Þjóðviljinn - 18.11.1980, Page 3
Þri&judagur 18. növember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Fyrsti
ríkisráds-
fundur
Vigdísar
„Ég segi hér meö settan þenn-
an 317. rfkisráösfund frá stofnun
lýðveldis á tslandi og er hinn
fyrsti sem ég stjórna.
Við þetta tækifæri vil ég ekki
láta hjá liða að þakka rikisstjórn-
inni árnaðaróskir mér til handa
við kjör mitt til embættis forseta
tslands. Það er einlæg ósk min að
við megum öll bera gæfu til að
gera sameiginlegt átak til lausn-
ar þeim mikla vanda, sem
óumdeilanlega er við að etja i
þjóðlifinu um þessar mundir, og að
þar verði þjóðarheill sett öllu
ofar.”
Þannig mæltist Vigdisi
Finnbogadóttur forseta tslands
m.a. á fyrsta rikisráðsfundi I
hennar embættistið sem haldinn
var að Bessastöðum i gær.
Blaðamannadeilan:
Allt
fast
Litið hefur þokast i kjaradeilu
blaöamanna og útgefenda, en alt*
mikil fundahöld voru um málið
um helgina. Þó hefur náöst sam-
komulag um nokkur atriöi sem
frestað var að taka ákvörðun um f
siðustu kjarasamningum þessara
aðila, en það var skilyröi að hálfu
biaðamanna að frá þeim máium
yrði gengið áður en farið yrði aö
ræða kröfurnar að þessu sinni.
Um helgina höfnuðu útgefendur
kröfum blaðamanna, en I
gærkveldi var svo boðaöur nýr
sáttafundur.
Sem kunnugt er hefur stjórn
Blaðamannafélagsins boðað
verkfall hjá Morgunblaðinu, Visi
og Dagblaðinu frá og með nk.
föstudegi, hafi samningar ekki
tekist fyrir þann tima. — S.dór.
Fyrsti rflúsráðsfundur f embættistfö Vigdfsar Finnbogadóttur.
550 tonn af smjöri fóru á útsölu:
Miljarður kr. í niður
greiðslur til viðbótar
Smjörútsölunni er nú
lokið/ en talsvert er enn
eftir af útsölusmjöri í
sumum verslunum. Er
skylt að selja allt smjör
sem komið er i verslanir á
útsöluverði/ þar til birgðir
þrýtur.
Upphaflega var ráðgert að
selja 300 tonn af smjöri, en siðan
ákvað Framleiösluráð land-
búnaðarins og rikisstjórnin að
halda útsölunni áfram og hefur
hún nú staðið i rúmar tvær vikur.
Selt hefur veriö nær tvöfalt meira
en upphaflega var áætlað, eða um
550 tonn. Það samsvarar 4—5
mánaöa neyslu.
Rikissjóöur og bændur skipta
meö sér til helminga beim
kostnaði sem útsalan veldur. Er
þar um að ræða niðurgreiðslur til
viðbótar sem nema 1760 kr. á
hvert kg. smjörs, eða tæpum
miljarði á öll 550 tonnin, nánar til-
tekið 968 miljónir króna. 1 frétt
frá landbúnaðarráðuneytinu
segir, að talið sé aö framleið-
endur geti ekki tekið á sig meiri
fjárútlát og hafi þvi ekki verið
ákveðið að hætta að afgreiöa
smjör á útsöluverði frá heilsölu-
aöilum.
— eös
Veruleg
fækkun
sláturfjár
— en kjötið ekki að
sama skapi minna
Haustslátrun er nú iokió og
fyrir liggja bráöabirgöatölur um
fjölda sláturfjár hjá afuröasölu-
féiögum innan StS, — sem og
kjötmagn, sem þeim hefurborist.
Samkvæmt því sem Agnar
Tryggvason, framkv.stj., upplýs-
irþá er dilkakjötið nú aðeins 4,3%
minnaeni fyrra, eða 8.900 tonn á
móti9.300tonnumþá. Þó var tals-
vert færri dilkum slátraö nú en i
fyrra haust. Þá var tala þeirra
709 þús, en nú 604 þús. og nemur
fækkunin 14.8%.
A hinn bóginn varð slátrun
fullorðins fjár mun minni i haust
eni' fyrra. Hjá Sambandsfélögun-
j um var nú slátrað 42 þús.
fullorðnum kindum en 88 þús. i
fyrra og kjöt af fullorðnu fé varð
1 nú 958 tonn á móti 1875 tonnum i
I fyrra. Slátrun fullorðins fjár
! dregst saman um 52,7% en kjötið
! um 48,9%.
j Nú er þess að gæta,- að um það
! bil 1/4 af sauöfjárslátruninni
j undanfarin ár hefur verið I hönd-
j um annarra en Sambandsslát-
I urhúsanna. Gera má ráö fvrir aö
! sú skipting sé áþekk i haust þann-
i ig að hlutfallstölur röskuöust ekki
; svo neinu næmi, þótt öll kurl
i kæmu til grafar.
— mhg
Bæjarstjórnar-
lundur í
Hafnarfirði:
Fýlan frá
Lýsi og
• •• 1 •
mjoh
Andrúmsloftiö i Hafnarfiröi
hefur sannast sagna verið heldur
í lakara lagi aö undanförnu, — og
er ekki sterkt til oröa tekiö. Gerir
þaö ódaunninn frá fiskimjöls-
verksmiöju Lýsis og mjöls. Er nú
svo komiö, aö ákveöiö hefur veriö
að taka máliö fyrir á bæjar-
stjórnarfundi, sem haidinn
veröur kl. 5 i dag.
Svo er aö heyra á Hafnfirðing-
um að þeir hafi fullan hug á aö
fjölmenna á fundinn til þess að
fylgjast með þvi á hvern hátt
bæjarstjórn hyggst taka á þess-
um málum. Telja þeir, að viðun-
andi úrlausn á þeim þoli orðið
enga bið. — mhg
Tillaga tveggja krataþingmanna:
Byggingu Helguvíkur-
geyma verði hraðað
Útbýtt hefur veriö i efri deild
Alþingis tillögu frá tveimur
þingmönnum Alþýðuflokksins um
aö hraöaö veröi sem mest bygg-
ingu oliuhafnar i Heiguvik.
KarlSteinar Guðnason alþm.og
Olafur Bjömsson útgerðarmaöur
i Keflavik og varaþingm.
Kjartans Jóhannssonar formanns
Alþýðuflokksins hafa lagt fram
tillögu til þingsályktunar um að
Alþingi feli utanrikisráðherra að
hraða svo sem veröa megi bygg-
ingu olluhafnar fyrir bandariska
hernámsliðið á Keflavikurflug-
velli á grundvelli þess samkomu-
lags sem undirritað var af nefnd
skipaöri utanrikisráðherra og
fulltrúum hersins i umboði NATO
23 mai s.l.
Kf
SPRINGFIELD
TYRE COMPAIMY LIMITED
Umfelgun á
augnabliki
Þú ert
öruggari
í umferðinni
á öruggum dekkjum
frá Bandag og Kelly
Kelly fólksbíladekk eru viöurkennd um
allan heim fyrir frábær gæði og einstaka
endingu.
Kaldsólaðir hjólbarðar sem bregðast
ekki. Á erfiðum vegurrt og vegleysum,
þegar álagið er mest, stendur Bandag
sig best.
Viðgerðarþjónusta og umfelgun á augna-
bliki. Öruggir menn - augnabliksbið og
málið er afgreitt á þægilegan og traustan
hátt.
Bandag Hjólbarðasólun h.f. Dugguvogi 2 - Sími 84111