Þjóðviljinn - 29.10.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. október 1980
NOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Ctgefandi: O gáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
ÓV'fsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir ólafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson.
Biaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Ingi-
björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir,
Bára Sigurðardóttir.
Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Ctkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Undirskrift
fylgir ábyrgð
# — Svo virðist sem forsvarsmenn Vinnuveitenda-
sambandsins ætli að reyna að skjóta sér undan ábyrgð á
þeim kjarasamningum, sem þeir skrifuðu undir í fyrra-
kvöld.
# Þeir fullyrða hvar sem tækifæri gefst, að
samningarnir muni alls engar kjarabætur tryggja,
heldur aðeins 85-90% verðbólgu á næsta ári. Það er
greinilegt, að þetta vona þeir að verði niðurstaðan.
# En forkólfar Vinnuveitendasambandsins hafa
engan rétt til að vísa á aðra til að borga það kaup
sem þeir hafa sjálf ir samið um að greiða. Þeir voru ekki
að gera neina nauðungarsamninga. Það var ekki einu
sinni búið að hóta þeim nema eins dags verkfalli þegar
þeir skrifuðu undir, væntanlega af þvi að þeir hafa
treyst sér til að borga það kaup sem um var samið. Séu
mennirnir marktækir hefðt þeir annars ekki skrifað
undir.
Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambandsins, segir í viðtali við Morgunblaðið
þann 14. þessa mánaðar, að þær kauphækkanir sem nú
hef ur veriðsamið um fari „langt fram úr þeim mörkum,
sem sett voru með samkomulaginu við BSRB". Ekki
geta menn sem svona tala, menn sem að eigin dómi
semja óþvingaðir um launahækkanir langt umfram það
sem ríkisstjórnin samdi um við rikisstarfsmenn, komið
eftir á og neitað ábyrgð á eigin samningum. Al-
menningur í landinu á ekki að borga sjálf um sér kaupið
fyrir eigendur fyrirtækjanna. Það eru þeir, eigendur
fyrirtækjanna, sem skuldbundu sig til að borga þau laun,
sem um hefur verið samið.
# Það verður engin 90% verðbólga hér á næsta ári, ef
atvinnurekendur standa við gerða kjarasamninga og
borga mönnum umsamið kaup í ekki lakari krónum en
samningarnir gera ráð fyrir. Ef þeir,sem hafa eitthvað
að selja annað en sitt vinnuaf I, fá hins vegar að hækka
allt verðlag að vild sinni hömlulaust þá getur verðbólgan
auðvitað rokið upp úr öllu valdi og orðið ekki aðeins 90%,
heldur þaðan af meira.
# Hér reynir vissulega á stjórnvöld, en ekki bara á
þau, heldur á alla þá aðila, sem nálægt verðlagningu
koma. Það sem menn þurfa að taka saman höndum um
er að fyrirbyggja að umsöndum launahækkunum verði
velt út í verðlagið.
# Auðvitað kostar það átak að koma í veg fyrir verð-
bólgukollsteypu nú. Ef varðveita á kaupmátt um-
saminna launa láglaunafólks getur þurft að færa til
fjármuni i þjóðfélaginu, en stefna verkalýðssam-
takanna og stef na núverandi ríkisstjórnar hef ur verið sú
að jafnar verði skipt á milli þegnanna en áður, og frá
þeirri stefnu má ekki hvika.
% AAörg fyrirtæki eru vel rekin í þessu landi, en ákaf-
lega víða er hægt að gera betur í þeim ef num. Nú þegar
samið hefur verið um nokkra launahækkun þurfa menn
að leggja sig fram um að bæta reksturinn og fara betur
með fjármuni. Þetta á jafnt við um einkarekstur og
opinberan rekstur. En menn geta ekki neitað að greiða
fólkinu launin. Það þarf að hef ja markvisst átak til að
stöðva þá þjóðfélagslegu sóun, sem hér á sér stað í
stórum stíl, ekki síst í hinum f jölskrúðuga viðskiptageira
þjóðfélagsins.
# Sé þarna gengið til verks af hæf ilegri einbeitni ætti
ao vera hægt að halda verðbólgunni í hófi, en annars
ekki. Auðvitaðgetur ríkið þurftað gripa til ráðstafana til
að tryggja að helstu hjól atvinnulífsins snúist, en þá
þurfa menn að muna að peningar ríkisins eru peningar
skattgreiðénda, og þegar reikningum er visað á ríkið, þá
er þeim vísað á skattgreiðendur.
# Það er tungu AAorgunblaðsins nú tamast að tala um
ytirvofandi lagasetningu um kauprán. I tilefni af þessu
er vert að rifja upp, að í stjórnarsáttmála núverandi
rikisstjórnar stendur: „Rikisstjórnin mun hins vegar
ekki setja lög um almenn laun nema allir aðilar að ríkis-
stjórninni séu um þaðsammála, enda sé haft samráð við
samtök launafólks".
# í stjórnarsáttmálanum stendur sitthvað um það
hvernig telja eigi niður verðbólgu, en enginn stafur um
skerðingu verðbóta á laun. Vísitölukerfið mætti að sjálf-
sögðu endurskoða, en þá með það í huga að tryggja lág-
launafólki a.m.k. ekki lakara öryggi í launamálum en
núverandi verðbótakerf i býður upp á. —k.
klippt
! Barnaplata með
I Bessa
Vandi Benedikts:
átt.
Aö elska litiö og fjölbreytilega eöa sterkt I eina
■ Ósköp er nú notaleg tilfinning
Iaö vera ánægöur meö sig og sina
eins og Indriöi G. Þorsteinsson
rithöfundur i VIsi á mánudag-
■ inn, þar sem hann hugleiöir
Iágæti íslenska sjónvarpsins I
samanburöi viö „systurstofn-
anir” þess i Danmörku og Svi-
* þjóö. Svo er aö skilja sem Ind-
Iriöi hafi nýlega feröast til
Noröurlanda (i fyrsta sinn?) og
honum hafi leiöst svo mikiö, aö
• hann hafi gónt kvöldin löng á
Isjónvarp. Indriöi fékk sig fljót-
lega fullsaddan á „vandamála-
þáttum”, saknaöi fréttanna aö
• heiman og fékk alls ekki fylli
Isina af engilsaxnesku efni. „Is-
lenska sjónvarpiö ber raunar
af”, segir þar.
Ja margt er nú vandamáliö
fyrir honum Indriöa kallinum,
eöa hvernig ber aö skilja andúö
Ihans á „vandamálaþáttum”
Dana og Svia og svo aftur aö-
dáun hans á sjónvarpinu okkar
■ sem fréttamiöli og flytjanda
I engilsaxnesks efnis? „Vanda-
| málaþættirnir” eru i raun og
, veru ekki annaö en viöleitni til
Imenningarmiölunar og umræöu
á heimavettvangi, þar er
skyggnst á bak viö dægurmálin
, og fjallaö um mál sem eru ná-
Ikomin fólki en ekki sprottin úr
framandi umhverfi. Þetta er
sem sé sá veruleiki sem lista-
, menn hvers lands eru aö reyna
Iaö tjá og túlka meö sinum aö-
feröum, en alveg sérstaklega
eru svokallaöar raunsæisbók-
menntir nálægt þessu sviöi.
I’ Indriöi G. sýnist vilja vera
raunsæislegur höfundur I skáld-
verkum sinum, en hann vill
, banna sjónvarpinu aö feta sig
Ieftir svipuöum brautum, og þaö
fer mjög i taugarnar á honum
, aö Danir og Sviar skuli I sjón-
Ivarpsstefnu sinni fara dálltiö
inn á þá leiö.
j Vandarhögg
I á vandamálasmið
ISvo aö tekiö sé dæmi: „Land
og synir” Indriöa er ekkert
nema „vandamálaverk” og ber
, höfundi sinum vitni sem vanda-
Imálasmiö, en þaö merkilega er
aö þarna fjallar Indriöi um liöin
vandamál sem ekki eru nútiöar-
, innar. Er þaö sem sagt nútiöin
Isem Indriöi þolir ekki? Nema
náttúrlega nútiö Engilsaxa sem
af einhverjum ástæöum stendur
, honum nær en nútiö Noröur-
Ilanda. Ef til vill af þvi aö Engil-
saxar eru meira fyrir hrotta-
skap og minna fyrir tilfinningar
, i sjónvarpsmyndum en Noröur-
Ilandamenn?
Hvernig ætli sjónleikurinn
„Vandarhögg” hafi verkaö á
, einlæga aödáendur frétta og
Iengilsaxnesks efnis i sjónvarpi?
Ætli þeir hafi saknaö barsmiöa
og annarra áþreifanlegra at-
, buröa i ameriskum stil og ekki
Ikunnaö aö meta þær sterku en
blöndnu tilfinningar sem báru
uppi verkið og atburöarás þess?
• Jafnvel fundist leikritið of
|„vandamálakennt”? Ugglaust
er hægt aö skilja „Höggiö” á
margan hátt og enginn einn
• skilningur einhlitur, hvaö sem
liöur listrænu mati á umgerö og
uppfærslu. Hér veröur slegiö á
léttari strengi og gerö óábyrg
• tilraun til aö taka „Vandar-
I högg” sem vandamálaverk.
! Óður um ást
I og vatn
Hvaö er þaö sem „Vandar-
. högg” segir okkur annaö en
Er Indriöi höfundur vanda-
málabóka?
söguna af ástinni? Það er hjóna-
ást, systkinaást, vinaást, dýra-
ást, auraást, mannást. Astin
ýtir af stað röö atvika, — einn
elskar annan, enginn elskar aö
visu of litiö en margir of mikiö.
Og umfram allt: of margt i
senn.
Þetta sannaðist best á aum-
ingja Benedikt sem elskaði allt
sem fyrir varö og var alltaf til-
búinn til að taka á móti góöri ást
og endurgjalda hana. Fyrir
bragðiö missti hann allt þaö er
hann elskaði.
Stelpan kona Benedikts
geldur þess aö hún elskar of ein-
hæft og of sterkt. Hún var ekk-
ert fyrir fjölbreytnina eins og
Benedikt og útrýmdi öllu sem
hún hélt aö gæti truflað ástir
þeirra, þvi hún elskaöi bara
hann. Eöa kannski var þetta allt
saman sjálfselska? A endanum
stóö hún uppi ástlaus, vegalaus
en þunguð.
Móöirin fórst úr ást og
systirin fórst úr ást, páfa-
gaukurinn fórst úr ást en enginn
veit hvaö varö um strákinn
Zetu.
Svo var allt búiö og húsið rifiö,
enda vatn búiö aö spilla þvi.
„Mórallin” er þessi: Maöur á
aö elska mátulega mikiö, mátu-
lega fjölbreytt og mátulega
sterkt og þá fer allt vel: húsiö
stendur, páfagaukurinn lifir og
Benedikt getur haldiö áfram aö
spila á fiöluna sina.
Hvernig tengist nú þetta
vandamálum dægranna?
---------------09
Allir vita hvar ástin brennur
heitast þessa dagana. Það er I
Alþýöuflokknum. Benedikt
hefur þar um skeiö spilaö þessi J
ljúfu barnalög og dansað viö ,
dúkkuna sina, allir hafa elskab
hann og hann sjálfur sýnt hið
fórnfúsasta fjöllyndi. ,
Svo fer ýmislegt að gerast i i
Alþýöuflokknum ekki siöur en á
Akureyri vandarhöggsins. |
Þaö er talaö laumulega i sima, ,
þaö eru skrifaðir dularfullir ■
pistlar, þaö er staöiö á hleri með
upptökutæki og páfagaukurinn |
veit ekki eftir hverjum hann á ,
að herma.
Svo fara menn aö falla i val-
inn fyrir hendi (eöa vendi) |
ástarinnar. Og eins og alltaf ,
þegar veriö er aö leita táknmáls i
i skáldverki og heimfæra þaö I
upp á raunveruleikann: Þaö er |
ekki alveg ljóst hver er hvaö, •
eða hvort saman falla persónur ij
i leik og i lifi. Hver er mamma I
Alþýöuflokksins og hver systir? |
Hver er hin ráöabruggandi ,
eiginkona? Hver er sá aðvifandi I
Zeta og hvaö fær hann fyrir sinn I
snúð? Er hann kannske úr Sjálf- |
stæðisflokknum? ■
Hvað verður
um barnið? j
Hver er þaö i hinum ást- ,
þrungna Alþýðuflokki sem •
elskar of einhæft og of sterkt?
Er þar einhver sem elskar fyrst I
og fremst sjálfan sig og er lik- ,
legur til aö tanda uppi einmana ■
en þungaöur I lokin? Allir vita
hver skrifar mest I Alþýbu-
flokknum, en á sú persóna páfa- ,
gauk?
A aö rannsaka hver hefur
lagst meö hverjum, i flokknum J
og utan, eða skipta fjölskyldu- ■
böndin nokkru máli? Hvað I
táknar flugferöin — stjórnar-
þátttöku máske? (Athyglisvert |
aö hjónin skyldu missa af siðara ■
fluginu). Og hvað þýöir aö vatn I
flæöir um húsiö og þaö er siöan
rifið? Mistekst aö finna varafor- |
mann sem tekur að sér aö •
skrúfa fyrir vatniö og halda I
húsinu i horfi?
Það eru greinilega svo margar |
spurningar en fátt um svör. ■
Alla vega er ástin heit, sumir I
elska marga á fjölbreyttan hátt
og aðrir elska bara einn á ein- |
hæfan hátt. En ef ráöabryggari ■
Alþýöuflokksins gengur meö I
barni, hvaö veröur þá um króg- I
ann þegar fyrirvinnan er flúin I
og flugvélin farin? *
—ltu |
skerrið