Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 2
( Kærleiksheimilið viðtalið Rætt við Ingibjörgu Björnsdóttur, Súðavík Frá Súöavlk. Skemmtim 1 skammdeginu voru ráðnir útlendingar hingað að frystihúsinu og munu 9 manns aðallega frá Ástraliu og Nýja-Sjálandi vinna hér i vetur. Vantar alltaf frekar fólk hér en hitt. — I hvaða framkvæmdum hafið þið einkum staðið? — Á vegum hreppsins er nú i smiðum blokk, 8 ibúðir, og munu 5 seldar en hreppurinn hafa hinar 3 til leigu. Fyrirtækið Sandfell á Selfossi tók að sér verkið. Unnið var að endurbótum á höfninni fyrir 123 miljónir g.kr., ytri hafnargarður endurbættur og lokið viö bryggjusmiði á innri hafnargarði. Næstu verkefni hreppsins verða sennilega end- urbætur á vatnsveitunni og bygging nýs skólahúss. — Og ef við vikjum eitthvað aö félagslifinu? — Félagslif er hér fremur gott, miðað við fámenni og feiki mikla vinnu. Ungmenna- félagiö Geisli hefur unnið að þvi að koma upp iþróttavelli, einnig gengist árlega fyrir jóla- trésskemmtunum, haldið uppi félagsvist og skákæfingum. Þá má nefna að haldið var hér félagsmálanámskeið sl. haust og sótti það 15 manns. Kvenfélag er einnig starfandi i plássinu. Þorrablót eru haldin á hverjum vetri og sækja þau flestir þorpsbúar. Það er þannig engan veginn sanngjarnt að segja að dauft sé yfir félagslif- inu. Miklu fremur má segja að þaö sé mikið og gott, miðað við aðstæður. En um leið og þessu spjalli lýkur þá má kannski geta þess, að hingað barst fyrir skömmu blaösnepill, — Helgarpósturinn trúi ég hann heiti. Greinarkorn var þar um Súðavík. Urðu menn að vonum forvitnir og las nú hver sem betur gat. Má segja að lesturinn hafi stytt mönnum stundir i skammdeginu, þvi siðan er hlegið að þvaðrinu i hverju húsi jafnt sem úti á götu eða á vinnustað og þykir mönn- um skáldskapurinn helst minna á Leirulækjar-Fúsa, þótt i óbundnu máli sé. — nihg — Arferði mun hafa verið með afbrigðum gott um allt land sl. ár og nutu Súövikingar þess ekki siður en aðrir landsmenn, enda er Súðavik orðlögö fyrir veðursæld. Svo fórust Ingi- björgu Björnsdóttur á Súðavík orð, er við ræddum viö hana nú nýlega. — Bændur i Súðavikurhreppi, (sem að visu eru orðnir rauna- lega fáir), fengu mikil og óhrakin hey og heimtu vel af fjalli og voru lömb með allra vænsta móti. Snemma var sett niður i garöa og fengu menn góöa uppskeru, en flestir hér i þorpinu eru sjálfum sér nógir með kartöflurækt. — Hvernig horfa atvinnu- málin? — Atvinna er alltaf næg. Togarinn Bessi og rækju- bátarnir fjórir sjá um það. Úthafsrækja var veidd af tveimur bátum i sumar, en við hana vinna aöallega eldri konur hér i plássinu. Tveir aðrir bátar stunda rækjuveiðar á veturna. Eins og á undanförnum árum Leyfðu mér að sitja þarna, pabbi! Kaliakra, höfðinn fallegi Þær voru að segja þaö við mig vinkonur minar, að ég ætti að skiija við karlinn minn, hann væri svo leiðinlegur. Ég segi nú bara eins og Albert um efna- hagsráðstafanirnar: hafið þið annan betri? Leiðsögumaður i Búlgariu ásamt syni sinum fyrir framan örlitia kapellu forna, sem stendur innan virkismúranna á fremstu snös Kaliakra-höfða. — (Mynd: ásta r. jóh.) Hérá siðunni hefuráöur verið af gömlum rústum og forn- minnst á Kaliakra-höfðann á leifum hefur fundist þar. Elstu Svartahafsströnd Búlgariu. fornleifarnar eru frá timum Nafnið mun merkja „fallegi Þrakverja á 4. öld. f. Kr. I ein- höfðinn”, enda erhöföinn býsna um hellinum hefur verið komið fallegur og sérkennilegur. Hann fyrir litlu minjasafni, þar sem er 60—70 metra hár og þjónaði sýnd eru leirker og fleiri munir lengi þvi hlutverki aö vera sem fundist hafa við uppgröft á vigi,enda hafa margar frægar höfðanum, ýmist frá timum sjóorrustur verið háðar þar i hellenskrar eða rómverskrar grennd. Þarna er nú herstöð, menningar. 1 stærsta hellinum veðurathugunarstöö og viti. í hefur verið innréttaður afar höfðanum eru um 20 skemmtilegur veitingastaður. Svíar Vitið þið hvernig Sviar fara að þvi að losa sig við þaulsetna gesti? Þeir syngja þjóðsönginn, og um leið og gestirnir standa á fætur i virðingarskyni rétta þeir þeim yfirhafnirnar... Þetta mun vera Tímans tönn Breyta heiminum' Ha, ha! Þaö er verkefni æskunnar Mig dreymdi lika um það i æsku, en... Krakkar! Flýtum okkur að breyta heiminum áöur en hann breytir okkur! <— Nýtttungumál uppgötvað Islenska er aö stofni til norskt útflytjendamál (Morgunblaöið sunnu- daginn 18. janj Flokksbrotið hans Geirs eða ??? Sjálfstæðisflokkurinn — markmið og leiðir — Ragnhild- ur Helgadóttir fyrrv. alþingis- maður. (Auglýsing iMorgunblaöinu sunnudaginn 18. jan.) 2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. janúar 1981

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.