Þjóðviljinn - 03.02.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. febrúar 1981
UOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ótgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstiórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ölafsson.
Auglvsingastjóri: Þorgeir Ólafsson.
Unisjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi
björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik. simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf.
Sjómannasamningar
# Mörg sjómannafélög hafa nú boðað verkfall á togur-
um frá 9. þessa mánaðar og á bátaflotanum frá 16.
febrúar. Deila sjómanna og útgerðarmanna nú snýst
ekki síst um lífeyrismál sjómannastéttarinnar. I þeim
efnum búa sjómenn á bátaf lotanum og á minni togurum
við lakari kost en f lestir þeir sem \ landi vinna, þar sem
útgerðarmenn greiða aðeins í lífeyrissjóð sjómanna af
litlum hluta þeirra tekna sem þessir sjómenn af la.
# Eðlilegt er og sjálfsagt að sjómenn knýi á um lag-
færingar í þessum ef num, og reyndar aetti engin stétt eða
starfshópur i okkar landi að njóta hærri eftirlauna og
ellilífeyris heldur en sjómenn, sem eytt hafa bestu árum
æf i sinnar viðstörf á f iskiskipum okkar.
# í þeim kjarasamningum, sem nú standa yf ir, er það
sjálfsögð lágmarkskrafa, að útgerðarmenn komi
myndarlega til móts við sjónarmið sjómanna í þessum
efnum, og að skref verði stigið í þá átt, að tryggja sjó-
mönnum þann rétt sem bestur þekkist í lífeyrismálum á
landi hér. Þetta á að gera strax, en ekki að bíða eftir því
að verkföll skelli á til skaða og tjóns fyrir alla sem hlut
eiga að máli.
# i þeirri yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf við undir-
ritun kjarasamninga almennu verkalýðsfélaganna í lok
október s.l., þá var því heitið að sett yrðu lög, sem
tryggðu sjómönnum, er haft hafa sjómennsku að
aðalstarf i í 25 ár, rétt til töku ellilífeyris við 60 ára aldur,
það er sjö árum f yrr en almennt tiðkast hér.
# Þessi ákvörðun var vissulega góðra gjalda verð, svo
langt sem hún náði, en snýr aðeins að samskiptum sjó-
manna við Tryggingastofnun ríkisins. Meðan þau líf-
eyrismál, sem sjómenn eiga aftur á móti undir sínum
kjarasamningum við útgerðarmenn eru hins vegar i
dæmafáum ólestrþ er naumt skammtað þeim öldruðu
sjómönnum, sem loks koma i land eftir áratuga störf á
hafi úti.
Fiskverð
# Nú er febrúar upp runninn og enn bólar ekkert á
fiskverðinu. Hér verða menn að ganga rösklegar til
verks ef ekki er meiningin að ómerkja það
verðákvörðunarkerf i sem byggt hef ur verið á í þessum
,ef num.
# óhóflegur dráttur á fiskverðsákvörðun nú stafar
ekki af því að afkoma veiða og vinnslu sé nú í heild
lakari en verið hef ur á undanförnum árum.
# Þjóðviljinn telur sig hafa fyrir þvi traustar upplýs-
ingar, að miðað við núverandi fiskverð, þá sé hreinn
hagnaður hjá fiskvinnslunni að loknum afskriftum um
7% af tekjum, sem tvímælalaust gefur svigrúm til all-
verulegrar fiskverðshækkunar. I þessu sambandi skal
að vísu tekið fram, að af frystingunni er hagnaður mun
minni, en aftur á móti þeim mun meiri af söltun og
skreiðarvinnslu.
# Til samanburðar skal þess getið, að samkvæmt upp-
lýsingum Þjóðhagsstofnunar var hreinn hagnaður fisk-
vinnslunnar í heild (þ.e. frysting, söltun, hersla) aðeins
0.33% að jafnaði á árunum 1977—1979, mældur sem hlut-
fall af tekjum, en af koma ársins 1980 liggur ekki fyrir.
# Þjóðviljinn telur sig líka hafa traustar upplýsingar
um það, að samkvæmt þeim gögnum sem lögð eru til
grundvallar við f iskverðsákvörðun, þá sé halli á rekstri
botnfiskveiðiskipa nú, miðað við óbreytt f iskverð, talinn
verða tæplega 10% af tekjum og er þá gert ráð fyrir lið-
lega 400 þús. tonna þorskaf la á ári. — Samsvarandi halli
á útgerðinni þau síðustu þrjú ár sem fyrir liggja
(1977—1979) var hins vegar að jafnaði 5.4%, og á tíu ára
tímabili 1970—1979 var samsvarandi halli 7.6% að jafn-
aði. — Samt varð nú veruleg eignamyndun í útgerðinni á
þessu tímabili!
# Setjum nú svo, að fiskverðið væri hækkað um 15%.
Þá hef ði vinnslan að vísu ekki lengur 7% hagnað, en hún
hafði samt jafn góða afkomu og þessi atvinnurekstur bjó
við á árunum 1977—1979 og fyrir öllum afskriftum. Hér
þyrfti aðeins að jafna milli greina innan vinnslunnar.
# En hvað þýddi 15% f iskverðshækkun fyrir
útgerðina? Þá yrði bókfærður halli á útgerðinni (botn-
fiskveiðar) ekki lengur tæp 10%, heldur svona 1.4% af
tekjum, þegar búið er að nýta allar afskriftir, — og er
það betri afkoma en sést hefur hjá útgerðinni síðustu tíu
árin. Fiskverðið á að vera hægt að ákveða strax, en hlut
sjómanna þarf að bæta sérstaklega. — k.
rC
63. skoðanakönnun Dagbladsins: L
Ert þú fylgjandi eóa andvígur borgarstjómanneiriMutanuni í Reykjavík? J
BORGARSTJÓRNARMQRIHLUT-
INN LENDIR í MINNIHLUTA
— en mjótt er á mununum
WmwusiAnmr
klippt
Vísbending
ÞaO er að visu harla litiö það
úrtak sem Dagblaöið byggir
niðurstööur sinar um fylgi viö
meirihluta og minnihluta i
borgarstjórn á, aðeins 227
manns, og þar af eru 65 eða
28.6% óákveönir. Þó má ætla að
i þeim felist visbending til
núverandi meirihluta um að
hann geti ekki treyst þvi aö
glundroðinn einn i Sjálfstæðis-
flokknum tryggi meirihluta-
flokkunum áframhaldandi völd
i borginni.
t skoðanakönnun Dagblaðsins
hefur komið skýrt fram að stór
hluti kjósenda telur sig með ein-
hverjum hætti standa næst
Sjálfstæðisflokknum. Litil þúfa
velti þungu hlassi i siöustu
borgarstjórnarkosningum, en
hlassiö gæti velst til baka I sinn
gamla sess i næstu kosningum,
svo mjótt er á munum.
Staöa krata
Nærtækasta skýringin á þvi
hversvegna svo gæti verið að
könnun Dagblaðsins sýndi trú-
verðuga mynd er staða Alþýðu-
flokksins i dag. Vorið ’78 voru
kratar á fullri ferð, hömuöust
gegn spillingu á nýjum grunni
og fengu að ósekju sinn skerf af
þeirri launþegauppreisn, sem
þá var i gagni. beir fengu tvo
menn i borgarstjórn og 14 á
þing. Framsókn tapaöi einum
manni i borgarstjórn árið ’78, en
Alþýöubandalagið skilaði inn
þeim þrem plús tveimur sem á
vantaði til að fella ihaldiö.
Siðan þá hefur þaö gerst að
Framsóknarflokkur hefur að
þvi er viröist aukið fylgi sitt
verulega, samanber þing-
kosningar ’79 er flokkurinn fór
úr 12 þingmönnum i 17, Alþýðu-
bandalagið slaknað nokkuð frá
hámarksfylginu ’78, en Alþýðu-
flokkurinn hrapað fylgislega.
Þessi almenna þróun hlýtur að
einhverju marki að endurspegl-
ast i afstöðu höfuðborgarbúa.
Ekki væri þvi út i hött að ætla að
staðan nú, ef kosið yrði á næstu
vikum, væri Framsókn 2,
Alþýðubandalagiö 4 og Alþýðu
flokkur 1. En það þýddi ihalds-
meirihluta i Reykjavik.
Aö klemmast
upp viö íhaldiö
IStjórnarandstaða Alþýðu-
flokksins er ekki vinsæl um
• þessar mundir og nýtur aðeins
I fylgis um helmings Alþýöu-
I flokksmanna, ef marka má
I kannanir. Björgvin Guðmunds-
■ son borgarfulltrúi er að sjálf-
I sögðu ekki hress með það hver
I áhrif þessi staða hefur á borgar-
I stjórnarveru Alþýðuflokksins. I
■ yfirheyrslu Helgarpóstsins
I segir hann aðspurður um það
I hvort hann sé ánægður með
I þróunina i Alþýðuflokknum
* siðustu árin:
I „Nei, ekki fyllilega. Ég tel að
með tilkomu hinna mörgu nýju
I þingmanna flokksins hafi verið
* farið um of út á braut aug-
I lýsinga mennsku og hugsað
I meira um þá hliðina en barátt-
I una fyrir málefnunum. Upp-
* hlaup og auglýsingamennska
I hafa um of einkennt störf
margra hinna nýrri þingmanna
I flokksins á siðustu árum. Það er
1 þvi mál til komið að Alþýðu-
| flokkurinn láti af þessari
I upphlaupsstefnu sinni og verði á
I ný ábyrgur og taka jákvæða af-
1 stöðu til góðra mála en ekki
I vera með sjálfkrafa hávaða og
I læti út af öllu þvi sem rikis-
I stjórnin tekur sér fyrir hendur.
’ Hins vegar ber þó auðvitað aö
I gagnrýna, það sem gagnrýni er
vert. Jafnframt finnst inér sem
I flokkurinn hafi i stjórnarand-
' stöðu sinni veriö of fastur við
I_______________________
Geirsmenn i Sjálfstæðis-
flokknum og eigi það þvi á hættu
að klemmast alveg upp á Sjálf-
stæöisflokkinn.”
Hvergi hrœddur
Um meirihlutasamstarfiö
hefur Björgvin Guðmundsson
hinsvegar ekkert nema gott að
segja og er hræddari viö að
kratar séu að klemmast upp að
ihaldinu heldur en stórtiðinda
sé að vænta frá Sjálfstæöis-
flokknum:
,,Ég er þess alveg fullviss að
meirihlutinn stendur út þetta
kjörtímabil og sé þvi ekkert til
fyrirstöðu að það samstarf haldi
áfram eftir næstu kosningar.
Ekki óttast ég, að Sjálfstæöis-
fiokkurinn nái meirihluta aftur
á næstunni. Sá flokkur er klofinn
i tvennt og jafnvel óvist aö hann
standi sameinaöur að framboöi
i næstu kosningum.”.
,,Já, ég er nokkuð ánægður.
Samstarfið hefur tekist vel,
þegar litið er til þess að þarna
starfa saman þrir ólikir stjórn-
málaflokkar. Það má t.d. gera
samanburð á þessu samstarfi
Alþýðuflokks, Alþýðubandalags
og Framsóknar i borgarstjórn-
inni annars vegar og i ríkis-
stjórn hins vegar. A þessum
tæpu þremur árum, sem vinstri
flokkarnir hafa starfaö saman i
borgarstjórninni, hafa þegar
verið drepnar tvær framtiðar-
spár Sjálfstæöisflokksins um
borgarstjórnarsamstarfiö. i
fyrsta lagi hefur það verið
rækilega afsannað, aö þessir
flokkar færu með fjármál borg-
arinnar út á kaldan klaka. Þvert
á móti hefur fjármálastjórn
borgarinnar siðustu ár veriö
með ágætum. 1 öðru lagi hefur
glundroðakenning Ihaldsins
verið drepin, þvi samstarfið
milli þessara þriggja flokka
hefur veriö betra en samstarfið
innan Sjálfstæðisflokksins
meðan hann var viö stjórn-
völinn svo ég tali nú ekki um
ástandið i herbúðum flokksins i
dag.”
Þýöingarmikil
aövörun
En fyrir utan það að ihaldinu
hefur stundum tekist að spila
upp annan fulltrúa Alþýðu-
—09
flokksjns i borgarstjórn er ýmsu ■
öðru áfátt hjá núverandi
borgárstjórnarmeirihluta ef 1
hann ætlar sér framhaldslif |
eftir kosningar 1981. ■
í fyrsta lagi hefur merihlutinn I
ekki fundið árangursrikar leiðir
til þess að hafa samband við |
borgarbúa og koma málum ■
sinum á framfæri. Við svo búið I
má ekki standa og mikil
nauðsyn á aö samstarfsflokk- |
arnir þrir komi máli sinu á ■
framfæri sameiginlega áður en I
kosningabaráttan tekur að
sundra þeim að ári.
I öðru lagi er brýn þörf á þvi ■
að verkin farið aö tala á at- |
vinnumálasviðinu. Þar er I
margt á undirbúningsstigi fyrir |
utan það sem þegar hefur verið ■
gert t.d. i máiefnum BÚR. I
Könnun Dagblaösins er J
þýðingarmikil aðvörun sem ■
kemur i tæka tið fyrir núverandi I
borgarstjórnarmeirihluta og |
hvetur til samstillingar. ,
Herslumunurinn I
Sjálfstæðisflokkurinn hefur '
enga sérstaka buröi til átaka !
um þesssar mundir. 1 stað þess I
að hefja baráttu fyrir endur- I
kjöri er oddviti flokksins i '
Reykjavik flúinn af hólmi, enda !
þótt hann hafi ef til vill verið I
álitlegastur forystumanna
flokksins til þess að fylkja '
honum til valda á ný i Reykja- '
vik. Hlöðukálfurinn i hlutverki
arftakans er ekki tekinn alvar- I
lega af Sjálfstæðismönnum og '
hefur val hans ýtt mjög undir '
þau sjónarmiö aö flokkurinn
eigi að bjóöa fram i tveim fylk-
ingum i næstu kosningum, enda
sé það eina vonin til meirihluta- J
valda, ef ihaldsfylkingarnar
geti þá unnið saman. Hvað sem
þvi liður er ljóst aö aðilar aö >
borgarstjórnarmeirihlutanum *
þurfa að spýta i lófana. Staöa
meirihlutans i dag er langt þvi
frá að vera slæm. Hún er ekki ■
verri en svo að einungis vantar
herslumun að hann sé jafnvigur
ihaldinu ef nú væri lagt i
kosningabaráttu. En siöustu
borgarstjórnarkosningar unn-
ust á herslumun, og svo mun
einnig veröa um þær næstu.
Spurningin er aöeins sú hvoru
megin herslumunurinn verður.
—ekh
skorrið