Þjóðviljinn - 03.02.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.02.1981, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. febrúar 1981 Þriðjudagur 3. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Jósafat Hinriksson, t.v., ;ræðir við Guðjón Jónsson formann Málm- og skipasmiðasambandsins um ástandið á vinnustaðnum. Fatageymsla starfsmanna er frammi f vinnusalnum. Rafsuðureykurinn liðaðist uppi ioftið og engin var loftræstingin, en stundum eru 6 tii 7 menn að rafsjóða i einu. Aðeins ruslaralýður sem kvartar sagði eigandi hins ömurlega vinnustaðar J. Hinriksson Okkur á Þjóðvilianum barst til eyrna að á vinnu- staðnum Súðarvogi 4, J. Hinriksson vélaverkstæði, væriaðbúnaður starfsfólkshinn verstiog það svo, að kvartað hefði verið til Félags járniðnaðarmanna i Reykjavik. Við leituðum til Guðjóns Jónssonar for- manns Fél. járniðnaðarmanna og spurðum hann hvað gert hefði verið i málinu. Sagði Guðjón að þessi kvörtun væri alveg nýtilkomin, enda húsnæðið að Súðarvogi 4 tekið i notkun sl. sumar. Guðjón kvaðst ætla að sinna þessari kvörtun næsta dag og fóru blaðamaður og Ijósm. Þjóðviljans fram á að fá að koma með honum og lita á vinnustaðinn og var það auðsótt. Skrifstofa eigandans. Þegar komib var inni vinnusalinn blasti þessi sjón viö og i vinnusalnum verða menn aö skipta um föt Yfirgengilegur sóðaskapur Þegar inni vélaverkstæðið var komið blasti við yfirgengilegur sóðaskapur, strax i sjálfum vinnusalnum, sem þó er alveg nýr, sem fyrr segir, hátt til lofts og vitt til veggja. Allskonar drasi lá um allan—sal, en látum það vera. Miklu verra var hve þungt loft var þarna inni. I ljós kom að samtimis rafsjóða oft 6 til 7 menn og engin loftræsting er i þessum stóra sal, utan litil vifta i glugga. Rafsuðureykur er stórhættuleg- ur, hann eyðir súrefni úr and- Texti S.dór Myndir: gel rúmsloftinumeðafleiðingum sem öllum ættu að vera kunnar. Guðjón Jónsson benti á að það væri ekki nóg að koma loítræsti- túðum á þak hússins i þessu til- felli, heldur yrðu loftræstibarkar að ná alveg niður að þeim stað, þar sem rafsoðið er. Sóðaskapurinn starfsmönnum að kenna Guðjón spurði eigandann Jósa- fat Hinriksson hvers vegna ekki væri loftræsting i salnum. Hann svaraði þvi til að húsiö væri nýtt og hann hefði ekki haft peninga til að koma upp loftræstingu, hann hefði orðið að leggja alla áherslu á að koma íramleiöslunni af stað. Oghvaðgerir þú þegar reykurinn af rafsuðunni verður óþolandi? Ég opna bara út, svaraði eigandinn og sagði að það yrði þá , bara að hafa það þótt of kalt yrði inni. Rusl og drasl hvert sem litiö er. En allt þetta drasl og allur þessi sóðaskapur, læturðu ekkert þrifa, spurði Guðjón. Jósafat sagði að karlarnir ættu að sjá um að þrifa ogganga vel um, þessi sóðaskap- ur væri þeim að kenna. Hvað þá með kaffistofuna og salernin, hver þrifur þar? Enginn, þetta er svona skítugt af þvi að karlarnir ganga svo illa um, þetta er bara þeim að kenna, svaraði Jósafat. Ekki hægt að skrifa í skít Þegar uppá skrifstofuna kom, var fyrst gengið i gegnum einka- skrifstofu Jósafats, hún leit út eins og vinnusalurinn. Aftur á móti var húsnæði skrifstofufólks- ins vel útlitandi og hreint. Hér er hreint, sagöi Guðjón Jónsson; já, það er ekki hægt að skrifa i skit, sagði Jósafat, en gaf svo ekkert meira út á það, nema hvað hann endurtók að útlitið á vinnusal, kaffistofu og salerni væri starfsmönnunum að kenna. Siðan vildi hann fá að vita hver hefði kvartað um aðbúnaðinn. Guðjón tjáði honum að nöfn þeirra sem kvarta væru aldrei gefin upp. Já, ég veit hvernig þetta er, það er aðeins ruslara- lýðurinn sem kvartar, ónytjungarnir, þessir farand- verkamenn, sagði þá Jósafat. Siðan ræddu þeir málin, hann og Guðjón.og sagði Jósafat þá,að ef hann fengi peninga, þá myndi hann kippa málunum i lag,og benti Guðjón honum þá á að innan tiðar yrðu auglýst sérstök lán til þeirra fyrirtækja sem þyrftu að lagfæra aðbúnað starfsfólks og fagnaði Jósafat þvi. Að lokum sagðist Guðjón neyðast til að kæra málið til Vinnueftirlits rikisins og gaf Jósafat ekkert út á það. Sem betur fer er orðið sjaldgæft að sjá aðbúnað sem þennan á vinnustað, sérstaklega þegar um nýtt húsnæði er að ræða eins og i Súðarvogi 4. Það er algengara i gömlu húsnæði, þar sem erfiðara er að bæta aðbúnaðinn i húsnæði sem byggt var á þeim tima sem minna var hugsað um aðbúnað á vinnustað en nú er orðið. Þó reyna flestir að lagfæra þaö sem hægt er og vonandi að Jósafat standi við það að bæta um, þegar honum áskotnast fé, en á þvi stendur að hans sögn. — S.dór. á dagskrá / I þessum pistli verdur fjallad um timaritsgrein eina, sem er gott dæmi um uppskafningssósíalisma, og bók, þar sem fram kemur róttæk og vöndud gagnrýni Svanur Kristjansson: Tveir höfundar og tvenns konar viöhorf Meðal islenskra „sósialista” hefur i meginatriðum mátt greina tvenns konar viðhorf: annars vegar þá, sem nota sósialisma til að upphefja sjálfa sig, gjarnan á kostnað verkalýðsins, sem er svo vitlaus að vilja ekki hlita forystu þeirra? hins vegar sósialisma sem er aflvaki starfs og undirstaða vandaðrar þjóðfélagsgreiningar. t þessum pistli verður f jallað um timaritsgrein eina, sem er gott dærrú um uppskafnings- sósialisma, og bók, þar sem fram kemur róttæk og vönduð gagn- rýni. Enn galar hanínn. Sumir sósialistar hafa náð dýrðlegu valdi á stimpilað- ferðinni, en hún er i stuttu máli þannig: Lestu nokkrar bækur eða umsagnir um bækur þar sem rætt erum sósialisma og lærðu nokkra frasa. Mjög hentugir til alhliða nota eru t.d. þessir frasar: „stéttasamvinna”, „úrkynjuð verkalýðsforysta”, , ,borgaraleg- ar skoðanir” og „forræðis- hyggja”. Að þessu loknu er hægt að hella sér út i stéttabaráttuna eða, öllu heldur, byrja að stimpla menn og málefni. Mikilvægast er að nota óspart stimplana „borgaralegur” og „byltingar- sinnaður”. Þetta ' er einkar skemmtilegt dundur, sérlega ef það er stundað i litlum sam- stæðJm hóp — þá er svo auðvelt að ná samkomulagi um hverja stimpa skuli og hvernig. Einn af afkastamestu stimplurum vorra tima hefur gert Timarit Máls og menningar að sérstökum vett- vangi athafna sinna. I grein hans i siðasta hefti Timaritsins er ma. að finna eftirfarandi: „Skrifræðið i verkalýðshreyf- ingunni, sem vanalega gengur undir nafninu verkalýðs- foystan, er á sama báti og Al- bert i menningarlegu tilliti (einsog reyndar verkalýðs- stéttin yfirleitt). Verkalýðs- hreyfingin hefur fyrir löngu af- salað sér öllu frumkvæði i þess- um efnum. Takmarkaðir til- burðir hennar i þessa veru eru bergmál af starfsemi borgara- legra stofnana. Innan verka- lýðsforystunnar er svo sér- viturt fólk ekki til að það haldi þvi fram að verkalýðsstéttin sem heild geti átt sér sitt eigið menningarstarf i blóra við menningu rikjandi stéttar. Fjölþjóðalágkúran er meðtekin sem ákjósanleg andans fæða fyrir fjöldann. Samtimis er fjandskapast við borgaralega finmenningu. (sem þrátt fyrir allt er auðvitað mörgum sinn- um betri en menningarleysi verkalýðsstéttarinnar). Þá vitum við sumsé það. Þessi gagnmerka og einkar nýstárlega niðurstaða er studd þeim rökum, að tveir forystu- menn i verkalýðshreyfingunni lýstu yfir stuðningi við Albert Guðmundsson i siðustu forseta- kosningum. Róttækri þjóðfélags- greiningu er þarna augljóslega beitt af mikilli skarpskyggni. Sem sagt: vel heppnuð stimplun! Einstaklingur og samfélag Satt að segja hafði ég veigrað mér við að lesa bók Stefáns Unnsteinssonar „Stattu þig drengur”, sem fjallar um Sævar Ciesielski. Af blaðafrásögnum dró ég þá ályktun að þar kæmi fram sú afdráttarlausa yfirlýsing að afbrotamenn væru viljalaus afsprengi þjóðfélagsaðstæðna og reynt væri að útskýra afbrot al- fariö með tilvisun i hið alvonda og alltumlykjandi auðvald. Ég bjóst við einu yfirborðsverkinu i viðbót — skrifuðu undir yfirskini rót- tækni i svipuðum dúr og grein sú sem ég áður vitnaði i. Við lestur þessarar bókar biðu fordómar minir skipbrot. I inn- gangi stendur t.d.: „Smámsaman skýrðist það betur fyrir mér hvað þessi bók gæti orðið og hvað ekki. Ég leit á Sævar sem á ýmsan hátt dæmigerðan afbrotaungling sem samfélagið væri i raun búið að dæma löngu áðuren honum hafði gefist tóm til að fremia meiriháttar afbrot. Saga hans væri þvi ekki aðeins saga hans heldur einnig margra annarra, og gæti hugsanlega dregið úr þeim fordómum sem fólk ber yfir- leitt til þeirra sem rata svipaða braut og Sævar, hjálpað þvi til að sjá samhengi og bakgrunn fremur en einblina á afbrota- manninn og verknað hans einsog þeir birtast i munni dómaranna eða i æsifregnum dagblaðanna.” (Bls. 9) Ekki veit ég hvort þessi bók er gott bókmenntaverk eður ei. Sennilega mun frásögnin af lifs- hlaupi Sævars og mótun þykja of brotakennd til þess að snerta lesandann mjög djúpt. Hitt þykist ég vita, að þegar fram liða stund- ir muni bók Stefáns standa sem dæmi um frjó viðhorf og vönduð vinnubrögð, þar sem örlög einstaklinga eru talin vera sam- ofin umhverfi þeirra og aðstæð- um — á'n þess að menn séu firrtir allri ábyrgð gerða sinna. Stefán notar ekki hugmyndir sem átyllu sleggjudóma og ruglandi. Af- staða hans mótar spurningar og umhugsunarefni, sem hann slðan leitast við að svara af sanngirni og festu. Þetta er bók, sem allir ættu að lesa og draga nokkurn lærdóm af. Eftirmál „Stattu þig drengur” er ekki aðeins áhugaverð sökum þeirrar skörpu hugsunar sem þar kemur fram. Bókin er einnig tilraun til að vekja menn til umhugsunar um réttarfarið i þessu landi. Rannsóknin i Geirfinnsmálinu var gerð i nafni réttlætis — en hvers konar réttlætis? Var það réttur hins sterka til að kúga upplýsingar út úr þeim sem áttu undir högg að sækja? Það ætti að vera okkur öllum mikið áhyggju- efni að yfirvöld dómsmála virðast ætla að kæfa gagnrýni Stefáns með þögninni. Flestir ærlegir menn ættu að geta sameinast um að krefjast rannsóknar á meðferð þeirra sakamanna, sem dæmdir voru i Geirfinnsmálinu. Þessu máli má ekki vera lokið. Borgarráð samþykkti reikninga Listahátíðar: Tapið nam 663.750 kr. Halli af Listahátið 1980 nam 66,373 miljónum gamalla króna og samþykkti borgarráð i gær gegn atkvæði Alberts Guðmunds- sonar að greiða sinn helming hans um leið og reikningar hátiðarinnar voru samþykktir. Rikið greiðir hinn helminginn. Heildarvelta Listahátiðar og kvikmyndahátiðar nam 166,5 miljónum gamalla króna en opin- ber gjöld, sem munu trúlega vera riflega 30 miljónir króna koma til viðbótar þeirri tölu. Opinberu gjöldin eru greidd af þeim aðilan- um sem leggur þau á og er hlutur borgarinnar I kringum 7 miljónir. Borgarendurskoðun hefur að undanförnu haft reikninga h^tiðarinnar tilendurskoðunar og komist að þeirri niðurstöðu að tapið sé rúmar 66 miljónir eins og að framan greinir eða 12 miljón- um g.kr. hærra en fyrstu reikn- ingar sýndu og stafar það af þvi að reikningar hafa siðan verið að berast og aðra útistandandi hefur orðið að afskrifa. Stærsti hluti þessarar upphæðar snertir deilu hátiðarinnar við Flugleiðir sem telja hátiðina skulda sér rúmar 6 miljónir i dráttarvexti en stjórn Listahátiðar hefur reyrit að fá þessa skuld niður fellda vegna vanefnda i sambandi við flutning Paverottis hingað til lands. Þá hefur borist reikningur frá Þjóðleikhúsinu fyrir húsaleigu uppá rúmar 2 miljónir. Stærsta fjárhæðin sem er afskrifuð er 1,7 miljón vegna uppgjörs á dans- leikjahaldi i Laugardalshöll. Borgarendurskoðandi hefur nú i smiðum tillögur um fjámögnun Listahátiðar og felast þær m.a. i meiri samskiptum við rikis- og borgarendurskoðun. Verða til- lögur þessar kynntar borgarráði n.k. þriðjudag og siðan fulltrúa- ráði hátiðarinnar. Þá hefur einnig verið rætt um að gera samanburð á siðustu hátið og hátiðunum á undarven á slikan samanburð er mjög erfitt að leggja mat, þar sem umfang og atriði hafa verið mjög misjöfn á þessum hátiðum. — AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.