Þjóðviljinn - 02.12.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagur. 2. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Kristín
r
Astgeirsdóttir
skrifar um:
bókmenntdr
Umræðufundur í
kvöld:
Öryggis-
Sektarkennd og hetjudáðir
K.M. Payton:
Sýndu að þú sért hetja
Þýðandi Silja
Aðalsteinsdóttir
Mál og Menning 1980,
170 bls. "
Við fyrstu sýn virðist sagan um
þá félaga Jonathan Meredith og
Pétur McNair vera æsispennandi
reyfari, svo hressilega fer hún af
stað. Þegar á liður kemur i ljós að
hún er annað og meira. Sá gamai-
kunnugi höfundur Payton hefur
ýmislegt að segja unglingunum,
sagan fjallar i raun um samband
(sambandsleysi) foreldra og
barna, sektarkennd og harðar
kröfur sem gerðar eru til stráka.
Bókin hefst á þvi að Jonathan
sem er sonur rikra hjóna sem
,,unnið hafa sig upp” er rænt.
Mannræningjunum tekst að
framfylgja áætlun sinni, þeir ná
peningafúlgu út úr hjónunum og
Pétursleppur eftir miklar raunir.
Þá tekur við erfiðleikatimabil,
hann er fullur af sektarkennd, tel-
ur að foreldrarnir hefðu fremur
viljað missa hann en peningana
og honum finnst hann ekki hafa
staðið sig nógu vel i baráttunni
við mannræningjanna. Hann fer
að vinna hjá föður Péturs og
kemst smám saman yfir þær
sálarkvalir sem á hann herja.
Undir lokin leysist hnúturinn og
Jónathan sannfærist um að þrátt
fyrir kalt yfirborð þyki móður
hans vænt um hann og hann verð-
ur þess fullviss að hann hafi stað-
ið sig eins vel og hægt var meðan
á raunum hans stóð. Inn i frá-
sögnina fléttast samband þeirra
Péturs, vinna þeirra við hesta og
kappreiðar.
Þessi bók er afar ensk, sviðið er
sveitaþorp, rikt fólk sem á sveita-
setur, hestamennska og kapp-
reiðar, heltaka huga þeirra og
þar kemur vel fram uppeldisað-
ferðir Englendinga eins og viö
höfum lesið um þær: heima-
vistarskólar, harðar kröfur til
barnanna og kuldi i samskiptum
foreldra og barna.
Payton hefur greinilega mikinn
áhuga á sálarlifi unglinga eins og
sjá má af sögunum um Patrick
Pennington sem Mál og menning
hefur einnig gefið út. Sú umfjöll-
un er góðra gjalda verð og ekki
minnist ég þess að hafa lesið neitt
svipað um samband móður og
sonar i unglingabókum. Þá er það
skemmtileg tilbreyting að spenn-
an og ævintýrið er ekki aðalat-
riðið, meira að segja eyðileggjast
sönnunargögnin sem Jonathan
aflaði sér til að koma upp um
ræningjana og þeir sleppa.
Stéttaskiptingin og mismun-
andi aðstaða rikra og þeirra sem
standa einhvers staðar nær miðju
kemur vel i ljós. Jonathan er i
heimavistarskóla, Pétur i opin-
berum skóla. Pétur stefnir að þvi
að verða knapi og sinna hestum,
en hinn væntanlegi menntamaður
Jonathan sem alla tið hefur haft
allt til alls, ætlar sér annað. Pétur
spyr hann: „Hvað ætlarðu eigin-
lega að verða þegar þú ert orðinn
stór — ef sú stund skyldi renna
upp? Þingmaður fyrir Ihalds-
f’.okkinn? Hjónabandsráðgjafi
eða?
„En fyndið. Ég ætla að verða
auðkýfingur eins og pabbi”.
„Er það satt?”
„Já, ég vildi feginn gera það
sama og pabbi hefur gert”.
„En hann er búinn að þvi”.
„Já, en það heldur alltaf áfram,
maður sest ekki i helgan stein
þegar maður er búinn”.
„Langar þig raunverulega til
að gera þetta?”
„Ég held það. Það er æsandi að
taka áhættu, fara eftir hugboði,
reyna að reikna út hvað hinir ætla
sér... Ég kann vel við tölur og
staðreyndir. Ég er ekkert ferlega
gefinn fyrir likamlega vinnu”.
(bís. 126—127).
Þannig eru hugmyndir
Jonathans um heiminn, enda al-
inn upp af enskum „heiðurshjón-
um”, sem hafa orðið rik með
dugnaði og eljusemi! hvernig
sem það er nú hægt.
Reyndar held ég að niðurstaða
lesandans eftir að hafa kynnst
foreidrum Jonathans sé sú að lif
sem þeirra sé hreint ekki
skemmtilegt eða æskilegt. Það er
svo annað mál hvort boðskapur-
inn er að hver eigi að halda sig á
sinum stað eða hvort það eigi að
breyta einhverju. Mér sýnist sem
höfundur sé að segja að hinir riku
eigi sinar sorgir lika og auðurinn
færi ekki neina hamingju, enda
kemur hann niður á börnunum.
Það er margt gott um þessa
sögu að segja, hún er spennandi
og fjallar um óvenjulega hlið
„unglingavandamálsins”, þó að
hugmyndafræðin sé kannski hæp-
in á köflum frá minum bæjardyr-
um séð.
Silja er orðinn margreyndur
þýðandi og bókin er á lipru máli,
en á stundum finnst mér það
heldur hátiðlegt, kannski er það
stíll Paytons?
Það virkar svolitið framandi
þegar þeir strákarnir flokka ræn-
ingjana i menntamenn og lág-
stéttarmenn eftir tali, enda eig-
um við þvi ekki að venjast að
menntamenn tali allt annað mál
en aiþýða manna, sem betur fer.
—ká
Þuriður Jóhannsdóttir skrifar um
barnabókmenntir
Sveitasælan
Magnea frá Kleifum:
Krakkarnir i Krummavik
Myndir: Sigrún Eldjárn
Iðunn 1980, 101 bls.
Á bókarkápu segir um efni sög-
unnar: „Foreldrar barnanna
flytja úr Reykjavik upp i sveit.
Þar er gaman að eiga heima og
margt að sjá fyrir krakkana.
Dýrin eru skemmtilegir
leikfélagar...” Hún ætlar að
veröa lifseig i islenskum barna-
bókmenntum goðsögnin um
sveitasæiuna.
I upphafi bókar segir frá þvi að
mömmu finnst ómögulegt að búa
ein i blokkaribúð i Reykjavik með
strákana tvo sinn á hvoru árinu
og pabba alltaf á sjónum. Lái
henni hver sem vill en þarna er
drepiö á vanda sem margir
þekkja.
1 þessu tilviki er málið þó
auðlýst. Pabbi skrifar austur i
sveit til foreldra sinna og
„...spurði hvort mamma gæti
ikki komið austur-með strákana
og átt þar heima.” (11) Afi gerir i
stand herbergi á loftinu og þar
með er allt klappað og klárt.
Mamma og strákarnir flytja
austur og þrjú börn bætast i
fjölskylduna áður en sögunni lýk-
ur.
Ein sog i gamla daga
Á bænum eru auk ömmu og afa,
langamma sem situr i stól og
prjónar, hjónin frænka og Páll
gamli og unglingspilturinn Oli
liklega föðurbróðir strákanna.
Það er sem sé hin gamla
stórf jölskylda bændasamfélags-
ins sem hér er lausnin fyrir
sjómannskonu úr Reykjavik.
Óneitanlega afturhaldssöm
lausn það. Gagnvart börnum sem
lesa bókina er vakin upp öfund i
garð söguhetja sem fá að flytja i
sveit þvi að sjálfsögðu eru kostir
sveitarinnar tiundaðir og ber þar
engan skugga á. Það sér hver i
hendi sinni að vandi borgarbarna
almennt verður ekki leystur með
þvi að flytja i sveit, hvað þá sveit
eins og hún var i gamla daga.
Fyrir allan þorra fólks er þetta
þvi gervilausn. Væri nú ekki nær
að skrifa um fólk sem breytir og
bætir umhverfiö i borginni svo að
börnum llði þar betur?
Dýrin
Ekki eru dýrin i sveitinni fyrir-
ferðamikil i sögunni. Hún hefði
þess vegna eins geta gerst i borg
eða bæ. Halli litli leikur við kisu
og virðist ekki hafa séð ketti i
Reykjavik. Siðan kemur viö sögu
hundur. Halli skiptir á systur
sinni Möggulenu og hvolpi af þvi
að hann átti nóg af systkinum en
engan hvolp. Þetta er annars lik-
legra uppátæki hjá bæjarbarni,
að langa svo til aö eiga dýr og
þurfa að gripa til örþrifaráða til
aðkomast yfir það. En i sveitinni
á einmitt að vera meira en nóg af
skepnum. Búfénaöur kemur ekki
viö sögu utan nokkur hænsn. Mér
virðist þvi þessi afturhaldssami
rammi sögunnar alveg ónauðsyn-
legur þar sem höfundur nýtir sér
eins litið umhverfið i sveitinni og
raun þer vitni.
Skemmtileg uppátæki
Ætli meiningin hafi ekki verið
aö segja frá skemmtilegum
uppátækjum krakka frekar en að
Ein af teikningum Sigrúnar
\
boöa atturhvarf til sveitarinnar.
Það tekst llka nokkuð vel. Eink-
um verða þau systkinin Magga-
lena og Halli lifandi persónur og
skemmtilegar.
Börn geta þó varla samsamað
sig söguperstínum; til þess sjáum
við þær of mikið utan frá. Samt
geta börn að sjálfsögðu haft
gaman af. Það er mikill vandi
fyrir rithöfund sem skrifar fyrir
börn aö geta sett sig i spor þeirra
skilið atburði og séö þá augum
barnsins. En þá fyrst er það tekst
verða úr bókmenntir sem snerta
Eldjárn.
börn i alvörunni.
Krakkarnir i Krummavik er
saga af skemmtilegum krökkum
sögö frá sjónarhóli fullorðinnar
manneskju. Sem slik er hún vel
heppnuð og krakkar hafa 'gaman
af henni. Ætli hún sé ekki vel við
hæfi 6 til 10 ára barna. Hún er
aðgengileg fyrir byrjendur I
lestri, letur gott og kaflarnir
stuttir og heitin á köflunum vekja
áhuga. Myndir Sigrúnar Eldjárn
eiga mikinn þátt i að gera bókina
aðlaöandi fyrir börn.
— Þ.J.
Og
varnarmál
Verkalýðsblaðið og Kommún-
istasamtökin efna til umræðu-
fundar um öryggis- og varnarmál
i kvöld kl. 20.30 i kjallara Hótel
Heklu. Fundurinn er haldinn I til-
efni fullveldisdagsins og vegna
þess aö margar spurningar um
islensk öryggismái hafa vaknað
eftir þvi sem heimsfriöur gerist
ótryggari.
Meðal frummælenda verða
Þórarinn Hjartarson sem fjallar
um vigbúnað risaveldanna, Ari T.
Guðmundsson sem ræðir um is-
lenska valkosti i öryggismálum
og úrsögn ú NATO og Baldur
Guðlaugsson sem mun reifa að-
ildina að Atlantshafsbandalaginu
og landvarnir.
Pallborðsumræður fara fram
og verður fyrirspurnum svaraö.
Þátttakendur eru m.a. Jón Bald-
vin Hannibalsson, Jón Sigurðs-
son, Arni Hjartarson, Bragi Guö-
brandsson, Ari T. Guðmundsson
og Baldur Guölaugsson.
Heimsspeki
fyrirlestur
Dagfiims
Fellesdal
Hinn þekkti norski heimspek-
ingur DAGFINN FÖLLESDAL
heldur fyrirlestur i Norræna hús-
inu i kvöld kl. 20:30, og nefnir
hann fyrirlesturinn „Hoved-
strömninger i vár tids filosofi”.
Dagfinn Föllesdal kemur
hingað til lands i boði Norræna
hússins og tók þátt i Oðru nor-
ræna heimspekiþinginu, sem lauk
i gær. Hann stundaði nám i Nor-
egi, Þýskalandi og Bandarikjun-
um og lauk doktorsprófi frá Har-
vard-háskóla 1961. Hann hefur
verið prófessor i heimspeki við
Oslóarháskóla frá 1967 og einnig
við Stanford University árin 1966-
76. Sérsvið hans er rökfræöi, en á
fyrirlestrinum i Norræna húsinu
ræðir hann um ýmsar helstu
heimspekistefnur vorra tima.
Fyrirlesturinn er öllum opinn,
sem áhuga hafa á menningar-
straumum nútimans.
Kynningar-
kvöld
hjá
SATT í
Klúbbnum
Kynningarkvöldá vegum SATT
(Sambands alþýðutónskálda og
tónlistarmanna) verður haldið
annaðkvöld, 3. des. i veitingahús-
inu Klúbbnum við Borgartún.
Koma þar fram kvorki meira né
minna en sjö hljómsveitir eða
fleiri en nokkru sinni fyrr og
leika frá kl. 21 á 2. og 3. hæð, en á
1. hæð verður leikin islensk tónlist
i diskótekinu.
Hljómsveitirnar sem fram
koma hjá SATT annað kvöld eru
Swingbræður, Lager. Demó,
Tivoli, Lögbann, Goðgá og Steini
blundur.