Þjóðviljinn - 03.02.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.02.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVlLJINN Þriðjudagur 3. febrúar 1981 Rætt vid Kjartan Ólafsson, ráðunaut á Selfossi KÆRLEIKSHEIMILIÐ í gamla daga ýttu krakkarnir húlagjörðunum með prikum! Dansa, litla Lipurtá Molar Mér vitanlega erum við Sviar eina þjóðin i Evrópu sem komumst af án menningar. Allan Fagerström i Aftonbaldet Ég kyssti konu i fyrsta sinn og reykti fyrstu sigarettuna sama daginn. Siðan hef ég aldrei haft tima fyrir tóbak. Arturo Toscanini Þessi börn.... Ber er hver að baki... Tveggja ára gamall strákur kom til bróður sins, sem er 20 árum eldri, og þeir bræðurnir voru að rabba saman. Allt i einu segir sá litli að á dagheimilinu þar sem hann dvelst part úr degi hafi einn vina hans spurt hann að þvi hvort hann ætti ekki bróður. — Og sagðir þú honum ekki að ég væri bróöir þinn? — Nei, sagði sá litli, ég bara grét. Vissir þú.. — að jafnmörg bein eru i mannshálsi og i hálsi giraffans. — að vinarpylsur voru fundnar upp i Kina. — aðorðið „móðir” byrjar á M i flestum tungumálum heims. — að ef hægt væri að beisla ork- una i stórri eldingu nægöi hún til að lyfta stóru farþegaskipi tvo metra i loft upp. Ég spurði karlinn minn af hverju þeir hefðu hækkað fasteignamatið. Hann sagði það væri út á þæg- indin. Húsið er svo hljóð- bært að við getum notað útvarp nágrannanna. Skjólbelta- gerð á Suðurlandi — Við hófum nú þessa starf- semi hjá Búnaðarsambandinu árið 1975. Þá tók Búnaðarsam- bandið upp samstarf við Skóg- rækt rikisins, sem samkvæmt lögum á að sjá um skjólbelta- rækt og tilraunir á þvi sviði. En skógræktin hefur nú takmarkað fjármagn, eins og við vitum og i ýmis horn að lita. Nú hefur hins- vegar verið gerð ný land- græðsluáætlun og þar er gert ráð fyrir verulegu átaki á sviði skjólbeltaræktar. Til þess litum við hýru auga. Svo mælti Kjartan Ólafs- son, ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands á Selfossi, er við inntum hann frétta af þessari starfsemi Sambandsíns. — En það, sem gert hefur ver- ið hér á Suðurlandi frá þvi 1975, héltKjartan áfram máli sinu, — er að plantað hefur verið i ein 10 belti. Auk þess var gerð nokkuð merkileg athugun niðri i Þykkvabæ sl. sumar með skjól- girðingu úr loðnunót, sem hengd var á simastaura. Þessi tilraun bar ánægjulegan árangur. Það gerði, eins og stundum áður þarna, mikið sandfok eftir að kartöflugrösin voru komin upp og það var mikill og greinilegur munur á þvi hvað uppskeran varð meiri af þeim svæðum, sem nutu skjólbeltanna, 60% og þar yfir. Þetta sýndu m.a. upp- skerumælingar, sem við gerð- um i fyrra haust. Ljóst er, að þarna geta skjólbeltin alveg skipt sköpum. Nú gerðist það i fyrra haust að breytt var um greiðslu á jarð- Kjartan Ólafsson ráðunautur ræktarframlögum. Dregið var úr framlögum til hinna hefð- bundnu búgreina án þess að skerða heildarframlagið, en fjárveitingar færðar til milli bú- greina. Samkvæmt þvi var 60 milj. kr. veitt i fyrra til svo- nefnds „kartöfluverkefnis”. Tuttugu og fimm milj. af þeirri upphæð eiga að renna til skjól- beltagerðar við kartöflugarða. Fimmtán milj. eiga að fara i út- sæðis- eða stofnræktun og loks 20 milj. til aðstoðar við menn til að koma upp loftræstikerfum i kartöflugeymslum. Ég held að stefnt sé i rétta átt með þvi að beina þessu fjármagni til annarra búgreina en hinna hefð- bundnu og þá einmitt til fram- leiðslu á þeim neysluvörum, sem skortur er á og flytja þarf inn. — Og svo eruð þið auðvitað einnig með skjólbelti úr trjá- gróðri? — Jú, jú, við erum það. — Og hvaða trjátegundir notið þið einkum i þvi skyni? — I fyrstu settum við niður nokkuð margar tegundir, svona til þess að prófa, hverjar reynd- ust best. Meðal þeirra var tölu- vertaf selju og viðju og svo elju- viði, sem er nýtt afbrigði hér á landi og hefur ekki verið reynt hérfyrren 1975. Seljuviðirinn er tilkominn fyrir kynblöndun milli viðju og selju og reynist mjög vel. Og þessar tegundir hafa reynst einna best. Svo er- um við með brekkuviði, gljáviði og sitkagreni. I fyrra og hitteð- fyrra plöntuðum við svo einnig ösp.birki og Alaskaviði, sem er mjög góð planta. — Þið eruð svona að þreifa ykkur áfram með hvað best hentar? — Já, þetta hlýtur til að byrja með að vera tilraunastarfsemi, enda hefur komið mikið af nýj- um plöntum fram núna siðustu árin. — Eru þessi skjólbelti ekki viðsvegar um starfssvæði Bún- aðarsambandsins? — JiÁ°g Þa& er ma- þáttur i tilraununum að dreifa þeim. Við settum niður belti i námunda við sjóinn, eða niðri i Landeyj- um, siðan ofarlega, uppi i Bisk- upstungum og Holtum og svo þarna mitt á milli. Þannig hugs- um við okkur að fá veðurfars- legan samanburð á þoli tegund- anna hvaða tegundir duga best við ákveðin skilyrði. Sjávar- selta og sandstormur eins og t.d. i Landeyjunum, er erfiður trjágróðri. Við þurfum að ganga úr skugga um hvaða tegundir þola þau skilyrði best. — Og hvaða trjátegundir hafa dugað best i Landeyjunum? — Það er brekkuviðirinn. Hann er að visu ekki m jög bráð- þroska en hann sýnist muni vera seigastur. — Nú eru áhrifin af skjólbelt- unum i Þykkvabænum ákaflega greinileg, en hvað um þau annarsstaðar? — Við höfum nú að þessu ekki gert neinar uppskerumælingar á gróðri i sambandi við trjábelt- in, þvi það tekur sinn tima, að trén nái þeirri hæð að þau fari að veita verulegt skjól. En hvað úr hverju fer það þó að verða hægt og- ég hygg, að áhrifin muni ekki leyna sér, sagði Kjartan Ólafsson ráðunautur. -mhg \ c Q O U-< Nú byrjar gamla rausið enn 'x -og af+ur! ____^ vv o o Sama gamla þvaðrið, s auðvitað! VJ Úff, þarna er Folda! ----ö---- Ég veit það: þegar heimurinn, þú giftir þig, er fullur af, eignastu, eymd, mörg börn, ÉÐA HVAÐ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.