Þjóðviljinn - 06.12.1980, Page 22

Þjóðviljinn - 06.12.1980, Page 22
22 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 6.-7. desember 1980 Enn er hnútur í farmanna- deilunni 1 fyrradag benti flest til þess, að samkomulag væri að takast i farmannadeil- unni, en svo varð ekki og i gær kl. 14.00 hófst nýr sátta- fundur sem ekki var lokið seint i gærkveldi. Enn eru þvi atriði sem ekki næst samkomulag um i deilunni en ekki fékkst i gær uppgefið hvað það væri sem sam- komulag strandaði á.-S.dór Samúdar- skeyti til Portúgala Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra sendi i gær varaforsætisráðherra Potu- gals dr. Diogo Freitas Do Amaral s a múðars keyli vegna flugslyssins við Lissa- bon, þar sem fórust dr. Francisco Sa Carneiro for- sætisráðherra og varnar- málaráðherrann Adelino Amaro da Costa. Yfir 800 manns hjá Álverinu Athugasemd frá trúnadarmönnum starfsmanna í Straumsvík Vegna ummæla Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráð- herra á Alþingi i gær þess efnis að hagkvæmast væri að skrúfa fyrir Alverið i áföng- um og aö hægt væri að finna þjóðhagslega heppilegri störf fyrir þá 000 einsták- linga sem starfa við Álverið i Straumsvik vilja trúiiaðar- menn starfsmanna ISAL taka eftirfarandi fram: Frá þvi að álverið var reist hafa stjórnmálamenn sifellt deilt um raforkuverö til álversins, framleiðslugjald ofl. og skoöanir verið skiptar um hagkvæmni fyrirtækis- ins. Slikt ætti þó að meta eft- ir öðrum leiðum en pólitiskri afstöðu til stóriðju og erlends fjármagns og á grundvelli þeirrar niðurstöðu taka upp viðræður um hærra orku- verð. Atvinnufyrirtæki eins og álverið er hins vegar meira en sala á raforku, þar starfa menn við verðmætafram- leiðslu og ekki aðeins 600 menn eins og ráðherrann segir. Hjá ISAL vinna að meðaltali 730 starfsmenn auk hundruða manna sem vinna óbeint við starf- semina. Nú starfa hér yfir 800 manns á verksmiðju- svæðinu. Með tilkomu álversins var mörkuð ný stefna i atvinnu- málum landsmanna og ný tækniþekking kom inn i land- ið. Þessi tækniþekking og , verkkunnátta má ekki fara forgörðum heldur ber að auka hana m.a. með frekari úrvinnslu áls i stað þess að flytja það út sem hráefni fyr- ir aörar þjóðir. En vegna orkuskorts sem stafar af skammsýni ráðamanna i orkumálum og þeirrar af- stöðu að ódýrast sé að virkja ekki neitt, hefur yfir 40 starfsmönnum álversins verið sagt upp störfum nú + um áramótin. Hvaða þjóðhagsleg hag- kvæmari störf hefur iðn- aðarráðherra I huga fyrir þessa menn? F.h. trúnaðarmannaráðs, Örn Friöriksson. Sprengdu bankana Spilavitismál á vel við þegar rætt er um ástandið i bönkum landsins í gær þvi segja má að fólk hafi „sprengt” bankana þegar það var að taka Ut peninga- seðla af ótta við verkfall banka- manna, sem að likindum myndi fljótlega stöðva viðskipti með ávisunum. Sighvatur Jónasson gjaldkeri i Seðlabankanum sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að milj- örðum króna hefði verið dreift út i bankakerfið i gær. Víða útum land þraut peninga- seðla algerlega og til að mynda var sett upp auglýsing i glugga Peningaseöla þraut í mörgum bönkum og sparisjóðum i gær Sparisjóðs Kópavogs siðdegis i gær—-engir peningar til. — Svo mikil var vöntunin á peningaseðl- um i sumum bönkum að menn sem voru aftarlega i óralöngum biðröðum i bönkunum voru teknir fram fyrir alla ef svo vildi til að þeir væru að leggja inn peninga. t mörgum bankaútibúum var gripið til peningaskömmtunar, þannig var i einu útibúanna ekki hægt að fá nema 75 þúsund kr. i seðlum. örtröð myndaðisti öllum bönkum og útibúum i Reykjavik strax í gærmorgun. t sumum úti- búum sem hversdags eru hinar rólegustu stofnanir var orðið fullt útúr dyrum strax i gærmorgun, þegar fólk var að tryggja sér pen- ingaseðla áður en bankamanna- verkfallið skellur á. — S.dór Samband íslenskra bankamanna: Biðjið bankana að koma í veg fyrir verkfall segir i svari til rikisstjórnarinnarum frestun verkfallsSÍB Sú beiðni rikisstjórnarinnar til Sambands isl. bankamanna að fresta fyrirhuguðu verkfalli nk. mánudag hefur vakið furðu. i fyrsta lagi má benda á, að rikisstjdrnin hafði það f hendi sér I gegnum ríkisskipaða sáttanefnd að fresta verkfallinu til 17. des. sem frestaði þvi aðeins til 8. desember. i öðru lagi vegna þess að samninganefnd hankanna hef- ur alls ekki verið til viðtals um eitt eða neitt i samningum siðan SIB felldi samningsdrögin i október. t svari sinu til rikisstjórnar- innar, þar sem beiðni um frestun verkfallsins var hafnað segir m.a. aðtilmæli rikisstjórnarinnar hefðu fremur átt að beinast til samninganefndar bankanna þar sem hún hefði verið hvött til þess að breyta afstöðu sinni til réttmætra krafna SÍB... 1 gær var boðað til sáttafundar i bankamannadeilunni og sagði Vilhjálmur Hjálmarsson for- maður rikissáttanefndar að i fyrradag og I gær hefðu deilu- aðilar eitthvað verið að vinna i málinu milli sáttafunda, en samt sagðist hann ekki hafa spurnir af þvi að samninganefnd bankanna hefði eitthvað nýtt fram að færa i deilunni. — S.dór. Niðurstaða mats á veðhœfni Flugleiða Viðunandi trygg. ingar fyrir ríkis- ábyrgðinni Sérstakir matsmenn fjármála- ráðherra fyrir hönd rikisábyrgð- arsjóðs hafa komist að þeirri nið- urstöðu að veðm öguleikar i eignum Flugieiða virðist vera nægirtilþessað tryggja 12miljón dolara rikisábyrgð, það er um 6,7 miljarða isl. króna. Veðhæfni Flugleiða er samkvæmt þessu mati um 8,3 miljarðar islenskra króna, en eignir félagsins eru metnar á 60 miljarða islenskra króna. I mati þessu er viö áætlun veð- þols tekið tillit til áhvilandi veð- skulda. Gert er ráð fyrir altýs- ingu veðbanda þegar lán greiðist upp, svo sem nýveitt bráða- birgðalán Landsbankans að fjár- hæð 4 miljónir dollara og veði sama aðila i flugskýli IV á Reykjavikurflugvelli að fjárhæð 550 m.kr. Ennfremur er gert ráð fyrir að Landsbankinn heimili veðsetningu Boeing 727 vélar- innar. Aörar vélar félagsins eru ýmist skráðar erlendis, fullveðsettar eða bundnar kvöðum gagnvart erlendum lánveitenda. Hlutabréf I Cargolux, Aerogolf og Hönenhof eru handveðsett banka i Luxem- bourg og nýtast þvi ekki til frekari veðsetningar,. að þvi er segir i frétt frá Rikisábyrgða- sjóði. Þeir aðilar sem mátu eignir Flugleiða og núverandi veðhæfni þeirra voru Pétur Stefánsson verkfræðingur og Sveinbjörn Hafliðason lögfræðingur. Þeir mátu fasteignir lóðarréttindi og lausafé ýmislegt. Continental Aircraft Services Inc. Los Angel- es mat flugvélakost félagsins, Grétar H. Óskarsson flugvéla- verkfræðingur mat varahreyfla og varahlutabirgðir félagsins og Stefán Svavarsson endurskoðandi gaf álit um verðmæti hlutabréf. Niðurstöður matsins voru þess- ar helstar i þúsundum króna: Fasteignir 15.885.203.-, búnaður og lausafé i hótelum, skrifstofu- bygingum og öðrum fasteignum 1.069.467.-, annað lausafé 1.275.986.-, flugvélar 32.083.200.-, Fálka- bakkinn breikkadur í vor Eins og skýrt hefur verið frá i Þjóðviljanum ákvað borgarráð á þriðjudaginn var að loka Fálka- bakkanum fyrir annarri umferð en strætisvagna, en á fimmtu- dagskvöld samþykkti borgar- stjórn hins vegar að Fáikabakk- inn yrði breikkaöur næsta vor og þá opnaður fyrir annarri umferð á nýjan leik. Flutningsmaður tillögunnar var Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og lagði hún áherslu á að hér væri um mikilvæga millihverfateng- inguaðræða. Fékk tillaga hennar 9 atkvæði( 4 Alþýðubandalags- menn greiddu atkvæði gegn henni og tveir borgarfulltrúar sátu hjá. Sigurjón Pétursson tók undir að koma yrði upp millihverfateng- ingu en sagðist ekki geta stutt til- löguna eins og hún lægi fyrir þvi hann teldi að athuga þyrfti betur legu slikrar tengingar. Afstaða Alþýðubandalagsmanna mótaðist einnig af þvi, að hér var á ferð tillaga sem bindur hluta af fjár- hagsáætlun næsta árs áður en frá henni hefur verið gengið og engar upplýsingar liggja fyrir um hvað breikkunin muni kosta. ________ _______— AI_ Pósthúsin að verða peningalaus Troðfullt var útúr dyrum á öll- um póstafgreiðslum borgarinnar i gær og fyrradag og munu mörg útibúinorðin peningalitil aðþvi er Þjóðviljinn fregnaði i gær, enda verið að greiða.út orlofsfé skóla- fólks meðal annars. Hjá Póstgi'ró fengust þær upp- lýsingar, að þar yrði ekki skipt ávisunum, en tekið við þeim sem innborgún til stofnunarinnar og þá aðeins á nákvæmlega upphæð- ina sem greiða á. Peningar verða ekki greiddir út nema fyrir gi'ró- seðla og til reikningshafa. — ih Kínversk myndlist Kl. 14. i dag, laugardag, veröur opnuð að Kjarvalsstöðum sýning á ki'nverskri myndlist i hefð- hundnum stil. Sýningin mun standa lii 15. des. og er haldin á vegum Kinversk-Islenska menn- ingarfélagsins og kinverska sendiráðsins. Á sýningunni er að finna fjöl- breytileg dæmi þeirrar mynd- listar, sem iðkuð hefur verið i Kina frá örófi alda. Þessi hefð- bundna myndlist hefur gegnt, og gegnir enn, afar mikilvægu hlut- verki i kinversku þjóðlifi, enda hafa ki'nverskir málarar löngum tjáð ýmsar þjóðfélagshræringar i verkum sinum. — ih varahreyflar og varahlutir fyrir flugvélar 5.815.080,-, hlutabréf i Cargolux, Airogolf og Höhenhof 3.954.700. Samtals 60.083.636.-. 1 fréttinni segir aö eftir þvi sem næst verði komist sé veðþol eign- anna sem hér segir, i þúsundum króna, og er þá miðað við, að flugvélar séu veðsettar að 80% matsverðs, en aðrar eignir að 60% matsverðs. 1. Hótel og skrif- stofubyggingar i Reykjavik með búnaði og lausafé ásamt lóðarréttindum 1.535.432.- 2. Aðrar fasteignir ásamt lóðarrétt- indum 959.703.-. 3. Bifreiðar 561.134.-. 5. Annaö lausafé 274.303.- 5. Flugvélar 1.693.200.-. 6. Varahreyflar 551.430.-. 7. Flugvélavarahlutir 2.720.388. Samtals 8.295.590.- — ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.