Þjóðviljinn - 21.01.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 21.01.1981, Síða 3
Miðvikudagur 21. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 3 Atkvæða- greiðsla um verk- fallsheim- ild hjá SR Sem kunnugt er, felldi far- mannadeild Sjómannafélags Reykjavikur kjarasamninga þá, sem stjórn félagsins skrifaði undir með fyrirvara skömmu fyrir áramót, með 48 atkvæöum gegn 30. Nú er hafin allsherjarat- kvæöagreiösla innan félagsins um heimild stjórnar til verkfalls- boðunar og taka fiskimenn einnig þátt i henni. Fleiri sjómannafélög eru aö fá sér verkfallsheimild eða eru ný- búin aö fá hana. —S.dór. GIsli Alfreðsson Ekkert fimmtudags- leikrit: „Lagerinn búinn” Ekkert fimmtudagsleikrit verður I útvarpinu I þessari viku. Klemens Jónsson leiklistarstjóri utvarpsins sagði i viötali við Þjóðviljann að ástæðan fyrir þvi væri leikara verkfa llið. — Lagerinn er einfaldlega búinn, enda hefur ekkert verið tekið upp af leikritum siðan i september, sagði Klemens. — Við reiknum hinsvegar fastlega með þvi aðleikaradeilan sé að leysast, og að hægtverði að útvarpa leik- rití i næstu viku. Að sögn Gisla Alfreðssonarfor- manns Leikarafélagsins eru all- góð ar horfur á a ð þa ð takist. í dag verður samningafundur og sagði Gisli að i megindráttum heföi náðst samkomulag. Búið vasri að fara i gegnum sjónvarpssamn- ingana, i dag yrði farið yfir út- varpssamningana og siðan þyrfti að likindum einn fund til viðbótar til að fara yfir tölur og ganga frá samningunum formlega. Gisli vildi ekki skýra frá þvi að svo stöddu I hverju samningarnir við I sjónvarpið væru fólgnir. ih/AI | I I I I Skákæffngar fyrir konur að hefjast Skákáhugi kvenna hér á landi hefur aukist mjög í seinni tíð og er starfandi sérstök kvennadeild innan Taflfélags Reykja- vikur. ■ Nú hefur deildin ákveðið að Iefna til æfinga fyrir konur, bæði byrjendur og lengra komnar. Verða þessar æfingar á fimmtu- ■ dagskvöldum i húsakynnum TR Iað Grensásvegi 46. Leiðbeinandi verður hinn kunni skákmaður Bragi Kristjánsson og eru þessi ■ námskeið ókeypis. —S.dór. .KVARTETTINN á æfingu nú I vikunni. Frá vinstri: Einar Gunnarsson, Gunnar Guttormsson, Hreiðar Pálmason og Baldur óskarsson. Ljósm. —eik. Kommakvartettinn syngur í Opnu húsi Alþýðubandaiagið I Reykja- vik hefur opið hús á Grettisgötu 3 annað kvöld, fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.30. Dagskrá og veitingar eru I umsjá féiags- deildanna i Arbæ og Breiðholti. Það ber til tiðinda annað kvöld að kvartettinn kemur fram í fyrsta sinn og syngur nokkur lög. Kvartettinn skipa þeir Baldur Óskarsson, Einar Gunnarsson, Gunnar Guttorms- son og Hreiöar Pálmason. 1 opnu húsi verða og sýndar ljós- myndir úr sumarferö Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik 1980 og sömuleiðis kvikmynd úr þeirri för um Þjórsárdal og Heklusvæðiö. Opnu húsin, sem haldin hafa verið einu sinni i mánuði á vegum félagsdeilda ABR, hafa mælst vel fyrir og er þess vænst að félagar fjölmenni annað kvöld. —ekh j Búrfellsstöðin með full afköst i gær var rafstöðin við Búrfell farin að framleiða rafmagn með fullum af- köstum eftir ísvandamálið mikla i fyrradag, þegar framleiðslan datt niður í 4 megawött úr 180. Steingrimur Dagbjartsson stöðvarstjóri i Búrfellsstöðinni sagöi i samtali við Þjóðviljann i gær, að i fyrradag hefði farið saman is og krapi i Þjórsá, sem myndaðist vegna snjókomu og mikils skafrennings, og hefði ástandið ekki fyrr verið jafn slæmt og þá. 1 gær var komið ágætt veður þar efra, meira að segja farið að rigna og þá lagaöist ástandiö fljótt. Vegna gamalla deilna, allt frá þvi að Búrfellsstöðin var byggö, hefur ekki mátt nefna isvanda- mál á nafn hjá Landsvirkjunar- mönnum, þar til i fyrradag að auglýst var að isvandamál væri i stöðinni og fólk þvi beðið að fara sparlega með rafmagn. 1 siðasta helgarblaði Þjóöviljans var itar- lega rakin saga deilunnar um is- vandamálið i Þjórsá og afleiðing- ar þess að ekki var farið að ráði þeirra er best til þekktu I þvi máli. — S.dór Skákáhugi kvenna hér á landi hefur vaxið mikið sl. ár og I vetur verður efnt tii námskeiða f skák fyrir konur á vegum TR. Lítíllar flugvélar með tveimur mönnum leitað 1 alian gærdag var leitað iitiliar kanadiskrar flugvélar, sem I voru 2 menn, en siðast heyrðist til vél- arinnar um kl. 18 I fyrradag. Þá var hún stödd yfir radióvitanum i Prins Christians-firði á Græn- landi á ieið til tslands. Aætiaði flugmaðurinn að lenda hér á landi kl.22 en eldsneytisbirgðir vélar- innar áttu að vera nægar til fiugs til kl. rúmlega eitt um nóttina. Veður á hafinu milli tslands og Grænlands, því svæði sem vélin var á leiö inná, var aftaka vont I fyrrakvöld, mikið hvassviðri og ising, og óttast menn þvi að vélin hafi farist. Leitin i gær bar engan árangur en leitað var úr lofti meðan birta leyfði. í dag er fyrir- hugað að halda leitinni áfram. —S.dór. Þjóðleikhúsið: Dags hríðar spor á stóra sviðið A iaugardaginn kemur, 24. október verður sýnt á stóra sviðinu I Þjóðleikhúsinu, leikrit Valgarðs Egilssonar, Dags hriðar spor, en leikritið hefur verið sýnt á iitla sviðinu frá þvi það var frumsýnt I nóvember s.l.. Húsfyllir hefur verið á þeim 16 sýningum sem þegar eru búnar og hefur leikritiö, sem er frum- raun höfundar, hlotiö óvenju góðar viðtökur gagnrýnenda. Sagði Sverrir Hólmarsson, leik- listargagnrýnandi Þjóðviljans m.a. að ,,hér væri hiklaust á ferð- inni óvenjulega gott leikhús og gat um aö sýningin væri „spenn- andi” og „nýstárleg”. Fhitningur Dags hrlðar spora upp á stóra sviðið er vegna mik- illa þrengsla á litla sviðinu og góðrar aðsóknar aöleikritinu,en I næstu viku veröur frumsýnt nýtt leikrit I kjallaranum. Sviösetn- ingin breytist nokkuð og einnig tekur Bjarni Steingrimsson við hlutverki biskupsins sem Bene- dikt Arnason hefur leikið. Atburðarás Dags hriðar spora gerist á einum hátiðisdegi — 1. desember — ýmist á heimili Isalds ráðuneytisstjóra og konu hans, prófessors Þjóðlaugar, eða þá i hátiöarsal Háskóla íslands. tslenska fullveldisins er minnst með þvi aö gerðir eru samningar við erlent risafyrirtæki um fram- tið tíl handa þjóðinni og koma þar ýmsir við sögu. Þarna eru bæði háttsettír embættismenn, fulltrú- ar andlegs og veraldlegs valds, fulltrúar visinda og mennta sem og fulltrúar almenningsins i land- inu. Með hlutverk i leiknum fara Herdis Þorvaldsdóttir, Rúrik Haraldsson, Þórir Steingrimsson, Flosi Olafsson, Arni Blandon, Helgi Skiilason, Guðbjii-g Þor- bjarnardóttir, Helga Bachmann, Leifur Hauksson, ErUngur Gisla- son, Bjarni Steingrimsson, Guðjón Ingi Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson og Július Brjánsson. Leikstjórn er I höndum Brynju Benediktsdóttur, leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson, en Ingvar Björnsson sér um lýsinguna. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.