Þjóðviljinn - 13.12.1980, Page 3

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Page 3
Helgin 13. — 14. desember 1980 Þ«JÍ)ÐVILJ1NN SÍÐA 3 Haraldur Sigurðsson bókavörður skrifar: bókmenittír í slenskir sj ávarhættir I eftir Lúðvík Kristjánsson — Menningarsjóður 1980 Árið 1934 kom út mikið merkis- rit hér i Reykjavlk. A ég þar við íslenska þjóðhætti eftir séra Jónas Jónasson, sem oftast er kenndur við Hrafnagil I Eyjafiröi, en þar var hann lengi þjónandi prestur. Hann hafði um f jölda ára viðað að sér viðtækum heimildum um þetta efni og fullsamið ýmsa kafla rits sins, en látið aðra eftir ófullgerða og i mismunandi heillegum drögum þegar hann andaðist árið 1918. Eftir lát Jónasar lágu handrit hans og efnisföng i salti i rúman tug ára, uns Einar 01. Sveinsson, siðar prófessor, sá um útgáfu bókar- innar. Einn þátt vantaði bagalega i bók séra Jónasar. Sjómennska og sjávarhættir urðu út undan, þó að þar væri um að ræða annan aðal bjargræðisveg landsmanna frá öndverðu. Raunar hafði Jónas viðað að sér miklum heimildum um sjómennsku, en vannst ekki timi til þess að vinna úr þeim. Skömmu eftir útkomu bókar- innar nóf ungur fræðimaður, Lúðvik Kristjánsson, að draga að sér heimildir um sjómennsku og sjávarhætti. Mér er ekki kunnugt, hvort samband var á milli þess og útkomu tslenskra þjóðhátta, þó að stundum hafi verið hreyft óliklegri getgátum. Siðan eru liðin meira en fjörtiu ár, og þeir sem þekkja Lúðvik að nokkru og fylgst hafa með ferli hans vita, að hann hefur ekki slegið slöku við i sókn sinni að heimildum. Oft hefur hann setið dögum saman á söfnun, stundum við hlið konu sinnar, og bæði unn- ið af kappi við lestur og uppskrift- ir bóka, handrita og skjala. Þess á milli hefur Lúðvik ferðast um landið og átt tal við gamla menn, sem mundu langt fram og voru um leið margspakir og óljúgfróð- ir, eins og Ari fróði segir um sina heimildamenn, eða ferðaðist til nágrannalandanna i heimildaleit og til samanburðar, ekki sist i Noregi, þar sem ætla má að rætur islenskrar sjómennsku hafi stað- ið. Þannig safnaðist honum með timanum margvlslega dreift efni. Lúðvik varð löngum að sinna þessu áhugamáli sinu á stopulum stundum frá öðrum skyldustörf- um. Siðari árin hefur honum þó Lúðvik Kristjánsson verið búin sú aðstaða að geta helgað sig óskiptan rannsókn 'sinni og ritstörfum. Og nú liggur frammi nokkur hluti árangursins. Mikil bók, hátt á fimmta hundrað blaðsiður i stóru broti (30x20 sm) með þrjú hundruð myndum, sumum prent- uðum i lit, en svo er ráð fyrir gert, að bókin verði alls fjögur bindi. Eins og vænta má hefst bókin i fjörunni. Um hana lá sjávargatan áður en stigiö var á skipsfjöl, meðan hafnir voru ekki aðrar en ruddar varir. Þar kenndi margra grasa, sem verða máttu til ymis konar nota, svo sem manneldis, beitar, skepnufóðurs og jafnvel eldiviðar. Þangað sóttu menn drjúgan hluta beitu, og þar voru skeljar og kuðungar, gildasti þátturinn i búskaparbjástri og leikfangaöflun barna við sjávarsiðuna. Fjaran lumaði á fleiru. Þangað barst rekaviður- inn, timbur fjarlægra skóga, sem sums staða barst i hrönnum á fjörurnar. 1 skóglausu landi var þetta mikill fengur og erfitt að gera sér i hugarlund, hvernig þjóðin hefði komist af án hans, eins og hagur hennar var um skeið og timburflutningum var háttað til landsins. Rekavið not- uðu menn til húsbygginga og smiðuðu úr honum búsáhöld frá stórkeröldum til aska. Siðasti kafli bókarinnarfjallar um seli og selveiðar. Þar eru rakin þau not, sem menn höfðu af veiðum þeirra, þvi lýst, hvernig þeim var háttað, sem var nokkuð sitt með hverju móti i hinum ýmsu hlutum landsins. Frá öllu þessu er skilmerkilega greint og viða hefur verið leitað fanga. Heimildaskráin er 11 blaðsiður. Skýrt er frá vinnu- brögðum og mismun þeirra I hin- um ýmsu héruðum og lýst áhöld- um er menn notuðu við vinnu sina, og hvarvetna fylgja myndir til skýringa. Flestar þeirra eru gerðareftir gömlum safnmunum, en aðrar eftir lýsingu manna, er mundu þau og kunnu með þau að fara. Sagt er frá notkun þessara hlunninda til búbóta, hvað varast varð i öflun þeirra og meöferð og venjum sem þvi voru tengdar og trú eða hjátrú, sem bundin var þessum störfum. Hér er svo gerðarlega tekið á viðfangsefninu, að þess er tæp- lega að vænta, að eftirskæfurnar verði ýkja þýðingarmiklar eða breyti niðurstööum höfundar að ráði. Allt virðist traustlega skorð- að á undirstöðum heimildanna, þé að varla megi þess vænta að öll kurl komi til grafar, þvi að viöa er sinn siðurinn i hverju byggðar- lagi. Hérer um undirstöðuverk að ræða, sem of seint væri að efna til nú, þegar flestir þeir menn, sem til frásagna voru og kunnu hin fornu vinnubrögð, eru komnir undir moldir. Það var þvi mikiö happ,að Lúðvik skyldihefja könn- un sina jafn snemma og raun varð á. Enn er of snemmt að kveða upp lokaniðurstöðuna um bók þessa, enda ekki á minu færi. Fisk- veiðarnar, athyglisverðasti og fyrirferðarmesti þáttur hennar, er enn óbirtur og biður siðari binda. Það er trúa min, að með bók sinni muni Lúövik selja af hendi eitt af öndvegisritumaldar- innar á sviði sögu og þjóðhátta, rit sem vex að gildi, þegar timar liða og sögusvið hans færist fjær. Haraldur Sigurðsson. 83.8 Út er komið nýtt bindi í hinurn geysivinsæla bókaflokki „Aldirnar"4. Það er Öldin sextánda, fyrri hluti, sem Jón Helgason hefur tekið saman. Hér eru raktir á lifandi og aðgengilegan hátt atburðir áranna 1501 — 1550, siðskiptatímans, sem er eitt mesta átakaskeið í sögu þjóðarinnar. í bókinni er fjöldi mynda. margar fáséðar. „Aldirnar“ eru lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum. Þau níu bindi sem áður eru komin gera skil sögu þjóðarinnar frá 1601 — 1970, í formi samtímafréttablaðs. En þau eru: Öldin sautjánda 1601— 1700 Öldin átjánda 1701 — 1760 Öldin átjánda 1761 — 1800 Öldin sem leið 1801 — 1860 Öldin sem leið 1861 — 1900 Öldin okkar 1901 — 1930 Öldin okkar 1931-1950 Öldin okkar 1951 — 1960 Öldin okkar 1961-1970 Þeir mörgu sem lesið hafa þessar bækursér til mikillar ánægju og fróðleiks munu fagna því að geta nú bætt Öidinni sextándu í safnið. Minnisverö tiðindi 1501-1550 Bræörahorgaritig 16 Simi 12923 - 19156

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.