Þjóðviljinn - 21.01.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.01.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 21. janúar 1981 gerðar eru kröfur um að fá framlag af almannafé til þess að bæta taprekstur fyrirtækja, þá hefur rikisstjórnin sem umboðsaðili skattgreiðenda skýlausan rétt til að hafa hönd i bagga með þvi hvernig fénu er varið. . Elsa Kristjánsdóttir, Sandgerði. Spor í rétta átt, en hvað um frai nhaldið? Þá hafa fyrirhugaðar efna- hagsaðgerðir rikisstjórnarinnar veriöopinberaðaröllum landslýð. Enginn vafi er á, að þær eru spor i þá átt að hemja verðbólguna, en viö yfirlestur fer samt ekki hjá þvi að margar spurningar vakni. Margt er með næsta almennu og óljósu orðalagi og miklu getur skipt hvernig nánari útfærslu verður háttað. Og hvað tekur við eftir að verðstöðvun lýkur 1. mai? Ekki ætla ég mér aö gera neina úttekt á þessum aðgerðQm hér i dagskrárgrein, enda enginn sér- fræðingur á þvi sviði. Hins vegar langar mig tii þess að vikja nokk- uö að þvi sem snýr að atvinnu- vegunum og þá einkum sjávarút- veginum. I 8. gr. segir: „tJtgerð og fiskvinnslu verður gert kleift aö breyta skammtimalánum og lausaskuldum i lengri lán.” Þaö er eins og maöur hafi heyrt þetta áður. Þegar gripið er til sömu aö- gerðanna æ ofan i æ og sami vandinn er alltaf jafn óleystur, hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé eitthvað annaö væn- legra. Er þetta ekki rétt eins og að gefa magnyl við tannpinu? Ef- laust hjáipar þetta þó einhverjum fyrirtækjum, sem eiga við tima- bundna erfiðleika að etja. Hin eru áreiöanlega fleiri, sem hreinlega skortir þann rekstrargrundvöll sem þarf til þess að geta staöiö i skilum. Ef rikisvaldið ætlar á annað borð að aöstoða þessi fyrir- tæki, verður frekar að huga að undirstöðunni. 1 fyrsta lagi þarf að fara fram úttekt á fyrirtækjun- um, húsnæði, tækjabúnaði, nýt- ingu, hráefnisöflun o.fl. Slikar út- tektir hafa raunar verið gerðar á nokkrum stöðum, m.a. hér á Suöurnesjum, á vegum Fram- kvæmdastofnunar rikisins. Til- lögur til úrbóta byggðar á úttekt- inni verði siðan lagöar fyrir fyrir- tækin og aðstoð bundin þeim skil- yröum aö tillögunum verði fylgt. Sum fyrirtæki eru e.t.v. ekki lif- vænleg, og þá ber að leggja þau niður. önnur gætu húgsanlega sameinast. Þá má nefna aðstoö við að endurnýja eða auka tækja- kost og húsnæði, sérfræðiaðstoð og endurskipulagningu og hag- ræöingu og bætt skipulag á hrá- efnisöflun. Fleira mætti telja upp, en þetta látið nægja. Það hefur viljað brenna við, aö fé sem veitt er til hagræöingar hefur farið i allt annað en til var ætlast. Þvi þarf að koma til strangt eftirlit með notkun þess. Ýmsir hrópa vafalaust upp, að þarna sé verið að skerða frelsi og sjálfsákvörðunarrétt atvinnu- rekenda, þarna sé helv... komm- unum réttlýst. Þvl er til að svara, að ef geröar eru kröfur um aö fá framlag af almannafé til þess að bæta taprekstur fyrirtækja, þá hefur rikisstjórnin sem umboös- aðili skattgreiöenda, skýiausan rétt og ber raunar skylda til aö hafa hönd I bagga með þvi hvern- ig fénu er varið. Hvað varðar skipakaup og væntanlega endurnýjun fiski- skipastólsins, þá þyrfti það að verða verkefni innlendra skipa- smiöastöðva eftir þvi sem mögu- legt er. Þar virðist ekki óskyn- samlegt að stærri skip væru smiðuö eftir stööluöum teikning- um, t.d. 3—4 stærðir og að ekki væru notaðar jafn margar teg- undir véla og tækja i skipin og nú er. Það segir sig sjálft, aö öll við- gerða- og varahlutaþjónusta er nú margfalt dýrari og erfiðari en vera þyrfti ef tegundirnar væru færri. Annað sem vert er að at- huga þegar keypt eða smiðuð eru stærri skip er það, aö djúprista þeirra hæfi þeirri höfn sem þau veröa gerö út frá. Ef þess er ekki gætt, skeöur eitthvað af eftirfar- andi: 1. Sæta veröur sjávarföll- um. 2. Skipið tekur niðri og verð- ur fyrir tjóni. 3. Landa verður á öðrum höfnum og aka siðan afl- anum til vinnslustöövar. 4. Leggja þarf i dýpkunarfram- kvæmdir fyrir tugi eöa hundruð miljóna, sem annars heföi kannske verið hægt að komast hjá. Þvi miður eru mörg dæmi um að fyrirhyggjuleysi af þessu tagi hafi reynst ærið dýrt. Ekki get ég skilist svo við efna- hagsráðstafanirnar aö ég minnist ekki á þá fyrirætlun, að breyta lausaskuldum og skammtimalán- um húsbyggjenda og -kaupenda i föst ián til lengri tima. Reyndar vantar alla vitneskju um hvernig þetta veröur framkvæmt. Hvaöan á aö fá peninga? Verður þetta lát- ið ganga jafnt yfir alla án tillits til aðstæöna? Hvenær veröur þetta gert og hver verða kjörin? Stærsta efnalega átakið i lifi flestra er að koma sér upp hús- næöi. Þaö er kaldhæðnislegt, að einmitt á þvi timabili sem fjöl- skyldan hefur hvað mesta þörf fyrir að geta notið samveru, þá er vinnuálagið svo mikiö, vegna ibúðarbyggingar eða kaupa, að samverustundir verða bæði fáar og strjálar. Sumir biöa þess jafn- vel aldrei bætur. Fram til þessa hefur varla veriö um neitt annað að ræða en aö koma upp eigin húsnæði og þá á þeim kjörum sem fasteignasalar og byggingarverk- takar ákveða, a.m.k. gildir þetta um Reykjavikursvæðið. Vissu- lega má segja, að veröbólgan hafi hjálpaö mörgum meðan lán voru óverðtryggð, ef þeim tókst að komast yfir fyrsta og erfiöasta hjallann. En sá leikur varö ekki leikinn endalaust. Núna þegar öll lán eru annað hvort verðtryggð eöa meö háum vöxtum, hefur fólk lent i miklum erfiöleikum, einkanlega þeir sem eru að koma sér upp ibúð i fyrsta sinn. Margir hafa engin úrræði. En þetta hefur reyndar opnað augu fólks fyrir þvi að verðbólguna verður að stöðva. Sú aukna áhersla sem nú er lögð á félagslegar húsbygging- ar, verkamannabústaði og leigu- og söluibúðir sveitarfélaga, er stórkostleg kjarabót fyrir þá efnaminni og ungt fólk sem ekki kýs aö eyða bestu árum ævi sinn- ar sem ánauðugir vinnuþrælar. íhaldið hrópar að visu hátt um að verið sé að hefta einstaklings- framtakið og hneppa fólk i átt- hagafjötra. En hver er gróöinn af þvi að kaupa ibúð á frjálsum markaöi og selja hana siðan fyrir talsvert hærra verð en hún var keypt á? Endursöluverðið hefur hækkað, rétt er þaö>en allar aörar ibúöir hafa hækkað samsvarandi svo að skiptin veröa oftast slétt þegar upp er staðiö. Ef eigandi verkamannabústaðar vill breyta um húsnæði, fær hann endurgreitt meö verðbótum þaö fé sem hann hefur lagt fram. Þaö eru slétt býtti lfka. Upphæöin er trúlega lægri en hjá þeim sem seldi á frjálsa markaðinum, en kannski hefur þá veriö afgangur til þess að eyöa i eitthvaö annaö. En ekki er nóg að lögin séu til. Nú kemur til kasta sveitarfélaganna að standa viö sinn hlut. A þeirra valdi er að ákveða hversu mikið verður byggt á þessum grundvelli á næstu árum. , Það er allt gott að segja um lengri lán og betri kjör, en höfuð- markmiðið hlýtur þó aö vera að lækka byggingarkostnaðinn. Norræni sumarháskólinn: Tólf hóf>ar áformaðir tslandsdeild Norræna sumar- háskólans er nú að hefja starf- semi ársins 1981. Að venju fer starfið fram i námshópum er taka til umræðu ýmis félagsleg og vis- indaleg viðfangsefni sem ofar- lega eru á baugi hverju sinni. Sér- hvert viðfangsefni er skoðað i ljósi margvisiegra fræðigreina. Námshópar starfa nú i 20 borg- um á Norðurlöndum og á sumrin eru haldin sumarmót þau sem skólinn dregur nafn sitt af. Þar hittast fulltrúar allra þeirra námshópa, sem starfað hafa að vetrinum. Að loknu sumarmóti starfa hóparnir svo áfram að haustinu. Sumarmót var haldið á tslandi árið 1978 en næsta sumar verður slikt mót i Danmörku. Viðfangsefni Norræna sumar- háskólans i ár eru eftirfarandi: 1. Gildi þróunarkenningarinnar, 2. Heilbrigði og sjúkdómar, 3. Tölvan og þjóðfélagið, 4. Full- orðinsfræðsla og verkmenntun, 5. Samfélagshlutverk millistéttar, 6. tþróttir og samfélag, 7. Kvennahreyfing og kvennarann- sóknir, 8. Efnahagskerfi og þjóð- riki, 9. Tónmennt og tónlistar- áhugi, 10. Héraðssaga — byggða- þróun, 11. Félagsmótun, 12. Félagslegar útopiur. Starfsemi námshópa hefst með fundi allra sem áhuga hafa i Norræna húsinu þriðjudaginn 27. janúar nk. kl. 17. Þar verður skipt i námshópa og valdir náms- stjórar. Ahersla verður lögö á að mynda námshópa um viðfangs- efnin 1, 2, 4, 7, 9 og 10 en reynist nægjanlegur áhugi fyrir öðrum viðfangsefnum er ekkert þvi til fyrirstöðu að slikir námshópar taki til starfa. Það skal tekið fram að náms- hópastarf Norræna sumarháskól- ans er ekki einungis ætlað há- skólafólki, heldur geta allir sem áhuga hafa tekið þátt i þvi. 1 heildarstjórn samtakanna er af Islands hálfu Þorlákur Helga- son kennari og ritari íslands- deildar er Hrafn Hallgrimsson arkitekt. 96-, 97-, 98- og 99- komin i samband við útiönd Siðan sjálfvirkt val til út- landa fyrir simnotendur á 91- simasvæðinu hófst i október sl. hefur verið unnið að þvi að veita notendum annarra svæða sömu þjónustu og geta nú notendur sjálfvirka sima- kerfisins á 96-, 97-, 98-, og 99- svæðinu einnig valið sjálf- virkt til útianda. Undan- skildir eru þó notendur I Þingeyjarsýslum sem til- heyra langlínustööinni á Húsavik, en áætlaö er að framkvæmdum þar ljúki um næstu mánaðamót, að þvi er fram kemur i fréttatilkynn- ingu frá Póst- og simamála- stofnuninni. Leiðarvisir um notkun sjálfvirka simans er á siðum 10—12 i simaskránni. Starfsmannafélag Reykja vikurborgar: Mótmælir skerðingu nýrra kjarasamninga Starfsmannafélag Reykja- vikurborgar hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Fundur i stjórn og fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavikur- borgar mótmælir harðlega fyrir- hugaðri skerðingu á nýgerðum kjarasamningum við opinbera starfsmenn. Fundurinn minnir á að þeir samningar voru taldir innan þeirra marka, sem báðir aðilar áttu að geta staðið við. Jafnframt hvetur fundurinn opinbera starfs- menn til að taka mið af þessari þróun samningamála við gerð samninga i nánustu framtiö”. Ungar stúlkur seldar í Indlandi Ríkir Arabar að skemmta sér Fátæktin i rikjum þriöja heimsins rekur fólk til hinna al- varlegustu uppátækja. 1 Indlandi er komiö upp vandamál sem viröist ill- viöráðanlegt. Nýrikir Arabar streyma til borgarinnar Hydrabat til aö kaupa jiar stúlkubörn sem þeir ýmist gift- ast eöa smygla til Arabaland- anna sem ódýru vinnuafli. Fátækar fjölskyldur sjá þarna tækifæri til aö losna við þá byrði sem stúlkur eru fjölskyldum sinum (vegna heimanmundar) og vonin um að losna við fátækt- ina meö þvi að selja dæturnar veröur allri skynsemi yf- irsterkari. Trúarleiðtogar múhameðs- trúarmanna og yfirvöld reyna að sporna við en allt kemur fyrir ekki. Arabarnir koma og kaupa stúlkurnar, stundum skila þeir þeim eftir brúðkaupiö, þegar þeir hafa gamnaö sér meö þeim. Þeim nægir aö segja þrisvar: ég skil við þig.og þeir eru lausir allra mála samkvæmt lög- málum spámannsins. Þetta athæfi komst upp þegar 56 ára gamall Arabi frá Saudi Arabiu var ákærður fyrir aö hafa nauðgaö 14 ára gamalli eiginkonu sinni, en hann haföi lofaö aö snerta hana ekki fyrr en hún yrði „mannbær”. Það kom i ljós aö maðurinn hafði gifst þremur öðrum stúlkum I þessu frii sinu I Hydrabat sem stóö I fimm vikur. Hann haföi þegar skilið við eina. Þaö hefur veriö kannað hvað orðið hafi um stúlkurnar sem seldar hafa veriö úr landi. 1 ljós hefur komið að flestar hafa ver- ið blekktar. Þær héldu að þær væru öskubuska og heföu fundið sinn rika prins, en þegar til .Arabarikjanna kom, voru þar fyrir eiginkonur og þeim var ætlað hlutverk þrælsins. Margar stúlknanna hafa flúið heim aftur eða komist heim á þeirri forsendu aö ekki fékkst tilskilið leyfi til að flytja þær inn i Arabarikið. Eftir stutt hjónaband með nýrikum Araba hafa þær falliö i veröi á hjóna- bandsmarkaðnum og þeirra biður i flestum tilfellum ekki annað en vændi eða nýr þrældómur. Þýtt úr Information. — ká.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.