Þjóðviljinn - 28.01.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 28.01.1981, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. janúar 1981 MOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Hitstiórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir Ölafsson. Omsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: SigrUn Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ötkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Febrúar 1978 — Janúar 1981 #Fyrir þá sem gleymnir eru má rifja það upp að í al-' þingiskosningunum 1978 biðu þeir tveir stjórnmála- flokkar sem að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar stóðu hið mesta afhroð, sem þeir hafa goldið í allri sögu sinni og töpuðu tíu þingmönnum. • Enginn efaðist um það þá, að setning kaupránslag- anna í febrúar 1978/fáum mánuðum fyrir kosningar, átti stærstan þátt í hruninu sem þarna varð hjá Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknarflokknum. • Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar á Alþingi eru 32, (stundum taldir 33), en samkvæmt nýjustu skoðana- könnun meðal kjósenda ættu þeir hins vegar að vera 44. • Samkvæmt kenningu þeirra, sem jafna áramótaboð- skap ríkisstjórnarinnar við kaupránslögin 1978 ættu þá kjósendur að vera líklegir til að verðlauna eina ríkis- stjórn með tíu til tólf nýjum fylgismönnum á alþingi fyrir sama verknað og þeir refsuðu annarri stjórn fyrir með því að svipta hana tíu þingmönnum í kosningum! #Ekki er nú fólkið í landinu svona ruglað. • Hér er málum á annan veg háttað. • Árið 1977 og 1978 voru viðskiptakjör okkar fslendinga út á við betri en nokkru sinni f yrr í sögu okkar að einu ári undanskildu (1973). • Við þessar óvenjulega hagstæðu aðstæður gekk ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar til þess verks að svipta launafólk helmingi umsaminna verðbóta á laun, ekki einu sinni heldur a.m.k. f jórum sinnum í röð, eða allt árið út, hefði stjórnin lafað við völd og þorað að fram- fylgja eigin lögum. • Hér fór ekkert milli mála, — kaupmáttur almenns launafólks skyldi með lögum skorinn niður um 15-20% og það við óvenjulega hagstæðar ytri aðstæður i þjóðarbú- skapnum. Sá kaupmáttur taxta launafólks sem ráðist var á í febrúar 1978 var samt lægri en verið hafði að jaf naði á árinu 1972, eða á árinu 1973 eða 1974, en lítið eitt fyrir ofan það lágmark sem kaupmátturinn komst í á fyrstu valdaárum Geirs Hallgrímssonar 1975 og 1976. í okkar þjóðarbúskap fannst hvorki eitt né neitt sem rétt- lætt gat þá árás á lífskjörin, sem hafin var í ársbyrjun 1978. • En hvað hef ur gerst á þeim tíma sem síðan er liðinn? • Nú eru viðskiptakjör okkar í utanríkisviðskiptum 'a.m.k. um 15% lakari en þau voru á árunum 1977 og 1978. Þetta hefur Þjóðhagsstofnun staðfest hvað eftir annað. • En hvað um kaupmátt launanna? Samkvæmt upplýs- ingum Þjóðhagsstofnunar frá þvi í gær, þá var kaup- máttur ráðstöf unartekna heimilanna á mann hærri á ár- inu 1980 heldur en hann var að jaf naði á árunum 1977 og 1978. Þetta er kaupmáttur þess hluta teknanna sem heimilin halda eftir þegar allir skattar hafa verið greiddir. • Samkvæmt upplýsingum Þjóöhagsstofnunar var kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann 157 stig á árinu 1980 (miðað er við 100 stig árið 1970), en var hins vegar ekki nema 155 stig að jafnaði á árunum 1977 og 1978, þegar viðskiptakjörin út á við voru þó um 17% betri en þau voru á síðasta ári og eru nú. • Það er stefna rikisstjórnarinnar, að tryggja á árinu 1981 óbreyttan kaupmátt ráðstöfunartekna heimilanna frá því sem var á árinu 1980, og þar með hærri kaupmátt en hér gilti að jafnaði fyrir þremur og fjórum árum, þegar viðskiptakjör okkar út á við voru þó um 17% betri en nú. Þetta er ætlunin að tryggja og koma þó verðbólg- unni á nokkurt undanhald. Að þessu tvennu miðar efna- hagsáætlun núverandi ríkisstjórnar. • Hér er sannarlega ekki um auðvelt verkefni að ræða, og mikla f jármuni þarf að færa til í þjóðfélaginu eigi það að takast. — i þessum ef num skulum við láta verkin tala þegar niðurstöður liggja fyrir. • Hitt er staðreynd, sem Þjóðhagsstofnun vottar,að á ár- inu 1979 hækkuðu ráðstöfunartekjur á mann um 2,5% þrátt fyrir um 10% lakari viðskiptakjör en árið áður, og önnur staðreynd er það, samkvæmt sömu heimild, að á árinu 1980 voru ráðstöfunartekjur heimilanna á hvert mannsbarn í landinu hærri en þær voru að jafnaði á ár- unum 1977 og 1978 (svo ekki sé nú talað um 1975 og 1976), enda þótt viðskiptakjörin hafi þá verið 17% betri. #Þeir páfagaukar sem ekki vilja skilja eða ekki geta skilið þessar einföldu staðreyndir og flytja í síbylju blaður um að nú sé verið að endurvekja febrúarlögin f rá 1978 eru sem betur fer ekki Itklegir til að hljóta fylgi kjósenda, hvorki í skoðanakönnunum né í kosningum. — k. klippf Mesti ófögnuðurinn A siöasta ári voru veitt tiu leyfi til hjónaskilnaðar, mest hjá ungu fólki, i Isafjaröarkaup- staö, og þykir það óvenju há tala fyrir vestan. Af þessu tilefni hefur Vestfirska fréttablaöiö viðtöl viö staðarpresta og sýsiu- mann. I stuttu máli er niður- staða þeirra að skilnaðir leysi yfirleitt ekki nein vandamál og séu til bölvunar ef nokkuð er. Séra Gunnar Björnsson segir m.a. um málið: „Einhver hlægilegasta upp- finning gjörvallrar mannkyns- sögunnar, hin svokallaða róman tiska ást, hafði til að mynda ekki veriö uppgötvuð norður á Er fölnar hinn rósrauði blœr „Hver er sá veruleiki, sem blasir við, þegar fölnar hinn rósrauði blær rómantikurinnar, sem skapaðist við fyrstu kynn- in, kvöldið góða i félagsheim- ilinu? Hún var sautján en hann nitján ára. Þau voru svo viss um að eftir rótleysi siðustu ára væri nú fundin örugg höfn, og aö ævi- brautin blasti við bein og breið. Þau fundu litla ibúð og þetta var allt fjarskalega gaman. Það var kannske eitt og annaö, sem vantaði, en þaðkæmi. Þau festu kaup á sófasetti, sjónvarpstæki' og hjónarúmi. Meö afborg- unum, að sjálfsögðu. Spari- merkin hrukku skammt. Þau fóru létt með að borga vixlana. Hann fékk loks pláss á togar- anum, en hún vann i frysti- húsinu. komin i bygginguna og allt það, sem þau gátu við sig losað. Ná- grannasparisjóðurinn hjálpaði þeim lika og bankastjórinn, sem pabbi þekkir fyrir sunnan. Fyrsta barnið er á leiðinni. Húsið er að visu langt frá að vera fullklárað, en það er ekkert mál. Ekkert liggur á. Eilift basl Þrjú ár eru nú liðin, siðan þau fluttu inn. Hún er heima. Hann tekur sérsjialdan fri. Börnin eru oröin tvö. Litið hefur miðað með húsbygginguna. Það eru jú engir smáræðis vextir af þess- um 20 milljónum, eða hvað það nú er, sem þau skulda. Svo var það nú sólarlandaferðin. Maður borgar nú ekki mikið á meöan. Það er nú heldur ekki hægt fyrir konuna, sem alltaf þarf að draga þessa krakkaorma á eftir „Það þarf meira en meðal búskussa til þess að splundra heimilisinu ibriarli!” Hornströndum, þegar það merkiiega menningarsvæði var upp á sittbesta. Taugaveiklaðar hlaupastelpur úr fjarlægum héruðum fluttu þennan ófögnuð með sér norður þangað á flótta undan yfirvöldum”. Vildi ekki skipta á Kötu Og hann kallar Martein Lút- er sér til vitnis um skynsam- lega afstöðu i hjónabands- málum: „Marteinn Lúter hafði ákaflega skemmtilegar hug- myndir um hjónabandið. Hann leit á það sem skólun og meðal annars æfingu I þolinmæði. Sá sem rekur fyrirtæki, vandar sig eftir megni viö reksturinn. Eins hlýtur það að vera I hjónaband- inu. „Égvildiekkiskipta á Kötu minni og Frakklandi eða Fen- eyjum af því að Guð hefur gefiö mér hána og aðrar konur hafa ennþá nöturlegri skavanka en hún”, var niðurstaöa kirkju- föðurins um þetta mál”, segir séra Gunnar. Enda ekki aö ósekju sem Weber setur „gheist der kapitalismus” — anda kapitaiismans — á reikning Lú- ters. En Vestfirska fréttablaðið lætur ekki staðar numið við samtöl við geistleg og veraldleg yfirvöld heldur leggur i forystu- grein út af niðurstöðunum með sögu um „venjulegt hjónaband venjulegs fólks” á fyrstu ár- unum. (Millifyrirsagnir eru Þjóðviljans) / sjöunda himni „Ekkert mál, við byggjum”, segir hann hreykinn einn dag- „Slysa- legasta asnastrik manns- ævinnar,, —segir sr. Gunnar Bjornsson. inn. Þau byrja að byggja. Þetta er erfitt, en þau eru ung og þetta gengur. Hann er auðvitað ekki alitaf ánægður. „Kellingin er alltaf I þessu fjandans frystihúsi þegar maður kemur i land og maður þarf alltaf aö vera i eilif- um reddingum út af húsinu”. Þau eru flutt i nýja húsið. Þau eru i sjöunda himni. Þau hafa fengið lán i sparisjóðnum upp i væntanlegt húsnæðismála- stjórnarlán. Annað lán fengu þau hjá sparisjóðnum, sem allir húsbyggjendur fá. Lifeyris- sjóðslánin þeirra beggja eru sér, annað en að hafa almenni- I legan bil. Sá gamli er orðinn al- I gjör drusla eftir byggingar- J stússið. Nei, maður heggur sko I ekki andskoti mikið i skuld- • irnar. Þykir gott að geta haldið i | horfinu, þótt þénustan sé sæmi- | leg. Slett j úr klaufunum Sex ár eru liðin frá þvi þau I fluttu. Krakkarnir fjögra og | fimm. Heldur eru nú farið að ■ linna baslinu. Hún er enn i heima, en henni leiðist. Hún fer | jústundumáböll, þegarhann er | úti á sjó, en lltið annað. Þegar . hann er i landi, þá er hátið. i Strákarnir koma og það er tekið | i glas. Verst að maður skuli allt- | af þurfa að vera á þessum dalli. , Vonlaust að hætta, það gera ■ skattarnir. Það er svo hrút- | leiðinlegt að hanga alltaf úti I | Ballarhafi. Munur en kellingin. , Húngetur haftþaðgott, oggerir ■ það vist llka örugglega. Strák- I arnir um borð voru að dylgja | um hana Gauju hans Halla. Ætli , min sé nokkuð betri? Eitthvað ■ var hann að hringja hér um I daginn, þessi djöfull úr hljóm- | sveitinni fyrir sunnan. Nei, næst , þegar ég kem I land, þá gef ég ■ sko skit I allt draslið og skelli | mér I reisu suður. Þá skal | maður nú taka’öa. Maður er nú , ekki nema 26 ára og búinn að ■ vera I þrælahaldinu I sjö ár. Það I ervisttimitilkominn, að maður j sletti svolltiö úr klaufunum...” , og shorfð

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.