Þjóðviljinn - 28.01.1981, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Miövikudagur 28. janúar 1981
Miövikudagur 28. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Nýr sendi-
herra Belgiu
Nýskipaður sendiherra Belgiu.hr. Jacques
A.F. Vermer.afhenti i sl. viku forseta tslands
trúnaðarbréf sitt. Viðstaddur athöfnina var
ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra.
Hólmarar í heimsókn:
Sýna
Markólfu
Darios Fos
Leikfélagið Grimnir i Stykkishólmi mun nú
á föstudag og laugardag sýna gamanleikinn
Markólfu eftir Dario Fo i Kópavogsleikhús-
inu.
Þetta er hreinræktaður farsi um gömlu
vinnukonuna Markólfu, sem hefur kannske
hlotiö stóra vinninginn i happdrættinu og öðl-'
ast með þvi óskiljanlegt aðdráttarafl fyrir
karlmenn háa sem lága.
Grimnir frumsýndi verkið skömmu fyrir
jól og hefur nú sýnt það átta sinnum á Vest-
urlandi við mikil hlátrasköll áhorfenda. Þýð-
andi var formaður félagsins, Signý Páls-
dóttir, leikstjóri Jakob S. Jónsson, leikmynd
gerði Lárus Pétursson, búninga Sigrún
Jóhannsdóttír og Signý Pálsdóttir og lýsingu
annast Einar Eðvald Gislason.
7 leikarar sprella i höll markgreifans, sem
Markólfa vinnur hjá. Þeir eru: Elin Jónas-
dóttir, Vignir Sveinsson, Svanhildur Jóns-
dóttir, Jóhannes Björgvinsson, Guðrún
Hanna ólafsdóttir, Björgvin Guðmundsson
og Birgir Sævar Jóhannsson.
Sýningar Grimnis i Kópavogsleikhúsinu
verða föstudaginn 30. janúar kl. 21 og laugar-
daginn 31. jan. kl. 15.
Þaö er ekki vegna þess
aö stéttarfélög eru i tísku
að viö bændur viljum
einnig fá okkar stéttar-
félag, segir einn af tals-
mönnum pólskra bænda,
Adam Macierewicz. Viö
höfum haft uppi ýmsar
mótmælaaðgerðir árum
saman gegn þeirri mis-
munun sem við höfum
sætt. Yfirvaldiö hefur
breytt um afstöðu gagn-
vart okkur, en það er samt
langt í land að við höfum
náð þeim rétti sem við
þurfum.
Adam Macierewicz er ekki
dæmigerður bóndi. Hann hefur
lokið námi við landbúnaðarskóla
og siðan búið á átta hektara jörð.
En hann er á báti með mörgum
bændum öðrum einmitt i þvi. að
jarðirnar eru of litlar til að hægt
sé að reka þær með hagkvæmum
hætti — og hann hefur sótt um að
bæta við sig öðrum átta hektör-
um.
Macierewicz leggur á það
áherslu, að bændur eigi sér gamla
baráttuhefð allt frá þvi að þeir
börðust gegn þvi að Þjóðverjar
yfirtækju jarðir þeirra. Þeir hafi
lika á seinni árum efnt til aðgerða
eins og útgáfu flugrita og sölu-
banns á afurðum. Hann segir að
fulltrúar bænda hafi frá þvi i
fyrrahaust verið i nánu sam-
bandi við Lech Walesa og aðra
forystumenn verkamannafélag-
anna Solidarnosc, og það hafi
verið samkomulag milli þeirra,
að bændamálin væru látin biða
meðan verkalýðsfélögin væru að
koma undir sig fótum. En nú vilj-
um við einnig stofna okkar
stéttarfélög og við höfum til þess
stuðning verkamanna.
Ein miljón
Bændur héldu sina fyrstu
meiriháttar ráðstefnu þann 14.
desember og þá höfðu um 600 þús-
undir tengst nýjum bændasam-
tökum. Adam telur að nú séu þeir
orðnir um það bil miljón. Stofnun
samtakanna var ekki einfalt mál
Að visu hefur staða þeirra breyst
nokkuð á seinni árum, skref hafa
verið stigin i þá átt að koma
bændum inn i eftirlaunakerfið.
En þar fylgir sá böggull skamm-
rifi að þeir hafa orðið að leggja á
sig sjálfir verulegan aukaskatttil
að öðlast lifeyrisréttindi. Enn-
fremur er til þess ætlast að
bændur afhendi rikinu jarðir
sinar i skiptum fyir ellilifeyri
(þetta likist, NB, dálitið ibúða-
söfnun Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna). Samkvæmt þeim
áætlunum sem viðraðar hafa
verið er til þess ætlast að rikið
leigi svo út þessar smájarðir, en
margt er samt á huldu um fram-
kvæmdina.
Fullgildir aðilar
Pólsk stjórnvöld hafa til þessa
neitað að viðurkenna bændasam-
tökin — það bann gengur svo
langt, að blöðum er jafnvel
bannað að nefna samtökin með
nafni, enda þótt þau séu til og
starfi.
Markmið bændanna, segir
þessi pólski bóndi, er að fá
viððurkenningu sem samnings-
aðili; annars verður ekki hægt að
leysa vanda pólsks landbúnaðar.
Stjórnin hefur ekki heildstæða
'stefnu i þessum málum, og hana
er aðeins hægt að móta með þvi
að ræða heiðarlega við bændur.
Við höfum ýmsar tillögur sem
geta stuðlað að þvi að hressa
sveitirnar við. Við þurfum vegi,
vélakost, skóla fyrir börnin okkar
og fleira. Við þurfum að fá lögin
um eftirlaun endurskoðuð og
verða meðhöndlaðir eins og
hverjir aðrir þegnar.
Við búumst ekki við neinu af
Kommúnistaflokknum. Það eru
félagar i honum meðal okkar, en
það skiptir ekki neinu máli —
stundum höfum við getað knúð
fram einstök mál, en flokkinn
vantar alveg landbúnaðarstefnu.
Við ætlum heldur ekki að leggja
út i beina andstöðu við hann. Við
viljum styðja við bakið á þeirri
lýðræðislegu þróun sem flokkur-
inn sjálfur hefur lýst sig fylgj-
andi. En við krefjumst að vera
virkur þáttur i þeirri þróun.
Vandi smábœnda —
pólskra og annarra
• Pólskir bændur hafa verið
allmikið I fréttum vegna þess að
þeir hafa stofnað óháð stéttar-
samtök, sem yfirvaldið hefur
ekki viljað viðurkenna.
• Flestir pólskir bændur eru
sjálfseignarbændur á jörðum
sem þeir segja alltof litlar.
Pólskir bændur eru þvi hluti af
vanda sem hefur veriö leystur á
liðnum öldum og áratugum hér
og þar I heiminum og oftast
með grimmd og ofbeldi.
• Smábóndinn er þrjóskur,
hann er sá Bjartur í Sumarhús-
um sem gefst ekki upp þó að
tækniþróun og viöskiptamál séu
honum andsnúin. Hann vill
halda áfram að hokra, hvaö sem
tautar og raular.
En hann er oftast flæmdur
burt . Landeigandinn hækkar
leiguna eða Iætur reka hann af
landinu og brennir ofan af
honum húsin ef hann vill ekki
fara. Bankarnir senda jarð-
ýtur, ryðja burt öllu sem fyrir
er þegar skuldum hlaðnar smá-
bændajarðir eru teknar eignar-
námi og þeim breytt f stór-
jarðir.
■ Um þetta eru ótal dæmi: úr
Skotlandi og Oklahoma, frá
Asiu og Suður-Ameriku.
f A stöku stað verður
nokkurn veginn friðsamleg
þróun: sveitaæskan hleypur
að heiman til betri kjara, smá-
jaröir fara i eyöi eöa renna
saman við aörar, sem verða lif-
vænlegar við nýjar tækniaö-
stæður.
# 1 Póllandi hefur skapast
undarleg staða: þar eru margir
smábændur sem eins og hvorki
geta lifað eða dáið.
• 1 eftirfarandi viðtali (sem
er endursagt úr Information)
kemur ýmislegt fram sem
varpar ljósi á stöðu þeirra og
kröfur.
* Vandamál þeirra eru ólík
bæði vanda smábýla í Vestur-
Evrópu og þriöja heiminum.
Þeir eru einhversstaðar mitt á
milli. Taki menn eftir því, að
þeirra kröfugerð er m.a. sú aö
fá skikkanleg eftirlaun og dag-
vistarstofnanir I sveitir. Það er
ekki meö öllu vanþróað land
félagslega þar sem slik mál eru
á dagskrá.
AB
Biðröð viö kjötverslun: þegar vöruskortur varð I borgunum var brosað til okkar stundarkorn.
Viljum
vera virkur
Dáttur í
Deirri
ýðræðis-
þróun sem
boðuð er
Bændur á markaöi: viö viljum jafnan réttá viö aöra þegna
Við
rétt
viliiun fá iafnan
a við aðra þegna
meðal annars vegna þess, að
meðal bænda var uppi nokkur
ágreiningur um það hvort sjálfs-
eignarbændur smábýlanna og
þeir sem vinna á samvinnu- og
rikisbúum gætu allir saman verið
saman i einu félagi. Sú stefna
hefur þó orðið ofan á, en „við get-
um alltaf skipt okkur upp siðar”
ef þörf krefur, segir Adam
Macierewicz.
Og segir han, hér er ekki aðeins
um að ræða mun á sjálfseignar-
bónda og landbúnaðarverka-
manni. Við þurfum við það að
glima, að einstök héröð eru mjög
misjafnlega þróuð og að mikill
menntunarmunurer á þeim sem i
bændastétt eru.
Vítahringur
Sérstaða pólskra bænda i Austur-
Adam Macierewicz: jarðirnar
voru frá upphafi of litlar
Evrópu er sú, að þar eru 75%
bænda sjálfseignarbændur á
smábýlum, afgangurinn starfar
við rikisbú eða samyrkjubú.
Smábændurnirhafa mest kvartað
yfir þvi, að stjórnvöld vildu þá
helst feiga sem stétt og mismuna
þeim á margan hátt. Um þetta
farast Adam Macierewicz orð á
þessa leið:
Sú stefna var tekin að skipta
landinu niður i svo smáa skika að
menn gátu ekki með góðu móti
lifað af landinu. Auk þess var
bændum meinaður aðgangur að
nýrri tækni. Og þegar bændur
gefast upp hafa þeir ekki einu
sinni getað fengið aðgang að
borgunum. Flestar borgir hafa
verið lokaðar aðkomumönnum
meö þeim vitahring sem segir, aö
maður verði að hafa vinnu til að
Lech Walesa á fundi: við höfðum samráð við Samstöðu og ákváðum að
bíða uin hrið
fá húsnæði og að maður verði að
hafa húsnæðiog dvalarleyfi til að
fá vinnu i borginni!
Minni réttindi
Mismununin hefur og komið
fram þvi, að opinber framlög til
landbúnaðarins hafa fyrst og
fremst farið til rikisbúa og
samyrkjubúa. Um leið hafa yfir-
völd neytt bændur til aö afhenda
ákveðnar afurðir á verði sem rik-
ið ákveður ef þeir áttu yfirhöfuö
að fá eldivið eða ýmsar aðrar llfs-
nauðsynjar. Það væri hægt, segir
Adam Macierewicz, aö halda
lengi áfram með dæmi um hinar
alvarlegu búsifjar sem firnahröð
iðnvæðing Póllands hefur leitt yf-
ir bændur. Hann telur að margt
hafi verið gert beinllnis til að láta
ýmsar breytingar f landinu bitna
á bændum. öðru hverju hafi
þeim svo verið lofað ýmsum
umbótum, þegar skortur á ýms-
um matvælum var orðinn alvar-
legur i borgunum. En stjórnin
hafi svo verið fljót aö kippa að sér
hendinni aftur og gleyma loforð-
unum. Þannig hafi mál axlast til
á stjórnartið Gomulka og einnig
Giereks.
Ennfremur kvartar Adam
Macierewicz yfir þvi, að bændur
hafi ekki fengið að hafa áhrif á
neitt er þá varðar, enda þótt
lagðir hafi verið á þá drjúgir
skattar i friðu og i peningum. 1
staðinnhafi þeir ekkifengið sömu
félagsleg réttindi og borgarbúar.
Þeir urðu að greiða læknishjálp
sjálfir, barnaheimili voru óþekkt
fyrirbæri til sveita og eftirlaun.
á dagskrá
Og hvernig þú úthúðar alþingi kona,
þetta er ekki hægt og síst
frumlegt því allir sótraftar lemja í
sama hnérörið
Haföu ráð þó
heimskur kenni
(sending til Olgu Guðrúnar)
Þegar þú byrjaðir að syngja
dægurlög með glæsibrag hélt ég
að þú værir búin að hlaupa af þér
hornin og orðin siðug stúlka i
blessuðu velferðarrikinu. Ekki
aldeilis. Nú ryðstu fram á siðum
„blaðsins okkar” og lætur eins og
belja á svelli og það út af Gerva-
soni, sem at voru máli kallast
Kerfason.
Ja þvilik rassaköst, þér nægir
ekki að ráðast á máttarvöld him-
ins'og jarðar heidur ganga slett-
urnar ,,á gömlu eldhugana og
baráttumennina sem nú sitja
þægir og prúðir i sinum hornum’’.
Er nema vona mann sviöi.
En ég spur, er þetta nokkuð
annað en bölvuð ónáttúra i Kerfa-
syni að vera á móti strlðinu, þess-
um elsta og háþróaðasta atvinnu-
vegi mannkynsins, frá alda öðli
hefur það verið heitasta þrá
hraustustu sona þjóðanna að
verða hershöföingi, og mörg er
frægðin og tignin, en gungur, ja
hvað hefði ái þinn Egill á Borg
sagt um slikan kauða eða frænka
þin Ólöf rika?
Það er að visu rétt sem fróður
maður benti á, fransarar björg-
uöu mörgum bátasjómanni hér á
miðum i dentið, en þeir fengu þar
á móti oft greiddangreiðannþegar
þeir álpuðust upp á íslands
strendur, já og vel það, .bændur
settu dætur sinar og eiginkonur til
að ylja þeim ef mikið lá við, ekki
svo að skilja að maður hefði sjálf-
ur fúlsað við sllkum faðmlögum
nýsloppinn úr volki.og ekki neita
ég þvi, ýmislegt gott spratt af
þeim samskiptum og má þar til-
nefna kempuna Binna i Gröf og
kannski ekki siöur kvenlegg þess
meiðs. Og fransmenn komu viöar
við, gott ef sumir I dómsmála-
ráðuneytinu hefðu ekki gott af þvi
að skoða i sér hársvörðinn. En
þessir skútukallar voru sægarpar
úr Normandt, trúlega blandaöir
blóði Göngu-Hrólfs og engar lydd-
ur.
Þú sparar ekki spörðin á dóms-
Dreift til verka-
lýðsfélaga:
Kynningar-
rit ASÍ
Um siðustu áramót, tóku gildi
ný lög um aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi á vinnustöðum. Lög
þessi marka að þvi leyti timamót
i vinnuverndarmálum verkafólks
hér á landi, að lögð er á það
áhersla að leysa öryggis- og heil-
brigðisvandamál innan vinnu-
staðanna sjálfra. Auk þess gera
lögin ráð fyrir því að á stofn verði
sett Vinnueftirlit rikisins og hafi
það eftirlit með framkvæmd lag-
anna og reglugerða sem þau
varða.
Vegna gildistöku þessara nýju
laga hafa Alþýðusamband
Islands og Menningar- og
fræðslusamband alþýðu gefið út
bæklinginn Vinnuvernd, þar sem
lögin eru kynnt i máli og mynd-
um. Er bæklingurinn unninn með
málaráðherrann sem þó hefur
margyfirlýst að hann sé slipaöur
séntilmaður og Stebbi á löppinni
hefur garanterað greiðviknasta
mann landsins, en þar á ofan er
hann dægurtextahöfundur og það
segi ég mikinn plús. Enda sýndi
hann festu. Og fyrir hans fordæmi
hafa margar raddir (sem annars
hefðu blundað i þjóðarsálinni)
látið til sin heyra (leynt og ljóst) i
anda norrænnar löghlýðni og
hetjulundar og þessi manndóms-
andi svifur nú um samfélagið eins
og hressandi blær frá tindastóli
þjóðlegrar reisnar, og ef hann
(blærinn) blandast mekki frá
brúðubrennum þá sýnir það enn
að lengi lifir i germönskum glæö-
um með oss.
Æ, ekki er hann kvenlegur
tónninn sem þú sendir herra
biskupnum, ég fyllist æfinlega
djúpri samúð þegar hann fer að
tóna og hélt að þú svona
múslkölsk fyndir lika til meö hon-
um. En þú hlffir engu — útaffyrir-
sig finnst mér ekki nema sætt ef
satt er að hann hafi beðið mann-
garminum griða, en grandvarir
menn hafa ekki góðverk i hámæl-
um, enda hefði hann þá -fengið
uppámóti sér obbann af þjóð-
kirkjunnar sannkristna söfnuði
og Filadelfiu í onálag og var þó
vist nógu erfitt samt aö vera yfir-
klerkur geistlegs láglaunahóps.
Og hvernig þú úthúðar alþingi
kona, þetta er ekki hægt og sist
frumlegt þvi allir sótraftar lemja
i sama hnérörið. Hvernig gat þér i
hug hrapað aö siðfágaöir gáfu-
menn svo sem Halldór Blöndal,
F. Sóphusson ellegar hreinlyndir
verkalýðspostular eins og Karl
Steinar og Pétur stýrimaður, já
gastu virkilega búist við að slikir
karakterar (sem lávarðadeildin
mætti öfunda okkur af) færu að
offra sinu staölaða riki á liö-
hlauparæksni meðan rússneski
björninn vokkar brýndum klóm
yfir bræðrum órum i Nató. Þú
verður að athuga það væna min
að skv. kenningu Björns Bjarna-
það fyrir augum, að nota megi
hann sem kennslugagn á nám-
skeiðum, vinnustaðafundum oþb.
Farið er i stuttu máli yíir efnis-
þætti laganna i 12 köflum, birtur
listi yfir lög þau og reglugerðir
sem gefin hafa verið út um
öryggismál á vinnustöðum, svo
og almenn fyrirmæli og leiðbein-
ingarum sama efni. Loks eru svo
hin nýju lög um aðbúnað,
sonar og annarra helstu djúpher-
sálarfræöinga nútimans er land
vort ómissandi atómstöö I varn-
kerfi lýðræðisþjóðanna, og þú
getur ekki, jafnvel i æðiskasti.ætl-
ast til að hugsjónahetjur Frelsis-
ins alinöðrur við sin heitu brjóst.
Þú segir það já að andskotinn
leynist i Allaballanum reiðubúinn
til að slæma forki sinum i gyðjuna
Gunnu ef færi gefst, kannski, ég
hefi aldrei verið heimilisfastur á
þeim bæ, en svona utanfrá séð
virðist þetta hæpin fullyrðing, ég
sé ekki betur en þessi famelia hafi
veriö nokkuð glúrin að tileinka
sér ýmsa göfuga siöu hins yndis-
lega sérislenska kapitalisma sbr.
gullið dæmi Guðmundar jaka er
hann gerðist lautenant I her
sánkti Berta þá þjóðhöfðingja-
striðið geysaði sællar minningar:
reglumaður sameinast sprútt-
sala, kommi ihaldi, allt fyrir kær-
leiksband þyngdarflokksins. Nú
jæja, komi skrattinn fram þá
verður fróðlegt að sjá bak hvers
grimu hann leynist, en ég fullyrði,
ekki er það Svavar, hann er orð-
inn.eins og englabarn i framan.
Og svo er annaö, svona frum-
hlaup er svo djöfulli ópraktiskt;
ertu aö byggja, viltu breyta? og
hvar ætlar þú að fá fyrirgreiðslu,
hvaða banki lánar svona vinstri
frenju? Allir alminlegir menn
heyja sér sambönd.eru klókir og
smart, en þú ræöst á allt og alla
og verður úthýst og, góða min,
frostiö er napurt. Hafðu ráö þó
heimskur kenni, segðu skiliö viö
rauðsokkapakkið, hallaðu þér að
liknarstörfum, gerstu kivanis-
manneskja, stundaöu frúarleik-
fimi, vertu fyndin I vikulokin,
hlustaðu á orö kvöldsins, en um
fram allt komdu fram i fjölmiðl-
um brosandi blið og afneitaðu
Kerfasyni og um leið skaltu tala
fallega um bankastjóra, þing-
menn og presta.og sannaðu til.þú
flýgur inn á þing i næstu kosning-
um. Austanfjalls 18.1.,
Asi I Bæ.
hollustuhætti og öryggi á vinnu-
stöðum birt i heild.
i ávarpsorðum Snorra Jónsson-
ar, fyrrverandi forseta ASI, seg-
ir, að „kynningarriti þessu um
Lög og aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum (sé) ætlað
að verða upphafið að fræðsluút-
gáfu Alþýðusambands islands og
Menningar- og fræðslusambands
alþýðu, um einstaka, afmarkaða
málaflokka sem snerta verka-
lýðshreyíinguna.”.
Ætlunin var að bæklingur þessi
kæmi til dreifingar þegar að af-
loknu 34. þingi ASI, I lok nóvem-
ber sl„ og var hann raunar full-
prentaður og frágenginn fyrir
þann tima. Var 506 kynningarein-
tökum af 5000 eintaka upplagi
dreift til þingfulltrúa. Hins vegar
fór hvorki betur né verr en svo, að
nóttina eftir að þessi 500 eintök
voru afhent, kviknaði i prent-
smiðju þeirri sem verkið vann, og
þar brunnu þau 4.500 eintök sem
eftir voru. Nú er endurprentun
hins vegar lokið og verið að senda
bæklinginn til stjórna allra
verkalýösfélaga á landinu, til
frekari kynningar.