Þjóðviljinn - 29.10.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.10.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. október 1980 6. Helgarskákin i Neskaupstað Ný miljón í aukaverðlaun Um næstu helgi fer fram í Nes- kaupstað VI. Helgarskákmót timaritsins „Skák” og Skáksam- bands Islands. Aöur hafa þessi mót verið tefld i Keflavik, Borgarnesi, ísafirði og Bolungar- vik, Húsavik og Akureyri. Hafa bestu skákmeistarar þjóðarinnar verið meðal þátttakenda og svo verður einnig nú. Mikill áhugi er fyrir mótinu i Neskaupstað og er búist við góðri þátttöku af Aust- fjörðum og viðar af landinu. 1. verðl. 300 þús. kr., 2. verðl. 200 þús. kr. og 3. verðl. 100 þús. kr. Fimmtiu þúsund falla i hlut þeirrar konusem bestum árangri nær, og sá unglingur, yngri en 14 ára, sem best stendur sig fær fria skólavist á skákskólanum að Kirkjubæjarklaustri næsta vor. 1 Neskaupstað búa keppendur i Egilsbúö og i heimahúsum. Teflt verðuriglæsilegum salarkynnum félagsheimilisins. Eins og kunnugt er hefur verið keppt um glæsileg aukaverðlaun á Helgarskákmótunum að upp- hæð einni miljón króna, sem Helgi ólafsson vann fyrir besta frammistöðu samanlagt á fyrstu fimm mótunum. Nú hefst ný keppni um aðra miljón, en búast má við að forsendur til að hreppa Spurningin sem brennur á vörum skákáhugamanna er auðvitað hvort Benóný Benediktsson verður með á helgarmótinu á Neskaupsstað um næstu helgi!?? hana breytist eitthvað. Verður þaðendanlega ljóst áður en mótið i Neskaupstað hefst. Menntamálaráðherra um stöðu Rikisútvarpsins: „Næsta erfið svo ekki sé meira sagt” — segir i bréfi hans til fjárveitinganefndar t>að mun vera fremur fátitt, að ráðherrar sendi fjárveitinga- nefnd Alþingis, opið bréf, eins og menntamálaráðherra Ingvar Gislason hefur nýlega gert, þvi jafnframt að senda nefndinni bréfið hefur hann sent það til fjöl- miðla. Bréfið fjallar um slæma fjárhagsstöðu Rikisútvarpsins. Segir menntamálaráðherra i bréfinu þar sem hann ræðir um húsbyggingar og fjárfestingamál rikisútvarpsins: „Þótti mér aðkoman að þeim ma\um, þegar tók við yfirstjórn Rikisútvarpsins næsta erfið að ekki sé meira sagt”. 1 bréfinu vekur ráðherra at- hygli fjárveitinganefndar á fjar- hagsstöðu Rikisútvarpsins, jafn- framt sem hann getur þess að fullur vilji sé i rikisstjórninni að taka fjármál stofnunarinnar til itarlegrar meðferðar á sambandi við fjárlagaafgreiðslu. Bendir menntamálaráðherra á, aö á árinu 1979 hafi rekstrarhall- inn verið 444 miljónir kr. og á þessu ári sé gert ráð fyrir enn meiri rekstrarhalla. Auk þess bendir hann á nauðsyn þess að húsbyggingar og fjárfestingamál stof nunarinnar þarfnist jákvæðrar umfjöllunar i samráði við fjárfestinganefnd. Telur hann mjög brýnt að f jórir höfuðþættir i þessum málum verði leystir: Bygging útvarpshúss — dreifi- kerfi hljóövarps og útvarps — endurnýjun Vatnsendastöðvar — almenn endurnýjun og kaup á tækjum og öðrum búnaði — . Hvað varðar byggingu útvarps- húss telur menntamálaráðherra brýnast að losa um þær hömlur sem eru á frjálsræöi Rikisút- varpsins til þess að ráðast i hús- bygginguna i samræmi við getu framkvæmdasjóðs stofnunarinn- ar. Loks minnir ráðherra á að Rikisútvarpið verði 50áraá þessu ári. —S.dór Ráöstefna Alþýðubandalagsins: Af herstöðvamálum Um helgina gekkst Alþýðu- bandalagið fyrir ráöstefnu um herstöövamál i Þinghól i Kópa- vogi: henni Var ætlaö að undirbúa málflutning um það mál fyrir væntanlegan landsfund flokksins i næsta mánuði. Um fjörtiu manns sóttu ráö- stefnuna. Framsögu höföu þeir Guömundur Gerorgsson fyrrum formaöur miönefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga en hann var gestur fundarins, Böövar Guðmundsson, Kjartan ólafsson og Ólafur Ragnar Grimsson. Auk almennra umræðna var starfaö i starfshópum. Höfuðinntak málflutnings á ráöstefnunni má skipta svo i þrjá meginþætti. í fyrsta lagi var frammistaöa Alþýðubanda- lagsins I herstöövamálum gagn- rýnd og boðiö upp á ýmislegar skilgreiningar á þvi, hvers vegna herstöðvamáliö hefði þokast til hliöar einnig I vitund þeirra sem væru herstöövum andvigir. I annan stað var rætt um að van- rækt hefði verið að útskýra sem skyldi fyrir almenningi breyt- ingar sem á undanförnum árum hafa oröiö á eðli herstöðvarinnar i Keflavik, sem er mjög langt frá þvi að vera sú sakleysislega „eftirlitsstöð” sem jafnan hefur verið látið I veöri vaka. 1 þriöja lagi var deilt um þá stefnu sem hefur ráðið ferðinni hjá Sam- tökum herstöðvaandstæöinga aö undanförnu, en hún er sú, aö eina leiðin til að koma herstööva- málinu á dagskrá svo um muni sé að berjast fyrir þjóöaratkvæöa- greiöslu um þaö. Vestmannaeyjar Bárugata — göngugata Frá fréttaritara okkar I Vestmannaeyjum, Magnúsi frá Hafnarnesi: Meöal samþykkta, sem nýlega voru gerðar á bæjar- ráðsfundi hér i Eyjum var ein, sem laut að þvi að fríölýsa Bárugötu sem göngugötu. Var ekki vanþörf á þar sem þetta Austurstræti okkar Vestmanna- eyinga, eða réttara sagt Noöur- stræti, lá undir ágangi blikk- belja og annarra ökutóla„eins og það væri sjálfsagður hlutur að eyðileggja þá framkvæmd, sem þar hefur verið gerð og þá rómantik, sem yfir þessu Austurstræti okkar gæti rikt. A sumrin mætti hafa þarna hverskyns markaöi, málverka- sýningar, tónleika, upplestra, bókauppboð, söng og allt, sem nöfnum tjáir að nefna, að ógleymdri lúörasveitinni okkar, sem kæmi til með að leika þarna um helgar þegar fólk væri frjálst frá oki vinnunnar á glöðum sumardögum. En hvenær verður það? Hvenær getur islenskur verkalýður strokiö sér frjáls um höfuð? Spyr sá, sem ekki veit. Eða þvi Það er ekki tekiö út með sitj- andi sæidinni að koma upp girð- ingum eða haida þeim við nú til dags. Og þó er það eitt af þvi, sem æði margir komast ekki hjá að gera. Eftir þeim upplýsingum, sem við höfum fengiö, kostar eitt fimm strengja virnet, 100 m. langt, um 40 þús. kr. Erlendir girðingastaurar eru- seldir úr búð á kr. 2000—2500 kr. stykkið. megum viö Vestmannaeyingar ekki eiga okkar göngugötu, burtséð frá vinnuálagi, eins og Reykvikingar Austurstræti? Þvi má ekki menning blómgast Umsjón: Magnús H. Gislason hér vegna blikkbelja og annarra skrlmsla þess þjóöfélags, sem á sér hreiður I sjálfselsku og auðvaldshyggju? Þarna gæti skapast ýmiss konar menning, auk þeirrar, sem ég hef áöur drepiö á. Gæti ekki veriö hugsaniegt að Leikfélagiö sýndi þarna létta einþáttunga? Innlendir rekaviðarstaurar eru mun ódýrari, eða um 1000—1300 kr. Ef þú ætlar að girða 1 km af styrkhæfri girðingu kostað það á aðra milj. kr. Skógrækt rikisins telur að efni i 1. km langa girðingu kosti um 700 þús. kr. og vinnulaun nemi öðru eins. Samkvæmt þvi kostar hver km i styrkhæfri girðingu þannig kr. 1.400 þús. — mhg Leikfélag Vestmannaeyja er I áhugamannafélag, sem starfar | ekki nema að haustinu og vetr- • inum. Ég er viss um aö þaö j mundi ekki telja eftir sér að I leggja þarna eitthvað af mörk- | um. ■ Sveinn Tómasson, bæjar- j fulltrúi Alþýöubandalagsins, var frumkvöðull þessarar þörfu tillögu, sem á aö verða að veru- leika 1. nóvember, en meiri hlutinn bar hana upp og var hún samþykkt einróma. Að lokum: Þegar mér var nýlega reikaö um þetta Austur- eöa Norðurstræti okkar, taldi ég 15 blikkbeljur á beit á þvi, auk mótorhjóla. Þetta er til hábor- innar skammar, þar sem konur með barnavagna og aörir vegfarendur voru á gangi i bllðviörinu. — mjóh. r Aœtlun stóðst 1 ár reyndist Búvéladeild SIS unnt að standa við afgreiðslu á helstu búvélum og vinnuvélum i tæka tíð, nema hvað verkfali i Bandarikjunum tafði nokkuð af- greiðslu á vörubifreiöum til landsins. Af þvi hlaust þó ekki tilfinnanlegt tjón. Hagstætt verö og heppilegur búnaður, auk góðrar þjónustu, hefur aukið eftirspurnina eftir International vörubifreiðum undanfarið. Auk fjölda af meðalstórum vörubifreiðum, (Cargostar), hafa nokkur kaup- félög nú keypt 10 hjóla bifreiðar til iangflutninga (International Transtar). Búvéladeildin hefur lagt áherslu á að byggja upp vara- hlutaþjónustu fyrir vörubíla. Auk þess var nýlega haldið námskeið I Reykjavik með bifvélavirkjum,Þar fóru starfs- menn deildarinnar, ásamt er- lendum sérfræöingi, yfir helstu atriöi sem snerta viðhald og við gerðir á þessum vörubifreiðum. Fleiri námskeið eru á dagskrá á næsta ári. — mhg Dýrt að girða Kaupfélag Skagfirðinga: 20% minni slátrun Almenn haustslátrun hófst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauöárkróki þann 16. sept. og lauk þann 17. okt. Alls var siátrað 51.082 kindum, 48.167 dilkum og 2.915 fullorðnum kindum. Aður, þann 3. sept., haföi verið siátrað 1.044 iömbum af öskufallssvæðunum i framanverðu héraöinu. Alls var þvi slátraö 52.126 kindum. Meöalfallþungi dilka I aðal- slátrun varð 14.261 kg. en sé sumarslátrun tekin meö 14.236 kg. Meðalþunginn i aöalslátrun er þvi 1.666 kg. hærri en 1979. Haustið 1979 var alls slátrað 65.637 kindum þannig að slátur- fjárfjöldinn hefur dregist saman um rúm 20%. Vegna þess að meðalþungi sláturfjár er nú mun meiri hefur heildarkjöt- magnið þvi einungis minnkað um 13.7% þar af tæp 7% á dilka- kjötinu. Heildarkjötmagn nemur nú tæpum 780 tonnum á móti rúmum 903 tonnum 1979. Þar af er heildarkjötmagn úr aðalslátrun rúm 765 tonn. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.