Þjóðviljinn - 28.01.1981, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 28.01.1981, Qupperneq 15
frá Hringid i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Ranglát skattheimta Ég var eins og fleiri aö fá vinarkveöju frá Gjaldheimtunni i Rv.,svonefnd fasteignargjöld fyrir áriö 1981. Ekki sýnist mér á plaggi þessu aö veröstöövun blessaörar rikisstjórnarinnar sé enn farin aö verka. Ég á litla ibúö, 71 fermetra. Fyrir þessa miklu fasteign á ég aö greiöa 2014 nýkrónur. Þetta hefur hækkaö um 60% frá fyrra ári og þvi enn meiri skriöur á þessu hjá gjaldheimtunni held- ur en hinni margnefndu verö- bólgu, samkvæmt upplýsingum vitrustu hagfræöinga. Þetta kemur nú ekki vel viö gamlan karl eins og mig sem hættur er aö vinna og þá ekki heldur ungt fólk sem er að basla viö að byggja, skuldum hlaöiö og verður aö bæta þessu ofaná hin glæsilegu vaxtakjör. Ég trúi ekki ööru en láglauna- fólk mótmæli svona skattlagn- ingu. Ég geri þaöa.m.k..Ég held aö þeir sem þykjast bera umhyggju fyrir láglaunafólki ættu aö hugsa sig um áöur en þeir standa að svona skattlagn- ingu. Halda þeir aö fólk skilji ekki aö þetta er ranglátt og keyrir úr hófi fram? Það er valt að treysta þvi aö fólkiö sé kjánar og aö þaö sé hægt að bjóöa þvi hvaö sem er. Mér kemur i hug visupartur sem ég heyrði fyrir löngu: Gangbrautarljós falskt öryggi Dóttir min er á skóladag- heimilinu Skála, en á gangbraut á leið i Melaskóla horföu þau börnin á bil aka yfir eina i hópnum. Gangbrautarljós voru notuð, en bilstjóranum tókst ekki að stöðva bilinn, þar eö hann var vist á sumardekkjum. Þaö má vel vera aö sumir hafi ekki ráö á aö kaupa vetrardekk eöa keöjur en þurfi samt aö nota bilinn i hálkunni. Ég dæmi ekki um þaö. En s.l. laugardag var ég i strætisvagni á leiö inn Hringbraut. A móts við Lands- spitalann haföi vagninn numiö staöar til að hleypa út far- þegum. Rétt fyrir innan biö- stööina er gangbraut meö ljósum. Strætisvagninn héit af stað en þá kviknaöi rautt gangbrautar- ljós og kona lagði af stað út á gangbrautina. Vagninn stansaði, en bilarnir á vinstri akrein héldu áfram á fullri ferö og eftir að rautt ljós var komiö fóru 2 bilar yfir gangbrautina. Sem betur fer hikaði konan og gáöi aö sér. Én ef þetta heföi veriö barn, sem hefur lært aö fara yfir þegar græna ljósiö kviknar, — hvaö hefði þá getað skeö? Þetta er algeng sjón á venju- legum gangbrautum, en gang- brautarljósin eru þá lika falskt öryggi. Börnunum er stefnt i lifshættu meö þvi aö kenna þeim aö treysta reglunum. Þetta er bara eitt dæmi um þaö kæruleysi sem rikir hjá mörgum i umferöinni. Þetta er dæmi um fordæmi. Þetta háttarlag fulloröna fólksins hlýtur aö draga úr trausti barna og viröingu fyrir reglum og til- litssemi i umferöinni og i al- mennri umgengni, auk þess aö stofna lifi og limum i hættu. Maria H. Þorsteinsdóttir. „Sér hann ekki sina menn, svo hann slær þá lika", Þá er ég að hugsa til Alþýðu- bandalagsins, sem ég i fávisku minni hef þó haldið að væri þaö skársta af þessu dóti. Ég var nýlega aö lesa ævisögu Arna Þórarinssonar. Ég var aö visu löngu búinn aö lesa hana. Þetta var upplestur. Þar segir frá þvi, aö þegar dóttir Tómasar Sæmundssonar var skirö var fjölda mörgu stórmenni boöiö og mikil veisla. Auövitaö var Sæmundur gamli, sjálfur afinn, mættur. Sæmundur var sem kunnugt er einn allra rikasti bóndi landsins. Hann hafði þvi ráö á þvi að kosta hinn bráögáf- aöa son sinn til náms til langrar reisu um framandi lönd. Svo sem þá var siöur var fólki raöaö niöur eftir mannviröing- um. Sagan segir aö um þaö leyti sem menn voru aö setjast til borös hafi Sæmundur snúiö sér aö syni sinum og spurt: „Hvar eru vinnumennirnir? Eiga þeir ekki aö sitja til borös meö gest- unum?” Tómas svaraöi: „Kon- an min sér nú um þaö.” Sæ- mundur lét þaö gott heita og gengur út. En er hann kemur aftur inn i stofuna eru gestir sestir, en vinnumennirnir þar hvergi sjáanlegir. Þá segir Sæ- mundur svo allir heyröu i stof- unni, og er þá reiöur mjög: „Tómas. Til ills hefur þú þinn lærdóm. Ég hélt aö þú kynnir betur starfa þinna en raun ber vitni og vertu sæll”. Siöan fór Sæmundur út, tók hest sinn og reiö Markarfljót i miklum vexti. Þessi snjalla frásögn um Sæmund gamla varö mér ihug- unarefni. Þær stundir geta kom- iö aö maður veröi aö vara sig á vinum sinum og aö manni geti dottiö i hug: Til ills eins veitti maöur ykkur brautargengi. Verið þiö sælir.Agúst Vigfússon. Spaug Tveir vitgrannir áttu eitt sinn að mæla flagg- stöng. Annar klifraði áleiðis upp stöngina og hélt í annan enda mál- bandsins en hinn stóð niðri og hélt í hinn end- ann. Maður sem átti leið framhjá stakk upp á því, að þeir legðu heldur flaggstöngina niður, þá væri betra að mæla hana. „Nei, það dugar sko ekki," sagði sá sem niðri stóð.,, Við eigum að mæla hvað stöngin er há, en ekki hvað hún er löng." Kennarinn: Jæja, Kári minn, geturðu nefnt eitt- hvert dæmi um það að flest þenst út við hita en dregst saman við kulda? Kári: Jahá... á sumrin, þegar veðrið er heitt, eru dagarnir langir, en á veturna í kuldanum eru þeir stuttir. Kennslukonan: Kanntu stafrófið, Jón? Jón: Já, ungfrú. Kennslukonan: Hvaða stafur kemur á eftir A? Jón: Allir hinir. Barnahornið FELUMYND Á þessari mynd eru fjórir apar. Hvað sérð þú marga? Miövikudagur 28. janúar 1981 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 15 t)r myndinni „Dekurbörn” eftir Tavernier, sem sýnd veröur á kvikmyndahátiöinni. Kvikmynda- hátíð kynnt Kvikmy ndaunnendur i Reykjavik geta nú fariö aö lita tilveruna bjartari augum. 7. febrúar hefst i Regnboganum þriöja kvikmyndahátiö Lista- hátiðar, og veröur þar aö venju boöiö upp á ýmislegt af þvi besta sem framleitt er i kvikmyndaheiminum nú til dags. 1 Vöku sjónvarpsins i kvöld ætlar Þorsteinn Jónsson kvik- myndastjóri, sem á sæti i undirbúningsnefnd hátiöar- innar, aö segja frá þvi helsta sem sýnt veröur. Einsog þegar hefur komiö fram hér i blaöinu veröa sýndar myndir eftir nokkra af virtustu kvik- myndastjórum samtiöar- innar, t.d. Pólverjana Wajda og Zanussi, Frakkann Tavern- ier, Senegalmanninn Ousm- Sjónvarp O kl. 20.30 ane Sembene, Egyptann Chahine, Ungverjann Isztvan Szabó ofl.. Og ekki má gleyma Buster Keaton, gamanleikaranum heimsfræga, sem veröur mjög i hávegum haföur á hátiöinni. Sýndar veröa samtals 16 myndir hans, stuttar og lang- ar, og hafa sumar þeirra aldrei verið sýndar hér á landi áður. Þaö er þvi óhætt aö segja aö bráöum komi betri tiö og vafa- laust vilja margir taka út for- skot á sæluna meö þvi að horfa á Vöku i kvöld. — ih >. Sjónvarp TT kl. 21.55 Haukur Már og Valdimar vinna aö gerö mvndarinnar. VINNUSLYS t kvöld veröur endursýnd i sjónvarpinu fyrri myndin af tveimur um vinnuslys, orsakir þeirra og afleiöingar. Mynd þessi var áöur á dagskrá 13. mai 1979. Haukur Már Haraldsson, ritstjóri Vinnunnar, er um- sjónarmaður þáttarins, en stjórn upptöku annaöist Valdi- mar Leifsson. Rætt er viö fólk sem slasast hefur á vinnustað og vinnuslys „sett á sviö”. Þá er rætt viö trúnaöarmenn á ýmsum vinnustööum, verk- stjóra, trúnaöarlækni og lög- fræöing, svo og öryggismála- stjóra, Friðgeir Grimsson. í þættinum kemur m.a. fram talsvert sambandsleysi milli þessara aðila. — ih OPINN SKÓLI „Opinn skóli” er hugtak sem margir hafa heyrt, en e.t.v. gera ekki allir sér grcin fyrir hvaö i þvi felst. Um nokkurra ára skeiö hefur veriö gerö tilraun meö opinn skóla i Fossvogi, og i þættinum „Úr skólalifinu” i kvöld veröur einmitt fjallaö um þann sköla. Að sögn Kristjáns E. Guðmundssonar, stjórnanda þáttarins, veröur fyrst skýrt frá hugmyndinni um opna skólann og rætt við fulltrúa skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins. Siöan veröur fariöi heimsókn i Fossvogsskóla og rætt þar viö Kára Arnórsson, skólastjóra, nokkra kennara og nemendur. — Einsog alltaf þegar tilraunir eru annarsvegar, — •Útvarp kl. 20.00 sagöi Kristján, — hafa komiö fram bæöi kostir og gallar, gagnrýnisraddir hafa heyrst og ýmsar breytingar veriö gerðar, og munum viö ræöa um þetta. Einnig hef ég i huga ab ræöa stuttlega við skóla- stjóra framhaldsskóla sem hefur tekið við nemendum úr Fossvogsskóla, en fyrstu nemendurnir þaöan eru nú aö koma inn i mennta- skólana. Mig langar til aö for- vitnast um hvernig þessir nemendur koma út i saman- buröi við þá sem koma úr „venjulegum” skólum. — ih

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.