Þjóðviljinn - 28.01.1981, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 28.01.1981, Qupperneq 7
MiOvikudagur 28. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Framað þessu hafa fiskveiOar á Grænhöföaeyjum aöeins veriö meö allra frumstæöustu aðferöum. Þróunaraðstoð er þolinmæðisverk Landiö er haröbýlt og atvinna fábreytt. Magni Kristjánsson skipstjóri frá Neskaupstað er útgerðarstjóri islensku þróunarhjálparinnar viö Grænhöfðaeyjar, þaðan sem gert er út fiskipið Bjartur. Magni og fjölskylda hans voru heima um jólin og notaði þá blaöiö AUSTURLAND tækifæriö og hafði við hann eftirfarandi viötal, sem viökomandi blaöamenn, Smári Geirsson og Guömundur Bjarnason, hafa góðfúslega leyft Þjóðviljanum aö endurprenta: Sl. vor héldu nokkrir Islend- ingar til Grænhöfðaeyja, eða Capo Verde eins og eyjarnar heita á máli þarlendra til að kenna innfæddum sitthvað um fiskveiðar, meðferð veiðarfæra og veiðarfæragerð. Þessi aðstoð við eyjaskeggja er á vegum Aðstoðar lslands við þróunar- rikin. Árið 1980 voru veittar 280 milljónir króna til undirbúnings verkefninu á Grænhöfðaeyjum svo og til reksturs verkefnisins það árið. Aður hafði verið keypt fiskiskip til notkunar þar. Kemur þetta fiskiskip Norðfirð- ingum kunnuglega fyrir sjónir, þvi það er gamli Bjartur, sem smiðaður var fyrir Sidar- vinnsluna hf. i Austur-Þýskalandi árið 1965. — Enn á ný ber skipið nafnið Bjartur og útgerðarstjóri hans á Grænhöfðaeyjum er Magni Kristjánsson frá Neskaup- stað. Auk Magna héldu til Græn- höfðaeyja skipstjóri og vélstjóri. Fjölskyldur allra þessara manna dvelja á eyjunum með þeim og eru þvi 10 Islendingar búsettir á Capo Verde um þessar mundir. En hvar og hvernig eru Græn- höfðaeyjar? Eyjarnar eru 9 tals- ins i byggð auk nokkurra óbyggðra, og á fimmta þúsund ferkilómetrar að stærð. Þær eru 280 sjómilur út af vesturströnd Afriku, um það bil 900 milur suð- vestur af Kanarieyjum. Tungu- mál ibúanna er mjög skylt portúgölsku og kallast creol, en portúgalska er opinbert ritmál á eyjunum. Um 350 þúsund manns eru búsettir á Grænhöfðaeyjum en Capo - Verde búar teljast miklu fleiri. Stór hluti þjóðar- innar starfar erlendis og byggist afkoma fjölda fólks á eyjunum á launatekjum, sem sendar eru heim til framfæris oft stórum fjölskyldum. Capo Verde var áður portúgölsk nýlenda en hlaut sjálfstæði 1975. Magni Kristjánsson var staddur i orlofi i Neskaupstað i byrjun janúar og gengu þá Dlaða- menn Austurlands á fund hans til að forvitnast um hagi Islending- anna á Capo Verde, þjóðfélag eyjaskeggja, og um það hvernig til hafi tekist með verkefnið sem ráðgert var að tæki a.m.k. 1 1/2 ár. — Hvernig hefur verkefnið gengið? — Undirbúningur verkefnisins var fyrst og fremst miðaður við að veiða hrossamakrfl (brynstirtlu) og aðrar skyldar Þýðir ekki að leggja árar í bát þótt makríltorfa stökkvi ekki í fangið á manni tegundir uppsjávarfiska í hring- nót. Fyrir lágu upplýsingar frá alþjóðastofnunum svo og eyja- skeggjum sjálfum, að þarna væri mikið af slikum fiski. Frum- könnun islenskra aðila sem fóru til eyjanna 1977 og ’78 hneig einnig i sömu átt. Bátakaup og út- búnaður allur var miðaður við þetta I meginatriðum. Einnig var litillega gert ráð fyrir að kanna möguleika til tog- og neta- og linuveiða og að auki veiðar i humargildrur. — Nú,en sumrinu i sumar var varið til leitar að hrossamakril. Er skemmst frá þvi að segja að ekkert fannst af þeim ágæta fiski. Þess ber að geta að hrossamakrill er göngu- fiskur og hafsvæðið, sem við með eitt skip leitum á, er viðlíka stórt og hafsvæðið milli Islands og Grænlands. — Það má geta þess i þessu sambandi að það tók nokkur skip mörg ár að koma sumarloðnuveiðum hér i gang. — Þvi er alls ekki ljóst enn hvort þessi fiskur gengur á miðin um- hverfis eyjarnar einhvern annan tima ársins. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að fiskurinn sé á miðunum þó að við höfum ekki fundið hann. Svona vinna er þolinmæðisverk og ekki þýðir að leggja árar i bát þó makriltorfa stökkvi ekki i fangið á manni i fyrstu atrennu. Aftur á móti urð- um við varir við verulegt magn af túnfiski, og sýnist augljóst að þær veiðar megi auka að mun á þess- ari slóð. Til þess höfum við þó ekki búnað. — Hvernig ganga samskiptin viö þá innfæddu og hafa þeir sýnt verkefninu áhuga? — Innfæddir Capo Verde búar eru sérstaklega viðkunnanlegt fólk. Fólkið er ákaflega glaðlynt, friðsamt og tilfinninganæmt og lætur gjarna hverjum degi nægja sina þjáningu. örlltill minnihluti fólks talar ensku og alltaf eru ein- hverjir innfæddir meðal áhafnar- innar sem skilja ensku. Auk Islendinganna tveggja eru 10-13 innfæddir um borð i Bjarti. Sjómenn eru þarna upp og ofan eins og annarsstaðar. Bráðdug- legir, lélegir og allt þar á milli rétt eins og þekkist hér heima. Þó efniviðurinn sé góður er ljóst að það sem tekur dagstund að kenna byrjanda hér tekur viku þar suður frá. Okkur hér norðurfrá er sjómennska i blóð borin en þeim framandiað flestu leyti. Auk þess hugsanagangurinn annar. Þorri almennings skilur vart aðgerðir sem þessar nema þær snerti hann beint. T.d. að pláss fáist á skipinu eða vinna við það. Astæðan er sennilega sú að fólk er illa upplýst almennt og á erfitt með að fá samhengi i hlutina nema það blasi augljóslega við. — Voru mikil viöbrigði aö setj- ast aö á Capo Verde? — Já óneitanlega. Þegar fólk eins og við kemur úr neysluþjóð- félagi i land sem þetta hlýtur margt óvenjulegt að blasa við og má þar margt telja upp. Við kom- um t.d. þarna út undir sumar og voru mikil viðbrigði að hefja nýtt lif og starf i 30-35"hita. Mataræði er mjög frábrugðið okkar og tók það nokkurn tima og nokkrar magakveisur að aðlagast þvi. Mjólk fæst t.a.m ekkúkjöt er af mjög skornum skammti, egg eru sjaldan á markaði og ávextir eru mikið fágæti, nema bananar. Húsnæði sem við bjuggum i fram i miðjan nóvember var mjög bág- borið, bæði litið og óþrifalegt. Vatnsleysi var algengt og mjög til baga fyrir sisveittan mörland- ann, ekki sist þegar magakveisur gengu yfir! En öllu má venjast. — Um miðjan nóvember rættist úr húsnæðismálunum. Þá fengum við nýjar ibúðir i fjölbýlishúsi og þar unum við okkur vel. Sann- leikurinn er sá að enginn fiytur sinar fyrri lifsvenjur og aðstæður til svo framandi lands. Forsenda þess að nokkrum geti liðið vel er að aðlaga sig þvi sem fyrir er i meginatriðum. Það reynum við eftir bestu getu. — Hvernig er skólamálum háttaö hjá þeim innfæddu? — Frá þvi að rikið fékk sjálf- stæði er öllum gefinn kost- ur á að læra að lesa og skrifa. Að þvi er ég best veit er það mun betra en hjá flestum þjóðum á meginlandi Afriku. Einnig sýnist stéttaskipting minni á Capo Verde en á meginlandinu þó hún sé talsverð. — Námið er að ein- hverju leyti stéttbundiö þ.e.a.s. gæði þess fara að nokkru eftir efnahag viðkomandi. Framhalds- nám er eitthvert á eyjunum. Þar eru menntaskólar en háskólanám er ekki hægt að stunda á eyjunum. Slik fræöi verður aö sækja til annarra landa t.d. Portúgal. Vegur iönmenntunar er lftill, þó er þar starfandi visir að tækni-, stýrimannaskóla o.fl. — Hvað meö ykkar börn? — Vegna tungumálaörðugleika ganga bðrnin ekki i skóla þeirra innfæddu. Við höfum sjálf haldið upp nokkurri kennslu, aðallega I islensku og reikningi, eftir að úr húsnæðisvandanum leystist. Þetta er kannski ekki eins og best verður á kosið. En á móti kemur að þau fá ,,aukatima” i öðru eins og t.d. landafræði, þjóðfélags- fræði, tungumálum o. fl. sem kannski er ekki á námskrá sam- kvæmt okkar skólakerfi. — Hvað gerið þiö i fristundum ykkar á eyjunum? — Við verðum i rauninni að skapa okkur afþreyingu sjálf, þvi litið er við að vera I borginni Mindelo, þar sem viö búum, þó ibúarnir séu um 35 þúsund. Viö höfðum með okkur lesefni þegar við héldum til eyjanna og hafa þvi verið gerð góð skil. — Á Grænhöfðaeyjum er ekkert sjón- varp og útvarpssendingar eru aðeins i 4-5 klst. á dag og er megin efni þeirra létt tónlist og fréttir. Kvikmyndahús er i Mindelo, og sýnir það gamlar og gatslitnar kvikmyndir. — Sjálfur hef ég reyndar ekki haft gaman af bió siöan ég komst á þann aldur að þurfa ekki að svindla mig inn á bannaðar myndir. Aðeins eitt blað er gefið út á eyjunum. Það kemur út vikulega og er 8 siður að stærð. Umræða um stjórnmál og almenn málefni er litil og fólk fáfrótt um flesta hluti. — Hvað um veöurfar? — Eyjarnareru á 14-17*n. br. og hitinn i samræmi við þaö. Nú er þar kaldasti timi ársins. Nætur- hiti i des. komst niður undir 20 st. og þá var hitinn á daginn 22-25 st. Sumariðerheitt,dagshiti 26-37 st. og næturhiti 26-29 st. — Oft er golukaldi og yfirleitt sólskin og léttskýjað. Flestir vita liklega að vandi eyjaskeggja stafar að miklu leyti af langvarandi þurrkum. Regntiminn er haustið, og i ár rigndi 5 sinnum með löngu millibili, oftast litilsháttar. Engin breyting er þvi á vanda þeirra hvað þetta snertir. — Geturöu sagt frá daglegu lifi þessa fólks i stuttú máli? — Það er nú kannski erfitt. At- vinnuleysi er mjög mikið og at- vinnuöryggi er hugtak sem þekkist vart. A einn eða annan hátt er mestum tima varið til að afla lifsviðurværis. Sumir þurfa aö sækja vatn um langan veg til þvottar og matar. Götusala er almenn og margir fokka daginn út þar sem likur eru á að fá tima- bundna snapvinnu, t.d. við höfn- ina. Þeir sækja sjó á frumstæðum róðrarbátum sinum og f jölmargir hokra með nokkrar hænur, geitur eða svin. Capo Verde búar eru félagslyndir og standa eða sitja oft i hópum. Þarna er maður manns gaman, og mér er til efs að orð eins og kynslóðabil og af- þreyingarefni finnist i máli þeirra. — Aö lokum Magni, hvaö um framhald verkefnisins og hvaí verðið þiö lengi þarna suöur frá? — A næstunni verður ákveðið um framtiö þessarar aðstoðar. Þróunaraðstoð er i eðli sinu þolin- mæðisverk og mikils árangurs vart áð vænta á skömmum tima. Ég vona að islenskur almenn- ingur og stjórnmálamenn sjái ekki eftir þeim krónum sem i þetta fara og haldið verði áfram næsta ár að styðja þessa fátæku þjóð til sjálfsbjargar. Arangur er vis ef þolinmæðina brestur ekki og vist er að þörfin er brýn. Ég er ráðinn i þetta starf fram i september á þéssu ári, og á þess- ari stundu get ég ekki sagt um hvort af framhaldsráðningu verður. Starfið er skemmtilegt og áhugavert, en vist er að fyrr en siðar komum við aftur heim á klakann. —S.G./G.B

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.