Þjóðviljinn - 02.12.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.12.1980, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Þriðjudagur 2. desember 1980 Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Hitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8iz85, ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 Friöjón Þórðarson dómsmálaráöherra um Gervasoni: Við munum ekki beita harðræði I fréttatima rikisút- varpsins i gærkveldi var birt yfirlýsing frá Friðjóni Þoröarsyni, dómsmála- ráöherra, um mál Gerva- sonis. Yfirlýsingin er á þessa leið: ,,Þessi maður sótti um land- vistarleyfi á tslandi i mars-byrj- un. Hann fékk svar i sama mán- uði, þar sem þessari beiðni var synjað. 2. september kom hann til landsins ólöglega, en i stað þess að visa honum úr landi, þá var honum veitt 3ja mánaða dvalar- leyfi, að beiðni Ragnars Aðai- steinssonar lögfræðings. Aldrei hefur staðið til að senda hann til Frakklands, heldur til Danmerk- ur, þaðan sem hann kom. Engin skylda hvilir á dönskum stjórn- völdum um að framselja hann frá Danmörku, heldur bendir allt til þess að þar geti hann fengið að vera ef hann vill Gervasoni er vísað úr landi Ákvöröun dómsmálaráðuneytis óbreytt Fœr 14 daga til aö koma sér úr landi ,,Ég gekk á fund dómsmála- ráðherra i gær kl. 13.30 og þar var mér tilkynnt að ákvörðun hans stæði óbreytt, Gervasoni yrði visað úr landi. Hann fær 14 daga til að koma sér á brott og má sjálfur velja daginn”. Þannig mæltist Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni á fundi með blaðamönnum i gær. Það var Gervasoninefndin ásamt Gervasoni sjálfum og lögmanni hans Ragnari Aðalsteinssyni sem kölluðu til fundar til að kynna stöðuna I máli Gervasonis. Eins og kunnugt er rennur leyfi það sem Gervasoni var gefið til dvalar hér á landi dt i dag. 1 gær var Ragnar kallaöur upp f dómsmálaráðuneyti til fundar við Friöjón Þóröarson, Baldur Möller og Ólaf Walter Stefánsson. Ragnar sagði að i 30dagahefð'. hann beðiö eftir tækifæri hl að ræða við ráðherrann og skýra nýjustu upplýsingar i máli Gervasonis, en þeirri beiðni hefði ekki verið svarað. i gær kom svo boðið, ekki til að ræða málið heldur til að staðfesta að ákvörðun ráðuneytisins frá þvi' i september stæði óhögguð, þrátt fyrir upplýsingar lögmanns Gervasonis i Danmörku og þrátt fyrir yfirlýsingar Amnesty International. Ragnar sagöi að svo virtist sem ráöherrann væri sann- færður um að Danir mynduekki framselja Gervasoni til Frakk- lands og að þeir myndu veita honum hæii. Þessa skoðun styður Friðjón með viðræðum þeim er hann átti við danska ráðamenn nii nýlega. Hins vegar liggur engin yfirlýsing fyrir frá Dönum og Ragnar sagðist i siðustu viku hafa feng- ið bréf frá danska þingmannin- um Baunsgaard, sem stutt hef- ur Gervasoni, þar sem hann itrekarað honum verði visað úr landi I Danmörku. Einu rökin sem dómsmála- ráðuneytiö beitir eru þau að Gervasoni hafi komið ólöglega til landsins, en þess eru dæmi erlendis frá að menn hafi fengið landvist þó að þeir hafi komið ólöglega. Ragnar sagði að öllum beiðn- um sinum hefði veriö hafnað, en þær voru krafa um hæli sem pólitiskur flóttamaður, með hliðsjón af þeim alþjóðasamn- ingum sem Islendingar hafa undirritað, til vara krafa um landvist og siðast en ekki slst að brottvisun yrði ekki fram- kvæmd. öllu var hafnað jafnt skilrikjum sem landvist, og ekki annað að skilja en aö ákvöröun- in um brottvlsun verði fram- kvæmd. Þá kom þar fram á fundi Ragnars meö dómsmáiaráð- herra að þeir ráðuneytismenn ætluöust til að lögmaðurinn og stuðningsnefndin sæju um að undirbUa för Gervasonis til Danmerkur! Ragnar sagöist hafa gert þeim grein íyrir þvi að hann hefði engin réttindi sem lögmaður i Danmörku og Ijóst væri að nefndin gerði ekkert til að koma Gervasoni Ur landi. Einnig er ljóst að Ut Ur rannsókn dómsmálaráðuneytis- ins hefur ekkert komið og svo virðist sem allur timinn hafi fariö i að ræða við Dani. „Málinu er lokiö eftir réttar- farsleiðum”, sagöi Ragnar Aðalsteinsson. „Það er ekki hægtað fara með það fyrir dóm- stóla. Svo virðist sem Islensk stjórnvöld telji eðlilegt að Danir leysi málið og mér finnst rök- stuningur þeirra ósannfærandi. Þessi ákvörðun um brottvisun er stefnumarkandi, þetta er svipuð stefna og tekin var 1938, þegar hópi fólks var neitað um hæli hér. Eg tel ekki að hags- munum tslands sé hætt þó að Gervasoni væri veitt hæli. Þeir segja i' ráðuneytinu að það muni fylgja holskefla af flóttamönn- um, en þeir hafa pappira og geta farið hvert á land sem er. Það verður að kanna hvert mál Ut af fyrir sig. tslensk stjórnvöld vilja losna undan ábyrgð, en menn verða að gera sér grein fyrir þvi að þvi fylgir ábyrgð og óþægindi að skrifa undir sátt- mála á alþjóðavettvangi.” sagöi Ragnar. _ká. Stuöningsmenn Gervasonis Hneisa fyrir íslendinga „Nefndin til stuðnings Gerva- soni cr ekki iengur til eg viö iökum er.ga ábyrgö á þeim mótmælum sem kunna aö fylgja i kjölfar niðurstöðu dómsmála- r á ð u n e y t i s i n s ”, sögðu stuðningsmenn Gervasonis á fundi með fréttamönnum í gær. ,,Það er hneisa fyrir tslend- inga að visa flóttamanni úr landi og liklegt aö viö eigum eft- ir að setja niöur vegna meðferðar þessa máls á alþjóðavettvangi. Ráðuneytið hefur ekki birt neina greinar- gerð um málið, þrátt fyrir yfir- lýsingar þar að lútandi. Þaö hefur reynt að gera Gervasoni tortryggilegan, m.a. með þvi að segja að Frakkar krefjist'ekki framsals hans og með þvi aö draga frásagnir hans i efa. Sú ákvörðun var tekin á fyrsta degi að koma honum úr landi og það er eins og ekki sé hægt að breyta niðurstöðunni hvað sem kemur fram i málinu. Viö munum ekki hafa neina milligöngu um að koma Gervasoni úr landi, en styðjum hann meö ráðum og dáð. Við treystum þvl aö þeir sem lýst hafa yfir stuðningi við hann láti ekki deigan sfga.” Þetta var inntakið i máli þeirra Péturs Gunnarssonar, örnólfs Thorssonar og Björns Jónas- sonar. a*. Gervasoni sjálfur kvaöst I gær óráðinn i þvi hvaö gera skyldi. Hann sagðist sannfærður um það eftir þann stuðning sem honum hefur veriö sýndur m.a. frá ASI að ákvörðun dómsmála- ráðuneytisins væri ekki spegil- myndaf þvf hugarfari sem rikti i landinu. NU væri að sjá hver viðbrögðin yrðu og hvað islenska þjóöin ákvæði i máli hans. —ká. Gervasoni: mér finnst þetta ekki endurspegla hugarfar landsmanna. (ijósm.: gel.) Allt tal Ragnars Aðalsteinsson- ar um að viðkomandi maður verði beittur harðræðum af hendi islenskra stjórnvalda er úr lausu lofti gripið, þvert á móti verður rey nt að greiða götu hans eftir þvi sem við á". Þjóðviljinn leitaði álits Svavars Gestssonar félagsmálaráðherra á máli Gervasoni. Hann sagði: „Ég hef verið og er þeirrar skoðunar að Gervasoni eigi að veita landvistarleyfi hér á landi. Ég hef ekki komið auga á nein rök á móti sliku. NU hefur gefist nokkurt tóm til að vinna að lausn málsins. Þann tima verður að nota til þess að leita skynsamlegrar lausnar á málinu, sem allir hafi fullan sóma af. Ég trUi þvi ekki að dómsmála- yfirvöld reyni að beita valdi i sliku máli enda væri það i ósam- ræmi við allar venjur hér á landi og fyrirheit dómsmálaráðherra i Utvarpinu i gærkveldi”. — S.dór. Stórmeistara- lið Sovét- manna var of sterkt tslenska óly mpiuskáksveitin hafði heidur litið að gera i so- vésku stórmeistarasveitina á Ólv inpium ótinu á Möltu sl. sunnudag. Leikar fóru svo að Friðrik tap- aði fyrir heimsmeistaranum Karpov, Jón L. náði jafntefli við Balashov á 3. borði, Margeir tap- aði fyrir Kasparov á 4. borði og Helgi Ólafsson á tapaða biðskák við Geller af 2. borði. I gær var fridagur á mótinu, en biðskákir verða tefldar i dag. Þrátt fyrir þetta tap er islenska sveitin enn i einu af efstu sæt- unum á mótinu, enda hefur frammistaða hennar verið frábær til þessa. Afgreiöslu- tími verslana Kaupmannasamtökin hafa sentfrá sér fréttatilkynningu um heimiiaðan afgreiðslu- tima verslana i desember, sem verður þannig: Laugardaginn 6. desember tilkl. 16.00. Laugardaginn 13. desember til kl. 18.00. Laugardaginn 20. desember tilkl. 22.Ó0. Laugardaginn 27. desember til kl. 12.00. A Þorláksmessu er heimilt að hafa opið til kl. 23.00 og á aðfangadag og gamlársdag til kl. 12.00. Siglingar með síld bannaðar Siglingar islenskra báta með sild til Danmerkur hafa nú loks verið stöðvaðar, eftir furðulegan hringsnúning málsins i stjórn- kerfinu. Þessar siglingar voru bannaðar fyrir skömmu, en bannið siðan afturkallað sam- dægurs. SjávarUtvegsráðherra lýsti þvi svo yfirnokkrum dögum siðar, að siglingar með sild ætti að banna en daginn eftir tók viðskiptaráð- herra þá ákvörðun að leyfa þær áfram. Sl. föstudag ákvað við- skiptaráöuneytið svo að banna siglingarnar, eftir að umboðs- maður LIU i Danmörku hafði ráðlagt Utgerðarmönnum að landa ekki meiri si'ld. Sjö skip voru á leið með sild til Danmerkur þegar ákveðið var að stöðva siglingarnar.en þau fengu öll að landa, enda höfðu þau fengið tilskilin leyfi til þess. Verðið í Danmörku hefur farið lækkandi og allt niður i 2 kr. danskar að meðaltali fyrir kilóið. — eös Mjólkurfrœðingadeilan: Lítið miðaði í sam- komulagsátt í gær Samningafundur stóð yfir i deilu mjólkurfræðinga i allan gærdag og stóð hann enn þegar Þjóðviljinn fór i prentun i gær- kveldi. Guðlaugur Þorvaldsson, rikissáttasemjari sagði að i fyrrakvöld hefði máiið tekið nokkrum breytingum, þegar reynt var að koma viðræðum inná braut kjarnasamnings þess sem gerður var á milli ASÍ og VSt i haust. Nokkuð rofaði þá til i deilunni og féllust mjólkurfræðingar á að fresta verkfalli þvi, sem þeir höfðu boðað i gærkveldi, fram á miðvikudagskvöld. 1 gær var bUist við tilboði frá vinnuveitendum i deilunni, en seint i gærkveldi hafði það enn ekki verið lagt fram. Sátta- semjari sagðist litlu þora að spá um framvindu málsins, en ljóst væri að fundur myndi standa fram á nótt. I deilu bankamanna stendur yf- ir atkvæðagreiðsla um sáttatillögu, sem sáttanefnd i deilunni lagði fram á dögunum og er bUist við að Urslit atkvæ^a- greiðslunnar verði kunn annað kvöld. — S.dór. Nýmjélk ólk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.