Þjóðviljinn - 31.10.1980, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 31.10.1980, Qupperneq 15
■ » Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka |\>M daga, eða skrifið Þjóðviljanum, fra / lesendum Aréttaðar spurningar um krabbameinssjúkdóma t Þjóöviljanum 30. júli s.l. beindi ég nokkrum spurningum til læknadeildar Háskóla ts- iands og isienskrar heilsugæslu. Var ég þar aö biöja um upplýs- ingar og svör viö þeirri grófu ásökun sem er I bókinni „Faliö vald” eftir Jóhannes Björn er út kom fyrir siöustu jól, á hendur lyf jahringunum og raunar læknum lika, i sambandi viö rannsóknir og lækningu á krabbameini. Þar sem krabbi er einhver alvarlegasti sjúkdómur nútímans geröi ég þvi skóna aö læknadeildin væri opin fyrir öllu sem fram kæmi í krabbameins- rannsóknum og tæki þaö til at- hugunar, og ekki síöur þaö sem talaö er um i bókinni, og heföi komist aö raun um hvaö þar er sannleikur, og þvi beindi ég máli minu þangaö. Nú hefur ekki komiö neitt svar, annaö tveggja af þvi aö þeir hafa ekki til svar, eöa vilja ekki gefa þaö. En eftir þvi svari bföur þorri mannkyns. Þvier enn áréttaö: Er búiö aö leysa gátuna um krabbamein- iö? Fæst þaö ekki viöurkennt vegna ógnarvalds auðkýfinga yfir lyfjahringunum? Vill nú ekki læknadeildin gjöra svo vel aö gefa svar? En þaö veröur aö vera byggt á eigin rannsóknum, sem auövelt viröist aö gera. Annan dag vetrar 1980 Glúmur Hólmgeirsson. AFSTAÐA ÞJÓÐVILJANS Lesandi hringdi og vildi fá svar viö eftirfarandi spurningu til Þjóöviljans: — Hver er afstaöa Þjóöviljans til nýgeröra samninga prentara um atvinnu- og öryggismál (4. kafla) þar sem fram kemur, aö mestöll setningarvinnan til- heyrir ekki löggiltri iöngrein? — Svar ritstjóra: Þvi miöur hafa þessir samn- ingar ekki veriö birtir opinber- lega og Þjóöviljinn þvi ekki haft aöstööu til aö kynna sér þá. Blaöiö getur ekki tekiö afstööu til þess, sem þaö ekki þekkir. Kitstjóri Jónas og Birgir taka við Tveir eldhressir strákar komu til okkar i Siðumúlann og höfðu meðferðis heilmikið af efni i Barnahorniö. Þessir nýju umájónarmenn heita Jónas Ingi Ragnarsson, 8 ára, og Birgir Gilbertsson, 9 ára, og þeir eru bekkjarfélagar i Laugarnes- skólanum. Þeim félögunum fannst mjög skemmtilegt að vinna efni fyrir Barnahornið. Þeir fundu það hér og þar, i gömlum blöðum og viðar, og sumt er frumsamið. Mamma Jónasar hjálpaði þeim svolitið. Nú ættu fleiri krakkar að taka sig til og fara að dæmi þeirra Jónasar og Brigis. Einsog þið munið er utanáskriftin: Þjóöviljinn, (Barnahornið) Siöumúla 6, 105Reykjavik. Og simin hjá okkur er 8 13 33. Barnahornið Jmsjón: Jónas og Birgir. Þetta eru nýju umsjónarmennirnir. Þaö er Jónas Ingi Ragnarsson sem situr, og Birgir Gilbertsson sem stendur. Myndina tók — eik —. MYNDAGÁTA Föstudagur 31. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Öryggi á vinnustööum er eitt þeirra mála sem skoöaö veröur I fréttaspegli i kvöld. Fréttaspegill: Víða leitað fanga Ö Sjónvarp 'CF kl. 21.15 Fréttaspegill er á dagskrá sjónvarpsins I kvöld, og veröur vlöa leitaö fanga aö venju. Umsjónarmenn þáttar- ins að þessu sinni veröa Bogi Agústsson og Sigrún Stefánsdóttir. — Viö ætlum aö taka fyrir forsetakosningarnar I Bandarikjunum, — sagöi Bogi, — ástandiö i alþjóöleg- um flugmálum,og I tengslum viö þaö veröur Sigrún meö viötöl viö Islendinga I Lúxem- burg, sem hún tók þegar hún vár þar á ferö fyrir nokkrum vikum. Þá veröur stutt fréttaskýr- ing um sambúöarvandamál Austur- og Vestur-Þýska- lands, og loks veröur fjallaö um öryggismál á vinnustööum i tilefni af nýútkominni skýrslu öryggiseftirlitsins, þar sem 1 ljós kom aö viöa er pottur brotinn I þeim málum hérlendis. Sigrún tók viötöl viö fólk á ýmsum vinnustööum og fjallar um þetta mál. — ih Harper spæjari Guðbergur les tvær smásögur Sjónvarp TT kl. 22.30 Frægir leikarar, spenna og hasar viröast einkenna föstu- dagsmyndina aö þessu sinni. Hún heitir „Harper” og var gerö i Bandarikjunum áriö 1966. Handritiö er samiö upp úr skáldsögu cftir Ross MacDonald. Leikararnir eru Paul Newman, Lauren Bacall og Shelley Winters. Lew Harper er einkaspæjari, sem tekur aö sér verkefni, sem reynist heldur betur erfitt og hættu- legt. Myndin er ekki viö hæfi barna. —- ih Guðbcrgur Bergsson rithöf- undur les I útvarpiö I dag tvær frumsamdar smásögur: „Maöur dottar i matartiman- um” og „Litla teiknaöa telp- an”. t kynningu útvarpsins segir aö sögurnar séu „áöur óbirtar”, en þaö er nú ekki al- veg rétt, a.m.k. birtist Litla teiknaöa telpan i siöasta jólablaöi Þjóöviljans. Guöberg þarf ekki aö kynna fyrir lesendum þessa blaös, svo oft sem hann hefur átt efni á siöum þess. Auk þess aö vera i hópi afkastamestu rit- höfunda okkar á siöari árum hefur Guöbergur fengist viö þýöingar úr spönsku meö miklum glæsibrag og á m.a. heiöurinn af þvi aö koma islenskum lesendum i kynni viö sagnameistara Suöur- Ameriku, Gabriel Garcia Marques. — ih Guöbergur les tvær stuttar smásögur. •Útvarp kl. 15.00

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.