Þjóðviljinn - 31.10.1980, Side 7
Föstudagur 31. október 1980 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7
Anna Einarsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir i hlutverkum sinum I
Kóngsdótturinni. Þær beita táknmáli, tali og látbragósleik, þannig aó
allir geti skilió, hvort sem þeir heyra eöa heyra ekki.. Ljósm.: —eik.
ifl FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
j|| DAGVISTUN BARNA, FORNHAGA 8 SIMI 27277
F orstöðumannastöður
Staða íörstöðumanns við Dagvistunar-
heimilið við Hálsasel og staða forstöðu-
manns við skóladagheimili við Blöndu-
bakka eru lausar til umsóknar. Fóstru-
menntun áskilin. Laun samkvæmt kjara-
samningi borgarstarfsmanna. Umsóknar-
frestur um báðar stöðurnar er til 15.
nóvember. Unisóknir sendist til skrifstofu
Dagvistunar, Fornhaga 8, en þar eru
veittar nánari upplýsingar.
Allur akstur
krefst
varkárni
Ytum ekki barnavagni
á undan okkur við
aðstæður sem þessar
||UMFERÐAR
Síniinn er 81333
Frumsýning hjá Alþýðuleikhúsinu
Kóngsdóttirin sem
kunni ekki að tala
Alþýöuleikhúsiö frumsýnir I
Lindarbæ kl. 3 á sunnudaginn
leikritiö um kóngsdótturina sem
kunni ekki aö tala. Þaö er eftir
finnsku skáldkonuna Christina
Andersson og segir frá ungri
kóngsdóttur sem er heyrnarlaus
og er alltaf heldur döpur af þvi aö
hún getur ekki talaö viö neinn.
Tveir ungir menn fara á stúfana
til aö leita aö málinu handa henni
og á leiöinni lenda þeir I ýmsum
ævintýrum. Þeir kumpánar sem
heita Vilfreö og Alfreö vilja báöir
eignast kóngsdótturina, en hún
vill auövitaö bara eiga sig sjálf.
1 sýningunni er notaö táknmál,
auk talaös máls og látbragös, og á
þeim sem heyrnardaufir eru aö
reynast auövelt aö skilja þaö sem
fram fer. Þaö er llka merkileg
reynsla fyrir þá sem kunna ekki
táknmál aö sjá hvernig þaö er
notaö og okkur sem heyrum er
hollt aö kynnast þvi hvernig þaö
er aö heyra ekki.
Leikritiö er ævintýraleikur viö
hæfi allra aldurshópa og þaö er
ætlunin aö blanda saman á
sýningunum þeim sem heyra og
þeim sem ekki heyra, en einnig er
á dagskrá Alþýöuleikhússins aö
fara á dagheimili og f skóla og
sýna þar auk sýninga á laugar-
dögum og sunnudögum i Lindar-
bæ. Hægt er aö hafa samband viö
leikhúsiö og panta sýningu.
Þaö var Þórunn Siguröardóttir
sem þýddi leikritiö og hún er
einnig leikstjóri. Leikendur eru
Anna Einarsdóttir, Helga Thor-
berg, Ragnheiöur Arnardóttir og
Sólveig Halldórsdóttir. Leik-
myndina gerir Guörún Auöuns-
dóttir og þaö er sannkallaö ævin-
týri aö horfa á brúöurnar og
búningana aö ekki sé minnst á
drekann ógurlega sem kem'ur viö
sögu.
Leikararnir uröu aö læra tákn-
mál til aö geta komiö leiknum til
skila og þaö voru þau Vilhjálmur
G. Vilhjálmsson og Berglind Stef-
ánsdóttir sem kenndu. — ká
Nokkur heyrnardauf börn og foreidrar þeirra horföu á æfingu hjá
Alþýöuleikhúsinu á leikritinu um kóngsdótturina sem kunni ekki aö
tala. Ljósm.: —eik.
Tilkynning til trillubáta-
eigenda í Reykjavíkurhöfn
Af öryggisástæðum og til hagræðingar
fyrir hafnaryfirvöld vill hafnarstjórinn i
Reykjavik beina þeim tilmælum til trillu-
bátaeigenda er hafa báta sina i Reykja-
vikurhöfn að fjarlægja þá úr höfninni eigi
siðar en 15. nóvember 1980.
Hafnarstjórinn
/ i Reykjavik
Blaðberabíó
Flagð undír fögru skinni
I
gamanmynd i litum og með isl. texta.
Fyrir alla fjölskylduna. Sýnd i Hafnarbiói i
nk. laugardag kl. 1. |
Þjóðviljinn !
simi 81333.
Auka-
syningar
á *
r
I öruggri
borg
Tvær aukasýningar veröa enn á
litla sviöinu i Þjóöleikhúsinu á
leikriti Jökuls Jakobssonar „1
öruggri borg” sem frumsýnt var
sl. vor og hefur verið sýnt nú á
haustmánuöum.
I leikritinu fjallar Jökull um
gamalkunnugt efni, gestinn sem
kemur i heimsókn og hreiörar um
sig á heimilinu. Hann er róttækur
i oröum og vill ýmsu breyta, en
þegar breytingarnar fara aö
snerta hann sjálfan kemur annaö i
hljóö I strokkinn. Leikritiö kemur j
inn á þær umræöur sem einkennt
hafa siöustu ár, stööu konunnar,
ástand heimsmála, byltingu eöa
óbreytt ástand. 1 lokin er tekin
ótviræð afstaða sem ekki er rétt
að greina frá.
Þaö eru þau Helga Bachmann,
Þorsteinn Gunnarsson, Bessi
Bjarnason, Briet Héöinsdóttir og j
Erlingur Gislason sem leika.
Sýningarnar veröa á sunnudag •
kl. 15 og á þriöjudag kl. 20.30. !
— ká i
Spennandi og hrollvekjandi ný litmynd. — Það
getur verið dýrt spaug að þiggja heimboð hjá
Girly...
Bönnuð innan 16 ára — íslenskur texti
VANESSA HOWARD — MICHAEL BRYANT
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.