Þjóðviljinn - 28.02.1981, Page 21
Helgin 28. febrúar til 1. raars 1981 ÞJÓDVILJINN — SIDA 21
Herdís Ólafsdóttir 70
Fædd 28. febrúar 1911
Haustiö 1927 stigur ung stúlka
ofan úr Kjós um borö i mb.
Eldingu sem er i transporti eins
og það er kallaö, milli Akraness
og Reykjavikur. Hún ætlar að
vera mánaöartima eöa svo á
Akranesi til þess að hjálpa systur
sinni sem á von á barni.
Forlögin höguöu þvi þó á annan
veg. Unga stúlkan var alkomin á
Akranes. Burt úr sveitinni sinni,
Kjósinni, þar sem hún haföi snú-
ist við ær og kýr. Upp frá þeirri
stundu er hún steig fæti sinum á
Skagann, snerist lif hennar um
„SALTFISK” rétt eins og Sölku
Völku forðum daga.
Herdis ólafsdóttir er fædd á
Vindási i kjós 28. febrúar 1911.
dóttir hjónanna Helgu Bjarna-
dóttur og ólafs Einarssonar, sem
þar bjuggu. Hún er yngst niu
systkina, nú eru sex þeirra á lifi.
Herdis er þvi 70 ára i dag. Já,
það er ótrúlegt aö hún Herdis sé
oröin sjötug, það finnst áreiöan-
lega flestum sem þekkja hana.
Þó er hún orðin það gömul aö
þegar hún kemur á Akranes eru
aðeins þrjú ár liöin frá þvi að
Verkalýðsfélagið á Akranesi var
stofnað. Verkalýösfélagið er þá
að feta sin fyrstu spor vanmáttug
gegn valdastéttinni.
A árinu 1927 urðu mikil þátta-
skil i atvinnulifi Akurnesinga. Þá
fóru sjómenn að stunda sjóróðra
frá Akranesi, en áður höföu þeir
orðið að vera vetrarlangt i Sand-
gerði, þvi þaðan voru bátar Akur-
nesinga gerðir út. Þorpið hafði
alltaf lagst i dróma upp úr
áramótum, þegar sjómennirnir
kvöddu og héldu til Sandgerðis,
og eftir voru aðeins konur og börn
og þeir fáu sem einhverra hluta
vegna ekki gátu stundað sjó-
mennsku. Sjómennirnir komu
ekki aftur fyrr en að vori um
lokadaginn 11. mai. Það þurfti
þrek til að þreyja þorrann og
góuna, ekkert siður fyrir þá sem
heima voru. Langar hafa óveð-
ursnæturnar orðið margri sjó-
mannskonunni, sem heima
þreyði, og ekki komu allir aftur
heim.
Nú var farið að vinna að aflan-
um hér heima, og þá jókst vinnan
i landi, bæöi fyrir karla og konur.
Verkalýðsfélagið átti erfitt
uppdráttar. Strax eftir að það var
stofnað, gekk það i Alþýöusam-
bandið. Atvinnurekendur neituðu
að se'mja viö félagið, og þeir
neyddu þetta unga félag til að
ganga úr Alþýöusambandinu. Þá
var kaup hér miklu lægra en i
Reykjavik.
Herdis fór fljótlega að vinna i
fiski, bæði að vaska og siðan i
þurrfiskiað sumrinu. Hún gengur
i Verkalýðsfélagið. Fljótlega er
farið að tala um að skipta
félaginu i deildir, svo hver deild
geti farið með sin eigin mál.
Kvennadeildin er stofnuö 1931. A
þessu fyrsta ári er Herdis þegar
kosin i stjórn deildarinnar sem
varaformaður. Upp frá þeim degi
hefur hún verið i forystusveit
Verkalýösfélagsins á Akranesi,
og um leið Verkalýöshreyfingar-
innar á Islandi.
Þá var enginn samningur til
fyrir verkakonur á Akranesi, at-
vinnurekendur greiddu þeim
kaup eftir eigin geöþótta, og neit-
uðu að semja við Kvennadeild
Verkalýðsfélagsins.
Herdis hefur sagt mér aö þær
hafi verið heldur rislágar og
skjálfandi konurnar, sem bönk-
uðu upp á hjá atvinnurekanda
sem ætlaði sér að lækka kaupið
viö þær i vaskinu. Þær voru með i
sveittum höndum sinum kaup-
taxta, sem þær sjálfar settu upp
fyrir vinnu sina og ætluðu að fá
viðurkenndan og undirskrif-
aöan. Atvinnurekandinn kom
sjálfur til dyra, en lokaði þeim að
bragöi, án þess að virða þær
svars.
En baráttan var hafin, og henni
verður sjálfsagt seint lokið.
Getum viö metið hvað þessi
barátta hefur þýtt? Hvað hefur
breyst? Þýðir yfirleitt nokkurn
hlut að vera að rifja þetta upp,
segja ungu fólki, sem nú keyrir til
vinnu sinnar á nýjum bilum, á
einbýlishús inni á Garðagrundum
með öllum þægindum, sem
tilheyra nútímaþjóöfélagi, hvað
foreldrar þeirra, afar og ömmur
bjuggu við?
Þegar matarskorturinn og
klæöleysið beið við bæjar-
dyrnar, ef eitthvað útaf bar.
Réttindaleysi, fátæktarflutning-
ar. A þessum árum var það ennþá
stærsti og eiginlega eim glæpur-
inn á Islandi að vera fátækur og
munaðarlaus. Fólk sem þurfti aö
þiggja af sveit var réttindalaust,
hafði ekki kosningarétt. Heim-
ilum sundrað ef fyrirvinnan féll
frá, ef sjómaður drukknaði, voru
börn hans kannski boðin upp
og slegin lægst bjóðanda. Eins
var farið með gamalmenni sem
enga áttu að.
Sú kynslóð sem hóf félagsmála-
baráttu með stofnun verkalýðs-
félaga er einmitt fólkið sem með
lifi sinu og starfi hefur fært börn-
um sinum og barnabörnum þau
réttindi sem þau hafa núna. Það
er siðan hlutverk þeirra að gæta
fenginna réttinda og flytja þau
áfram til komandi kynslóða.
Það er þetta sem mig langar til
að minna á með þessari afmælis-
grein um Herdisi ólafsdóttur. Lif
og starf þeirrar kynslóðar sem
hún tilheyrir.
Herdis telur þaö mestu
hamingju lifs sins, að hafa fengið
að starfa fyrir Verkalýðshreyf-
inguna, starfa fyrir verkafólk á
Akranesi. Hún hefur helgað lif sitt
þeim hugsjónum, sem hún
heillaðist af og gekk til liðs við
sem ung stúlka.
Maðurinn lifir ekki á brauði
einu saman, stendur þar.
Skapgerð Herdisar er samofin
mörgum þáttum. Hún hefur mik-
ið yndi af að ferðast og þá sér-
staklega um landið sitt. Þó hafa
óbyggðirnar heillað hana mest.
Nýidalur, Kverkfjöll, Heröu-
breiðarlindir. Fegurð, tign og
kyrrð öræfanna eru hennar helgi-
dómur, — og þó, kannski er litli
bæjarlækurinn heima dýrmæt-
astur. Herdis ber mikla tryggð til
átthaga sinna, það er eins og
tregablandinn söknuður komi yfir
hana þegar hún gengur um æsku-
slóðir sinar. Annars vegar litlar
lækjarsytrur, sem er svo notalegt
að labba meðfram og sofna
stundarkorn við. Hinsvegar fljót-
ið fyrir neðan Vindás, sem börnin
voru vöruð við, djúpir hylir og
iðandi straumkast, en lika lygn-
ur. Þar lærði Herdis að synda,
innanum laxana i Laxá i Kjós.
Hún hafði gaman af að synda, og
þær eru ekki ófáar stúlkurnar
sem hún kenndi að synda eftir að
hún kom á Skagann. Ýmist i
Steinsvör á Halakotssandi, eða þá
inni á Langasandi og þá helst
þegar verið var i fiskvinnu inná
Sólmundarhöföa. Þá var gott að
bleyta i sér, meðan fiskurinn var
að þorna um miðjan daginn, eöa
bara að skreppa i kaffitimanum.
Hún var um tima starfandi við
Bjarnalaug, eftir aö hún var
byggð... Helgi sonur hennar er nú
sundlaugarvörður þar. Trúlega á
það sundfólk, sem héðan hefur
fariö og getiö sér gott orð,
ótrúlega margir oröiö Islands-
meistarar i sundi, Helga syni
hennar gott upp að unna.
Herdis hefur átt miklu heimilis-
láni að fagna. Hún giftist ung
Hannesi Guðmundssyni,
sjómanni, innfæddum Akur-
nesingi. Þau áttu saman tvo
drengi. Helga sundlaugarvörö og
Guömund, vélvirkja. Einnig gekk
Herdis Elinu systurdóttur sinni
og dóttur Hannesar frá fyrra
hjónabandi i móðurstað. Börn
Herdisar og Hannesar eru sér-
lega mannvænleg, eins og þau
eiga kyn til, öll búsett á Akranesi.
Barnabörnin eru löngu komin til
skjalanna, jafnvel barna-barna-
börnin eru farin að heimsækja
ömmurnar sinar. Þær búa
reyndar tvær i húsinu. Systurnar
Herdis og Sigriöur hafa lengst af
búið saman i Dvergsteini.
Sigriður og Kristinn Ólafsson á
efri hæðinni, Herdis og Hannes
ásamt börnum sinum á neöri
hæðinni. Sigriður var lengi
formaður Kvennadeildarinnar og
einnig i aðalstjórn félagsins. Hún
var næst fyrsti formaðurinn og
brotnuöu fyrstu stórsjóarnir þvi á
þeim systrum. Kristinn maður
Sigriðar var einnig einn af frum-
herjum Verkalýðsfélagsins,
lengst af i stjórn og um langan
tima formaður. Dvergasteinn er
verulega markaður verkalýðs-
hreyfingunni. Núverandi forseti
Alþýðusambands Islands er ætt-
aður frá Dvergasteini. Asmundur
afi hans átti þetta hús, og þar er
móðir hans fædd.
Þeir Hannes og Kristinn eru
báðir látnir fyrir nokkrum árum,
en systurnar búa áfram sin á
hvorri hæðinni i mikilli
eindrægni, eins og ávallt hefur
fylgt fjölskyldum þeirra.
Þær systur hafa komiö sér upp
fallegum trjá- og blómagarði við
hús sitt. Þar er yndislegt að
dvelja. Umhirðan svo frábær,
blómin svo falleg og gróskumikil
og trén eins og þau gerast best á
Skaga, enda fengu þær viður-
kenningu frá bæjarfélaginu á
siðasta ári fyrir garðinn.
Herdis er mikil bókakona, á þó
nokkurt bókasafn og les mikið.
Uppáhalds höfundar hennar eru
Laxness og Þórbergur. Aldrei fer
hún svo frá bæ að hún hafi ekki
fleiri en færri bækur með sér.
Hvort sem hún fer i feröalag eða á
samningafund, er einhver bók
meö. Ég minnist þess eitt sinn er
hún var i samningum suður i
Reykjavik,að fréttamaður frá út-
varpinu kom niður i Alþingishús,
þar sem samningafundir voru
haldnir. Það var áður en verka-
lýðshreyfingin lagöi undir sig
Loftleiðir, eða nú Karphúsið
svonefnda. Fréttamaðurinn
spurði fólkið hvað það væri aö
gera allan þennan tima, ekki væri
það alltaf að þrátta við atvinnu-
rekendur. Sumir sögðust spila á
spil, en Herdis svaraði sárasak-
laus að hún læsi, og hún las fyrir
fréttamanninn órimað ljóð.
Þessu var náttúrulega
útvarpað. En viti menn. Næsta
sunnudag er það einn höfuð-
borgarpresturinn sem tekur hana
fyrir i stólnum. Þetta sé nú meira
ábyrgðarleysið hjá þessari
verkalýðsforustu. Hún lesi bara
ljóð þegar öll þjóðin standi á önd-
inni, verkföll skollin á, allt at-
hafnalif lamað, þá lesi hún bara
ljóð, og það órimuð, þegar allir
halda að hún sé aö semja.
Við vorum að ljúka við samn-
inga við bæinn fyrir nokkru,
vegna þeirra kvenna sem vinna á
Sjúkrahúsi Akraness. A meðan
við biðum eftir þvi aö bæjarráðið
legði sinn dóm á kröfur okkar,
lásum við i samninganefndinni
hver fyrir aöra ljóð, þjóðsögur
o.fl. og náttúrulega gerði Herdis
visur um gang mála. Þannig leið
samninganóttin. Ég held að flest
það sem við höfum verið að fást
við sé bundið i ljóð eða frásögn,
oftast i gamansömum tón. Hún
Valbjörg vinkona okkar hefur nú
lika aðeins komið við sögu.
Sumar gamanvisur hennar um
það sem við höfum verið að gera
hafa orðið fleygar um bæinn.
En Herdis gerir meira en að
lesa. Hún á i fórum sinum mikið
af bundnu og óbundnu máli, sem
við vinir hennar vonum að hún
komi á framfæri meira en orðið
er.
Herdis min. Mikið langar mig
til þess aö halda áfram, og rifja
upp svo margt. Minnast á baráttu
þina og fórnfýsi. Minnast þess
þegar viö stóöum i skeljaslagnum
og þú hélst að nú væru konurnar
hættar að treysta þér. Eöa i
Kvennaverkfallinu, þegar þú
fórst á náttkjólnum á vettvang,
þegar þú fréttir aö þeir væru að
fara með hrognaskilvinduna i
Borgarnes. Ekki sist baráttu þina
fyrir þvi aö bónusvinna kvenna sé
skaplega framkvæmd, að fólki sé
ekki misboðiö andlega og likam-
lega i þessari vinnu, þar sem
aröræningjans galdur hefur náð
hápunkti.
Ekkert of gott get ég sagt um
þig Herdis min. Engri manneskju
hef ég kynnst, sem mér finnst
eins falslaus, eins trú hugsjónum
sinum. Engan sem er eins gott að
eiga að vini i gleði og sorg eins og
þig-
I dag ætlum við félagar þinir i
Verkalýðsfélaginu aö halda upp á
afmælið þitt. Halda þér veislu, og
bjóða hér meö öllum, sem vilja
gleöjast með þér meö okkur. Það
er enginn leikur að fá þig til að
samþykkja þetta. Eitt skilyrði
settir þú. Það veröur aö vera
skemmtilegt. Auðvitað veröur
bað skemmtilegt. Kannski verða
ára
haldnar nokkrar ræður, ég veit að
hún Valla er búin að yrkja um þig
gamanvisur. Kannski kveöum viö
eina rimu, svo getur þú sjálf ráðiö
hvað þú gerir.
Ég lofaði þvi að ef ég skrifaöi
eða segði eitthvaö um þig mætti
það ekki vera eintómt hól. Ég hef
mikiö hugsað um hvað það gæti
verið. Þá mundi ég allt i einu eftir
einu. Þú ert ekki mjög góöur
bilstjóri. Þú silast um göturnar á
Skótanum þinum, og ég veit að þú
hefur að minnsta kosti einu sinni
fengið áminningu fyrir of hægan
akstur, og þú varst næstum dæmd
i órétti þegar keyrt var á þig, af
þvi þú hafðir keyrt of hægt. Og
aldrei lofar þú Skótanum að fara
með þér út fyrir bæjarlandið.
Einu sinni var sagt að allt væri
fertugum fært, en nú halda þeir
þvi fram fyrir austan og vestan
að allt sé sjötugum fært, og ég
veit ekki betur en að það sannist
lika hér á landi.
Ég vona að verkalýðshreyf-
ingin fái að njóta starfskrafta
þinna sem allra lengst, og það
skal verða heitust óskin að vitur
og sterk verkalýðsstétt verði það
afl sem sigrar heiminn. - Ekki til
. að drottna, heldur til þess að hver
einasti maður geti sagt: „ÞETTA
ER JÖRDIN OKKAR".
Bjarnfriður Leósdóttir,
Akranesi.
I tilefni af þessum merkisdegi i
lifi Herdfsar ólafsdóttur vil ég,
fyrir hönd Verkalýðsfélags Akra-
ness, færa henni árnaðaróskir og
innilegt þakklæti fyrir langt og
óeigingjarnt starf að málefnum
verkafólks á Akranesi.
Um langa hrið hefur Herdis
staðið f forystusveit verkalýðs-
hreyfingarinnar og hún var ein af
stofnendum Kvennadeildar
V.L.F.A. og hefur um áratuga
skeið gegnt þar formennsku og
gegnir enn.
Ég hefi fylgst með störfum
Herdisar i þágu félagsins okkar,
allt frá 1950, og get þvi hvað best
borið um það, hver baráttuhugur
fyrir jafnréttis og velferðarmál-
um verkafólks hefur fylgt öllum
störfum hennar, allt fram á
þennan dag. Sá hugsjónaandi og
kjarkur, sem hún viröist hafa erft
frá frumherjum verkalýösbarátt-
unnar, hefur hrifið aðra með til
aukins starfs og dáða.
Það starf hefur ekki látið sig án
vitnisburðar; en þótt mikið hafi
áunnist, má ekki láta merkið
falla. Það er Herdisi fullljóst, og
aldurinn hefur ekki háð henni við
að leiða til lykta tvenna samninga
á vegum félagsins, það sem af er
þessu ári, enda má segja að hún
hafi þjálfun langrar starfsæfi sér
til fulltingis á þeim vettvangi.
Svo sem að likum lætur, hefur
Herdis tekið þátt i umfangsmiklu
starfi verkalýðshreyfingarinnar
utan heimabyggðar, og setið
fjölda af ráðstefnum og A.S.I.-
þingum, nú siðast á liðnu hausti.
Hún hefur jafnan lagt gott til
mála og af festu fylgt fram þeim
sjónarmiðum, sem henni hafa
verið hugleiknust, og gengur þess
enginn dulinn, að þar eru jafn-
réttismálin efst á blaði. Stöðulegt
og launalegt jafnrétti kvenna og
karla er henni hugsjón sem ekki
verður hvarflað frá, og vonandi
að hún eigi lengi enn eftir aö
leggja sitt af mörkum, þeim
málum til framdráttar.
A unga aldri mun Herdis hafa
hrifist af hugmyndakerfi jafn-
aðarstefnunnar, og þótt hún ætti
siðan ekki flokkslega samleið
með fýrri félögum, þegar henni
fannst hafa borið af leið, þá hefur
allt hennar starf verið i anda þess
jafnréttis og bræðralags, sem
þar var boðað i öndverðu.
Við Herdis ólafsdóttir höfum
átt mikið og gott samstarf i
V.L.F.A. og ekki siður i Lifeyris-
sjóði Vesturlands, en þar hefur
hún átt sæti i stjórn frá stofnun
sjóðsins, sem ég hefi einnig
starfað við jafnlengi.
Ég vil þvi að lokum endurtaka
góöar óskir minar og þakkir til
Herdisar, og vona að við megum
enn um skeið njóta starfa hennar
og stuðnings i baráttu okkar fyrir
bættum kjörum og betra lifi —
ekki aðeins i þágu okkar hér á
Akranesi — heldur alls vinnandi
fólks.
Undir þá ósk held ég að allt
félagsfólk Verkalýðsfélags Akra-
ness vilji taka heilshugar.
Skúli Þórðarson,
form. V.L.F.A.
Borgarspítalinn
.A,
Lausar stöður
Aðstoðarlæknar
2 stöður reyndra aðstoðarlækna við
Lyflækningadeild Borgarspitalans eru
lausar frá 1. júni n.k.
Umsóknarfrestur er til 1. april 1981. Upp-
lýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar i
sima 81200.
Hjúkrunarfræðingar —
röntgentæknar — sjúkraliðar
Hjúkrunarfræðinga vantar á eftirtaldar
deildir: Geðdeild
Lyflækningadeild
Skurðlækningadeild
Svæfingadeild
Hjúkrunar- og endurhæfingardeild
Ennfremur vantar nú þegar eða frá 1. mai
Höntgenh júkruna rfræðinga /rön tgentækna
á Röntgendeild.
Sjúkraliða vantar á ýmsar deildir
spitalans.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu hjúkrunarforstjóra. Simi 81200 (201)
(207)
Reykjavik 27. febrúar 1981
Borgarspitalinn