Þjóðviljinn - 06.12.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.12.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓ.ÐVILJINN Helgin 6.-7. desember 1980 Af óskagjöfum höfðinu á mér. Eins og ég hefði fengið vitrun. Ég mundi hvað hún hafði sagt, hvar og hvenær. Það var akkúrat þegar við vorum að leysa svefninn, semsagt í sjálfum svefnrofunum í morgun, að hún sagði þessi óbreytt orð: „Ansi eru þær sniðugar þessar öpp- vöskunargrindur. Þær eru til úr tré, plasti og málmi og hægt að stinga diskunum inní þær uppá rönd og þar þorna þeir bara án þess að þurfi að þurrka þá með viskustykki." Þarna var það komið. Uppvöskunargrind. Það var það sem hana langaði í. Jólagjöfin var fundin. „Þær hafa alveg ótrúlegt notagildi", sagði daman í búsáhaldavöruversluninni, sem ég var kominn inní. Við vorum einmitt að fá Þegar ég var að labba mig gegnum miðbæ- inn ? gær, vatt sér að mér gamall kunningi og sagði: „Ertu ekki búinn að öllu?" Ég vissi fyrst ekki hvað maðurinn var að fara, en fljótlega rann þó upp fyrir mér, að hann átti við jólaundirbúninginn. Ég sagði honum að ég væri ekki búinn að öllu og með það skildum við. „(Cannske maður fari að hugsa fyrir gjöf handa konunni", hugsaði ég, vatt mér inní næstu pelsabúð og bað um pels. Daman spurði mig, hvort hann ætti að vera á sfóra konu eða litla og hvað hann mætti kosta. Ég sagði að þetta væri svona meðalkven- maður og að verðið skipti ekki máli. „Hér er einn gasalega smart á þrjár", sagði pelsadaman og vatt sér í húð af tígrisdýri — held ég. Ég gar svosem fallist á að f líkin væri ágæt, en undirniðri fannst mér innihaldið miklu girnilegra. Ég var þó ekkert að hafa orð á því, en hún kastaði af sér villidýrinu og fór í kan- ínu. „Hér er ægilega sætur pelsjakki", sagði hún. Hann náði henni niður á mitt læri. Nú fór ég að hugleiða, hvort pelsar hefðu yfirleitt nokkurt notagildi. Ekki hægt að vera í þeim í rigningu, ekki í sólskini, ekki í vinnunni né húsverkunum. „Taka pelsana frá" sagði ég og lagði leið mina til næsta skartgripasala. „Hvað á það að vera og hvað má það kosta?" sagði daman, en ég svaraði að það mætti svosem vera hvað sem væri og að verðið skipti ekki máli. Daman dró upp tvær eða þrjár skartgripa- skúffur, stillti þeim upp á borðið og sagði: „Skartgripir eru jú nokkuð, sem alltaf er hægt að nota." Þetta fannst mér skarplega athugað, því að öfugt við pelsinn er alltaf hægt að nota skart- gripi, hvort sem rigning er eða sól, í vinnunni, já, og meira að segja í húsverkunum. „Væri kannske áhugi fyrir úri?" sagði daman og rétti fram eina skúffuna. „Við vorum að f á sendingu f rá Svíþjóð. Or fyrir f ólk með sérþarfir. Hér er tildæmis eitt gasalega smart fyrir örvhenta konu". Svo hélt hún áf ram að sýna mér sænsk úr fyrir konur með sérþarf ir. „Nei, konan mín er ekki með neinar sér- þarfir", sagði ég. Og svo mundi ég eftir að ég gaf henni eldhúsklukku í fyrra, svo að ég sagði: „Hún á úr". Þá tók daman eitthvað voða skrítið uppúr einni skúffunni og sagði: „Þetta er hand- smíðað og óskaplega vinsælt. Allir með þetta." „Taka það frá", sagði ég og vatt mér út. Utan dyra gafst mér tóm til að hugleiða málið nánar. Ef ég ætlaði að gefa konunni minni jólagjöf, þá var náttúrlega fáránlegt að fara að gefa henni eitthvað, sem hún gæti aldrei notað, eins og pels. Slíkt gleddi hana tæplega á jólunum. Nú, þetta með skartgripina. Ég gat varla ímyndað mér að hún hef ði minnsta áhuga á að eignast skartgripi. Ég hef bara aldrei heyrt hana minnast á slíkt. Nei, það nær ekki nokk- urri áttað vera aðgefa fólki eitthvað, sem það langar ekkert í. Og ef mann langar í eitthvað, þá hef ur maður þó orð á því — andskotinn haf i það. Og nú fór ég að hugleiða, hvort hún hefði yfirleitt nokkurn tímann i þessi þrjátíu ár, sem við erum búin að vera saman, haft orð á því að sig langaði í eitthvað. Ég held bara ekki. Og þó. Var það ekki í morgun að hún var að kvaka um eitthvað. Æ... Hvað var það nú aftur? Nú hugsaði ég svo stíft að ég rakst á Ijósastaur. Og allt í einu var eins og birti inní sendingu frá Sviþjóð. Er þetta fyrir litla konu eða stóra? Ég spurði hvaða máli það skipti, en daman sagðist nefnilega vera með sænskar upp- vöskunargrindur fyrir fólk með sérþarfir. Þær gæti maður hengt uppá vegg, alveg upp- undir rjáfur og niður að gólflistum, allt eftir hæð konunnar. Ég sagði að þetta væri svona meðalkvenmaður og ekki örvhent. „Þá er alveg upplagt að taka hana þessa. Hún getur staðið á borði." „Og hvernig fúnkerar þetta?" sagði ég. „Viðerum hérna með leiðarvísi á sænskuog svo er hérna íslensk þýðing, en satt að segja er hún bara ekki nógu góð. Annars er þetta nú til- tölulega einfalt." Og þá byrjaði daman að raða leirtaui í uppvöskunargrindina af miklum móði og mér fannst bara einsog ég væri kominn heim. „Það er nefnilega um að gera að kunna að raða rétt í hana," sagði daman og var nú komin í ham, „en það er nauðsynlegt að vera með gúmmíhanska — þessa rauðu — því það er ekkert gagn í þessu nema vatnið sé á suðu- punkti, þegar vaskað er upp. Annars bara þorna diskarnir ekki. Og svo á að setja silfrið hérna uppá, í þessa stauka. En satt að segja borgar sig að strjúka af því fyrst, því annars fellur strax á það." Og nú var uppvöskunargrindin orðin full af leirtaui, hnífapörum, ausum, sleifum, pottum og pönnum og öllu því sem helst gæti orðið til þess að gleðja hjörtu eigulegra og góðra eigin- kvenna á fæðingarhátíð frelsarans, jólunum. „Taka hana frá, og pakka henni í gjafa- pakkningu," sagði ég og labbaði alsæll útí desemberinn. 'Eða eins og afi sagði á Þor- láksmessu í Kreppunni: Góðri konu gefa á (glöggs manns orðum trúið) nokkuð, sem að nota má og nýtist henni í búið. Flosi Guðmundsson lætur af starfi framkvæmdastjóra Visis um ára- mótin. Ekki er vitað hver tekur við starfi hans, en heyrst hefur aö Hörður Einarsson stjórnar- formaður Reykjaprents og rit- stjóri blaðsins til skamms tima muni taka starfið að sér, a.m.k. að hluta til. Valdimar Jóhannes- son, sem var fréttastjóri Visis fyhir nokkrum árum, hefur nú verið ráöinn að blaöinu til nokk- urra mánaöa sem sölustjóri og tekur hann aö sér hluta af verk- efnum framkvæmdastjóra og hluta af þeim verkum sem Páll Stefánsson auglýsingastjóri hefur sinnt. Valdimar hefur undanfarin ár vasast i ýmsum bisnis, stundað verslunarrekstur, heildsölu og sælgætisgerö meö meiru. Kannski er þarna kominn sá kraftaverkamaður sem á að rétta hlut Visis á siödegismarkaðinum, enda vist ekki seinna vænna... Mikil fjörbrot eru á Visi um þessar mundir, og margir sem hrökkva Bragi Guftmundsson sem hefur iengsta starfsreynslu á Visi er hættur. frá. Elsti starfandi blaðamaður- inn, Bragi Guömundsson, hættir á blaðinu um áramót og hyggst snúa sér eingöngu að heildsölu sem hann hefur stundað i hjáverkum að undanförnu (smábarnaföt og leikföng). Þá hugsar Sæmundur Guövinsson sér einnig til hreyfings og hefur sótt um stööu fréttamanns hjá sjónvarpinu. Þegar þeir eru farn- ir verður enginn blaðamaður eftir með lengri starfsreynsiu á Visi en 3—4 ár. Þá munu fieiri hugsa sér að segja upp á næstunni, enda mikil óánægja með ýmsar ráð- stafanir framkvæmdastjórnar blaðsins að undanförnu. íhaldsmennirnir i dómsmálaráðuneýtinu sem ekki geta hugsað sér aö miskunr.a sig yfir einn vesælan flóttamann frá Helga Kress haffti vara á sér. Frakklandi reyna nú að slá um sig með stuðningsyfirlýsingum frá ýmsum hópum og virðast sumar þeirra vera skipulagðar af einhverjum undirheimalýð. Til- laga um slika stuðningsyfirlýs- ingu kom upp i Orator, félagi laganema i Háskóla Islands, en fékk ekki meiri hljómgrunn þar en svo,að hún var felld á jöfnum atkvæöum og eru laganemar meiri menn að. Þegar þessi úrslit lágu ljós fyrir tóku sig til nokkrir harösviraðir hægrimenn úr hópi laganema og færöu Friöjóni stuðningsyfirlýsingu upp á sitt eindæmi. Harftsvlraftir hægrimenn úr hópi laganema gengu þá á fund Friftjóns. Myndin er úr Visi, margumtöluðum. Margir eru kallaöir til að skera niöur rikisútgjöld i nafni frjálshyggj- unnar nýju, og fer þar fremst i flokki járnfrúin breska, Margaret Thatcher. A dögunum greindi BBC frá merkum árangri' i þessari viðleitni og er hann alltént áþreifanlegastur af þvi sem reynt hefur verið i þessum efnum. Niðurskurðarnefndir hafa reyndar verið starfandi um sjö ára skeiö á vegum breskra rikis- stjórna til aö finna sparnaðar- leiðir. Nú i vikunni kunni einn af ráöherrum frú Thatcher frá þeim gleöitíðindum að segja, að ein nefndin hefði komist að niður- stöðu um hið flókna deilumál, hvort nota ætti mjúkan pappir eða harftan og grófan i hinu opin- bera kerfi og byggingum þess. Eftir þrotlaust starf nefndanna hefur sú tilskipun verið út gefin, að hér eftir skuli þeir sem tefla við páfann í opinberum húsum Bretlands fá einungis harðan pappir sér til þrifnaðar. Þessi mikli sigur frjálshyggj- unnar mun aö sögn ráðherrans spara breska rikinu 600 þúsund sterlingspund á ári! Nýlega var þvi slegiö upp i Dagblaðinu að Helga Kress skrifaði óvæginn dóm um bók Gerðar Steinþórs- dóttur „Kvennalýsingar i sex Reykjavikurskáldsögum ^ eftir seinni heimsstyr jöld i nýútkomnum Skirni. Helga Kress hefur greinilega haft vara á sér þvi að i lok ritdóms sins segir bún: „Hér hefur fátt verið sagt þessari ritgerö til hróss. Vafalaust mun einhver fagna þvi aö kona dæmi verk annarrar konu hart og benda á að þannig sé nú samstaðan þegar á reynir.” Hún hefur greinilega hitt naglann á höfuðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.