Þjóðviljinn - 06.12.1980, Síða 13

Þjóðviljinn - 06.12.1980, Síða 13
Helgin 6.-7. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 Rómantísk vakning Einn umdeildasti virtúós okkar tíma, mun leika fyrir Tónlistar- félagið í dag, laugardag, kl. 14 í Austurbæjarbíó. Reymond Lewenthal er bandaríkjamaður, sem undanfarin fimmtán ár hef ur staðið í því að koma tónlistarheiminum á annan endann, með svo sérkennilegum píanóleik, að stundum eiga kjöftug- ustu krítikkerarnir bágt með að mæla fyrir hrifn- ingu. Af hverju er hann þá umdeildur? Það efast enginn um stór- sniðna snilld hans sem pianó- leikara, tækni hans er næsta Furðufuglinn Alkan. yfirnáttúruleg og túlkun hans á td verkum Franz Liszts, er frumleg og sterk. En þvi ber ekki að neita, að margt i fari hans hefur farið gifurlega i taugarnar á mönnum, sérstak- lega þó púritönum nútima pianóleiks, sem fórna gjarnan ævintýrinu og innblæstrinum, fyrir dauðhreinsaða hámór- alska nákvæmni. Lewenthal Tækni hans er næsta yfirnáttúrleg og túlkunin frumleg og sterk. hefur endurvakið rómantiskan pianóleik, einsog við könnumst við hann úr goðsögnum um Liszt, Anton Rubinstein og Busoni. Tónleikar hans eru mystiskir leiðangrar inni ver- öld, sem var, tima, þegar enn var hægt að trúa á framfarir, mannlif, sem átti sér von og kvaðst á við guð og fjandann. Lewenthal fæddist i San Antonoio i Texas fyrir fimmtiu og fjórum árum. Foreldrar hans skildu þegar hann var fimm ára, og baslaði móðir hans með hann ein i mikilii fátækt. Hann fékk þvi varla tækifæri að læra músik fyrr en hann var orðinn fimmtán ára gamall og þá oft hjá „hræðilega vondum kennur- um” En ekkert átti hann hljóð- færið, og varð að láta sér nægja Fagottónleikar Það er varla að aðrir blásarar en flautuleikar- ar láti heyra hér í sér á einleikstónleikum. Ástæð- an er eflaust fyrst og fremst skortur á áhugaverðum viðfangs- efnum, það er að segja viðfangsef num sem hald- ið geta „normal" áheyrendum föngnum heilt kvöld. Eða er þetta nú annars rétt? Klarinettleikarar ættu í það minnsta að geta sett saman prógramm vand- ræðalaust með Brahms, Hindemith ofl., og sama má segja um óbóleikara, í það minnsta ef hugsað er eitthvað afturfyrir alda- mótin 1800. Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari i Sinfóniuhljóm- sveit lslands, er heldur ekki af baki dottinn og hefur grafið upp nokkur verk sem lofa góðu. Hann ætlar að leika sónötur með pianói, aðra eftir samtimamann Bachs, Fasch að nafni, hina eftir amerikanann Etler, i Norrænahúsinu á mánudags- kvöldið kl. hálf niu. Jónas Ingi- mundarsaon mun leika með honum á pianó, og Kristján Stephensen bætist i hópinn með óbórulluna i triói eftir Francis Poulenc, sem er einhver elsku- legasta kammermúsik sem hægt er að hugsa sér nútildags. Hafsteinn mun að auki leika einleiksrapsódiu eftir Willson Osborne, sem er ameriskt nútima tónskáld af óþekktri stærð. Er ekki aö efa aö hinum Þeir leika Poulenc mörgu áhugamönnum um blásaramúsik er þetta kærkom- iö tækifæri að bæta á reynslu sina, með þvi að hlusta á þessi verk, sem verða nú flutt i fyrsta sinn á Islandi. að æfa sig hjá nágrönnunum, þegar þeir voru i skapi til aö þola þaö. Einhvernveginn náði hann þó það góðum árangri, að þegar heimsvirtúósinn Vladimir Horowits heyröi hann af tilviljun leika, hvatti hann Lewenthal eindregiö að halda áfram, og lofaði raunar að segja honum til sjálfur. Af þvi varö þó ekki vegna einhvers misskiln- ings, en Lewenthal komst brátt i Juilliard tónlistarskólann i New York, þar sem hann varö nem- andi Olgu Samarhoffs. Þar var honum samtimis bráðefnilegur pianisti, William Kapell, og seg- ist Lewenthal hafa lært mikið af honum. „Kapell gerði það sem enginn kennari lét sér detta i hug: hann kenndi mér að æfa mig. Hann var sannur vinur”. Eftir fimm ára nám, fer Lewenthal að koma fram á opinberum tónleikum. 20 ára gamall leikur hann meö Fila- delfiuhljómsveitinni og hlýtur lof fyrir, og hann heldur næstu árin einleikstónleika i New York og viðar og er þá talinn meöal efnilegustu yngri pianóleikara Bandarikjanna. En það er langt frá að hann „slái i gegn” einsog þaö er kallað, og hann er i sifelld- um vafa um að hann sé á réttri leið: Hafði hann ekki byrjað alltof seint á þessu? Og svo verður hann fyrir hrikalegu áfalii. Kvöld eitt er hann á gangi i Central Park i New York, og þá ráðast nokkrir pönkaðir unglingar á hann og brjóta hvert bein i báðum höndum hans. Þar með var draumurinn búinn, eða hvað? Þegar sár hans tóku að gróa flýði hann til Evrópu og komst þar meira að segja undir hand- leiðslu meistara eins og Cortot og Guido Agosti. En honum datt þó varla i hug að nokkur von væri til að hann ætti framtið fyrir sér sem konsertpianisti. Honum bauðst nú kennarastaða i Rio de Janeiro, og hélt þangað og gerði um leið boð eftir móður sinni, sem lifði i mikilli vesöld i New York. En þegar til Rio kom reyndist kennarastaðan plat, og hann stóð þar slyppur og snauður. Móðir hans varð áfram i New York, en Lewen- thal komst sjálfur hvorki lönd né strönd. Hann spilaði þegar hann gat, fyrir smáaura, og vann annars það sem til féll, og sendi móðurinni þá peninga sem hann gat sparað. Hún var hins- vegar komin með fátæktina á heilann, orðin rugluð af baslinu og lagði sendingar sonarins til hliðar, neytti einskis og dó úr hungri án þess nokkrum brigði, i New York 1957. Lewenthal kemur aftur til New York. Hann hefur þrátt fyrir alla erfiðleikana haldið áfram að þroska sig sem tón- listarmann og pianðleikara, og hann hefur uppgötvað margt og merkilegt. Eitt af þvi er tónlist löngu gleymds fransmanns, Alkans, sem var samtimamaður og vinur Chopins og George Sand. Þetta eru djöfulega erfið pianó- verk, full af furðulegum brell- um og bandóðum hugrenning- um eins og hjá Liszt og Berlioz, þegar þeir eru villtastir. Lewenthal sökkti sér ofan i verk þessa undarlega tónskálds og 1963 á 150 ára afmæli Alkans fékk WBAI menningarútvarps- stöðin (ein af fáum) hann til að leika nokkur verka hans og flytja um hann fyrirlestra, i þrem útsendingum. Þetta vakti gifurlega athygli, og bréfin og upphringingarnar dundu á út- varpsmönnum. Allir vildu nú vita meira um þetta óþekkta tónskáld, og þennan óþekkta pianista sem lék verk þess af slikum fitonskrafti að allt ætlaði um koll að keyra. A eftir fylgdu tónleikar i Town Hail, siðan Carnegie Hall og upp frá þvi i öllum frægustu tónleikasölum heimsins. Og nú sautján árum siðar: Austurbæjarbió. Umsjón: Leifur Þórar. insson tónbálkur Jaquelin Johnson syngur Bess með sinfóniunni. Michael Gordon veröur Porgy. Sinfónískt austur- vestur Shura Cherkassky lék sér að þvi að töfra alla viðstadda, þegar hann flutti b moli kon- sertinn eftir Tsjækofski, með sinfóniunni i fyrrakvöld. Hann hefur til að bera ótrú- lega snerpu, sem ekkert virðist slakna með aldrinum og leikur af slikum sannfæringarkrafti að menn fá ósjálfrátt á tilfinning- una: svona, og aöeins svona, á að leika Tsjækofski. Það er ef- laust blekking, en hvað sem þvi liöur voru þetta á sinn hátt magnaðir tónleikar. Hljóm- sveitin stóð sig lika með prýði, og var allt i einu orðin bráðlif- andi og áhugasöm. Það var eins og hún skemmti sér stórkost- lega undir stjórn úkrainu- mannsins Woldimar Nelsons, sem virðist vera hörku dirigent. Hljómsveitin lék lika Hnotu- brjótssvituna og kom öllum i jólaskap á augabragði og þegar Lúðrasveitin Svanur bættist við i „1812” forleiknum, sáu menn fyrir sér gamlárskvöld með flugeldum og fleiru og sumir sáu h illa undir gleðilegt ár. A næstu tónleikum sinfóni- unnar, sem verða eftir tæpa viku, á fimmtudaginn kemur, munu fyrst og fremmst verða flutt atriði úr ameriskum söng- leikjum. Páll P. Pálsson verður stjórnandi og fær til liðs við sig tvo þeldökka amerikana, sem eru spesialistar á þessu sviði: Diane Jaqueline Johnson frá Brooklyn i New York og Micha- el V.W. Gordon, sem kemur frá Tallahassee á Florida. Þau munu syngja einsöngslög og dúetta úr söngleikjum eins og Oklahoma. South Pasific, Kismet og Show Boat, en þetta eru leikhúsverk sem gengu von úr viti á Broadway á sinum tima enda full af disætum melódium og sem hafa orðið vinsælar út um allar jarðir. Hljómsveitin leikur einnig úr- drætti úr söngleikjum, m.a. My fair Lady, en aðalnúmerið á tónleikunum og það lengsta, er hápunktar úr Porgy og Bess eftir Gershwin sem taka allan fyrri hlutann, Porgy og Bess er lika talinn Broadwaysöngleikur eða ópera nr. 1 af mörgum, og sumir ganga jafnvel svo langt aö fullyrða að þetta sé stærsta framlag Bandarikjanna á músiksviðinu. Sýnist sitt hverj- um, en það er óhætt að fullyrða að þessi músik á sér marga ein- læga aðdáendur hér á landi, sem annarsstaðar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.