Þjóðviljinn - 17.03.1981, Side 5

Þjóðviljinn - 17.03.1981, Side 5
Þri&judagur 17. mars 1981. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Þrjár yirkjanir á 15 árum gefa: 2000 Gwh á ári í nýjan iðnað Orkulindirnar bakhjarl sem þarf ad hagnýta, en tryggja ber íslenskt forræði, segir Hjörleifur Guttormsson Margt er nú rætt um nauðsyn þess að hefja hið fyrsta fram- kvæmdir við nýja stórvirkjun á landi hér. Þjóðviljinn ræddi þessi mál við Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra i gær. Við spurðum ráðherrann um ástæður þess, að ekki væri nú þegar búið að taka ákörðun um næstu virkjun, og hvenær þeirrar ákvörðunar mætti vænta, — en báðum hann að segja okkur þó fyrst sitt álit á frumvarpi Sjálf- stæðisflokksins um virkjana- framkvæmdir, sem lagt var fram á Alþingi f gær. Hjörleifur sagði: — Það er ákaflega litið nýtt sem kemur fram I frum- varpi Sjálfstæðisflokksins, og engan veginn kemur það á óvart, þótt stjórnarandstaðan vilji láta i sér heyra með einhverjum hætti um þessi mál. Það vekur þó at- hygli, þegar skoðað er frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins, að þar er um mjög almenna stefnumörkun að ræða. Þar er talað um að „hraða svo sem kost- ur er”byggingu þeirra orkuvera, sem nefnd eru, en ekkert er hins vegar kveðið á um röðun fram- kvæmda, eða hversu ört skuli virkjað, — og reynda beinlinis tekið fram að ekki megi hefjast handa um framkvæmdir, nema fyrir liggi „nákvæmar áætlanir um orkuverin”. Það eru einmitt þessar áætlan- ir, sem við erum að vinna að á vegum iðnaðarráðuneytisins, og hluti af þvi verki sem þegar ligg- ur fyrir, er notað sem fylgigögn með frumvarpi Sjálfstæðisflokks- ins! Þar á ég m.a. við efni úr kynningarbæklingum Rafmagns- veitna rikisins um Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun, sem ég lét dreifa fyrir nokkru til þing- manna. Hér skiptir frumvarp þing- manna Sjálfstæðisflokksins auð- vitað engu meginmáli, en sjálf- sagt er að fræða lesendur Þjóð- viljans nokkuð um stöðu þessara mála nú. Lagaheimildir fyrir vorið Ég hef nokkrum sinnum áður á þessum vetri gert grein fyrir þró- un mála i sambandi við undirbún- ing virkjana, og hvar við værum þar á vegi staddir. Þetta hef ég bæði gert á Alþingi og utan þess. — Þar hefur komið fram, að ég tel nauðsynlegt, að þær lagaheimild- ir sem afla þarf til nýrra virkj- anaframkvæmda liggi fyrir áður en Alþingilýkur störfum i vor. Og við þetta er enn miðað af minni hálfu. Næsta virkjun utan eldvirkra svæða Það hefði verið tiltölulega auð- velt að kasta fram tillögum til heimildarlaga um næstu virkjun eða virkjanir strax i þingbyrjun, en slik tillögugerð hefði ekki verið undirbyggð með þeim hætti sem ég tel nauðsynlegt. Allir þekkja væntanlega stjórnarsamninginn að þessu leyti, um næstu virkjun utan eldvirkra svæða,og þannig var ástatt i vetrarbyrjun að mikl- ar vettvangsrannsóknir höfðu farið fram á s.l. sumri vegna stórvirkjunar á Austurlandi. Hins vegar var eftir að vinna úr þeim gögnum, svo og að ganga frá mál- um gagnvart rétthöfum þar, svo sem landeigendum, og að fá um- sögn Náttúruverndarráðs um fyrirhugaða virkjun. — A Norður- landi vestra lá að visu fyrir tæknilega allvel undirbúin virkj- un Blöndu, en óleystur var og er enn harður hnútur varðandi land- nýtingarmál og aðra samninga við landeigendur og rétthafa á þvi virkjunarsvæði. Að lausn allra þessara mála hefur verið unnið kappsamlega I vetur og niðurstöðu senn að vænta bæði varðandi virkjun á Austurlandi, svo og hvað varðar horfur i deilunum um Blöndu- virkjun. Ég áforma að leggja fyr- ir rikisstjórnina nú á næstu vikum framkvæmdaáætlun i raforku- málum fyrir næstu 10—20 ár og jafnframt tiilögur varðandi laga- heimildir er afla þarf i þvi sam- hengi. Ég vek athygli á að vegna þeirrar miklu undirbúningsvinnu, sem átt hefur sér stað á siðustu misserum,eigum við nú væntan- lega fleiri kosta völ en áður, og eigum að geta rifið okkur upp úr þvi fari, sem virkjanamál okkar hafa fallið i. Þar á ég við, að horf- ur eru á, að nú megi takast I fyrsta sinn að reisa meiriháttar virkjun fyrir landskerfið utan Þjórsársvæðisins. Þeir virkjun- arkostir, sem mest hefur verið rætt um að undanförnu, það er Fljótsdalsvirkjun, Blanda og Sultartangi, eru allir álitlegir hver með sinum hætti, og i þá veröur væntanlega alla ráðist fyrir næstu aldamót, og e.t.v. fleiri virkjanir. Hraöinn rædst af nýtingarkostum Hraðinn i þessum efnum er hins vegar undir þvi kominn, að við finnum hagkvæm verkefni i orku- frekum iðnaði, sem sé á færi okkar Islendinga að hafa forystu um að byggja upp og reka. — Þvi hefur ráðuneytið unnið sérstak- lega að orkunýtingarmálum að undanförnu, og við hlið þess sú nefnd á vegum stjórnarflokk- anna, sem starfar að mótun orku- stefnu til lengri tima. — Hvaða dæmi gætir þú nefnt, Hjörleifur, um hugsanlega kosti i sambandi við orkufrekan iönað á okkar eigin vegum, og hvernig telur þú rétt að standa að þeim málum? — Fyrir utan islenskt forræði, sem m.a. hlýtur að fela i sér meirihlutaeign islenska rikisins i hugsanlegum iðjuverum.þá legg ég áherslu á að dreifa áhættunni með þvi að veðja ekki einhliða á einn eða tvo framleiöslukosti. Þetta er i minum huga hliðstætt við þá nauðsyn að dreifa virkjun- um okkar milli landshluta, en setja ekki allt á eitt spil. Getum við framleitt allt okkar eldsneyti fyrir aldamót? Okkur hlýtur að vera ofarlega i huga að iækka oliureikninginn til viðbötar þvi sem gerist með þvi að nýta innlenda orkugjafa við húshitun. Þar á ég m.a. við þá oliunotkun, sem enn á sér stað i iönaði okkar, svo sem hjá fiski- mjöls- og graskögglaverksmiðj- Um Fljótsdalsvlrkjun HELSTU KENNITOLUR (miöað við núverandi stöðu rannsókna) RENNSLI OG MIÐLUN Vatnasvlð 600 km' Meöalrennsli til virkjunar 1060 Gl/a 33,7 m3/s Meöalafrennsli 56.0 i/s/km Miðlun Hólmalón 5 km' 18 Gl Gilsárlón 22 km' 102 Gl Hölknárlón 3 km' 10 Gl Eyjabakkalóri 48 km’ 615 Gl Samtals 78 km' 745 Gl VEITULEIÐ Eyjabakkaskuröur ofan Laugarfells 9,5 km Jarðgöng gegnum Laugarfel! ..........1,8 km Eyjabakkaskuröur neöan Laugartells 14.5 km Veituleiö samtals:..................25.8 km VATNSVEGIR OG VIRKJUNARGÖNG Aðrennslisgöng .....................1,1 km Aörennslisskurður . 1,1 km Fjallgöng 0,7 km Frárennslisgöng 0,8 km Vatnsvegir samials: 3.7km Aðkomugöng ......................... 0.8 km AFL OG ORKUVINNSLA Verg fallhæö ...................... 573,5 m Raunfallhæö viö áætlaöa meðalvatnsstöðu og fullt álag ................. 553,7 m Rennslisorka ....................... 1438 GWh/a Áætluð orkuvinnslugeta ............. 1470 GWh/a Virkjaö rennsli .......................68 m3/s Uppsett afl ......................... 328 MW Nýting ............................. 4500 h/a HELSTU MAGNTÖLUR Gröftur lausra jarölaga ....... 4.000.000 m Sprengingar ................... 2.500.000 m3 Fylling í jaröstíflur ......... 4 500.000 m3 Steinsteypa ...................... 35.000 m3 Mótasmíöi ........................ 50.000 mJ Steypustyrktarstál ............ 1.300.000 kg Stálfóðringar ................. 1 300.000 kg SKYRINGAR MW - Megawatt - 1000 kW GWh í Gigawattstund = 1.000.000 kWh GWh/a - Gigawattstundir á ári Gi Gigalitri - 1.000.000 m3-- 1.000.000.000 lítrar Við Blöndu. um, sementsverksmiðjunni og viöar, en þessi olíunotkun i iðnaði errösklega 100 þús. tonn á ári. Þó ekki væri um að ræða annað en að koma raforku i gagniö fyrir helm- ing af þessu magni, þá kallar það á 400—500 gigawattstunda raf- orkunotkun á ári. Þar fyrir utan liggur svo það stóra verkefni, sem við þurfum að vera viðbúin að ráðast i strax og hagkvæmni og öryggi kalla, — en það er að hefja framleiðslu á inn- lendu eldsneyti. Slikt mun að sjálfsögðu gerast i áföngum, en þar er um mikla orkunýtingu að ræða. T.d. þyrfti um 1600 Gwh á ári til að framleiöa orku sem svarar bensinnotkun landsmanna eins og hún er áætluö innan fárra ára. Þá er ótalin oliunotkun fiski- skipastólsins sem svarar til um 2200 Gwh á ári, ef framleiða ætti slikt eldsneyti i krafti raforku (vetni). Sem nauðsynlegan kol- efnisgjafa hafa menn nefnt inn- lendan mó og jafnvel surtar- brand, en einnig er til álita að nýta útblástur frá verksmiðjum svo sem hugsanlegri kisilmálm- verksmiðju með lokuðum ofn- um. Þótt slik orkunýting til að knýja farartæki og fiskiskip okkar þyki enn nokkuð fjarlæg og óhagkvæm eins og mál standa i dag, — þá hefur þróun siðustu 10 ára kennt okkur nokkra lexiu, og margir spá enn stórfelldari breytingum á orkuverði á næstu 10—20 árum. Þvi þurfum viö að vera i þennan stakk búnir. Margir kostir í athugun Aðrir iðnaðarkostir eru vissu- lega til athugunar, t.d. umrædd kisilmálmverksmiðja (400 Gwh), pappirsframleiðsla (400 Gwh) og magnesiumvinnsla (500 Gwh) og annað er tengist sjóefnavinnslu. I þessu samhengi er vert að benda á, að ef við lykjum við virkjanir eins og Fljótsdalsvirkjun, Blöndu og Sultartanga, á t.d. næstu 15 ár- um, þá væri orkuframleiðsla þeirra aðeins 2000 Gwh á ári um- fram þörf hins almenna markað- ar og þess iðnaðar, sem nú er fyr- ir i landinu. Þessa tölu geta menn borið saman við þau dæmi um raforkunotkun, sem nefnd voru hér að framan. Sveigjanlegur framkvæmdahraði Við þurfum að átta okkur á þeim gerbreyttu viðhorfum sem skapast hafa og eru að skapast I orkumálum á alþjóöavettvangi, og sem viö hljótum að setja i samhengi við tök okkar á þessum málum. Að minu mati er enginn vafi á þvi að fyrir islenska efna- hagsstarfsemi geta orkulindirnar orðið afar þýðingarmikill bak- hjarl. Þennan bakhjarl þurfum við að hagnýta, en þó meö fullri hliðsjón af öðrum þáttum okkar atvinnulífs. Það verður verkefni næstu missera og ára að átta sig á þeim fjölþættu möguleikum, sem nýting orkulindanna býður upp á, og varðandi orkuöflun þurfum við að vera viðbúin ákveðnum sveigjanleika, þ.e. að geta hert á (eða hægt á ferðinni) eftir þvi sem skynsamlegir kostir bjóðast og aðstæður breytast. Með þetta i huga er unniö að til- lögugerð hér i ráðuneytinu, og um þær tillögur verður senn fjallað af rikisstjórn og á Alþingi. k. i I ■■ ■ ■ ■ ■■ ■ ■■ ■ ■■ ■ ■■ ■ ■! Atvinnulausum jjölgar á Akureyri: Erfid- leikar viö gerð fjárhags- áætlunar Helgi Guðmundsson tré- smiður og bæjarfulltrúi á Akureyri sagði i samtali við Þjóðviljann .1 gær að það gengi erfiölega að koma saman f járhagsáætlun i bæjarstjórn fyrir þetta fjár- hagsár. „Astæðan er nú fyrst og fremst sú hvað menn eru framkvæmdaglaðir, en auð- vitað eru menn ekki sam- mála um hvaða verkefni skuli hafa forgang.” Heigi sagðist ekki búast við að meirihlutasam starfið i bæjarstjórn væri I neinni hættu en sagöist búast við að harka færðist i málin undir lokin. Uppbygging dagvistunar- stofnana á Akureyri er mjög brýnt mál og sama er að segja um úrbætur i dvalar- heimilismálum aldraðra. Til dæmis um ástandið benti Helgi á að jafnmörg börn væru á biðlista eftir dagvist- un eins og þau börn sem fengið hefðu inni á stofnun- um, og fleiri eru á biðlista eftir elliheimilisplássi en þeir sem fengið hafa inni. „A báðum þessum sviðum verð- ur að gera stórátak,” sagði Helgi, ,,en þá verða menn lika að horfast i augu við að það verður ekki gert öðru visi en með þvi að draga saman seglin t.d. i gatna- gerð.” Framhald á bls. 13 Mistök í mynd- birtingu Slæm mistök urðu i mynd- birtingu með grein Svavars Gestssonar „Stjórnmál á Sunnudegi — Norðurlönd — Kjarnorkuvopnalaust svæði” í Sunnudagsblaðinu 14. — 15. mars. Skolaðist . heldur betur til frá útlits- teikningu enda var það hvorki ætlan greinarhöf- undar né útlitsteiknara að gera hlut Olof Palmes, Anker Jörgensens, Ib ..Christiansens, K.B. Ander- sons og Hjörleifs Guttorms- sonar meiri á Norðurlanda- ráðsþingi en efni stóðu til. Framangreindir rituðu sem- sé ekki undir bréf sósialista til forsætisnefndarinnar þar sem skorað var á hana að efna til norrænnar þing- mannaráðstefnu um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum eins og ráða mátti af myndinni. Hjörleif- ur Guttormsson tók hins- vegar undir hugmyndina i ræðu. Hinir sem nefndir voru koma með öðrum hætti við sögu I greininni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.