Þjóðviljinn - 28.02.1981, Síða 7
77/ umræðu á Norðurlandaráðsþingi:
Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 7
NORDSAT og
orkusamstarf
Þrjár myndir eftir Gunnlaug Scheving. Ljésm: Ella
Úr fórum Grethe og
Ragnars Ásgeirssonar
NORDSAT er meðal mikil-
vægra mála á dagskrá 26. þings
Norðurlandaráðs sem hefst i
Kaupmannahöfn á mánudaginn,
en mjög deildar skoðanir eru um
hvort koma skuli á loft þeim
gervihnetti til að útvarpa hljóð-
og sjónvarpssendingum milli
Norðurlandanna.
Tilmæli til rikisstjórnanna um
gagnkvæmar útvarps- og sjón-
varpssendingar hafa verið sam-
þykkt sextán sinnum af ráðinu, en
ágreiningurinn snýst um hvort
þær skuli framkvæmdar með
gervihnetti eða með öðrum hætti.
Tillaga sem ráðherranefndin
hefur lagt fyrir þingið nú tekur
ekki afstöðu til ágreiningsins, en
þar er gert ráð fyrir, að
samningsviðræður hefjist strax
Leikarar:
Styðja nú
útvarpið
Svofelld yfirlýsing var sam-
þykkt einróma á fjölmennum að-
alfundi Félags islenskra leikara:_
„Aðalfundur F.l.L. þ. 23. febr.
1981 lýsir undrun sinni á skiln-
ingsleysi yfirvalda á fjárþörf
Rikisútvarpsins.
Fundurinn skorar á Alþingi að
gera Rikisútvarpinu fært að sinna
menningarlegum skyldum sinum
við fólkið i landinu, með aukinni
fjárveitingu i einhverri mynd.
Fundurinn lýsir stuðningi við
hverja tilraun Rikisútvarpsins til
að fá hag sinn bættan.”
um viss atriði varðandi Nordsat,
en endanleg ákvörðun verði tekin
af ráðherranefndinni fyrir lok
þessa árs.
Efnahagsnefnd leggur fram á
þinginu kröfu um að orku- og
iðnaðarsamstarf landanna verði
styrkt, m.a. til að minnka hrá-
efnainnflutning.
Samningurinn frá 1956 um
félagslegt öryggi verður nú
endurskoðaður og samningur við
þróunaraðstoð Norðurlanda
verður undirritaður. Þriðjudags-
kvöldið 3. mars verða Snorra
Hjartarsyni afhent bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs.
Að hálfu Alþingis sitja þingið
Matthias A. Mathiesen, Arni
Gunnarsson, Halldór Ásgrims-
son, Páll Pétursson, Stefán
Jónsson og Sverrir Hermannsson
þingmenn og ritari Islands-
deildarinnar, Friðjón Sigurðsson,
skrifstofustjóri Alþingis.
Aðhálfu rikisstjórnarinnar sitja
þingið m.a. Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra, Ólafur Jó-
hannesson utanrikisráðherra og
Friðjón Þórðarson dómsmála-
ráðherra, sem fer með sam-
starfsmálefni Norðurlanda á
vegum rikisstjórnarinnar. Einnig
sækja þingið nokkrir embættis-
menn.
Forseti N orðurla nda rá ðs,
Matthias Á. Mathiesen, mun setja
þingið kl. 2 á mánudag, en þvi
lýkur siðdegis á föstudag, 6.
mars. Forsætisnefnd ráðsins
skipa nú auk Matthiasar A.
Mathiesen þingmennirnir Knud
Enggaard, Danmörk, Elsi Hete-
maki-Olander, Finnlandi, Lars
Korvald Noregi og Olof Palme,
Sviþjóð. —vh
1 dag hefst að Kjarvalsstöðum
sýning sem kallast úr fórum
Grethe og Ragnars Asgeirssonar.
A veggjunum hanga myndir úr
einkasafni þeirra hjóna sem þau
eignuðust á árunum 1920—1960.
Það var einkennileg tilfinning
að ganga um Kjarvalssalinn og
horfa á myndir helstu meistara
islenskrar málaralistar, Kjarval,
Asgrim, Gunnlaug Scheving og
Höskuld Jónsson sem þvi miður
er allt of fáum kunnugur. Á sýn-
ingunni getur að lita lifsverk
hjónanna Grethe og Ragnars og
þegar maður litur yfir verkin og
bréfin sem eru til sýnis þá verður
skiljanlegt hvernig brautryðj-
endum islenskrar málaralistar
tókst að lifa og sinna list sinni.
Þeir áttu að vini eins og Ragnar
Asgeirsson og Grethe sem skutu
yfir þá skjólshúsi, keyptu myndir
þegar þröngt var i búi og reyndu
að gera hvað þeir gátu til að vinna
listinni brautargengi.
Meðal bréfa sem eru á sýning-
unni er eitt frá Tove Kjarval sem
hún skrifaði árið 1931. Þá voru
þau Kjarval skilin, en hún hélt
áfram að styðja hann. Þegar
bréfið var skrifað var hún að
setja upp sýningu á verkum
Kjarvals i Charlottenborg. Hún
segir i bréfinu með sársauka að
þegar margir þeir listamenn sem
verið sé að hampa verði farnir að
rotna i gröfum sinum, muni nafn
Kjarvalslifa. Bréfið er innsýn i lif
listamanna sem fórnuðu öllu fyrir
listina, en jafnframt minnir það
okkur á að ber er hver að baki
nema sér bróður eigi. Þær
eru margar konurnar sem gerðu
listamönnum kleift að vinna sitt
verk.
Elsta myndin á sýningunni er
radering eftir Rembrandt sem
Grethe kom með i búið frá Dan-
mörku. Elsta islenska verkið er
eftir Asgri'm Jónsson, litið oliu-
málverk málað i Borgarfirði 1904.
Alls eru 154 myndir á sýningunni
að Kjarvalsstöðum. Nú hefur
safni þeirra Grethe og Ragnars
verið.skipt milli erfingja þeirra
og þvi' verður þetta væntanlega i
fyrsta og eina sinn sem verkin
verða sýnd saman. Sýningin
gefur hvort tveggja i senn mynd
af eldri meisturum islenskrar
málarlistar og þeirri ást sem
hjónin báru til myndlistarinnar.
Eva Ragnarsdóttir sem hefur
unnið að sýningunni fyrir hönd
erfingja þeirra hjóna sagði, að
sagt hefði verið við sig að for-
eldrar hennar hefðu verið á
undan sinni samtið og haft vit á
að „fjárfesta” i málverkum. Það
hefði nú verið öðru nær. Það hefði
miklu verið fórnað, málararnir
voru heimilisvinir þau hjónin
voru að styrkja þá, f járfestingar-
sjónarmið voru fjarri lagi i þá
daga.
— ká
>rsk VÍka B. lgarskur maiur
rtlshWno.Wurey
Gabrovo — Veliko — Turnevo —
Ferðaáœtlun:
Alla mánudaga frá og með 25. mai til og með 14. september
— Þotuflug.
Vikuferð:
Sofia — Rila — Plovdiv
Varna.
Vikulega að eigin vali
Baðstrendur:
Drushba —Luxus hótelið Grand Hotel Varna.
Zlatni Piatsatsi — Gullna ströndin, 1. flokks hótelin
Ambassador, Preslav, Zlatna Kotva, Shipka.
Öll herbergi með baði,
WC, svölum. Hálft fæði,
matarmiðar.
Slanjev Brajg:
Sólströndin, smáhýsi, ibúðir. Hálft fæði eða aðeins
morgunmatur. Eigin matseld eftir vali.
íslenskur leiðsögumaður á staðnum. Fjöldi skoðunarferða,
þar á meðal með skipi til Istanbul, Yaita og Odessa.
Ódýrasta land Evrópu 3 vikna ferðir frá kr. 6.190.- Hálft
fæði: — og þá tölum við um raunverð þ.e. allt innifalið, sem
nauðsynlegt má teljast til ferðalaga, flug — gisting —
leiðsögn —
en ekki flugvallaskattur, vasapeningar eða annað ótalið
hér.
50% uppbót á allan ferðamannagjaldeyri
Er hægt að bjóða betur?
Feröaskritstota Tryggið ykkur far í tíma.
KIARTANS Pantanir eru þegar
HELGASONAR farnar að berast
Gnoóavog 44 - Sfmi 86255