Þjóðviljinn - 28.02.1981, Qupperneq 2
2 SIDA — ÞJOJPVILJINN: Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981
skammtur
Af frjálsri hugsun
Þegar ég var unglingur var stundum ef nt til
kappræðufunda á vegum Stúdentafélagsins.
Þetta voru oft fírugir fundir, þar sem mál
voru reifuð, karpað og komist að niðurstöðu,
eða ekki, eftir því sem verkast vildi.
Einu sinni var umræðuefnið ,,frjáls hugs-
un" og Þórbergur framsögumaður, þó hann
væri ekki stúdent.
Þórbergur byrjaði á því að lýsa því yfir að
frjáls hugsun væri ekki til. öll hugsun væri í
viðjum umhverfis og daglegs amsturs hins
hugsandi manns. Næst frjálsri hugsun kæm-
ust kannske einbeitingarmenn í Himalaja-
fjöllum eftir að hafa gefið allt annað uppá
bátinn fyrir lifstíð.
Þetta fannst mér ákaf lega skarplega athug-
að. Þórbergur var raunar f yrir mér á þessum
árum staðgengill skaparans og „orðið var hjá
Þórbergi".
Þó langt sé umliðið síðan þetta var, báru
margir háskólaborgaranna þarna á fundinum
gæf u til að hafa búið við ,,f rjálsa hugsun" allt
sitt æviskeið, og mér er næst að halda að enn
njóti margar vitsmunaverur þjóðarinnar ótrú-
legs frjálsræðis í hugsun.
Það eru einkum f jölmiðlarnir, sem endur-
spegla hið algera frjálsræði hugsunarinnar í
landinu.
Afrakstur frjálsrar hugsunar hins almenna
borgara birtist gjarnan í lesendabréfum
blaðanna, og má með sanni segja að frjálsri
hugsun séu litlar skorður settar í þeim hug-
leiðingum.
Dagblaðið Vísir hefur til dæmis að undan-
förnu, öðru fremur, verið helgað málefnum
ferfætlinga. Hatrammar deilur hafa risið um
tilverurétt allskonar kykvenda í mannlegu
samfélagi og eru þaðeinkum hundar, kettir og
páfagaukar, sem „frjáls hugsun" hefur
beinst að.
Mér er til efs að snarpari blaðadeila hafi
riðið síðum dagblaða, en sú sem nú er í al-
gleymingi milli J.H.J og G.H. Tryggvasonar í
Vísi.
Þessi athyglisverðu skoðanaskipti hófust á
því, að G.H. Tryggvason birti þá niðurstöðu
rannsókna sinna í Vísi, að kettir hefðu ekki
mannsvit. Og ekki stóð á svarinu, sem kom í
Vísi 24. feb. sl. undir yf irskriftinni „ÞARF ÉG
AÐ SEGJA MEIRA HERRA G.H. TRYGGVA-
SON?"
Undir yf irskriftinni segir svo orðrétt:
„Þér G.H. Tryggvason væri nær að hugsa
um þitt eigið heimili, og aldrei hef ég séð jafn
illa farið með páfagauka og einmitt hjá þér.
Þar sem þú veist vel hvað ég á við, vil ég
aðeins bæta einu við, lesendum Vísis til
glöggvunar.
Hver var það sem óð yf ir garðinn hjá mér í
snjókrapinu fyrir viku síðan? Skyldi það hafa
verið G.H. Tryggvason? Ó jú, sá var
maðurinn, úlpuklæddur og einkennilegur í
hegðun. Ég held þú ættir að hætta þessum illu
skrifum um ketti, áður en við upplýsum hvað
þú gerir þér til dundurs."
Afrakstur frjálsrar hugsunar í málgögnum
stjórnar og stjórnarandstöðu birtist hinsvegar
í hugleiðingum um snyrtiaðstöðu í eldsmiðju
Jósafats nokkurs, og er um það deilt hver sé
mestur sóðinn, Jósafat eða þeir sem hjá hon-
um vinna.
Niðurstaðan er víst sú, að Jósafat sé mesti
sóðinn, þegar hann er einn í smiðjunni, nema
þegar hann er að taka til fyrir Lúðvík.
Hámarki náði þó hin frjálsa hugsun
fjölmiðlanna þegar Guðrún, Jóhanna og
Salóme birtust á sjónvarpsskjánum í „Þing-
sjá".
Þær sögðu farir sínar ekki sléttar á Alþingi;
þær fengju ekki að vera með i kallavina-
klúbbnum á þinginu og töluðu jafnan fyrir
tómum sal af því að strákarnir væru alls-
staðar annars staðar, í öllum hornum og skot-
um í húsinu, að pískra um eitthvað, sem þær
mættu ekki vita, þegar þær væru að tala um
félagsmál í pontunni.
Ég skrúfaði líka niður í þeim hljóðið, en hélt
áf ram að stara á þær, dolfallinn, eins og jaf n-
an þegar eigulegir fulltrúar veikara kynsins
birtast mér. Og með Guðrúnu, Jóhönnu og
Salóme þannig fyrir augunum komu mér í
hugann þessar undurfögru Ijóðlínur úr
Ljóðaljóðum Salómöns:
Hví skalt þú vera eins og villuráfandi
hjá hjörðum félaga þinna?
Veist þú eigi að þú ert hin fegursta
meðal kvenna?
Snú þér við svo að vér fáum séð þig,
Hvað viljið þér sjá á Salóme?
Er það dansinn í tvíf lokknum?
Flosi.
kArsnesbraut REYKJAVlK
Hafnarbraut Kársnesskóli Hábraut feJL
© © © © © ©
l'; Norðurvör Uröarbraut Sæból
NYBYLAVEGUR
Grundir Ástún
Sundlaug^)
1% I
■ KÓPAVOGSBRAUT
Kópavör (í) Vallargeröi
© ©
Þínghóisskóh
Hvammar
HLÍÐARVEGUR
Skemmuvegur
©
Strætisvagnar Kópavogs
Nýtt leiðakerfi
1 dag laugardag, gengur i gildi
nýtt leifta kerfi Strætisvagna
Kópavogs. Megin breytingar frá
gamla kérfinu eru þær, aft nú
verfta farnir þrir hringir um bæ-
inn i staft tveggja áftur. Þá veröa
sérstakir vagnar i ferftum milli
Kópavogs og Reykjavikur og
jafnframt teknar upp aft nýju
ferftir á Lækjartorg, en tima-
jöfnun verftur sem áftur á
Hlemmi.
Vagnar SVK veröa nú merktir
meö sérstökum auökennis-
númerum, sem væntanlega munu
falla inn i númerakerfi almenn-
ingssamgangna höfuöborgar-
svæöisins i framtiöinni og fengu
Kópavogsvagnarnir úthlutaö
númerunum 20—29.
í dag
Leiö 21 mun aka um vesturbæ-
inn og verður hann ávallt ekinn
réttsælis. Hins vegar veröa eknir
tveir hringir um austurbæinn og
til skiptis rétt- og rangsælis.
Minni hringurinn leiö 22 nær
austur aö Túnbrekku en hinn
stærri, leiö 23, inn á Smiöjuveg og
Skemmuveg en svo austarlega
náöi fyrra leiöarkerfi ekki.
Allir farþegar sem ætla til
Reykjavikur, veröa nú að skipta
um vagn á skiptistööinni á mið-
bæjarsvæöinu.
Fram aö 9 á morgnana veröur
ekið beint á Hlemm, sem fyrr, en
eftir kl 9 hefjast ferðir i Lækjar-
götu um Miklubraut og Hring-
braut og siðan Hverfisgötu aö
Hlemmi. Skiptimiöar verða
áfram i gildi milli SVK og SVR.
Til Reykjavikur aka vagnarnir
á 15 minútna fresti fram til 19 á
virkum dögum, en eftir þann tima
og um helgar á hálftima fresti
Bæklingi um hiö nýja leiöar-
kerfi hefur veriö dreift i öll hús i
Kópavogi en fyrrverandi leiöar-
kerfi hefur veriö i notkun siöustu
7 ár.
Einum vagni þarf aö bæta inn I
daglegan akstur vegna nýja
leiöakerfisins en vagnakostur
SVK er nú 9 bilar þar af þrir sem
eru orönir 13 ára gamlir.
í haust er hins vegar von á
þremur nýjum Ikarus vögnum
frá Ungverjalandi og þá mun
hagur SVK vænkast verulega.
A siöasta ári óku vagnar SVK
tæplega hálfa miljón km. og um 2
miljónir farþega feröuöust meö
vögnunum.
Aö sögn Karls Arnasonar fram-
kvæmdastjóra SVK er áætlaö aö
nýja leiöakerfiö leiði af sér um
10% aukningu farþegafjölda,þar
sem nýjustu íbúðarhverfin I
austurbænum fá nú notið fyllstu
þjónustu vagnanna. — lg-
Mið-Ameríka
í máli,
myndum
og tónum
A mánudagskvöldið veröur
haldinn i Félagsstofnun stúdenta
fundur um baráttu fólksins I Miö-
Ameriku, aöallega i Nicaragua og
E1 Salvador. Gestur fundarins
veröur Manuei Neira, sem
starfar meö stuöningshópi þjóö-
frelsisafla E1 Salvador i Osló.
Manuel mun segja frá gangi
mála þar syðra og nýjustu at-
buröum borgarastriðsins i E1
Salvador. Sýnd verður kvikmynd
sem gerö var i Nicaragua 1979. og
sýnir hina frækilegu lokasókn
Sandinista. Einnig verður kynnt
miö-amerisk tónlist, m.a. nicara-
guanski tónlistarmaöurinn Mejia-
Godoy, Kúbaninn Silvio Rod-
riguez ofl. Þá verða flutt nokkur
stutt ávörp. Dagskráin hefst kl.
20.30, en aö henni lokinni verður
opiö i Stúdentakjallaranum. Þar
veröa allar veitingar og leikin s-
amerisk tónlist.
— ih
Verðlauna-
mynd ■
frumsýnd
Kvikmyndin „Voöaskot” eftir
þrjá unga Hafnfiröinga hiaut
gullverftlaun á kvikmyndahátíö
áhugamanna um siftustu helgi.
Hún veröur frumsýnd I Regnbog-
anum um þessa helgi, en siftan er
ætlunin aö sýna hana i skólum.
Myndin er 20 minútna löng, tek-
in á 8 mm ' filmu. Höfundar
hennar eru Helgi Már Jónsson
Gunnar Richardsson, og Lárus
Vilhjálmsson allir nemendur
Flensborgarskóla. Myndin hlaut
hin bestu ummæli dómnefndar á
hátiöinni, og er ætlunin aö senda
hana á áhugamannahátið I
Noregi á næstunni. _ ih
A flugvallarstæftinu mætti reisa tiu þúsund manna Ibúftarbyggö,
sem tengst gæti gamla miftbænum meft eftlilegum hætti. — Ljósm.:
— eik.
Réttarhöld
um Reykja-
víkurflugvöll
A aft leggja Reykjavikurflug-
völl niftur og reisa 10 þúsund
manna fbúöarbyggft á ftug-
vallarsvæftinu? Þetta er spurn-
ingin sem tólf manna kviftdóm-
ur kemur til meft aft svara
síðdegis á sunnudag eftir réttar-
höld i málinu.
Hér er um aö ræöa almennan
borgarafund sem samtökin Lif
og land efna til og munu tveif
lögmenn, þeir Ragnar
Aöalsteinsson og Jón E.
Ragnarsson leggja fram rök og
gagnrök I málinu. Þeir munu
leiöa fram vitni máli sinu til
stuönings. Stjómandi fundarins
veröur Gunnar G. Schram,
prófessor. Hann hefst kl. 14 i
Norræna húsinu. — AI