Þjóðviljinn - 06.12.1980, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.12.1980, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6—7. desember 1980 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkallýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: 0 gáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan O'rfsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friörikssor. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristln Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Srmavarsia: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. íslensk leiklist í sjónvarpi • Leikarar hafa verið í þrjár vikur í verkfalli hjá Ríkisútvarpinu. Áhrifa þess mun ekki gæta fyrr en frá líður, nema hvað áramótaskaupið í sjónvarpi og útvarpi verður með öðrum hætti en vant er. Hér er ekki deilt um kaup heldur hlut íslenskra listgreina í sjónvarpi, og þá sértlagi leiklistar. Inn í deiluna blandast misklíð leik- stjóra, dagskrárgerðarmanna og kvikmyndagerðar- manna um forgang að störfum, og skal ekki nánar f jallað hér um þau álitamál, sem þar kunna að vera á döf inni. • Verkfall leikara er tímabær aðvörun til þeirra sem láta sig það einhverju skipta, hvort íslenska sjónvarpið rækir menningarskyldur sinar. Rúmlega 60% af öllu útsendu efni í sjónvarpi er leiklist, eða ca. 700 klukku- stundir af 1100 klukkustundum á ári síðustu ár. Hlutur íslenskrar leiklistar var á bilinu 3 tiI 4% á árunum 1968 til 1972, en frá 1973 hefur hann stöðugt rýrnað og er nú aðeins um það bil 0.3%. Fram til 1973 voru gerð 10 til 12 islensk leikrit á ári, en nú er þessi tala komin niður í 2 á ári. Krafa leikara er að gerð verði amk. 8 leikrit á ári og hlutfallið verði ekki lakara en 1.4% af öllu leiknu efni sjónvarpsins. • öll alþjóðasamtök leikhúsmanna hafa ítrekað samþykkt að tryggja verði með samningum ákveðið hlutfall milli erlendrar og innlendrar dagskrárgerðar í sjónvarpi. Þau telja með öðrum orðum að verja verði menningarhelgi þjóðlanda fyrir alþjóðlegum sjónvarps- iðnaði. • Á upphafsárum íslenska sjónvarpsins buðu leikara- samböndin á Norðurlöndum fram stuðning sinn við íslenska leiklist í sjónvarpi á þann hátt, að f jögur norræn leikrit fengjust á niðursettu verði fyrir hvert eitt sem islenska sjónvarpið gerði. Síðar var þetta fyrirkomulag fellt niður og gerð 10 íslenskra sjónvarpsleikrita gerð að skilyrði fyrir lækkuðu gjaldi, en það varð svo ein for- sendan fyrir þátttöku sjónvarpsins í Nordvision. Þegar i Ijós kom að sjónvarpið ætti í erfiðleikum með að upp- fylla þessi skilyrði sættu leikarar sig við þá stefnuyfir- lýsingu útvarpsráðs árið 1978, að gerð yrðu 8 leikrit á ári, og Leikararáð Norðurlanda gerði þessa stefnuyfirlýs- ingu að forsendu fyrir áframhaldandi verðlækkun á norrænu efni í íslenska sjónvarpinu. Nú er ekki annað sýnna en að frændur vorir á Norðurlöndum kippi að sér hendinni úr því svo hraklega hef ur tekist að hér eru ein- ungis tvö sjónvarpsleikrit gerð á ári. • Yfirstjórn útvarpsins telur sig ekki geta gert samn- inga við stéttarfélög um hlutfall efnis í dagskrá, og ber sömuleiðis fyrir sig slæmar f járhagsástæður stofnunar- innar. Hvað sem um hlutfallsrökin má segja hlýtur það að vera metnaður Ríkisútvarpsins að innlend dagskrár- gerð standi með blóma, og æskilegt að settar séu ein- hverjar viðmiðanir í þvi efni. Ef einhver reisn ætti að vera yfir íslenska sjónvarpinu sýnist upphafleg krafa leikara um 10 leikrit, 10 einsöngsdagskrár, eina óperu og 10 dansdagskrár á ári, ekki ósanngjörn. • En Ríkisútvarpið er blankt. Frammi fyrir þeirri staðreynd standa stjórnendur sjónvarps jafnt sem leikhúsfólk, enda þótt sjálfsagt megi kippa einhverju í liðinn með tilfærslu milli dagskrárliða. Og þar kemur að hlut stjórnmálamanna. Hlý orð í garð hálfrar aldar stofnunar duga ekki lengur. Sé ókleift vegna stefnu stjórnvalda í verðlagsmálum, að hækka afnotagjöldin, þannig að sjónvarpið geti staðið undir lagaskyldu sinni við íslenska menningarstarfsemi, verður að grípa til annarra ráða. • Það er engan veginn fráleitt að á f járlögum verði sérstök f járveiting til þess að styrkja innlenda dagskrár- gerð í sjónvarpi. Hin almenna stefna í verðlagsmálum má ekki verða til þess að drepa allan þrótt í menningar- starfsemi Ríkisútvarpsins. Ef ekkert á að vera í sjón- varpinu annað en engilsaxnesk pakkasúpa er skárra að stytta dagskrána til þess að rýmka fjárhaginn. Skatt- greiðendur munu áreiðanlega ekki sætta sig við slíka þróun, og því vera reiðubúnir að leggja fé sitt í betri sjónvarpsdagskrá með meira af innlendu ef ni. — ekh * úr aimanak inu Þegar ég var að sniglast á þingi ASt í fréttaleit fyrir svo sem 12 dögum var eitt af því fyrsta sem mér barst til eyrna aö Bjarnfrlður Leósdóttir yrði „sparkað” út úr miðstjórn ASÍ. Undir lok þingsins kom f ljós að orðrómurinn átti við rök að styðjast. Reyndar var annarri konu sem einnig var fulitrúi verkakvenna vikið til hliðar um leið, Guðriði Eliasdóttur úr Hafnarfirði. Konum hefur farið fjölgandi innan ASI á undanförnum ár- um. Þær eru um 45% félaga, en eftir nýafstaðið þing eiga þær aðeins tvo fulltrúa af 15 i miðstjórn samtakanna, en voru áður þrjár. Fulltrúum þeirra kvenna sem standa hvað verst flokkar miðstjórnarfulltrúa eft- ir þvi hvaða pólitíska flokki þeir tilheyra, diki eftir þvi hverra fulltrúar þeir eru eða hvaða hagsmuna þeir gæta. Það er einsog verkalýðsbaráttan skipti ekki máli (ég þori varla að nefnastéttabaráttu), heldur það eitt aö flokkarnir tryggi itök sín oghaldi jafnvægi á svelli valda- baráttunnar. I þeirri mynd sem okkur birt- ist af þinginu kristallast þær breytingar sem orðið hafa á alþýðusambandinu á undan- förnum árum. Þar sitja nú fulltrúar ólíkra afla sem verða að semja sin á milli, þar rikir ekki lengur sú stefna sem ein- kenndi verkalýðsbaráttuna hér áður fyrr; öll róttækni, að ekki sé talað um baráttu fyrir sósialisma og breyttu samfélagi er horfin i aldanna skaut. Við okkur blasa ástir nokkuð sam- lyndra hjóna sem gert hafa með sér kaupmála. Hér hefur átt sér stað mjög svipuð þróun og á Norðurlönd- um, breið samvinna og náin tengsl við rikisvaldið. Rikis- stóð ásamt verkakonum á Akranesi að kvennaverkíaili þar i' bæ árið 1976 í óþökk Verka- mannas&rnbandsins og það hef- ur ekki verið fyrirgefið. Stefnan sem rikir i ASl er óbreytt ástand — verjum kaupmáttinn, engar kröfur á hendurrikisvaldinu um að gripa til róttækra ráðstafana gegn verðbólgunni (enda myndu slikar aðgerðir kalla á veru- legar þjóðfélagsbreytingar, hver hefur áhuga á þeim?) það er bara beðið eftir aðgerðum. ASl hefur ekkert frumkvæði og þolir illa gagnrýnisraddir, allra sist frá kerlingum á Akranesi. Björn Bjarnason i Iðju ritaði grein i Þjóðviljann sl. miðviku- dag, þar sem hann svarar Bjarnfriði og kvartar yfir of fá- um konum í starfi verkalýðs- hreyfingarinnar, reynsluskorti þeirra og því að Bjarnfriður sé að æsa til striðs milli kynjanna. Við hverju er að búast þegar þeim konum sem hafa reynsl- una er sparkað? Við hverju er að búast meðan staða þeirra er einsslæm og hún er? Karlmenn Af ástum samlyndra í ASÍ og óþægu börnunum að vigi á vinnumarkaðnum, þeirra sem hafa lægstu launin, búa við minnst atvinnuöryggi, vinna i bónus og eiga yfir höfði sér refsibónus, þéirra sem mega búast við uppsögnum hvenær sem er og atvinnuleysi þegar tölvuvæðingin heldur inn- reið sina, einmitt fulltrúum þeirra var sparkað. Þetta gerist eftir sumar upp- sagna og atvinnuleysis i frysti- húsunum. Verkakonum varsagt upp, en karlmennimir fengu að dútla og dóla þar til úr rættist. Konur gegna enn hlutverki varavinnuaflsins, þær eru sendar heim þegar kreppir að, en kallaðar út þegar verðmætín liggja undir skemmdum. Það hugarfar er enn rrkjandi að það sé ókei að senda þær heim, þær hafi fyrirvinnu,gott ef þær eru ekki að vinna upp á grin. Það eru blikur á lofti, fregnir erlendis frá benda til þess að margumrædd tölvuvæðing komi mun harðar niður d konum en körlum vegna þess að kvenna- störfin eru i' þeim greinum sem verið er að tölvuvæða. Vegna þeirrar yfirhellingar sem búast má við á næstu árum (sem reyndar er þegar hafin i frysti- húsunum)er ákaflega bagálegt hve staða kvenna I forystu ASl er slæm. Það hlýtur að koma i hlut Alþýðusambandsins að móta stefnu i atvinnumálum i samræmi við breyttar forsend- ur og þaö áður en verkafólk missir af vagninum, atvinnu- rekendur sitja einir að gróöan- um og verkafólk býr við gullöld atvinnuleysisins. Hvað liggur að baki þeirra tiöinda sem gerðust á ASl þing- inu? Hvað er að gerast? Valda- jafnvægi segir i fréttaskýr- ingum. Jafnvel Þjóðviljinn valdið spilar æ stærri rullu i samningum atvinnurekenda og launafólks og er reyndar orðið leiðandi afl (sbr. BSRB samningana). Rikisstjórnin segirtil um það hvað „svigrúm- ið” sé mikið og verkalýðsforyst- an jánkar, enda sömu öflin að verki i forystu ASl og rikisstjórninni sem'ptendur. Viðslikar aöstæðurmá ekkert skyggja á sambúðina og þar með erum við aftur komin að Bjarnfriði Leósdóttur og „sparkinu”. Astir samlyndra rikja, en óþægu börnunum fjölgar. Bjarnfriður er eitt þeirra. A þinginu kom berlega i ljós að óánægja er undir niðri. Vinnu- brögð og sambandsleysi foryst- unnar voru harðlega gagnrýnd, svo og samningarnir sem færðu láglaunafólki tæplega það sem veröbólgan hafði upp étið, þrátt fyrir margrómaða láglauna- stefnu ASI. Bjarnfriöur er ein þeirra sem haldið hefur kröfum verka- kvenna á lofti og hefur ekki beygt sig undir vilja foryst- unnar. Það er ekki að hún er kona sem veldur þvi að henni var hafnað, heldur sú pólitík sem hún rekur. Bjarnfrfður er nefnilega sósialisti og verka- lýðssinni, fyrir utan þaö að vilja jafnrétti karla og kvenna. Hún Kristm Ástgeirsdóttir skrifar hafa stjórnað verkalýðshreyf- ingunni frá þvi að hún var stofn- uð og þar rikir dæmigert karl- veldi. Fyrir hverja konu t.d. i miðstjórn verður einn karl að vikja. Eru þeir tilbúnir til þess? Hvernig eiga konur að geta sinnt verkalýðsmálum, meðan þær búa við tvöfalt vinnuálag, sinna heimili, uppeldi barnanna og manni sinum auk vinnu utan heimilis? Hvaða karlmenn stunda félagsstörf? Þeir sem hafa tima og fá þá þjónustu sem hverjum manni er nauðsynleg frá KONUM sinum. Nei til þess ,að konur verði virkar i verka- lýðshreyfingunni, þarf að hækka dagvinnukaupið og stytta vinnudaginn. Meðan sú vinnuþrælkun rikir sem ein- kennir þetta þjóðfélag þá verða konur undir. Þær þurfa tíma og kannski þarf strið til að bæta úr. Kannski þurfa konur að „brjótast út úr karlaveldinu og byggja sitt eigiö samfélag” eins ogBjarnfriöur sagði i viðtalivið Þjóðviljann. Það hlýtur eitthvað að gerast. Vonandi ekki strið eöa barátta um valdastóla, heldur samstaða og skilningur, barátta fyrir breyttu samfélagi, sem tryggir jafnréttí allra. Til þess að svo verði þarf mprgt að breytast, ekki sist þaö aö konum sé fórnað á altari valdajafn- vægis og flokkshagsmuna. — ká

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.