Þjóðviljinn - 29.10.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Kreppuráðstafanír danskra krata
Bitna mest
á ungum
atvinnu-
leysingjum
Afhendist á Félagsmáiastofnun,stendur á öskutunnunni; ráöstafanir
stjórnarinnar svipta um 10 þúsund ungra manna atvinnuleysisstyrk og
visa þeim á framfærslustyrk (úr So Da).
Hér i Danmörku verða æ fleiri
samfélagssvið fyrir barðinu á
kreppunni. Nýlega upplýstu hag-
fræðingar rikisstjórnarinnar að
kaupmáttur hefði almennt rýrnað
um 10% á siðustu átján mánuð-
um, og er þá tekið tillit til skatt-
breytinga en ekki til áhrifa alls
kyns samdráttar I opinberri þjón-
ustu. Sömu hagfræðingar spá
áframhaldandi vexti atvinnuleys-
is á næsta ári, en gefa jafnframt
fyrirheit um að i árslok 1981 rétti
auðvaldsheimurinn við undir
forystu Bandarikjanna og Japan.
Sömu fyrirheit voru reyndar gef-
in fyrir rúmlega tveim árum, en
siðan hefur kreppan rist dýpra.
Rikisstjórn krata tekur nú æ
rækilegar til hendinni að velta
byrðum auðmagnskreppunnar
yfir á verkalýð og þó enn frekar
yfir á atvinnulausa og sjúka. Slik-
ar skottulækningar hafa þó litil
sem engin áhrif á rás kreppunn-
ar, en auka svigrúm rikissjóðs til
að fjárstyrkja atvinnurekstur.
Niðurskurður atvinnu-
leysisbóta
Eitt nýjasta afrek rlkisstjórn-
arinnar er að skerða atvinnu-
leysisbætur, bæði almennt en
einkum þó bætur hinna yngstu. 1
gær, 21. okt., lagði atvinnuráð-
herra Svend Auken fram laga-
breytingatillögur um fyrirkomu-
lag bótagreiðslna. Þegar er full-
vist að þær verða samþykktar
breytingalitið og munu gilda frá
flutningsdegi, þ.e. 21. okt..
Meginbreytingin er sú, að fólk
þarf að hafa verið tryggt gegn at-
vinnuleysi i 12 mánuði áður en
það öðlast rétt á bótum, i stað 6
mánaða nú. Þetta er fyrst og
fremst árás á æskuna, en stór
hluti hennar kemst ekki I árs-
vinnu, á meöan tiundi hver
starfsreyndur maður gengur at-
vinnulaus. Atvinnubótavinna
varir aldrei lengur en I sex mán-
uði og veitir þvi ekki rétt til bóta.
Ungir menn, sem koma úr her-
þjónustu, hafa hingað til fengið
bætur strax, ef þeir fá enga vinnu.
Sú undanþága er nú afnumin,
þannig að sá helmingur þeirra
sem aö jafnaði fyllir flokk at-
vinnulausra verður að leita'at-
hvarfs á félagsmálastofnunum,
eins og þúsundir annars æsku-
fólks. Framlög félagsmálastofn-
ana eru mun minni en atvinnu-
leysisbæturnar, duga vart til að
skrimta, svo að stór hluti æskunn-
ar, sem ekki á annars úrkosta,
hrekst út i afbrot eða til aö vinna
„svart” langt undir taxtakaupi.
Hið nýja fyrirkomulag skeröir
verðmætur atvinnuleysisbóta um
helming, og jafngildir það 20%
skerðingu á tveim árum. Enda
reiknar atvinnumálaráðherra
með að spara 405 miljónir
danskra króna á næsta ári en 705
á þarnæsta. Hins vegar verði
sveitarfélög að greiða um 100
miljónum meira i gegnum félags-
málastofnanir vegna breyting-
anna.
Atvinnumálaráðherra segist
ætla að láta bæturnar ná þeim til-
gangi að vera trygging en ekki
fátækraframleiðsla. Þetta er þó
yfirvarp eitt, þvi að markmið
rikisstjórnarinnar er að efla at-
vinnusókn atvinnuleysingjanna,
ekki til að fleiri kdmist 1 vinnu,
þvi meiri vinnu er ekki aö fá,
heldur til að veikja kjarabaráttu
verkafólks, bæta aðstöðu auð-
magns og rikis til að skerða kaup-
mátt enn frekar.
Alþýðusambandið sam-
þykkir!
Viðbrögð verkalýöshreyfingar-
innar koma enn spánskara fyrir
sjónir en menn eru þó vanir úr
þeirri átt. Þau lýsa meiri hollustu
við rikisstjórn krata en við eigin
félaga. Alþýöusambandið hefur
ne.'alega fallist á þessar skerð-
ing.ir atvinnuleysisbóta, hvern
einasta lið. Verkamannasam-
bandið hefur hins vegar mótmælt
kröftuglega árásunum á yngstu
atvinnuleysingjana, enda er
félagssvæöi þeirra i mestri hættu
fyrir ásókn örvæntingarfulls fólks
sem tekur hvaöa sultarlaunum
sem bjóðast. Iðnnema- og æsku-
lýössamtök hafa mótmælt af enn
meiri ákafa.
Afstaða Alþýðusambandsins
vekur þá spurningu hvort dönsk
verkalýöshreyfing sé að búa sér
sömu örlög og hin gamla, flokks-
stýrða verkalýðshreyfing Pól-
lands. Sambandið lætur hagfræð-
inga rlkisvaldsins skammta sér
laun, atvinnuleysisbætur og
félagslega þjónustu og hefur ekki
annað á lofti en sýndarkröfur um
efnahagslýöræði o.fl. umbætur.
Þeirri kröfugerð er beint til
þingsins þar sem mikill meiri-
hluti er andsnúinn henni.
Niðurskurður heilbrigðis-
og menntamála
Rikisstjórnin kann að beita
hnifnum á fleira en atvinnuleysis-
bætur. A fjárlögum 1981 verður
dregið verulega úr útgjöldum til
Framhald á bls. 13
Frá stofnfundi nýs verkalýðsfélags I Gdansk: Hvar lýkur „hreinum” kjaramálum og stjórnmál taka við?
Togstreitan um hin nýju
verklýössamtök PóUands
Svo hefur farið sem spáð var:
ekki var blekið þornað á sam-
komulagi milli pólitiskra ráða-
manna Póllands og verkfalls-
manna i nokkrum helstu iðnaðar-
borgum landsins en togstreita
hófst um þaö, hvernig bæri að
túlka ogframkvæma réttinn til að
stofna sjálfstæð verkalýðssamtök
og efna til verkfalla. Nú siðast
hefur það gerst, að dómstóll I
Varsjá hefur sett inn i lög hins
nýja verkamannasambands,
Solidarnosc (Samstaða) ákvæöi,
sem þar voru ekki: um að sam-
tökin viðurkenni forystuhlutverk
kommúnistaflokksins og um tak-
markanir á verkfallsrétti.
Lech Walesa og aðrir forystu-
menn verkamanna hafa lýst
megnri óánægju með þessi úrslit
ogenngetur svofariðaðþetta til-
tæki. yfirvalda leiði til átaka,
kannski verkfalla. Walesa og
aðrir forystumenn Solidarnosc
hafa að visu lýst þvi yfir hvað
eftir annað, að þeir viðurkenndu
hlutverk kommúnistaflokksins og
væru ekki að fara af staö með
eigin flokk. „Það er ekki okkar aö
stjörna, segir Walesa i viðtali við
Sovialistisk Dagblad. Okkar er að
vema hagsmuni meðlima i sam-
tökum okkar. Við setjum fram
kröfur um laun og vinnuskilyrði
og það er stjórnarinnar að mæta
þessum kröfum”.
Hvert stefnir?
1 ummælum sem þessum má
sjá vissar þverstæöur: þau hljóta
að bera fram sigilda spurningu:
hver er munurinn á faglegu og
pólitisku starfi verkalýðsfélaga?
Þetta er einmitt sú spurning sem
engum hefur tekist til þess að
svara, og það er einmitt þess
vegna að menn vita ekki gjörla
hvert stefnir I Póllandi. Menn vita
þaðeitt.aðnýttaflhefurorðið til i
Póllandi, og að rikisstjórnin og
ráðandi flokkur verður að viður-
kenna það, ef ekki á að koma til
meiriháttar átaka aftur. En menn
vita ekki hvers hin nýju verka-
mannafélög eru megnug — varla
einu sinni hvaða hlut þau ætla sér.
öflug samtök
Hitt er vist: Solidarnosc eru nú
þegarorðin mjög öflug samtök að
meðlimatölu. t þeim eru 6—8
miljónirmanna, sem er um helm-
ingur vinnandi fólks i pólskum
borgum. Talið er að um 80%
verkafólks i stórum borgum eins
og Varsjá, Gdansk og Katowice
séul Solidarnosc. Um tima máttu
þeir, sem höfðu sig i frammi á
vegum hinna nýju samtaka, sæta
nafnlausum hótunum og abbast
var upp á börn þeirra og eigin-
konur af hinum og þessum.
Einnig voru i gangi flugrit með
niði um Lech Walesa, þar sem þvi
var haldið fram að hann væri
fylliraftur og kvennabósi hinn
mesti og æki um Pólland á mikl-
um lúxusbil bandariskum. Að-
ferðir af þessu tagi hafa heldur
hert upp Solidarbosc-menn og
aukið vinsældir þeirra.
Ótti við skriffinnsku
En sem fyrr segir: það er
margt á huldu um framtiö sam:
takanna. Til dæmis að taka: til
þessa hefur öll vinna á skrit-
stofum hinna nýju verklýðs-
samtaka verið unnin af sjálfboða-
liðum. Nú er liklegt að þau verði
aö ráða sér launað starfsfólk og
það list mörgum verkamönnum
ekki á: þeir óttast alla skrif-
finnsku eins og fjandann sjálfan.
Einn áhugamaður segir I samtali
við danskan blaðamann: Við
eigum aö halda áfram á sömu
braut og I verkfallinu. Allir mæta
og eru meö i að taka ákvarðanir
og framkvæma þær.
Solidarnosc verða byggð upp
meðsterkum héraðssamböndum,
sem taka allar helstu ákvarðanir.
Þau kjósa sér sameiginlega
stjórnarnefnd — en það er enn
ekki ljóst hvaöa völd hún muni
hafa, m.a. vegna þess, aö meðal
óbreýttra liðsmanna er sterk
andúð á mikilli miðstýringu.
Velja þeir forstjórana?
Erfiðust spuminga er þó sú,
hvort og hvemig hin nýju samtök
skipta sér af pólitiskum ákvörð-
unum. Til þessa er það helst að
heyra á Walesa og öðram odd-
vitum samtakanna, að þeir vilji
halda sig sem mest við stéttar-
félagsverkefni i þrengri skilningi.
Walesa kveðst vilja leggja sitt af
mörkum til að leysa efnahags-
vandræöi Pólverja, en hann og
félagar hans eru mjög efagjarnir
um áform um sjálfstjórn verka-
manna i fyrirtækjum.” Ég hefi
ekki áhuga á þvi, hvernig for-
stjórinn er kosinn,*« segir Lecg
Walesa. Ef að forstjórinn er
ómögulegur verður verka-
mönnum kennt um. Eins og
stendur eiga verkamenn ekki að
vasast í þvi að kjósa forstjór-
ana”. Samstarfsmenn Walesa,
Madeysky og Karpinsky segja
m.a.: Við getum ekki tekið á
okkur ábyrgö á hnignun pólsks
efnahagslifs. En einhverntima I
framtiðinni munum við kjósa for-
stjórana....
Með öðrum oröum : það er engu
líkara en öllum vangaveltum um
sjálfstjórn verkamanna (og þar
með hina júgóslavnesku fyrir-
mynd, sem stundum er nefnd sé
skotiö á frest. Það er kannski ekki
nema von: þeir hjá Solidarnosc
hafa meira en nóg að starfa eins
oger. En fyrr en siðar munu þeir
standaandspænis þvi, að þurfa að
taka afstöðu til vissra grund-
vallaratriða i uppbyggingu efna-
hagslifsins, sem miklu afdrifa-
rikari eru en sjálfur verkfalls-
rétturinn.