Þjóðviljinn - 02.12.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 FORMANNARAÐSTEFNA FFSI: Þorskafli svipaður á nœsta ári og í ár Miöað við óbreyttan skipastól „Stefna skal að svipuðum þorskafla á næsta ári og á þessu ári miðað við óbreyttan skipa- stól,” segir i ályktun sem samþykkt var á formanna- ráðstefnu Farmanna- og flski- mannasambands tslands fyrir skömmu. Ennfremur segir i þessari ályktun um stjórnun þorsk- veiða, að fjölgi skipum við borskveiðar leiði það til kjara- skerðingar sjómanna, nema um aukinn heildarafla verði aö ræða. Þá er þess krafist, að netaveiðar veröi ekki leyföar fyrr en 1. febrúar um land allt. Farið er fram á að loðnuskip, sem stundi togveiöar og eru yfir 39 m að lengd, veröi háð sömu takmörkunum við þorskveiðar og togarar. Þá verði lokun veiðisvæða ákveðin vegna smá- fisks, hrygningar og af öðrum gildum ástæðum, en svæðum verði ekki lokað til margra ára i senn. — eös. r #■ Abyrgð lýst á hendur LIU vegna stækkunar flotans Fyrir ári ályktaði þing FFSl að þá væri fiskiskipafloti lands- manna hæfilega stór. Siðan hafa 5 togskip bæst 1 flota lands- manna og fyrirsjáanlegt er að á næsta ári bætast önnur 6 togskip við auk smærri skipa. í ályktun sem samþykkt var á form annaráðstefnu FFSÍ 22.-23. nóv. sl. segir aö stækkun fiskiskipaflotans hafi i för með sér kjararýrnun sjómanna og landsmanna allra. Ráöstefnan lýsir allri ábyrgð á hendur L.l.tJ. vegna óraunhæfrar stækkunar flotans, og telur að útgerðarmenn verði sjálfir að bera það fjárhagslega tjón sem af henni hlýst, en velta þvi ekki yfir á sjómenn. Þá bendir ráðstefnan stjórn- völdum á þá óheillaþróun, að á sama tíma og fjöldi skipa er seldur úr landi, fjölgar stöðugt erlendum leiguskipum á vegum skipafélaganna, sem annast vöruflutninga til og frá landinu. Efling starfs- menntunar i sjávarátvegi Formannaráðstefna Far- manna- og fiskimannasam- bands tslands, sem haldin var dagana 22. og 23. nóvember, samþykkti að beina því til menntamálaráðuneytisins, að það sýndi betur i verki en gert hefur verið þann yfirlýsta vilja stjórnvalda að efla verkmennt- un i landinu með þvi' að tryggja þeim skólum, sem hafa með höndum það hlutverk að mennta menn til starfa i sjávarútvegi, fjármagn til brýnustu endurbóta. — eös. \ Niu hættu í 1 ! miðstjórn ASÍ Eins og áður hefur komið * “ fram I fréttum urðu ákaflega ■ | miklar breytingar á mið-1 ■ stjórn Alþýðusambands Is- J[ I lands á nýloknu þingi þess. | m Af þeim 15 miðstjórnar- ■ ■ mönnum, sem kosnir voru á I ■ siðasta þingi hurfu niu úr B _ miðstjórninni nú. Þessi niu ■ I eru: Björn Jónsson, Snorri ■ ■ Jónsson, Bjarnfriður Leós- " | dóttir, Eðvarð Sigurðsson, | ■ Einar ögmundsson Guðriöur ■ | Eliasdóttir, Hermann Guð- I i mundsson, Jón Snorri Þor- ■ - leifeson og Magniis Geirsson. ■ Af þessum niu höföu ■ ■a.m.k. fimm tilkynnt fyrir- ■ I fram að þeir gæfu ekki kost á I ■ sértilendurkjörs. Þeir Björn ■ ■ Jónsson, Eðvarð Sigurðs- | m son, Einar ögmundsson, Jón ■ ■ Snorri Þorleifsson og Snorri I I Jónsson. ! Ráðstefna um ! nýting jarðhita \ ! við garðyrkju I Ýmsar athuganir hafa að | ■ undanförnu farið fram á ■ * möguleikum á nýtingu jarö-" J varma í iandinu á fleiri sviö- ■ I um en til kyndingar húsa ■ ■ með hitaveitu, þám. til upp-“ I hitunar á jarövegi og starf-1 ■ rækslu ylræktarvera. ■ ■ Um þessar hugmyndir og I ■ fleiri tengdar nýtingu jarð- B ■ hita við garðyrkju verður i ■ I dag fjallað á ráöstefnu á B ■ vegum Orkustofnunar, sem I haldin verður siðdegis á I ■ Hótel Loftleiðum og hefst kl. ■ I 13.15. j Formgerð j Islendinga- j sagna Dr. Hans Schottmann, ■ ■ prófessor i norrænum fræð- ■ I um við háskótann I Munster i ■ ■ Þýskalandi, flytur opinberan ■ | fyrirlestur i boöi heimspeki- I * deildar Háskóla lslands mið- " I vikudaginn 3. desember 1980 | * kl. 17:15 I stofu 422 I Ama- ■ ■ garði. ■ Fyrirlesturinn nefnist: B ^ „Bauformen der Islander- ■ Isagas: Fóstbræðra- og ■ ■ Kormákssaga”, og verður !! |hann fluttur á þýsku. öllum I ■ er heimill aðgangur. ■ J Diskókóngur krýndur Ævar B. Olsen nýkrýndur islandsmeistari I þeirri eðla iþrótt diskó- dansi fer hér á kostum á dansgólfinu i Klúbbnum. Keppnin var háð þar I fyrrakvöld. Ævar fer til Englands 12. desember að keppa á heims- meistaramóti diskódansara. Myndina tók Gunnar Elisson, ljósmyndari Þjóðviljans. Hluti loðnu- flotans stundi kol- munnaveiðar Samþykkt var á formanna- raðstefnu Farmanna- og fiski- mannasambands Islands fyrir skömmu, að beina þeim ein- dregnu tilmælum til stjórn- valda, að á næsta ári verði hluta loðnuflotans gert kleift að stunda kolmunnaveiðar. Segir i ályktun ráöstefnunnar, að meö slikum aðgerðum stjórnvalda yrðu sköpuö skilyrði til aukinn- ar nýtingar á afkastamiklum veiðiskipum, sem annars séu vannýtt. Jafnframt veröi hlut- deild Islendinga i kolmunna- veiðum tryggð. — eös. Lægsta tilboði hafnað vegna búsetu: Verktökum mismunað á ósanngjarnan hátt segir í frétt frá Verk- takasambandi Islands Sú ákvörðun borgar- stjórnar Reykjavikur frá 6. nóvember s.l. að breyta út af áralangri venju og hafna lægsta tilboði vegna búsetu utan Reykjavíkur hefur mælst illa fyrir hjá Verktakasambandi Is- lands. Segir i yfirlýsingu frá sambandinu að borgin hafi mismunað verktökum á ósanngjarnan hátt og fariö út á háskalega ein- angrunarbraut sem ekki sé hagkvæm borgurunum. Hér er um að ræða tilboð i annan áfanga ölduselsskóla en fimm tilboð bárust. Hið lægsta kom frá Hamrinum hf. i Hafnar- firði og hljóðaði upp á 1.157.507.703, en næst-lægsta til- boðið kom frá Vigni Benedikts- syni, Reykjavik og var það 1.166.947.911. Mismunurinn var þvi rúmlega 9 miljónir króna eða 0,71%. Byggingadeild borgar- verkfræðings og Innkaupastofnun Reykjavikurborgar mæltu með þvi að lægsta tilboði yrði tekið enda töldu þessir aðilar ekki unnt að gera upp á milli verktakanna hvað hæfni og getu snerti. Borgarráð féllst ekki á þessa til- lögu og visaði málinu til af- greiðslu borgarstjórnar sem eins og fyrr segir brá út af venjunni og ákvað með 9 atkvæðum gegn 5 (ein hjáseta) að taka næst-lægsta boði. Fyrir borgarstjórnarfundinum lá bréf frá Vigni Benediktssyni til Innkaupastofnunar Reykjavikur og mælti Albert Guömundsson fyrir þvíaðtilboðihansyrði tekið. I bréfinu bendir Vignir á að opin- ber gjöld sln og starfsmanna sinna geri miklu meira en að vega upp mun tilboðanna. 1% aðstöðu- gjald af 1.1 miljarði sé um 11 miljónir króna, útsvör af launa- liðum myndu nema riflega 70 miljónum og einnig komi fleiri liðir til álita i þessu sambandi. Þá segir Vignir að óvenju þunglega liti út með vinnu i byggingaiðnaði i borginni miðað viö árstima. Sé af þeim sökum ástæða til að velja heldur verktaka úr Reykjavik en öðru sveitarfélagi. Fullyrti Albert Guðmundsson i borgarstjórn að byggingameistarinn yrði að hætta starfsemi sinni ef hann fengi ekki verk.ið. 1 lok bréfsins segir Vignir að sér virðist sem sveitarfélög úti á landi skirrist ekki við að láta hag- kvæmnissjónarmið af þessu tagi ráða afstöðu sinni til tilboða og telji hann eðlilegt aö starfsmenn Reykjavikurborgar eigi að hafa sömu afstöðu. Sigurjón Pétursson mælti harð- lega gegn þvi að lægsta tilboði yrði haínað. Hann sagði að Reykjavik sem sveitaríélag mætti ekki reisa sér neins konar tollmúra og fráleitt væri að haida þvi fram að slikt væri reykvisk- um verktökum til hagsbóta. Sigurjón minnti á að íleiri reyk- vi'skir verktakar væru með verk- efni utan borgarinnar en utan- bæjar verktakar með verkefni i borginni og ef borgin tæki upp slika stefnu myndu önnur sveitar- félög sjá sig tilnedda til að gera slikt hið sama. Myndi það bitna Keykviskuni verktökum er eng- inn greiði gerður með þvi að borgaryfirvöld reisi sér tollmúra af þessu tagi, sagði Sigurjón Pétursson m.a. en hann vildi að lægsta tilboði yrði tekið. harkalega á reykviskum verktök- um. Þá minnti Sigurjón á að höfuð- borgarsvæðið allt er eitt atvinnu- svæði og að enginn atvinnurek- andi gerir greinarmun á þvi hvort starfsmaður hans býr i Reykja- vik, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi eða öðru sveitarfélagi á þvi svæði. Engin vissa væri fyrír þvi að ekki væru fleiri Reykvikingar i vinnu hjá hafnfirska verktakan- um en hjá Vigni, sem hefði upp- lýst að helmingur sinna manna væri búsettur i Reykjavik. Frá- leitt væri þvi að reikna með fullu útsvari allra mannanna og taka það inn i' dæmið. Að lokum sagði Sigurjón að ef i ljós kæmi að sveitarfélög i kringum borgina tæru að reisa sér múra af þessu tagi væri sjálfsagt fyrir borgina aö bregðast til varnar, en óskyn- samlegt væri aö hafa forgöngu um slika stefnu. 1 fréttatilkynningu frá Verk- takasambandi Islands er bent á að rangt sé að meta samkeppnis- boð verktaka á grundvelli atriða eins og búsetu, sem ekki var kunnugt um þegar þeir buðu. 1 þessu tilfelli hafi verktakarnir ekki staðið jafnfætis og hafi stefnubreyting borgaryfirvalda i þessu efni komið algerlega á óvart. Margir undirverktakar hjá lægstbjóðanda hafi búsetu i Reykjavik og ókunnugt sé hvar efniskaup verktaka fari fram. Að lokum er bent á að rikissjóður greiðir 50% af kostnaði viö skóla- bygginguna og dregiö i efa að heimilt sé að mismuna þegnum eftir busetu þegar um rikisfram- kvæmdir sé að ræða. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.