Þjóðviljinn - 28.02.1981, Side 11
Margrét Bóasdóttir.
Ljóða-
tónleikar í
Norræna
húsinu
i dag, laugardag, ki. 17 halda
Margrét Bóasdóttir sópran og
Ulrich Eisenlohr póanóleikari
Ijóðatónleika i Norræna húsinu. A
efnisskrá eru ljóð eftir Schubert,
Brahms, Schönberg, Kaldalóns,
Þorkel Sigurbjörnsson og ljóða-
flokkurinn „Kinderstube” eftir
Modest Musorgský.
Margrét hefur undanfarin ár
stundað nám við Tónlistarháskól-
ann i Heidelberg-Mannheim og
lauk kennaraprófi þaðan i
febriiar 1980 og lokaprófi með
ljóðatónleikum i Heidelberg 12.
febrúar s.l. Jafnframt hefur hún
stundað nám við ljóðadeild
Tónlistarháskólans i Stuttgart og
mun ljtíka þvi á næsta ári. Hún
hefur sungiðá tónleikum viða um
Þýskaland.
Ulrich Eisenlohr stundar nám
við Tónlistarháskólann i Stuttgart
og kennir við Tónlistarháskólann
i Heildelberg. Að loknum tónleik-
unum i Norræna húsinu fara þau
Margrét og Ulrich út á land og
halda tónleika á Raufarhöfn 5.
mars, Akureyri 7. mars, ísafirði
10. mars, Húsavik 14. mars og i
Mývatnssveit 15. mars. — íh
Sigurður og
Sieglinde syngja
á Hlíðarenda
Óperusöngvararnir Sieglinde
Kahmannog Sigurður Björnsson
syngja fyrir gesti veitingastað-
arins Hliðarenda annað kvöld,
sunnudagskvöld, frá kl. 20.
A dagskrá þeirra hjóna er
léttklassisk tónlist, bæði islensk
og erlend. Pianóleikari er Agnes
Löve.
— ih
Manuela
Wiesler á
Akureyri
A morgun sunnudag kl. 17.00,
verða haldnir i Borgarbiói
fimmtu og siðustu áskriftartón-
leikar Tónlistarfélags Akureyrar.
Manuela Wiesler, flautuleikari,
og Claus Christian Schuster,
pianóleikari, flytja verk eftir
Reinecke, Francai, Enesco,
Busoni og Schubert.
Manuelu Wiesler er óþarfi að
kynna, svo þekkt sem hún er fyrir
frábæran flautuleik sinn. Claus
Christian Schuster fæddist i Vin
1952 og lauk prófi frá tónlistar-
háskólanum i Vin 1974. Hann
kennir nú við þannskóla.en sækir
jafnframt þekkingu og listræna
uppörvun i tima hjá Wilhelm
Kempff. Schuster hefur unnið til
margra verðlauna fyrir pianóleik
og komið fram á fjölmörgum
tónleikum sem einleikari.
Lausasala aðgöngumiða er i
Bókabúðinni Huld og við inngang-
inn.
Sigur
Oft fer maöur á sin-
fóníutónleika meö kvíða-
blöndum huga. Svo var
einnig í fyrrakvöld. En sá
kvíði reyndist sannarlega
ástæðulaus. Þarna voru
leikin og sungin verk eftir
þrjá öndvegis snillinga,
Pulcinellasvitan eftir
Stravinsky, Píanókonsert
í B dúr nr. 27 (sá síðasti?)
eftir Motzart og Dafnis
og Klói eftir Maurice
Ravel.
Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11
Jacquillat
Það var siðast talda verkið
þ.e.a.s. flutningur þess, sem
kom mér algjörlega á óvart.
Hann var i einu orði sagt: Stór-
kostlegur. Ég hef aldrei svo ég
muniheyrt hljómsveitina leika i
likingu við þetta. Nákvæmni i
nótnaspili er nokkuð sem
kannski er sjálfsagður hlutur,
en þvi miður hefur oft vantað
talsvert á að hafa hana i lagi.
Hinsvegar heyrði maður aldrei
falskan tón svo að skifti máli að
þessu sinni. En það var andinn á
bak við leikinn, uppbygging
þessa stóra og magnaða forms,
fullt með fingerða og fágaða
manna sem hleypti manni i
slikt fitonsstuð, að ég man
varla efhr öðru eins á tónleikum
hér á landi.
Vitaskuld var það stjórnand-
inn Jean-Pierre Jacquillat sem
stóð fyrir þessu. Maður hefur oft
heyrt hann gera fallega (þó ekki
Brahms og svoleiðis), en þetta
var eitthvað sem lengi verður
munað og i sérflokki.
Hamrahliðarkórinn var þarna
mættur að syngja orðlausa kór-
hlutverkið og ekki brást hann
frekar en fyrri daginn. Nú held
ég að ég, þú og jafnvel Ravel i
gröfinni getum fagnað lengi og
innilega.
Stjórnandinn Jean-Pierre Jac
quillat stóð fyrir þessu öllu.
Háskólakórinn um helgina
Sungið af hjartans list. Lukkeöje, sadan ser han ud...
Háskólakórinn var
stofnaður 1973 og hét þá
„Blandaði Háskólakór-
inn". Tók hann við af
„Stúdentakórnum", sem
var karlakór eldri og
yngri háskólaborgara og
starfaði af krafti á 7.
áratugnum undir stjórn
Jóns Þórarinssonar.
Meðlimir Háskólakórsins eru
flestir nemendur við HI. Ilut
Magnússon hefur veriö stjórn-
andi kórsins lengstaf, eða nær-
fellt frá stofnun og til haustsins
1980.
Háskólakórinn hefur flest árin
haldið tvenna tónleika þ.e. um
Jólaleytið og að vori. Söngur við
miðnæturmessu i Landakots-
kirkju á Jólanótt hefur einnig
verið fastur og ánægjulegur
þáttur i starfi kórsins.
Söngferðirhafa verið nokkrar
bæði innanlands þ.e. i nágrenni
höfuðstaðarins og til Austur-
lands sl. vor, einnig til Skot-
lands 1976 og til Norðurlanda
1979.
Kórinn syngur einnig við ýmis
tækifæri á vegum Háskólans.
Þessa daganaer æft af krafti
fyrir fyrirhugaða tónleika um
helgina — og söngför til Vest-
fjarða i tengslum við Sólrisu-
hátið Menntaskólans á tsafirði
um miðjan mars.
Leggja kórfélagar á sig
stranga vinnu og dvöldu m.a.
heila helgi við söngþjálfun i
ölfusborgum fyrir skemmstu.
en þar er prýðileg aðstaða fyrir
félagsstarf af þessu tagi.
Efnisskrá tónleikanna um
næstu helgi einkennist af
islenskum verkum. Mörg þeirra
hljóma þá i fyrsta sinn fyrir
eyrum almennings og eru þau af
talsvert ólikum toga.
Þjóölög og gleðisöngvar
eiga og sinn sess á þessum
tónleikum, og ættu i senn að
reynast skemmtan góð og
nokkuð hnýsileg.
Frumflutt verða verk eftir
nokkur merkustu og bestu tón-
skáld þjóðarinnar, þ.á.m. eftir
sjálfan Stjórnandann, Hjálmar
Ragnarsson, Atla Heimi
Sveinsson, Jónas Tómasson
yngri og siðast en ekki sist Gylfa
Þ. Gislason.
J( 1——1—1 1 1 1 —-} £—* j— 4 1 1 1 —j t J ' f ~ W'
b 1 J 7 d 0=1 ó p- i áoj 1 t 1 i— - -wp A.oít c! P a \ * t f» | .. T -
L
Opera er upplagt skraf
ópera er upplagt skraf
ekkert lát á sliku.
Vaknarþaðsem værast svaf
vesturi Ameriku.
Upp er runnin ógnarstund
ekkert kunna strákar.
Ljúft um unn og loft og grund
Ijóðsins runnu fákar.
Vesalingur vertu mér
vinsamleg iorðum.
Liggjum tvö við logann hér
lfkt og viðgerðum forðum.
Tónalandið titra fer
tjónið borgar enginn.
Skyldi ekki skemmtun hér
skrftinn gera drenginn?
Konur eru kannski þar
íkynjalegri villu.
En ibýsnum bölvunar
best er aðhafa frillu.
Láttu blak'a mannorð mitt
mjög viðdrottninguna.
Helst þó annar á sér sitt
oftar — vott I muna.
Skytur hann i skorsteininn
skálið onúr firði.
Ofter tóna angistin
ekki mikils virði.
•or-