Þjóðviljinn - 28.01.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 28.01.1981, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. janúar 1981 MANNTALIÐ í REYKJAVÍK: 1230 teljarar ganga í hús á sunnudaginn — Manntal einsog þaö sem fram fer hér á landi nú um helgina er ekki nýtt af nálinni/ hvorki hérlendis né erlendis/ — sagöi Gunnar Eydal/ skrifstofu- stjóri borgarstjórnar/ á blaðamannafundi i gær þar sem gerö var grein fyrir framkvæmd mann- talsins i Reykjavik. — Til- gangurinn meö þvi er sá einn að skapa betri borg, og sá tilgangur næst aðeins með góöri samvinnu viö al- menning. Borgarráð skipaði i desember þá Gunnar Eydal, Eggert Jóns- son borgarhagfræðing og Geir Thorsteinsson hagsýslustjóra til að hafa yfirumsjón með fram- kvæmdinni. Þeir réðu siðan Stefán Reyni Kristinsson við- skiptafræðing til að vinna að framkvæmdinni og hófst undir- búningsvinna i desember s.l., en 6—7 starfsmenn borgarinnar hafa verið að störfum frá þvi um miðjan janúar. Áætlaö er að allt að 1400 manns verði að störfum i Reykjavik við framkvæmd manntalsins. Borg- inni er skipt i 21 hverfi og verður hverfismiðstöð i grunnskóla innan hvers hverfis. Hverju hverfi er siðan skipt i teljaraum- dæmi, sem alls verða 1230 i borg- inni, og hefur hver teljari á sinni könnu um 25 Ibúðir og færir á skrá tæplega 70 ibúa. Teljararnir eru flestir nemendur framhaldsskóla borgarinnar. Auk þeirra starfa svo við manntalið hverfisstjórar, sem eru kennarar úr Verslunar- skólanum og Menntaskólanum við Hamrahlið. I dag kl. 18 koma teljarar saman á fundi I hverfamiðstöðun- um, og verða þeim þar veittar nánari upplýsingar um starfið og kennd útfylling eyðublaða. í kvöld dreifa teljararnir svo eyðu- blöðum til ibúanna i sinu um- dæmi. Þau eyðublöð sem fólk fær heim til si'n I kvöld eru einstakl- ingsskýrslur, þar sem hverjum einstaklingí^ sem fæddur er 1968 eða fyrr, ber að svara spurning- um er varða m.a. atvinnu, nám, ferðir til og frá vinnustað, þátt- töku i heimilisstörfum ofl. Fólki er ráðlagt að fylla skýrsluna ekki út fyrr en um helgina, en á föstu- dagskvöldiö verður leiðbeininga- þáttur i sjónvarpinu, og veröur hann endurtekinn siðdegis á laugardag. Auk einstaklingsskýrslunnar verða fylltar út Ibúðarskýrslur, ein fyrir hverja ibúð. Þau eyðu- blöð hafa teljararnir meðferöis þegar þeir ganga i hús á sunnu- daginn, og fylla út með aðstoð heimilismanna. Þriðja eyðu- blaðið er svo hússkýrsla, sem umráöamaður hvers húss gerir, og verður eitt slikt borið i hvert hús. Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps: Landsvirkjun greiði allan aukakostnað Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps skoraði i gær á stjórn Rafmagns- veitna rikisins að krefjast þess, að Landsvirkjun greiði allan kostnað við raforkuframleiðslu eldsneytisvéla raforkukerfisins. Segir ennfremur i samþykkt hreppsnefndar: „Ljóst er, að heilir landshlutar sem nota þjónustu RARIK hafa verið tengdir orkuveitusvæði Landsvirkjunar til að auka vatnasvæði hennar, en hinsvegar ekki byggðar þær virkjanir sem krafist hefur verið að byggðar yrðu, til dæmis á Austurlandi. Það getur ekki verið hlutskipti raforkunotenda Rafmagnsveitna rikisins einna að greiða I orku- verði sinu aukaskatta vegna rangra ákvarðana i raforkuöflun Slikt er ekki réttlætanlegt.” Þá samþykkti hreppsnefndin eftirfarandi áskorun um virkj- anamál: „Vegna þess bága ástands sem þjóðin býr nú við i raforkumálum, og þá ekki sist Austfirðingar, skorar hreppsnefnd Egilsstaða- hrepps á orkuráðherra og rikis- stjórn að draga ekki lengur aðl taka ákvörðun um virkjun i| Fljótsdal, svo að framkvæmdir! geti hafist i sumar”. — Sv.J./vI Þeir sjá um framkvæmd manntalsins i höfuðborginni: f.v. Stefán Reynir Kristinsson, Gunnar Eydal, Eggert Jónsson. Ljósm.: — eik. I p p |i' ■ ' . jH’V . W.,'. n f A Wm Hf tC' z Él|| .. V " jgf - 11 ^Sfcife r r<4 js zzzzss*™ <tst******□..* □ n*> Þeirsem merktu vsð „Nei-* í 10. iið sleppa spurningum 111., 12. og 13. iið 11 12 Hf! íís ■ --Vf 44V’ V’V iír<}U Frsamhsld 043 unúif&kriti á bakhOd Til hvers? En til hvers er verið að gera þetta manntal, og hvað verður gert við þær upplýsingar sem safnað verður um helgina? Tals- vert hefur borið á tortryggni i garð manntalsins, einsog menn hafa væntanlega tekið eftir m.a. i lesendadálkum blaðanna. Spurt hefur verið hvort ekki sé nóg að hafa þjóðskrá, hvort hún veiti ekki nægar upplýsingar. Og sumir hafa m.a.s. talað um persónunjósnir og gefið yfirlýs- ingar um að þeir ætluðu að neita að svara. Um þetta sagði Eggert Jónsson borgarhagfræðingur m.a.: — Menn skaða sjálfa sig fyrst og fremst, með þvi að svara ekki spurningunum. Ef menn telja það sitt einkamál hvort þeir fara til vinnu i strætó eða á einkabil, er ekki hægt að þvinga þá til að svara. En þær upplýsingar sem fengnar verða með þessu móti verða m.a. notaðar til að skipu- leggja strætisvagnaferðir i fram- tiðinni, og þvi gleggri sem upp- lýsingarnar eru, þvi betur hlýtur skipulagningin að ganga. Og sama máli gegnir um aðrar spurningar, þær eru lagöar fram með ákveðin skipulagsatriði i huga. Þjóðskrá veitir ekki nægar upp- lýsingar um allt sem nauðsynlegt er að vita, t.d. um atvinnuþátt- töku fólks, flutninga innan sveitarfélaga ofl. A hagstofunni eru upplýsingar um fæðingartiðni ekki til I aðgengilegu formi, en með þvi að spyrja hverja konu hve mörg lifandi börn hún hafi fætt, einsog nú er gert, má fá fram upplýsingar sem nauðsyn- legar eru við áætlanagerð um fólksfjölda i framtiðinni. Upplýsingarnar sem fengnar verða með manntalinu verða ein- vörðungu notaðar til hagskýrslu- gerðar og verður farið með þær sem trúnaðarmál. Hagstofan annast úrvinnsluna, og öll gögn sem þaðan koma siðar verða i formi súlnarita og taflna, sem ekki bjóða upp á neinar persónu- njósnir. Teljarar og aðrir sem að manntalinu vinna eru bundnir þagnarskyldu, og fá teljararnir sérstakt skipunarbréf upp á vas- ann, þar sem þetta er skýrt tekið fram. 75 miljónir. t manntalslögunum er kveðið á um sektir alltaö 500 nýkr. fyrir að neita aö svara spurningum, og það er undir hagstofunni komið hvort þessu ákvæði verður beitt. A blaðamannafundinum kom einnig fram, aö kostnaður við manntalið i Reykjavik er áætl- aður 75 miljónir gamalla króna, en endanlegur kostnaður liggur að sjálfsögðu ekki fyrir enn. Telj- arar fá 360 nýkr. fyrir ómakið, og hverfastjórarnir fá 500 nýkr. — Við viljum hvetja fólk til að vera heima á sunnudaginn, þar til teljari hefur komið i heimsókn, sagði Gunnar Eydal, og auðvelda honum starfið með þvi að leysa greiðlega úr spurningunum, enda mun sá fróðleikur sem aflað verður með manntalinu m.a. koma að góðum notum og auð- velda skipulagningu borgarinnar i framtiðinni. —ih Rotterdamverð 306 dollarar Sú misritun varð i viðtali sem birtist i Þjóðviljanum i gær við Hjörleif Guttormsson, iðnaðar- ráðherra, að verð á gasoliutonni á Rotterdammarkaði var þar sagt vera um 250 dollarar. Hið rétta er að verðið fór lægst niður i 271 dollar á árinu 1980, var 367 dollarar i ársbyrjun 1980 og 306,25 dollarar nú þann 23. þ.m. Þetta leiðréttist hér með. Handknattleikssamband íslands ÍSLAND — FRAKKLAND Landsleikur í Laugardalshöll í kvöld kl. 20 Miðasala frá kl. 17. ÁFRAM ÍSLAND — ÁFRAM ÍSLAND — ÁFRAM ÍSLAND

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.