Þjóðviljinn - 14.10.1980, Page 5

Þjóðviljinn - 14.10.1980, Page 5
Þriðjudagur 14. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Nóbelsverdlaunaveitingar: Argentínskur baráttumaður fvrir mann- réttindum fékk friðarverðlaunin í ár Veiting f riðarverðlauna Nóbels í ár er með þeim hætti lík veitingu bók- menntaverðlaunanna í fyrri viku, að verðlaunin fallaekki í skaut þeim sem mest hafa verið við þau orðaðir í fjölmiðlum. Friðarverðlaunanef nd norska stórþingsins ákvað i gær, að verðlaunin, 880 þús. norskar krónur, skyldu ganga til argen- tínsks baráttumanns fyrir mannréttindum, Adolfo Perez Esquivel. Margir voru til verðlaunanna nefndir, þeirra á meðal Carter Bandarikjaforseti fyrir að hafa komið á svonefndu Camp David samkomulagi milli Israels og Egyptalands og Robert Mugabe, forsætisráðherra Zimabwe og Carrington lávarður, utanrikis- ráðherra Breta, fyrir hlut þeirra i þvi, að afriskur meirihluti ibúa Zimbabwe skyldi koma til valda með tiltölulega friðsömum hætti. Meðal annarra sem til voru nefndir eru þau Alva Myrdal. lengi aðalfulltrúi Svia við af- vopnunarviðræður I Genf og svo Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sat sjálfur i fangelsi Verðlaunaveitingin i ár er að sumu leyti hliðstæð veitingu friðarverðlauna Nóbels til sovéska kjarnorkueðlisfræöings- ins Andreis Sakharofs fyrir nokkrum árum. 1 báðum tilvikum er á því byggt að friður sé meira en að vopn þegi, snar þáttur af þvi að slikur friður sé annað og meira en biðstaða milli vigbúinna fylkinga sé efling mannréttinda. Hinn argentiski verölaunahafi, sem er arkitekt og myndhöggvari að menntun og list, hefur undan- farin sex ár helgað sig mann- réttindastarfi i landi sinu. Hann veitir forstöðu samtökum i Buenos Aires sem vinna að mannréttindamálum og leitast við að tryggja réttlæti og lausn mála án ofbeldis. Þessi samtök nefna sig Þjónustu friðar og rétt- lætis I rómönsku Ameriku og eru kristileg hreyfing. Talsmaður friðarverðlauna- nefndar Norska þingsins hefur haft þau orð um Esquivel, að hann hafi ,,sýnt ljós i myrkri” of- beldis- og grimmdarverka sem land hans hrjá. Hann berjist fyrir endurreisn virðingar fyrir mann- réttindum og fyrir bættum orðstir sins föðurlands út úm heiminn. Sjálfur var Adolf Perez Esquivel handtekinn af herforingjastjórn- inni i Argentinu árið 1977 fyrir baráttu slna, en ári siðar var honum sleppt úr haldi eftir að Amnesty Internatinonal hafði tekiö mál hans að sér. Hörmulegt ástand Það er að sjálfsögðu engin til- viljun að einmitt argentiskur vinur mannréttinda er heiðraður með þeirri viðurkenningu sem friöarverðlaun Nóbels eru. Argentina hefur búið um nokkurra ára skeið við eitt hið ill- ræmdasta stjórnarfar i Suður- Ameriku. Þar hafa stjórnvöld stundað einkennilegan feluleik með ofbeldisverk, sem einkum beinast gegn vinstrisinnuðum andstæðingum þeirrar her- foringjakliku sem þar fer með völd. 1 orði kveðnu standa stjórn- völd ekki i þvi að handtaka póli- tiska andstæðinga. Hinsvegar hafa i Argentinu „horfið” þúsundir manna, og er svo látið heita að það gerist vegna átaka „öfgaafla til hægri og vinstri” sem stjórnvöld fái ekki við ráöið. I raun og veru er sú aðferð viö- höfð, að óeinkennisklæddir lög- reglumenn annast þessi mann- rán. Þeir flytja fórnarlömb sin i leynileg fangelsi sem stjórnvöld kannast ekki viö. Af þeim fang- elsum fara margar hryllilegar sögur sem m.a. Amnesty Inter- national hefur safnað, um pynt- ingar og aðra herfilega meðferð á föngum. Einatt lýkur þeim harm- kvælum á þvi, að flogið er með fangana á haf út og þeim hent i hafið. —áb Þrír skiptu með sér lœknisfirœðiverðlaunum: Þeir útskýra hvernig mannslíkaminn ver sig Þrír ónæmisfræðingar skipta með sér Nóbels- verðlaununum í læknis- fræði í ár. Þeir hafa hver í sínu lagi lagt fram veiga- mikinn skerf til skilnings á þeim eigindum líkams- stakk búnir til að ráða niður- lögum bakteria og veira. Erfiðir líffæraf lutningar Starf antigena er varnarkerfi likamans, það felst i þvi, að frumur likamans þekkja hver aðra, kannast við hvaö er likt með þeim og hvað ólikt og geta ýtt á brott eða drepið aðskotafrumur eða frumur sem hafa afmyndast með einum eða öðrum hætti. Margbreytileiki þeirra er mikill: Þau koma fyrir i meira en hundrað miljónum samsetninga. En það er einmitt þessi mikla margbreytni sem gefur til kynna gifurlega erfiðleika við að láta lif- færaflutninga takast — nema að svo vel vilji til að hægt sé að flytja vefi milli eineggja tvibura, þeir hafa samskonar ónæmiskerfi. Ónæmisfræðin er tiltölulega ný grein innan læknavísinda, en þetta er i þriðja sinn sem oddvitar hennar eru heiðraðir með Nóbels- verðlaunum i læknisfræði. Aður hefur það gerst 1960 og 1972 V erslunarmannaf élag Suðurnesja Stjórn- og trúnaðarmannaráð félagsins hefur ákveðið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör 5 aðalfulltrúa félagsins og 5 til vara á 34. þing A.S.í. sem haldið verður i Reykjavik dagana 24.-28. nóv. n.k. Framboðslistum sé skilað til formanns kjörstjórnar. Matta ó. Ásbjörns- sonar Hringbraut 95 Keflavik, eigi siðar en fimmtudaginn 16. okt. n.k. kl. 24.00. Stjórn og trúnaðarmannaráð Verslunarmannafélags Suðurnesja. Herstöðvaandstæðingar Landráðstefna herstöðvaandstæðinga verður haldin á Akureyri 18. og 19. októ- ber. Ráðstefnan mun hefjast ki. 13.00 laugard. 18. og áætlað er að henni ljúki kl. 16.00 sunnud. 19. okt. Mikilvægt er að þeir sem áhuga hafa á að mæta tilkynni þátttöku sina sem fyrst. 1 Reykjavik til skrifstofu SHA i sima 17966 eða i sima 71060 e. kl. 7.00 Á Akureyri i sima 96-25745. Guðmundur Sæmundsson. Athugið, hópferð verður frá Reykjavik. Samtök herstöðvaandstæðinga. Baruj Benacerraf George Snell. frumanna sem stjórna hæfni líkamans til að þekkja og ,,viðurkenna" eigin frumur, en hafna utanaðkomandi efnum og f rumum. Hinn elsti þessara manna, George Snell, er bandarískur. Hann er á áttræðisaldri,en samt er hann enn i fullu fjöri sem visindamaður. Þegar á 4. ára- tug aldarinnar lagði Snell grund- völl að þekkingu okkar á hæfi- leika likamans til að skilja á milli þess sem tilheyrði honum og þess sem var honum framandi. Snell komst að þvi, að möguleikinn á að yfirfæra liffæri frá einum likama til annars er takmarkaður vegna svonefndra antigena, sem , eins og siðar kom i ljós, er að finna á ytra borði frumanna. Uppgvötanir þremenninganna hafa haft mikil áhrif á fram- kvæmd liffæraflutninga, t.d. nýrna- og hjartaflutninga. Þær hafa einnig skipt miklu fyrir örugga greiningu á vissum sjúkdómum, t.d. psoriasis, sykur- sýki.einnig greiða þær leið þeirra sem vinna að samsetningu bólu- efnis gegn veirum. Hinir yngri Nóbelsverðlauna- hafar eru Jean Dausset, Ifanskur, og Baruj Benacerraf.sem fæddur er i Venesúela en starfar i Banda- rikjunum. Báðir hafa gert ýmsar uppgvötanir sem lúta að arfgengi ónæmiseiginleika, t.d. hefur Benacerraf einkum gefiö skýringar á þvi, hvers vegna ein- staklingar eru misjafnlega i FLUGLEIDIR NÝTT SÍMANÚMER FRÁ 12. OKTÓBER: SKIPTIBORÐ - INNANLANDSFLUG 26011 FARPANTANIR - INNANLANDS OG UPPLÝSINGAR 26622 FLUGLEIÐIR • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468 Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Ole Chr. Andreassen vélstjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 15. október kl. 13:30. Sofie Andreassen Markan Hugo Andreassen Erling Andreassen barnabörn og barnabarnabörn. Rolf Markan Guðrún Karlsdóttir Kristin Egilsdóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.