Þjóðviljinn - 06.12.1980, Page 10

Þjóðviljinn - 06.12.1980, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Helgln T. dcs'erhbér 1980 Kratar fuku um í moldviðri Davíðs Oddssonar: Áfram verda auð rúm á Fæðingarheimilinu „Núverandi formanni borgar- stjórna rflokks Sjálfstæöisflokks- ins er ööru visi fariö en forvera hans, fyrrverandi borgarstjóra”, sagöi Adda Bára Sigfiísdóttir m.a. i ræðu i borgarstjórn I fyrra- kvöld. „Davíð Oddsson hugsar ekki fyrst um hag borgarinnar, þegar hann skoðar mál, heldur skiptir það hann mestu hvort hægt sé að slá sér upp á þvi. Vinnubrögð foringjans nýja miða öll að þvi að þyrla upp moldviðri ogrótast um i þvi. Sletturnarhafa gengið yfir á Alþýðuflokkinn eins og stundum áður og þar sjá menn nú ekki glóru, heldur fjúka um I golunni”. Tilefni þessara ummæla öddu Báru er hinn svonefndi slagur um Fæðingarheimilið, en fjarvera tveggja borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, þeirra Páls Gislasonar og Ólafs B. Thors full- trúa i heilbrigöisráði og stjórn sjúkrastofnana borgarinnar, varð til þess að borgarstjórn felldi i fyrrakvöld samning um sölu fæð- ingarheimilis til rikisins. Páll og Olafur höfðu báðir unnið að mál- inu i viðkomandi nefndum og samþykkt söluna þar, svo og full- trúi Alþýðuflokksins i heilbrigðis- málum, Sigurður E. Guðmunds- son. En þegar til átti að taka i borgarstjórn greiddu aðeins borgarfulltrúar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks atkvæði með samningnum en 9 voru á móti: allir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Hróðurinn vex en aðsóknin minnkar Beiðni öddu Báru um að af- greiöslu yrði frestað þannig að þeir Páll og ólafur B. gætu gert borgarstjórn grein fyrir afstöðu sinni var hafnað og lyktaði Tillögu um Ömmu- og afastofu vísað til borgarráðs Fæðingarheimilið eftir barns- burð. Trygging fyrir óbreyttum rekstri ,,Það vandamál sem viðf stjórn sjúkrastofnana og heilbrigðisráði höfum verið að fjalla um”, sagði Adda, ,,er að á Fæðingarheim- ilinu standa að staðaldri auð rúm, þvi að rekstri Fæðingarheimilis- ins yrði breytt og skipt um starfs- fólk óskuðum við eftir trygg- ingum um að svo yrði ekki frá stjórn rikisspitalanna. 1 samþykkt stjórnarinnar frá 31. október er þvi lýst yfir að fæðingar fari áfram fram á heim- ilinu og að sama starfsfólk haldi þar áfram störfum og mér er ómögulegt að skilja þær Forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar, nokkrar Ijósmæður og starfsmenn Fæðingarheimilisins fylgdust með umræðum i borgarstjórn á sjöunda klukkutima. Ljósm. gel. - málinu sem fyrr segir. Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir lagði áherslu á að hróður Fæðingarheimilisins hefði farið sivaxandi á undanförnum árum, en Adda Bára benti á að þvi miöur kæmi það ekki fram i vaxandi aðsókn að heimilinu. Siðustu árin hefur aðsókn farið si- minnkandi, nema á þessu ári vegna þess að miklar breytingar hafa staðið yfir á Kvennadeild Landspitalans og hefur orðið að visa konum þar frá og flytja sængurkonur i stórum stil yfir á og þó nokkrar leiðir hafi verið reyndar til þess að auka nýting- una hefur þaö ekki tekist. Niður- staða okkar var sú að það væri auðveldara fyrir Landspitalann að nota auðu rúmin en Borgar- spitalann vegna þess aö Kvenna- deild Landspitalans er rétt hinum megin við götuna”. „Af samrekstri þessara tveggja fæðingarstofnana er augljós rekstrarhagræðing”, sagði Adda, ,,en vegna þess að konur höfðu miklar áhyggjur af fullyrðingar Elinar Pálmadóttur og fleiri að yfirlæknir Kvenna- deildarinnar muni ekki fara eftir þessari samþykkt. Það er ósæm- andi að bera opinberum starfs- manni þaö á brýn að hann muni brjótaaf sér i starfi”, sagði Adda. Hvað myndi breytast? „Hið eina sem myndi breytast viö söluna er að peningar til rekstrarins kæmu frá rikinu en ekki borginni og aö starfsfólk yrði Mér er ómögulegt að skilja að Fæðingarheimilið sé eitthvað heimilislegra ef ég stjórna þvi en ekki Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, sagði Adda Bára meðal annars. undir stjórnarnefnd rikisspitalanna, en ekki stjórnar- nefnd sjúkrastofnana Reykjavik- urborgar, sem ég er formaður fyrir. Mér er ómögulegt að skilja að Fæðingarheimilið verði eitt- hvað heimilislegra ef Adda Bára Sigfúsdóttir er yfirmaður þess heldur Páll Sigurðsson ráðuneyt- isstjóri”, sagði hún einnig. Hvað nú? ,,Að þessum samningi felldum stöndum viðáfram frammi fyrir sama vanda”, sagði Adda i lokin. „Eftirsem áður standa auðrúm á Fæðingarheimilinu og okkar vandi verður að fylla þau. Ég get ekki fallist á tillögu Alberts Guðmundssonar um að leggja Fæðingarheimilið niður, og breyta þvi i langlegudeild fyrir aldraða. Albert er einn um þá skoðun að hægt sé að leggja Fæðingarheimiliðniður, en ég vil gera breytingartillögu við þá tillögu hans þannig að stjórn sjúkrastofnana athugi hvort ekki megi nýta auðu rúmin fyrir aldraða langlegusjúklinga. Hver veit nema Fæðingarheimiliö verði enn heimilislegra með einni ömmustofu og einni afastofu?”, sagöi Adda. Tillögu Alberts um að leggja heimilið undir aldraða og breytingartillögu hennar var visað til borgarráðs. — Al. Kjartan Ólafsson skrifar Þessi þjóðargjöf er sjö miljarðar á ári „t raun mætti leiöa að þvi rök, þótt ég sé ekki að gera hér til- lögur þar um, að hagkvæmt væri að skrúfa fyrir þetta stór- iðjuver — álverið — i áföngum og spara með þvi sem svarar heilli stórvirkjun”. Þannig komst Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra aðorði i umræðum á Alþingi s.l. fimmtudag og hrukku vist ýmsir i kút við þessi ummæli. En iðnaðarráðherra færði reyndar frgm góð og gild rök i sinu máli eins og hans er vandi. Hjörleifur Guttormsson benti m.a. á þá staðreynd að fram- leiðslukostnaðarverð á orku frá nýjum virkjunum er nú nær þrisvar sinnum hærra en verðið sem viðfáum fyrirorku sem ál- verið kaupiö. Alverið kaupir nú um 1200 gigawattstundir af orku á ári og borgar fyrir þetta orkumagn um 4,5 milljarða króna. Fram- leiöslukostnaður frá nýjum virkjunum er hins vegar um 12 miljarðar króna á ári fyrir þetta sama orkumagn. Mismunurinn er 7—8 miljarðar á ári. Vegna þess að við höfum með álsamningum ráðstafað til ál- versins nær helming allrar orku sem nú er framleidd hér á landi og það fyrir aðeins um þriðjung þess verðs sem þetta orkumagn kostar frá nýjum virkjunum, þá verðum við nú að borga þennan hrikalega mismun, 7—8 milj- arða króna á ári að mestu úr eigin vasa. A móti koma aö visu smá- vægilegar skatttekjur frá álver- inu, en hverjar eru þær? Fyrir þvi gerði Hjörleifur Guttormsson ýtarlega grein i ræðu sinni á Alþingi. Tekjurnar af hinu svokallaða framleiðslugjaldi, sem er helsta skattgreiðsla álversins, hafa á þeim 10 árum, sem álverið hefur starfað numiö nettó 3—400 miljónum króna á ári að jafnaði reiknað á núverandi gengi. Um þetta sagði Hjörleifur: „Miðað viö núverandi gengi nemur þessi upphæð um 1700 krónum á mann eöa um 7 þús. krónum á hverja 4 manna fjöl- skyldu i landinu. Það hefur oft verið bent á, að þótt álverið fengi orkuna ókeypis, þyrftum við ekki að hækka orkuverð til almennings nema um 10%! Við þetta má bæta að hefði álverinu verið sleppt við að greiða fram- leiðslugjald þessi 10 ár sem það hefur starfað hefðu skatt- greiðslur hverrar fjögurra manna fjölskyldu á ári einungis þurft að vera um 7 þúsund krón- um hærri miðað við núverandi gengi til að vega á móti tekju- tapi rikisins sem af þvi hefði leitt”. — Það væri hollt fyrir áköf- ustu postula erlendrar stóriðju á Alþingi og annars staðar að festa sér vel i minni þá stað- reynd,að þótt við fáum aðeins fjðra og hálfan miljarð á ári frá álverinu fyrir þá orku sem kostar okkur nú 12 miljarða að framleiða, þá nema allar skatt- greiöslur Islenska álfélagsins ekki nema um hálfum miljarði króna á ári. — Þótt þær séu dregnar frá verður tapiö á orku- sölunni um 7 miljaröar á ári.— Það er okkar þjóðargjöf til Alusvisse. En hvað þá um gjaldeyris- tekjurnar? 1 ræðu sinni i fyrradag rakti iðnaðarráðherra rækilega i sundur dýröargloriuna, sem um þær hefur verið reynt að hjúpa. Hjörleifur sagði: „Oftertalaðumaðum 15% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar komi frá álverinu. Hitt gleymist þá að ísal flytur inn á móti sem svarar til um 8% af vöruinn- flutningi til landsins á timabil- inu 1969—1977... Hinar raun- verulegu gjaldeyristekjur, sem Ritstjórnargrein rekja má til fyrirtækisins eru aðeins þær sem tsalgreiðir fyrir raforku og i laun, framleiðslu- gjald og fyrir hafnaraðstöðu, — svo og litilsháttar fyrir matvæli og þjónustu. Þetta eru aðeins um fjórðungur af brúttógjald- eyristekjum frá fyrirtækinu, — þ.e. i mesta lagi á bilinu 3—4% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar. En jafnvel þessi 3—4% sem ncttóg ja ld ey ris tek ju r af heildargjaldeyrisöflun lslend- inga segja ekki alla sögu. Þar er enn of i lagt. Þetta eru ekki hreinar gjaldeyristekjur ef litið er á fjármagnskostnaö af orku- mannvirkjum, sem til þurfti til að selja auðhringnum rafork- una á gjafverði. — Ef þessir þættir eru teknir með inn i myndina, svo sem eðlilegt væri, mun láta nærri að um engar teljandi gjaldeyristekjur sé að ræða s.l. 10 ár af þessum minnisvarða erlendrar stóriöju i landinu”. Okkur sýnist að þeir vika- piltar erlendra auðhringa sem enn eru á kreiki i islenskum stjórnmálum þurfi að taka á honum stóra sinum ætli þeir að kveða iðnaðarráðherra i kútinn. Svo skýr og auðskilin eru rök- in gegn áróðri þeirra blindingja sem enn syngja álsamningnum lof og pris. Frá álverinu höfum við i raun engar gjaldeyristekjur þrátt fyrir störf 7—800 ágætra manna sem þar ganga til vinnu, — og við borgum um 7 miljarða á ári með þeim tæpa helming allrar orkuframleiöslu i landinu, sem álverið gleypir. Það er von að menn biðji um meira af svo góðu!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.