Þjóðviljinn - 01.11.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.11.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1,—2. ndvember 1980 AF VANDARHÖGGUM MENNINGAR(hálf)VITA Lunginn af því sjónvarpsefni, sem lands- menn fá að njóta yf ir árið, er svonef nt „leikið efni". Láta mun nærri að slíkt efni taki milli fimm og sex hundruð mínútur á viku af út- sendingartima sjónvarps. M.ö.o., landsmönn- um gefst kostur á að sjá 400 klukkustundir af leiklist á sjónvarpsskjánum á ári hverju. Megniðaf leikna efninu eru kvikmyndir, en síðan koma framhaldsþættir, sjónvarpsmynd- ir og annað það sem á það sameiginlegt að vera framleitt og flutt af atvinnufólki í svo- kallaðri leiklist. Hlutur íslenskrar leiklistar í þessu leikflóði sjónvarpsins er satt að segja ósköp rýr, verður líklega innan við 5% á þessu ári. Þessu valda víst blankheit og annað, sem ég nenni ekki að fara útí hér. Eitt er það sem valdið hefur mér tals- verðum heilabrotum undanfarið. Hvernig stendur á því að 95% af því sem skrifað er um leikið efni sjónvarpsins er um íslenskan leikf lutning, sem aðeins spannar 5%? Undantekningarlaust kveðja allir tiltækir menningarvitar þjóðarinnar sér hljóðs, þegar íslenskur höfundur fær fyrir náð að guða á sjónvarpsskjáinn og þá er nú ekki dregið úr skítkastinu. En þótt dælt sé yfir landslýð hundruðum klukkustunda af sjónvarpsefni, sem að drjúgum hluta getur varla talist sam- boðið vitsmunaverum, þá láta svonefndir gagnrýnendur, þessi sjálfskipuðu gáfnaljós blaða og útvarps^slíkar trakteringar sem vind um eyrun þjóta. Auðvitað er ég með þessi heilabrot útaf nýafstaðinni sýningu á Vandarhöggi Jökulsog Hrafns, sem orðið hefur fyrir meira aðkasti en góðu hófi gegnir. Um Vandarhögg hef ég í sjálfu sér ósköp fátt að segja. Þetta er lítið leikrit þar sem dregin er upp trúverðug mynd af hversdagslegum umsvifum Akureyringa á heimaslóðum og hvorki verra né betra en annað sjónvarpsefni, en þó hefur það eitt framyf ir ca. 95% af leiknu efni sjónvarpsins: Það er íslenskt. Kannske má kalla það svolítið „útfríkuð" barnabrek í frumbernskui íslenskrar kvikmyndagerðar. Það veit sá sem allt veit að ég vil geta gert sömu kröfur til íslenskra listamanna og erlendra og kannske meiri. En þá verður lika að kref jast þess að erlent sjónvarpsefni fái umf jöllun á sama plani og það sem íslenskt er, og skítkastið nái yfir allt það sem að góðra manna hyggju er slæmt. Það væri nú meiri f jóshaugurinn. Þau eru mörg gullkornin sem hafa verið látin fjúka vegna Vandarhöggs. Til dæmis segir gagnrýnandi Morgunblaðsins 29. okt: „Það er alltaf fallegt á Akureyri og einhvern veginn fer vel að láta leikræn vandamál gerast þar." Nei annars. Ég held ég nenni ekki að tína upp gullkorn gagnrýnenda, en skrifi heldur fyrir þá gagnrýni í þeirra eigin stíl um „Dýrin mín stór og smá." DÝRfN MIN STÓR OG SMÁ Gaggríni Það má segja að þetta hugljúfa leikrit sé létt drama í skugga yfirvofandi heimsstyrjaldar. Af Igjaf i verksins er hin ugg- vænlega spenna sem fylgir því þegar kjöltu- rakki kvefast eða páfagaukur fær niðurgang og fer að stama. Mannleg fórnarlund er höf- undi afar hugleikin og má meðal annars glöggt merkja það í atriðinu þegar Alice McTavish kemur með grísina til Tristans öðru sinni. Hún er með legsig. Hér er úr vöndu að ráða. Á hann að laga legsigið og koma of seint i æskulýðsklúbbinn, eða láta legsigið eiga sig? Og takið nú vel eftir. Hann segir Alice McTavish að timinn sé óhentugur þar sem stríð sé yf irvofandi, en kemur samt of seint í æskulýðsklúbbinn. Hér er á táknrænan hátt brugðið upp sálræn- um átökum. Tristan verður að gera það upp við sig hvort hann á að bregðast Alice McTavish og grísinni, eða æskulýðsklúbbnum. Boðskapur dýranna stóru og smáu verður ótrúlega skýr I vandaðri þýðingu Dánda Thorarensen og verður ekki annað séð en loka- orð síðasta þáttar kristalli í raun og veru megininntak þessa hugljúfa verks. Þau eru sögð á því viðkvæma augnabliki þegar Siegfrid kaupir hundaólina af Blekinshoff gæludýrabana. Þá segir Blekinshoff þessi fleygu orð: „Römm er sú taug er rakka dregur". Og að lokum ætla ég að leggja til að sjónvarpsgagnrýnendur dagblaðanna og pennavinir lesendadálkanna fjalli með líku hugarfari um Vestrið heillar, A valdi sjóræn- ingja, Kas, Hjól, Kójak og Kamelot og þeir gerðu um Vandarhögg Hrafns og að þeir láti ekki óboðlegt erlent efni njóta þess að það er ekki íslenskt með því að þegja. Hér má gjarnan fljóta með vísan úr Ijóðabréfinu, sem leikritahöfundurinn sendi gagnrýnandanum sem aldrei skrifaði um önn- ur sjónvarpsleikrit en íslensk og þá alltaf með sömu tilþrif um og bóndi sem ber skarn á hóla: Víst oss þykir vont að sjá þig vandarhöggum lemja illu heilli aðeins þá sem íslensk leikrit semja. Flosi eftir yngsta ljós- myndarann. Verslunarmannafélag Reykjavikur hélt félagsfund á Hótel Esju á miövikudaginn. Þaö vakti athygli aö Magnús L. Sveinsson formaöur félagsins hélt brennandi ræöu til aö lofa Björn Þórhallsson.formann Landssam- bands verlsunarmanna. Sagöi hann aö Björn heföi öldungis frá- bæra hæfileika og nýgeröir samn- ingar væru aö mestu leyti hans verk o.s.frv. Ekki var þó minnst á forsetaembætti i ASI, en fundar- menn þóttust vita hvaö klukkan sló. Nú eru uppi kúnstugar bollalegging- ar um kjör forseta ASÍ i f jölmiöl- um. Eru einstakir fulltrúar óspart eignaöir stjórnmála- flokkunum,og svo langt gekk aö leiörétting kom frá Framsóknar- flokknum til rikisútvarpsins þar sem fullyrt var aö Framsóknar- flokkurinn ætti fleiri fulltrúa heldur en haldiö haföi veriö fram. Þetta er auðvitaö hreinasti dóna- skapur viö fulltrúa á ASl-þingi enda mun þaö mála sannast aö margir fuiltrúar muni vilja kjósa hæfasta forsetaefniö — jafnvel þó aö þaö sé úr öörum flokki en þeir sjálfir. klukkan? I þessum mánuöi kemur til lknds- ins sovésk æskulýösnefnd til aö endurgjalda heimsókn fulltrúa Æskulýössambands Islands i fyrra. Sovésku ungliöarnir hafa m.a. óskaö eftir fundi með æsku- lýösfulltruum stjórnmálaflokk- anna, og hefur undirbúnings- nefndin faliö fulltrúa Sambands ungra sjálfstæöismanna aö koma þeim fundi á. Veröur hann þvi haldinn i Valhöll og þykir sumum þaö dálftiö broslegt. Svo viröist sem kvótakerfiö I land- búnaöinum nái þeim tilgangi sem til var ætlast þ.e. aö draga úr of- framleiöslu landbúnaöarafuröa. Þó er ekki víst aö þeir sem komu kerfinu á, hafi ætlast til aö þaö yröi meö þeim hætti sem oröiö hefur. Sannleikurinn er nefnilega sá, aö yngri bændur eru flestir aö gefast upp og ástæöan er einföld; þeir eru meö miklar skuldir áhvilandi búi sínu og þurfa því aö framleiöa mikiö til aö endar nái saman. Kvótakerfiö kemur I veg fyrir þetta og endarnir ná þvi ekki saman. Þjóöviljinn veit dæmi um ung- an bónda sem þarf og getur fram- leitt um 150 þúsund lltra af mjólk á ári, en hann má ekki framleiöa meira en 130 þús. litra. Þaö dugir honum ekki fyrir afborgunum af lánum og til aö framfleyta fjöl- skyldunni,og hann sagöist ekki sjá fram á annaö en aö hann yrði aö bregöa búi, ef kvótakerfiö heldur áfram. Kópavogskaupstaður á 25 ára afmæli um þessar mund- ir, og á aö gefa út veglegan minnispening I tilefni af þvi.sem Auglýsingastofa Kristinar i Kópavogi hannar. Þaö vekur at- hygli aö önnur hliö peningsins er gerö eftir ljósmynd,sem einn nýj- asti ljósmyndarinn I stétt blaöa- ljósmyndara hefur tekiö. Þaö er Elin Ellertsdóttir (Ella) sem starfaöi á Þjóðviljanum I sumar en er nú komin yfir á Visi. Og að sjálfsögöu er hún rótgróinn Kópa- vogsbúi. Þá er þaö sagan af Pólverjanum sem þurfti aö skreppa til Moskvu og langaöi til þess aö gera þrennt I þeirri frægu borg. Hann vildi sjá Svanavatniö i Bolshoj, kaupa pels handa konunni sinni og fara I grafhýsi Lenins. Hann haföi aö- eins tveggja daga viödvöl, og þegar hann sagði vinum slnum Rússum frá löngunum slnum, hristu þeir bara hausinn og sögðu aö þetta væri gjörsamlega ófram- kvæmanlegt á svona stuttum tima. Pólverjinn var samt hinn bjartsýnasti. Fyrst fór hann i Bolshoj og sagöi miöasölustúlk- unni aö hann ætlaöi aö fá miöa á Svanavatniö. Hún sagöi aö hann hlyti aö vera brjálaöur;þaö þyrfti aö panta miða 3 mánuöi fram I timann. ,,Ég ætla aö fá 10 miöa, 9 handa þér og 1 handa mér”, sagöi Pól- verjinn. Hann fékk þegar I staö þaö sem um var beöiö. Næst fór hann I pelsabúö og spuröi um pelsa. Afgreiöslustúlk- an sagöi,aö hann hlyti aö vera geggjaöur. Allir pelsar væru fyrir löngu komnir á uppboö I Lenin- grad,og þar aö auki væri ekki hægt aö fá þá nema fyrir bein- harða ameriska dollara. ,,Ég ætla aö fá 2 pelsa, einn handa þér og einn handa konunni minni”, sagöi Pólverjinn og fékk þegar i staö afgreiöslu. Nú var oröiö töluvert á timann liöiö, þegar hann kom aö graf- hýsi Lenins var búiö aö loka þvi. Pólverjinn gaf sig á tal viö varð- mennina fyrir framan og spuröi hvort hann mætti ekki rétt aöeins lita á Lenin. Hann svipti frá sér frakkanum, og innan á honum Grafhýsi Lenins I Moskvu: Pöl- verjar segja illkvittnar sögur af Rússum,sem vonlegt er. voru tveir vodkapottar, sinn hvoru megin. ,,Þessi er handa mér og þessi er handa ykkur”, sagði Pólverjinn. Varömennirnir tóku viö pottinum og sögöu siöan: „Viltu fara inn fyrir.eöa eigum viö aö bera hann út?” Öþarfi er aö taka fram aö saga þessi er upprunnin i Póllandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.