Þjóðviljinn - 03.02.1981, Page 7

Þjóðviljinn - 03.02.1981, Page 7
Þriðjudagur 3. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Stjórnunar- félagið tvítugt Jakob Gíslason heiðursfélagi Aðalfundur Stjórnunarfélags Islands var haldinn að Hótel Loft- leiðum fimmtudaginn 22. janúar og lauk félagið þá tuttugasta starfsári sinu. unnið að þvi að koma sér upp skrifstofu og kennsluaðstöðu að Siöumúla 23, en þar er félagið nú til húsa. A aöalfundinum var stjórn fé- - x 1 . I r. y;wk I 1 fyrra efndi félagið m.a. til stórar ráðstefnu um efniö „island áriö 2000” í Valhöll Þingvöllum. i skýrslu Harðar Sigurgests- sonar formanns félagsins kom fram, að starfsemi þess hefur verið mjög umfangsmikil á liðnu ári. Meðal verkefna má nefna að efnt var til ráðstefnu um efnið is- land árið 2000, og námstefna um Rekstur veitingahúsa, Sölu á er- lendum mörkuðum og Hagræö- ingu i heilbrigðisstofnunum, og Spástefnu þar sem spáð var fyrir um þróun efnahagsmála 1981. Álls komu tólf erlendir gestir á liðnu ári til fyrirlestrahalds á vegum félagsins. Haldin voru 35 stjórnunarnám- skeið með innlendum leiðbein- endum og var þar m.a. fjallað um fjölmörg efni sem ekki hafa verið tekin fyrir á námskeiðum áður. Undanfarin tvö ár hefur félagið lagsins endurkosin. Formaður fé- lagsins er Hörður Sigurgestsson, en aðrir i stjórn Asmundur Stef- ánsson, Björn Friðfinnsson, Davið Gunnarsson, Jakob Gisla- son, Ólafur B. Ólafsson, óskar H. Gunnarsson, Steinar Berg Björnsson og Tryggvi Pálsson. A aðalfundinum var Jakob Gislason fv. formaðurStjórnunar- félagsins gerður að heiðursfélaga Stjórnunarfélags islands. Jakob Gislason var aðalhvatamaður að stofnun Stjórnunarfélags islands, er félagið var stofnað, 24. janúar 1961. Jakob Gislason var fyrsti formaður félagsins og gegndi for- mannsstarfi til ársins 1973 eða i alls 12 ár og á hann enn sæti i stjórn félagsins. Aukin sparneytni í Toyota Um siðustu helgi var haldin sýning á nýjum Toyota bilum, árgerð 1981. Aðsögn Ólafs Friðsteinssonar sölumanns hjá Toyota sótti sýning- una mikill fjöldi manna og voru margar pantanir geröar. Toyota bila- verksmiðjurnar eru þær stærstu i Japan og áttu áriö 1979 mest selda bil i heimi, Toyota Corolla sem seldist i meir en 637 þúsund eintökum. Á sama hátt og aðrir bilaframleiöendur leggja Toyota verksmiðjunnar mesta áherslu á aukið rými i bilnum og meiri sparneytni. Mörg þróunarlönd eiga nú von á mjög alvarlegri orkukreppu, sem er allt annars eðlis en sú kreppa sem skapast af hækkandi oliu- verði. Mjög viða i þessum löndum rikir nú þcgar alvarlegur skortur á brenni, og afleiðingarnar geta orðið mjög alvarlegar. Helmingur og allt að þrem fjórðu hlutum þeirrar orku sem notuð er i mörgum þróunarlönd- um kemur úr eldiviði, viöar- kolum, taði, jurtaleifum. Og þörfin fyrir brenni vex miklu hraðar en framboðið. Viða þurfa þorpsbúar að ganga hálfa dagleið eða meira til að finna brenni til matargerðar, en fyrir skömmu var enn hægt að finna nægan eldi- við i námunda við þorpin. Verst er ástandið i Afriku. 1 skýrslu Alþjóðabankans um Þörfin fyrir eldivið hefur leitt til meiriháttar rányrkju á stórum skógarsvæöum. Þessar konur I Efri Volta hafa fariö langar leiðir til að sækja i eldinn. Ný orkukreppa í þriðja heiminum Stórhættulegur skortur á eldiviði þetta mál er minnt á það, að nú um stundir eru skógar þróunar- landanna á ári hverju skertir um 1.3% eða um 10-15 miljónir hekt- ara. Eftir þvi sem gengiö er á skógana erbrennt æ meiru af taði og jurtaleifum og þar með er jörðin svipt dýrmætum efnum. Til dæmis er taði brennt i þeim mæli nú um stundir aö það svarar til að tveggja miljón smálesta af köfnunarefni og forfór. Ef að takast ætti að snúa þess- ari þróun við þyrfti að sá i 50 mil- jónir hektara á ári á næstunni. M.Ö.O. — það þyrfti að fimmfalda það átak sem nú er unnið i þess- um efnum og þó gera enn betur i Afriku þar sem ástandið er verst. Vitaskuld eru aðrir kostir einnig á 'döfinni, því í þróunarrikjunum er enn kostur á allmiklu af ódýru vatnsafli. En framkvæmdir i þeim efnum eru dýrar og taka iangan tíma — á meðan hækka oliureikningar og gengur á skóga. Atvinnuástandið á Suðurnesjum Verkakonum þyklr fram hjá sér gengið „Stjórn og trúnaðarráð Verka- kvennafélags Keflavikur og Njarðvikur lýsir furðu sinni á samþykkt atvinnumálanefndar Suðurnesja og þykir hún heldur köld kveðja til þess fólks sem gengið hefur atvinnulaust undan- farnar vikur.” Þannig hefst ályktun verkakvennafélagsins sem samþykkt var mánudaginn 26. jan. Atvinnuástand á Suðurnesjum hefur borið mjög á góma að undanförnu; þar rikir nú talsvert atvinnuleysi og heyrst hefur að fólk hyggist flytja búferlum til annarra landa er ekki rætist úr. Guðrún ólafsdóttir formaður Verkakvennafélagsins sagði að þeim verkakonum þar suðurfrá hefði þótt heldur betur fram hjá sér gengið þegar nefndar voru tölur um atvinnuleysi; þar hefði fjöldi kvenna ekki verið talinn með, en þær hafa margar ekki haft fyrir þvi að láta skrá sig at- vinnulausar þar sem þær hafa ekki rétt á bótum. Hins vegar vissu allir að þær væru atvinnu- lausar; það vildi greinilega lengi loða við að konurnar væru ekki taldar með, sagði Guðrún. 1 ályktun Verkakvennafélags- ins segir: ,,1 siðustu viku greiddi verkakvennafélagið 48 konum bætur en i vikunni þar á undan greiddi það 87 konum bætur. Að sjálfsögðu er hér aðeins um að ræöa konur i Verkakvennafélag- inu. Aðrir atvinnulausir tilheyra öðrum verkalýðsfélögum. Auk skráðra eru fjölmargar konur at- vinnulausar sem ekki skrá sig þar sem ekki hafa allar rétt til at- vinnuleysisbóta. Þykir félaginu undarlegt að Atvinnumálanefnd Suðurnesja skuli áiykta um at- vinnuleysi i Keflavik án þess að kynna sér veruleikann. Nú sið- ustu daga hefur atvinnulausum fækkað nokkuð, ekki vegna þess, að atvinna hafi aukist i Keflavik, í heldur vegna þess að fólk heíur leitað i önnur byggðarlög eftir at- vinnu. Fullyrðingar nefndarinnar um framtiðarhorfur þykir félag- inu byggðar á afar veikum grunni, ef litið er til reynslu fyrri ára. Félagið vekur athygli á að i At- vinnumálanefnd Suðurnesja er enginn fulltrúi frá verkalýösfé- lögunum og frá Keflavik er bæjarstjórinn einn. Þá telur fundurinn rétt að fram komi aö Atvinnumálanefnd Suðurnesja kom aðeins þrisvar saman á sið- asta ári og hefur aldrei gert til- lögur um úrbætur i atvinnumál- um þrátt fyrir ótryggt atvinnu- ástand”. Þá hefur Verkakvennafélag Keflavikur og Njarðvikur sent bréf til forsætisráðherra þar sem skoraö er á rikisstjórnina að taka til höndum og efna þau fyrirheit sem gefin hafa verið um upp- byggingu atvinnulifs á Suðurnesj- um. —ká Norræna málaárid: Dansk-íslenskir styrkir Dansk-islenski sjóðurinn hefur til styrktar visinda- og menn- ingarsa mskiptum tslands og Danmerkur veitt náms- og ferða- styrki að upphæð samanlagt Dkr. 22.900.- Félag islenskra skólabóka- varða fær 900 Dkr. til þátttöku i móti á Hindsgavl og Norræna landbunaðarskólinn Dkr. 3000 til aö styrkja þrjá Islenska þátttak- endur á ráðstefnuna Landbúnað- ur á Norðurlöndum. Þá fá eftir- taldir námsmenn 500 Dkr. styrk hver: Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Þórðardóttir, Bergþóra Krist- jánsdóttir, Egill Harðarson, Herdis Pálsdóttir, Ingibjörg Gisladóttir, Gisli Halldórsson, Dóra Gunnarsdóttir, Böðvar Sig- urösson, Elisabet Siemsen, Hall- dðr Ragnarsson, Sigurður Sig- uröarson, Guðmundur Amunda- son, Guðmundur Asmundsson, Armann Jóhannesson, Grimur Andrésson, Birkir Arnason, As- geir Asgeirsson, Guömundur Bjarnason, Steinunn Gunnars- dóttir, Trausti Pétursson, Páli Tómasson, Kristján Asgeirsson, Jón Þorvaldsson, Kristján Sveinsson, Daviö Lúðviksson, Jón Sigurbjörnsson, Ellert Jónsson, Guðrún Stefánsdóttir, Einar Ólafsson, Þráinn Hauksson, Jó- hanna Jónsdóttir, Hildur Rik- harðsdóttir, Steinunn Hreins- dóttir, Þórður Njálsson, Margrét Baldursdóttir, Sigriður Hjörleifs- dótti og Sigurður Einarsson. Þrjú mál á einni snældu A vegum málaársnefndar Nor- ræna félagsins er komin út snælda með færeysku, norsku og sænsku tali. Henni fylgir kver mpð þeim textum i tali og tónum sem á snældunni eru. Hörður Bergmann námsstjóri hafði umsjón með gerð snældunn- ar. Efniö völdu og fluttu aö hluta Ingibjörg Johannessen færeyska efnið, Björg Julin það norska og Sigrún Hallbeck það sænska. Bréf hafa verið rituð öllum skólum landsins og þeim boðin snældan og kverið fyrr 50 kr. Af- greiösla er á skrifstofu Norræna félagsins. Er öllum að sjálfsögöu L.............. falt þetta efni fyrir ofangreint verö. Þá hefur menntamálaráðu- neytið meö bréfi vakið vakið at- hygli á þvf, að I boði er að halda fyrirlestra í framhaldsskólum landsins um óskyldar tungur á Noröurlöndum, um finnsku (Ros- mari Rosenber, lektor), um samamál og þjóðhætti Sama (Haraldur ólafsson, dósent), um grænlensku og þjóðhætti og menningu Grænlendinga (Einar Bragi, skáld). Skrifstofa Norræna félagsins i Norræna hUsinu annast alla fyrir- greiðslu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.