikissjóði á næstu
mánuðum. Það sem áður hét bak-
ábyrgð er nú orðiö aö beinum
styrkjagreiðslum úr rikissjóði.
Ég get ekki fallist á þessa
Nielsen
ræðismaður
látínn
Harald Nielsen, vararæðis-
maður íslands i Fredericia i Dan-
mörku,andaðist hinn 30. septem-
ber s.l..
Ragnar Arnalds: Ahætta islenska
rikisins, ef trygg veð fást ekki,
samsvarar öllum áætluðum
eignaskatti á islensk félög og ein-
staklinga á næsta ári.
stefnubreytingu frá fyrri sam-
þykkt rikisstjórnarinnar.
Væntanleg bakábyrgð rikisins
verður að taka mið af raunveru-
legum rekstri félagsins á kom-
andi vetri og getur ekki orðið
blind styrkjastarfsemi.
1 öðru lagi er þess krafist til
viðbótar, sem ekki lá fyrir þegar
samþykkt rikisstjórnarinnar var
gerð, að rikissjóöur taki á sig
ábyrgð á lántöku Flugleiða h.f. aö
upphæð 6 milljarðar isi.kr., en
fyrr á þessu ári tók rikissjóður
ábyrgð á þriggja milljarða lán-
töku félagsins.
Vonandi eru ekki margir sem
ætlast til þess i fullri alvöru,að
rikissjóður axli ábyrgð af lántök-
um upp á 10 þúsund milljónir
króna á fáum mánuðum, án þess
að tryggilega sé gengið úr skugga
um, að þessi skuldabaggi falli
ekki á islenska skattgreiðendur i
náinni framtið. Upphæöin nemur
um 250 þúsund krónum á hverja
fimm manna fjölskyldu i landinu,
og sist ættu menn að gleypa slikar
ábyrgðarbeiðnir hráar, þegar
haft er I huga, að fyrirtækiö hefur
tapað um 13 milljörðum isl.kr. á
aðeins einu og hálfu ári.
Ég hef áður lýst þvi yfir, að
Flugleiðir h.f. eigi vel fyrir skuld-
um miðað við endurmetið verð
eigna. Hins vegar verð ég að
benda á, aö það er mikil blekking
að telja fólki trú um, að hægt sé
að jafna saman veðhæfni eigna og
endurmetnu verði eigna.
Fyrir rúmum mánuði lýstu for-
stjóri Flugleiða h.f. og sam-
gönguráðherra, Steingrimur Her-
mannsson, þvi yfir i sjónvarpi, að
Atlantshafsflugið væri fjárhags-
lega vonlaust fyrirtæki. Þvi mið-
ur hef ég enga aðstöðu til að
dæma um, hvort svo sé. En vegna
islenskra skattgreiðenda verður
einhvers staðar aö draga linuna,
hvar stuöningur rikisins byrjar
og hvar hann endar. Annar meiri
hluti á Alþingi getur þá breytt
þeim dómi.
Ég tel sjálfsagt aö veita Flug-
leiðum umrædda bakábyrgð i
samræmi viö fyrri samþykkt
rikisstjórnarinnar. Ég tel að for-
ystumenn Islenskra flugmála hafi
unnið merkilegt brautryðjenda-
starf á undanförnum árum og ég
óska Flugleiðum h.f. góðs gengis I
erfiðri samkeppni á flugi yfir At-
lantshaf.
Hins vegar er best að hafa það á
hreinu, að ég er ekki reiðubúinn
að samþykkja, að rikissjóður taki
á sig margra milljarða rekstrar-
tap Flugleiða h.f. vegna flug-
reksturs, sem hvorki forstjóri
félagsins né samgönguráðherra
hafa trú á. Skuldabaggi rikis-
sjóðs, sem fyrir er, er sannarlega
nógu stór og þarf að minnka á
næstu árum fremur en að stækka.
Abyrgð rikissjóðs á nýjum lán-
tökum Flugleiöa h.f. hlýtur aö
byggjast á þvi, aö islenskir skatt-
greiðendur hafi allt sitt á þurru
með þvi að örugg veð séu sett fyr-
ir væntanlegum ábyrgðum rikis-
ins. Þvi miður er fjárhagsstaða
félagsins á þann veg i dag, aö
þetta er meö öllu útilokaö nema
félagið breyti eignum sinum að
einhverju leyti i laust fé, og
breytir þar engu, þótt Morgun-
blaðið æpi meö stóryröum að mér
eða öðrum. Þetta er forystu-
mönnum Flugleiða sjálfum full-
ljóst eins og sjá má af bréfi þeirra
til samgönguráðherra 1. október
s.l.,þar sem þeir benda á hvaða
eignir og hlutabréf þeir telja hag-
kvæmast að selja.
Að sjálfsögðu veröur félagið
sjálft að ákveða, hvað verði selt
og hverju það hættir til. Vill það
halda Atlantshafsfluginu áfram i
samræmi við tilboö rikisstjórnar-
innar frá 16. september og taka
þá áhættu sem þvi fylgir?
Abyrgðinni og áhættunni má ekki
velta yfir á skattgreiðendur.
A það hefur veriö bent i þessu
sambandi að rikisstjórn Luxem-
burgar muni leggja fram einn og
hálfan milljarð vegna Atlants-
hafsflugs Flugleiða. En gera
menn sér grein fyrir þvi, aö
áhætta islenska rikisins,ef trygg
veð fást ekki, yrði sjö sinnum
meiri.eða tiu og hálfur milljarö-
ur. Þaö samsvarar öllum áætluð-
um eignaskatti á einstaklinga og
islensk félög á næsta ári.
t Flugleiðamálinu hefur þjóðin
horft upp á ýmsar kollsteypur og
óvænt skoðanaskipti, sem að
sjálfsögðu tengjast óskum og
vonum þess mikla fjölda manna,
sem bundiö hefur vonir sinar við
áframhaldandi rekstur Atlants-
hafsflugsins.
Kjarni þessa máls er sá, að
treysti forysta Flugleiða h.f. sér
ekki til þess að taka ábyrgð á At-
lantshafsfluginu án þess að veita
byrðinni yfir á rikissjóö umfram
það sem felst i samþykkt rikis-
stjórnarinnar frá 16. september
s.l., þá er tómt mál að tala um
framhald á þessu flugi, sem
vissulega bæti stefnt flugsam-
göngum tslendinga við önnur lönd
i mikla hættu, ef illa tækist til.
Ragnar Arnalds
Prestkosning
verður i Ásprestakalli sunnudaginn 19.
október 1980.
Kjöríundur heí'st kl. 10 árdegis i Lang-
holtsskóla og lýkur kl. 23.
Enní'remur verður starfrækt kjördeild i
Hrafnistu og hefst kjörfundur þar kl. 10 og
lýkur kl. 16.
Sóknarnefnd.
Línumenn
Félagsfundur verður haldinn laugardag-
inn 18. okt. kl. 14.00 i Félagsmiðstöð raf-
iðnaðarmanna Háaleitisbraut 68.
Fundarefni:
Kjaramálin
Kosning fulltrúa á 34. þing ASÍ.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórn Félags islenskra linumanna.
Kvennaráðstefnur SÞ
Kvenstúdentafélag tslands byrjar vetrarstarf sitt með
hádegisverðarfundi næstkomandi laugardag, 18. október 1980, i
veitingahúsinu Torfunni við Lækjargötu, og hefst hann kl. 12:30.
Þar mun Vilborg Harðardóttir fréttastjóri segja frá kvenna-
ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna, sem haldnar voru í Mexikó
árið 1975 og nú i sumar i Kaupmannahöfn, en Vilborg var i sendi-
nefnd islands á báðum ráðstefnunum.
Annar hádegisverðarfundur er ráðgerður i nóvember,og verða
þar væntanlega rædd skattamál kvenna. Að venju verður svo
haldinn jólafundur i byrjun desember þar sem 25 ára stúdinur
frá M.A. ánnast dagskrá.
A hádegisfundinum næstkomandi laugardag munu liggja
frammi tillögur um merki fyrir félagið.
Samskipti skordýra og plantna
Jón Gunnar Ottósson mun I kvöld flytja erindi á vegum Lif-
fræðifélags tslands, sem hann nefnir „Arásar- og varnarbrögð í
eilífðarstriði — rannsóknir á samskiptum skordýra og plantna”.
Erindið er byggt á rannsóknum Jóns Gunnars við háskólann í
Exeter, Englandi, en þar hefur hann verið við doktorsnám að
undanförnu.
Menn hafa löngum velt fyrir sér hvað valdi þvi, að jurtaætur
gangi ekki svo á gróður jarðar, að hann hætti að risa undir þvi
lifi, sem á honum byggir. Jurtaætur búa yfir griðarlegum
eyðingarmætti eins og mörg dæmi sanna, en þrátt fyrir það eru
grænar plöntur rikjandi lifverur á jörðinni. Vafalaust eiga rán-
dýr, sniklar ýmisskonar og veðurfar sinn þátt I að verja plöntur
með þvi að koma i veg fyrir að jurtaætum fjölgi um of. Hins
vegar er ástæöa til þess að ætla að plöntur eigi afkomu sina að
miklu leyti undir eigin varnaraðferðum, sem með þeim hafa
þróast.
Jón Gunnar mun einkum fjalla um burkna og skordýrafánu
þeirra i fyrirlestri sinum, sem verður fluttur i stofu 158 i húsi
verkfræði- og raunvisindadeildar, Hjarðarhaga 2—4 og hefst kl.
20.30. öllum er heimil aðgangur.
Menningar- og vísindasamvinna
L
Síðast liðinn föstudag var með erindaskiptum gengið frá sam-
komulagi við Israel um samvinnu á sviöi vísinda. Ólafur
Jóhannesson utanrikisráðherra undirritaði fyrir Islands hönd
og Hava Hareli sendiherra fyrir hönd ísraels.
Á ðalfundur SÁÁ í kvöld
Aðalfundur Samtaka áhugafólks um áfengisvandamáliö
verður haldinn i kvöld i Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl.
20.30.
Auk venjulegra aðalfundastarfa og almennra umræðna um
starfsemi S.Á.Á. mun Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir fjalla
um stöðuna i áfengisvarnarmálum á Islandi i dag.
S.A.Á. starfrækir nú sjúkrastöð að Silungapolli, eftir-
meðferðarheimili að Sogni, ölfusi, fræðslu-og leiðbeiningastöð i
Lágmúla, 9, Reykjavik i samvinnu við Afengisvarnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavikurborgar, kvöldsimaþjónustu
(simi 81515) alla daga ársins frá kl. 17:00 til 23:00 daglega. Enn-
fremur gefur S.A.A. reglubundið út Timarit S.A.A. og kynn-
ingarpésa um áfengisvandamálið. Fulltrúar S.Á.A. mæta á
fundum, i félögum og skólum til umræðna um áfengisvanda-
málið og til kynningar á þeim leiðum sem S.A.A. beitir i starfi
sinu, auk þesssem almennstarfsemiS.A.A. errædd.
Námskeið Ananda Marga
Tvönámskeið munu verða haldin á næstunni á vegum Ananda
Marga. Annað hefst næstkomandi fimmtudag 16. okt. kl. 20.30 I
húsnæði NLFÍ að Laugavegi 20 b 3. hæð,og er það fyrir kvenfólk
á öllum aldri og er haldiö á vegum kvennasamtaka Ananda
Marga. A námskeiði þessu veröa teknar fyrir likamsæfingar,
afslöppunaræfingar, jurtafæði, hugleiðsla og sitthvað úr heim-
speki jóga ofl.
Hitt námskeiðið er almennt námskeið (fyrir bæði kyn) þar
sem aðaláhersla verður lögð á praktiskar jógaæfingar og hug-
leiðslu og hefst þriðjudag 21. okt. kl. 20.30. á sama stað. Bæði
námskeiðin verða eitt kvöld vikulega i sex vikur og eru ókeypis.
Þátttaka tilkynnist i simum 17421 eðá 23588.
Fundur snyrtifræðinga
Félag Islenskra snyrtifræðinga heldur fræðslu- og skemmti-
fund fimmtudaginn 16. október I Súlnasal Hótels Sögu. Fund-
urinn hefst kl. 20.30, en húsið verður opnað kl. 19.30.
Meðal atriða er skartgripasýning, tiskusýning og „fanta-
siu”-förðun. Kynntir verða nýjustu haust-og vetrarlitir og einnig
verður vörusýning. Kynnir verður Heiðar Jónsson snyrtir.
Natóstyrkir til frœðirannsókna
I frétt frá utanrikisráðuneytinu er skýrt frá, aö Nató muni að
venju veita nokkra styrki til fræðirannsókna i aðildarrikjum
bandalagsins á háskólaárinu 1981—1982. Markmið styrkveiting-
anna er að stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á mál-
efnum er snerta aðildarriki Atlantshafsbandalagsins og er stefnt
aö útgáfu á niðurstöðum rannsóknanna.
.J