Þjóðviljinn - 31.10.1980, Síða 9
Föstudagur 31. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. október 1980
Sú fullyrðing að vinstri
menn kunni ekkert með
fjármál að fara hefur
verið æði fyrirferðarmikil
i islenskri stjórnmálabar-
áttu, og var ásamt
glundroðakenningunni eitt
meginstefið í kosningabar-
áttu Sjálfstæðisf lokksins
fyrir siðustu borgar-
stjórnarkosningar. Þjóð-
viljinn ræddi fyrir
skemmstu við Sigurjón
Pétursson forseta borgar-
stjórnar um fjármál
borgarinnar undir stjórn
vinstri manna og fleira og
spurði hann fyrst hvort
þessi gamla fullyrðing
hefði sannast á meirihlut-
anum í borgarstjórn
Reykjavikur.
„Fyrir siöustu kosningar og
reyndar allar aðrar borgar-
stjórnarkosningar sem ég man
eftir, hefur það veriö viðkvæðið
hjá Sjálfstæðismönnum að ef þeir
misstu meirihlutann myndi taka
við alger óreiða i fjármálum og
Reykjavikurborg myndi sökkva i
skuldafen”, sagði Sigurjón.
„Þessar raddir héyrðust einnig
eftir siðustu kosningar og sér-
staklega er mér minnisstætt
þegar Reykjavikurborg ákvað aö
greiða starfsmönnum borgar-
innar i samræmi við samninga
1978, en það var talið sérstakt
dæmi um óstjórn vinstri meiri-
hlutans i peningamálum. Þessar
raddir hafa nú algerlega þagnað
og hvernig sem ég leita i ræðu og
riti stjórnarandstæðinga nú, finn
ég hvergi stafkrók um óreiðu nú-
verandi meirihluta i fjármálum.
Allir vita hvernig fárhagsstaðan
var þegar við tókum viö borginni
og þær breytingar sem oröið hafa
i þvi efni nú rúmlega tveimur ár-
um siöar. Þæ;r upplýsingar ásamt
og með þögn minnihlutans held ég
svari þessari spurningu fullkom-
lega”.
Stórbætt staða
— Nú var mikiö rætt um viö-
skilnað Sjálfstæðisflokksins 1978.
Ef þið ættuð að skila af ykkur i
dag, hvernig yröi ykkar viðskiln-
aður?
„Hann myndi vera góður. Ég
hygg aö jafnvel krónulega séð, þá
skuldi borgin nú færri krónur en á
miðju ári 1978 og lausafjárstaðan
er verulega betri en hún var fyrir
tveimur árum siðan. Almennt má
segja að fjárhagsstaða borgar-
innar sé mjög þokkalep um þessar
mundir og það er veruleg breyt-
ing frá þvi sem við tókum við”.
— Hverju þakkiö þið þessa
bættu stöðu? Eru þaö auknar
álögur á borgarbúa sem valda?
„Forsendunum fyrir bættri
fjárhagsstöðu má skipta i tvennt.
Annars vegarhöfum við aukið við
tekjustofna borgarinnar og þar
meö fengið auknar tekjur og hins
vegar höfum við sýnt meira aö-
hald i rekstri stofnana og fyrir-
tækjá borgarinnar en áður var, þó
þar megi samt gera mun meira.
Þá hefur varfærni við gerð fjár-
hagsáætlana verið meiri og reynt
hefur verið að meta áhrif verö
hækkana og taka þær með i áætl-
unargerðina, sem er mikil breyt-
ing frá þvi sem áður var,en þá var
eins og við byggjum i þjóðfélagi
sem hefði algerlega stöðugt og
óumbreytanlegt verðlag”.
— Hvort vegur þyngra i bættri
fjármálastjórn, auknar álögur
eða aukið aðhald í rekstri?
„Hvorttveggja hefurhaft mikil
áhrif. A siðustu stjórnarárum
ihaidsins gerðu tekjur borgar-
innar tæpast meira en að duga
fyrir rekstrarútgjöldum þannig að
borgin var að sökkva i eitt alls-
herjar skuldafen. Það má rifja
upp að þegar fjárhagsúttektin var
gerð á miðju ári 1978 þá vantaði
um tvo milljarða króna til þess að
borgin gæti innt af hendi þær
skuldbindingar sem hún var búin,
að taka á sig þá. Þetta jafngildir á
núvirði tæplega fimm miljörðum
króna. Til að snúa þessari þróun
við var óhjákvæmilegt að auka
tekjustofna borgarinnar, og þaö
má segja að hin aukna skatt-
heimta hafi orðiö til þess aö
skuldasöfnun var hætt og borgin
nær nú að standa i skilum, en
aukið aðhald i rekstrinum hefir
einnig skilað auknum tekjum”.
Aukið aðhald og hagræðing
— Hvers konar aðhald áttu viö?
„Segja má að það hafi verið
framkvæmt með tvennum hætti,
annars vegar með þvi að rikt er
eftir þvi gengið að þær stofnanir
sem sjá fram á að upphafleg fjár-
veiting til þeirra dugir ekki til,
veröa aö óska eftir sérstakri
aukafjárveitingu sem þá er
metin, miðað viö þau verkefni
sem stofnunin hefur við að glima.
Þaö er þvi ekkert sem heitir
lengur að fara einfaldlega fram
úr upphaflegri áætlun. Stofnun
sérstakrar fjármáladeildar hjá
börginni hefur einnig orðið til
þess að auka daglegt aðhald og
bæta áætlanagerð stofnana. Hins
vegar hafa verið framkvæmd
sérstök hagræðingarverkefni hjá
ýmsum stofnunum og fyrirtækj-
um borgarinnar. Þessi hagræð-
ingarverkefni hafa viðast hvar
skilað mjög ánægjulegum
árangri, þannig aö saman fer
aukin virkni, og þjónusta stofn-
unarinnar, hærri laun starfsfólks
og lækkaður heildarkostnaöur
fyrir borgina”.
— Geturðu nefnt dæmi um
slikan árangur?
„Bæjarútgerð Reykjaikur, sem
alltaf var olnbogabarn i valdatið
Sjálfstæöisflokksins, er gott
dæmi. Þar hefur verið unnið
mikið verk við hagræðingu i fisk-
iðjuveri og fiskmóttöku sem orðiö
hefur til þess að afköst frystihúss-
ins hafa stórlega aukist, laun
starfsfólks hafa stórhækkað,
vinnutimi styst og orðið reglu-
bundnari. Þetta þýðir að á þessu
ári hefur rekstur Bæjarútgerðar-
innar ekki þurft að fá fé úr
borgarsjóði, hann stendur undir
sér, og framlag borgarsjóös til
fyrirtækisins er eingöngu bundið
við fjárfestingai; aðallega vegna
togarakaupa en einnig litillega i
landi.
Varðandi hagræöingarverkefn-
in aö öðru leyti, á ég von á að
borgarstjóri gefi skýrslu um þau
innan tiðar og að hún verði þá
gerð opinber”.
Fjölmargar nýjar stofn-
anir á næsta ári
— Hefur tekist að draga úr hlut-
fallslegum rekstrarkostnaði
borgarinnar?
„Rekstur borgarinnar þyngist
frá ári til árs þar sem stöðugt er
veriöaö taka i notkun nýjar stofn-
anir og auka þjónustu viö borgar-
búa. Það kallar á aukiö húsnæði,
fjölgun starfsfólks og annan
kostnað sem þvi fylgir. Rekstur-
inn dregst þvi ekki saman, þegar
á heildina er litið.
Til að gefa innsýn i þetta má
benda á nokkra þætti sem á næsta
ári koma til rekstrar umfram það
sem var á þessu ári. Þar er til aö
nefna rekstur þriggja nýrra dag-
vistarstofnana, rekstur nýrrar
heilsugæslustöðvar i Borgar-
spitalanum, rekstur nýrrar sund-
laugar i Breiðholti, rekstur nýs
útibús Félagsmálastofnunar i
Austurbæ og rekstur nýs æsku-
lýðsheimilis inni I Sundum sem
kom I gagnið siðla þetta ár. Auk
þess kallar sifelld lenging gatna-
og holræsakerfis borgarinnar á
»- ” - :
- £ ' ' „
;
Slfellt er verið að auka þjónustu við borgarbúa og við það þenst rekstur
borgarbáknsins út. A næsta ári bætast við reksturinn þrjár nýjar dag-
vistarstofnanir, heilsugæslustöð og sundlaug i Breiðholtinu, svo dæmi
séu nefnd.
Rœtt viö Sigurjón Pétursson,
forseta borgarstjórnar
aukið viðhald frá ári til árs. Ég
gæti nefnt fleiri dæmi, eins og t.d.
starfslaun til listamanns sem frá
1. nóvember n.k. verður fastur út-
gjaldaliður borgarinnar, landa-
kaup i Selási og Reynisvatnslandi
o.f 1., en þetta gefur visbendingu
um hvernig reksturinn eykst og
þenst út frá ári til árs”.
— Hvernig er útlitið fyrir næsta
ár og næstu fjárhagsáætlun?
„Vinna viö fjárhagsáætlun
næsta árs er nú að hefjast og
stofnanir eru að skila inn sinum
tillögum og áætlunum. Eins og ég
gat um, bætast við á næsta ári
ýmsar nýjar stofnanir sem kalla
á aukið rekstrarfé, þannig að
minna verður eftir til almennra
framkvæmda. Eigi aö siður
sýnist mér að ef ekki veröur
slakað á i þvi aðhaldi sem upp
hefur veriö tekið og komi ekki til
af hálfu stjórnvalda nýjar kvaðir
á sveitarfélögin, — þá muni verða
hægt að halda uppi eðlilegum
'f
m *
Skuldasöfnun hætt
og miklar breytingar
í stiórnun
Borgarstjórinn i Reykjavik er nú ekki allt i senn, pólitlskur oddviti
meirihluta og æðsti embættismaður borgarinnar, heldur er hann
framkvæmdastjóri borgarkerfisins og hefur það að fullu starfi. Þessi
mynd er tekin af Agli Skúla Ingibergssyni, borgarstjóra, I ræöustól (
borgarstjórnarsalnum.
framkvæmdum og rekstri á
næsta ári með óbreyttum tekju-
stofnum.”
Margt breytt í
stjórnun borgarinnar
— Þú minntist á aðhald og hag-
ræðingu, en hvað með meiri
háttar uppstokkun á kerfinu, sem
margir höfðu búist við?;
„Stjórnkerfisbreyting hefur
engin átt sér stað, enda er nær
ómögulegt að gera hana nema i
tengslum við borgarstjórnar-
kosningar. Nú hefur þó verið
skipuð stjórnkerfisnefnd til að
gera tillögur um breytingar og ég
vænti þess að þar muni koma
fram okkar vilji til að auka og
virkja lýðræðið i borginni.
Þó stjórnkerfisbreyting hafi
ekki verið gerð, þá hafa orðið
margar og veigamiklar breyt-
ingar i stjórnun borgarinnar og
þær hafa haft mikil áhrif. Þar vil
ég fyrst til nefna að nú er það af
sem áður var.að æðstu embættis-
menn borgarinnar séu a 11 -
ir flokksbundnir Sjálfstæðis-
flokksmenn. Þetta tel ég
þýðingarmikið vegna þess aö
þegar saman fór áður meirihluta-
aðstaða eins flokks og það að allir
lykilembættismenn tilheyröu
þessum sama stjórnmálaflokki,
þá skorti i kerfinu alla innri gagn-
rýni. Þetta hverfur ekki við það
eitt að nýr pólitiskur og kjörinn
meirihluti borgarfulltrúa kemur
til, heldur hverfur þaö alfarið um
leið og allir embættismennirnir
aðhyliast ekki lengur einn og
sama flokkinn.
1 þessu sambandi skiptir einnig
miklu máli að borgarstjórinn i
Reykjavik er nú ekki lengur allt i
senn, pólitiskur oddviti meiri-
hlutans og æösti embættismaður
borgarinnar, heldur er hann ein-
göngu framkvæmdast jóri
borgarkerfisins og hefur það að
fullu starfi, enda teljum viö að
ekki veiti af.
Mörg önnur atriði mætti nefna,
sem hafa haft veruleg áhrif á
breytta stjórnun i borginni.
Kosning sérstaks framkvæmda-
ráðs sem hefur yfirstjórn meö
verklegum framkvæmdum þýðir
að nú fjalla pólitiskt kjörnir full-
trúar i raun i fyrsta skipti um það
mikla svið sem verklegar fram-
kvæmdir borgarinnar eru.
Bein aðild starfsmanna að
stjórnum
Þá má einnig nefna aö nú i
fyrsta sinn eiga starfsmenn
borgarstofnana beina aöild að
stjórn þeirra margra hverra, sem
þýðir að tengsl starfsmanna og
stjórnar hafa batnaö verulega.
Þá hafa verið settar reglur um
verklok aldraðra starfmanna,
sem milda mjög þau erfiðu tima-
mót þegar menn veröa að yfir-
gefa sitt starf fyrir aldurs sakir.
Hér mætti lika nefna til reglur um
úthlutun byggingalóða hjá
Reykjavikurborg en sú úthlutun
var áður eins og öllum Reykvik-
ingum var fullkunnugt um, ákaf-
lega tengd kunningsskap eða þvi
sem almennt hefur verið kallað á
islensku klikuskapur og höfðu
menn þvi mismikla aðstöðu og
mismikið vald i þessum efnum.
Þessar breytingar hafa gerst
smám saman i okkar stjórnartíð,
og hávaðalaust að mestu, enda
eru þær allar til bóta, og áfram
veröur haldið á þessari braut.”
Klikuskapur eða reglur, —
hvort vilja menn?
— Að lokum, Sigurjón, Davið
Oddsson kallar lóðaúthlutunar-
reglurnar „lóðah a ppd ræ tti
Reykjavikurborgar”. Hvernig
hafa þessar reglur reynst?
„Þessi nafngift Daviðs lýsir
náttúrlega þvi einu að borgarfull-
trúinn hefur engan skilning á þvi
hvað eru reglur og hvað er happ-
drætti. Þveröfugt við happdrætti
þá er lóðaúthlutunin engri til-
viljun háð, heldur eingöngu þvi
hvaöa rétt menn hafa til lóöar i
Reykjavik, óháö skoöunum eða
kunningsskap Þvi fer fjarri að ég
haldi þvi fram aö þessar reglur
séu gallalausar. Þær hafa verið
endurskoðaðar einu sinni og þá
gerð á þeim nokkur breyting og
þær veröa endurskoðaðar aftur
nú i haust og að öllum likindum
enn geröar á þeim breytingar. En
þrátt fyrir þá galla sem fram
hafa komið á lóðaúthlutunar-
reglunum, þá hafa þær alltaf og i
öllum tilvikum reynst betur en
það handahóf og klikuskapur sem
áöur rikti i lóðaúthlutunum. Við-
brögð Sjálfstæðismanna við
þessum reglum hafa bent mjög
eindregiö til þess að þeir vilji af-
nema þær og taka aftur upp
gamla fyrirkomulagið. Það er
rétt að hver Reykvikingur svari
þvi fyrir sig, — hvort hann kýs
heldur að öðlast rétt til lóöar
samkvæmt ákveðnum reglum
eöa ganga auðmjúkur með betli-
staf til ráðamanna þegar hann
þarf á lóð að halda. ég er ekki i
vafa um aö þorri borgarbúa kýs
fyrri kostinn”, sagði Sigurjón
Pétursson.
—Al
á dagskrá
Giftum aðila, sem hefur orðið fyrir
þeirri ógæfu, að maki hans fatlast
algjörlega, er þannig hegnt, með
þessari tekjumillifærslu, þ.e.a.s.
hann er látinn greiða niður tekju-
tryggingu hins fatlaða maka síns.
Kjaramál öryrkja
Þar sem mér hefur fundist þaö
einróma álit allra þeirra sem
komið hafa nálægt yfirstandandi
kaup- og kjarasamningum, að nú
verði laun þeirra lægstlaunuðu
fyrst og fremst aö hækka, þvi á
þeim geti enginn lifaö i dag, — þá
langar mig að koma á framfæri
Elli og örorkulifeyrir
Tekjutrygging........
Heimilisuppbót kr. 34.247 fær
einstaklingur til viðbótar þessu,
þvi aöeins, að hann hafi óskerta
tekjutryggingu og njóti ekki hag-
ræöis af sambýli við annan.
Hjón njóta 90% af elli- og
örorkulifeyri tveggja einstak-
linga.
Til samanburðar þessum tölum
skulum við taka laun samkv.
nýgerðum kjarasamningi BSRB
og fjármálaráðuneytisins samkv.
1. launafl. 3. þrepi.
Einnig skulum við hafa i huga,
að þó að lágu launin i þessum
samningi hefðu forgang og
hækkuðu mest, þá lýstu fjármála-
ráðherra og form. BSRB þvi oft
Lifeyrir einhleypings er ..
Lifeyr. sama m/heim.uppb
Lifeyrir hjóna ...........
Skyldu nú öryrkjar vera of-
saddir af þessum lifeyri þessa
mánuði? Ætli þeim gangi vel að
láta endana ná saman, eins og
kallaö er, ef þess er nú gætt i
leiðinni, að stór hópur þeirra
hefur engar aörar tekjur en
þessar? Margir þeirra hafa sára-
litla eða enga möguleika á þvi að
auka tekjur sínar með miklu
vinnuálagi, svo sem yfirvinnu,
premium, bónus og þvi um líku,
eins og það fólk raunar bjargar
sér á, sem tekur laun samkvæmt
þeim launaflokki sem ég miða
við.
Auk þessa vil ég nefna eitt
atriöi sem aldrei er tekiö meö i
reikninginn, en það er aö heilbrigt
fólk vinnur sjálfu sér heilmikiö og
drýgir þannig tekjur slnar I raun,
með þvi t.d. að gera við og mála
híbýli sln eöa ditta að bifreið eftir
vinnutima, aö við minnumst nú
ekki á vinnu fólks við eigin ibúö,
þegar þaö er að reyna að eignast
þak yfir höfuðiö.
Þetta geta öryrkjar einfaldlega
ekki, heldur veröa þeir að kaupa
þessa þjónustu fullu verði frá
öðrum.
Þar sem ríkisstjórnin gekk nú á
undan aö þessu sinni með
samningum við opinbera starfs-
menn, og þeir samningar voru
látnir taka gildi 1. ágúst, hefði
það þá ekki talist eðlilegt og sann-
gjarnt, að launakjör þeirra allra
lægstlaunuðu allra láglauna-
manna, þ.e.a.s. bætur almanna-
trygginga, heföu verið hækkaðar
frá sama tima að minnsta kosti til
samræmis við samningana, I stað
þess að hækka þær aöeins um
veröbótavlsitölu frá 1. septem-
ber? Eöa var litið svo á að þessi
hópur væri svo vel haldinn, að
honum nægðu veröbættar gömlu
greiöslurnar i september, októ-
ber, og jafnvel nóvember, ef ekki
tækjust samningar á hinum al-
menna vinnumarkaði fyrr?
Þar sem kjarabætur i hinum
nokkrum atriðum varðandi
launakjör öryrkja, og um leið elli-
lifeyrisþega, en bætur til þeirra
eru i dag, 20. okt. sem hér segir,
eftir að hafa verið hækkaðar um
verölagsuppbót 8,57% frá 1.
september:
Einstaklingur: Hjón:
. Kr. 99.792 Kr. 179.626
. Kr. 96.248 Kr. 162.711
Kr. 196.040 Kr. 342.337
yfir, að af þeim væri enginn of-
saddur.
Umrædd laun eru i ágústbyrjun
kr. 302.209, en hækka siðan um kr.
14.000, þar sem samningarnir
tóku gildi frá 1. ágúst og verða þvi
kr. 316.209. Ofan á þetta koma svo
verðlagsbætur 1. sept. 8.57% og
eru þvi launin kr. 343.308 frá þeim
tima.
Til frekari glöggvunar er best
aö geta þess, aö ef fiskvinnslu-
taxti samkvæmt hinum almennu
kjarasamningum væri hækkaöur
með sama hætti þá væri hann I
dag kr. 337.188.
Samanburðurinn lltur þvl
þannig út nú:
.. 196.040 eða 57,10% af kr. 343.308
.. 230.287 eða 67.08% afkr. 343.308
.. 342.337 eöa 99,72% af kr. 343.308
nýja kjarasamningi við BSRB
fólust, auk launahækkunar, m.a. i
tilfærslum og leiöréttingum innan
samningsins, svo og I félags-
legum réttindabótum, þá langar
mig einnig til að vekja athygli á
nokkrum sllkum atriöum, sem
snerta hagi öryrkja, og kveöiö er
á um I lögum nr. 67/1971 um
almannatryggingar og tilheyr-
andi reglugerðum.
1.111. grein laganna segir „Llf-
eyrir hjóna sem bæði fá lífeyri,
skal nema 90% af lifeyri tveggja
einstaklinga.”
Liklega er þessi skerðing sett á
vegna þess hagræðis sem hjón
hafa af þvi aö búa saman. Þó
viröist svo sem þetta hagræði hafi
farið vaxandi, þ.e. ef við skoðum
tekjutrygginguna þá njóta hjón
nú aöeins 84,53% af tekjutr.
tveggja einstaklinga. Hvergi veit
ég til þess aö umrætt sambýlis-
hagræöi sé metið þannig til
launalækkunar, og spur þvi: Má
ekki þessi grein falla niður úr
lögunum, þannig að hjónafólk fái
notiö óskerts einstaklingslif-
eyris? Ef mönnum finnst þetta
hinsvegar réttmæt skerðing,
hafandi I huga allt jafnréttistal,
þá mætti ef til vill spyrja: Er ekki
hægt að leysa kjaradeilurnar og
ef til vill verðbólguna I leiðinni
meö þeirri staðhæfingu, að lækka
megi laun á giftu fólki, á hinum
almenna vinnumarkaði, um 10%
hjá hvoru fyrir sig, vegna þess
hagræðis og þess sparnaöar sem
af sambýlinu hlýst?
2. I 12. gr. laganna eru greind
þau skilyrði, sem fyrir hendi
þurfa að vera, svo maður öðlist
rétt til örorkulifeyris, og segir þar
orörétt: „b. séu öryrkjar á svo
háu stigi, aö þeir eru ekki færir
um að vinna sér inn i/4þess, sem
andlega og llkamlega heilir menn
eru vanir að vinna sér inn I þvl
héraöi” o.s.frv.
Getur það virkilega talist rétt-
lætanlegt að setja manni sem
metinn hefur verið 75% öryrki
vegna þess likamlega og félags-
lega skaða sem hann hefur orðiö
fyrir, svo þröngar skoröur, aö
hann megi ekki geta unniö sér inn
meira en 1/4 af launum fullfrlsks
manns, nema eiga á hættu aö
felldur verði niður grunnllfeyrir
hans? Lífeyri sem nú er kr. 99.792
á mán. og gerir ekkert meira en
að bæta honum upp, aö einhverju
leyti, þann aukakostnaö sem fötl-
unin sjálf hefur I för með sér.
Mætti þvi ekki þessi tekjuvið-
miðun falla niöur?
3. I reglugerð nr. 116/ frá 29.
mars 1974 um úthlutun örorku-
styrkja segir I 1. gr. 4. málslið:
„Ekki skal úthluta húsmóður
örorkustyrk nema sannaö þyki aö
um verulegan aukakostnað sé að
ræöa við heimilishaldið, vegna
örorku hennar, svo sem aðkeypt
húshjálp eða atvinnuleysi maka
af þeim sökum.”
Þar sem örorkustyrkir eru nú
einu sinni heimildarbætur, þá sé
ég ekki hvaða þörf er á þvi aö
setja þessi sérstöku útilokunar-
ákvæði gagnvart húsmæðrum.
Enda hlýtur greinin að vera i al-
gjörri mótsögn viö hiö svonefnda
jafnrétti kynjanna.
4. 1 reglugerð nr. 351 frá 30.
sept. 1977 um tekjutryggingu o.fl.
samkv. 19. gr. almanna-
tryggingalaga, segir svo i 3. gc:
„Ný nýtur annaö hjóna elli- eöa
örorkulifeyris, en hitt ekki, skal
þá helmingur samanlagðra tekna
þeirra teljast tekjur lifeyrisþeg-
ans” o.s.frv.
Hér kemur all furöulegt
skeröingarákvæði.
Samkvæmt 12. gr. missti
öryrkinn rétt til grunnlifeyrisins
ef hann gat unnið fyrir 1/4 af
launum frlsks manns. Hér fær
hann skerðingu á tekjutrygg-
ingunni þó hann geti ekkert unniö.
Honum eru einfaldlega geröar
tekjur af tekjum makans, sem
auövitað reynir aö vinna eitthvaö
og halda heimilinu á floti, ásamt
þvi aö sjá um öryrkjann. Giftum
aðila, sem hefur orðið fyrir þeirri
ógæfu, að maki hans fatlast
algörlega, er þannig hegnt, með
þessari tekjumillifærslu þ.e.a.s.
hann er látinn greiða niöur tekju-
tryggingu hins fatlaða maka slns.
Finnst mönnum I rauninni þetta
réttlætanlegt skerðingarákvæði?
Fleiri atriði ætla ég ekki að
tlunda. En þar sem ég er nú
maður fatlaður i hjólastól, þá
visa ég I framhaldi á samþykktir
20. landsþings Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra, sem
birtar eru I ársritinu Sjálfsbjörg
1980, sem selt hefur veriö.
Að lokum langar mig til að
minnast hér á alveg óskylt atriöi,
en það er auknefni það sem
Alþjóðaári fatlaðra 1981 hefur
veriögefið,þ.e.a.s. „ALFA áriö”.
Ég er raunar hissa á þvl aö hin
ýmsu samtök öryrkja skuli ekki
vera búin að mótmæla þessu auk-
nefni fyrir löngu, þvi þaö kemur
nefnilega I veg fyrir aö fólk fái
nokkra tilfinningu fyrir tilgangi
árslns, er það heyrir þetta orö-
skrlpi nefnt.
Datt nokkrum t.d. til hugar að
kalla hið Alþjóðlega barnaár,
„ALBA áriö”? Nei, það held ég
ekki. Getur þvl hagræöingin ekki
gengið allt of langt? Þaö finnst
mér I þessu tilfelli, og vona þvi að
menn sjái sóma sinn I þvl að
leggja umrætt auknefni niður.
Ólafsfirði 20. okt. 1980
Bragi Halldórsson