Þjóðviljinn - 17.03.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.03.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriftjudagur 17. mars 1981. Dans listin Ijúfa Sovéskur listdans og Listdanssýning tslenska dansflokksins i Þjóftleikhúsinu. Ballettunnendur hafa átt sælu- daga undanfariö. Fyrst var sýn- ing Islenska dansflokksins undir stjórn Eske Holm frá Danmörku og siftan heiftruöu sovétmenn okkur meft heimsókn f tilefni þess aö tuttugu ár eru liftin frá undir- skrift gagnkvæms menningar- sáttmála. Ég var dálitift beggja blands i afstööu til Eske Holm. Hann var meft tvö verk, fyrst röft aöskilinna atrifta sem hann kallar Hjarta- knúsarann, lfklega vegna þeirrar kabarettumgerftar sem hann hefur um þaft, en síftan Vorblót Stravinsky. Atriftin I Hjarta- knúsaranum voru mjög misjöfn, sýndu aö visu sum allmikift hug- myndaflug en hugmyndunum var illa fylgt eftir og úrvinnslan var slakleg og sjúskuft. Best voru fyrstu atriftin, skemmtilega hug- kvæm túlkun á Bóleró Ravel þar sem endurtekningar verksins voru notaftar til þess aft sýna okkur manneskjur innilokaftar i sjálfum sér, og einkum og séri- lagi Grand Pas de deux vift hift yndislega Adagio Albinioni sem Asdis Magnúsdóttir dansafti sér- lega sannfærandi og sterkt iklædd spennitreyju. Siftan fór allt niftur á vift. I Vorblótinu fengum viö aft sjá hversu miklum framförum dans- flokkurinn hefur tekift og hefur reynslan af Blindisleik vafalaust haft þar afgerandi áhrif. Flokkurinn kom sterkt út sem hópur og sýndi af sér nákvæmni og dramatisk tilþrif. Kóreógrafia Eske Holm er viöa kraftmikil en varla nógu hrein i byggingu. Ball- ett hans viö Vorbiótiö fjallar um baráttu kynjanna og gengur mikift á í henni aö vanda. Eske Holm dansafti sjálfur i þessu verki og er hinn liprasti dansari en um of upptekinn af sjálfum sér. Hefur þaft truflandi áhrif á listtúlkun hans. Siftan komu sovétmenn. Hvaft þjálfun og tæknilega ögun dans- ara snertir stendur sjálfsagt enginn ballett i heimi þeim sovéska á sporfti og dansarar þeirra á þessari sýningu sýndu aldeilis ótrúlega leikni bæfti sem einstaklingar og i hópdansi. öllu lengra verftur tæplega náft á þessu sviöi. Hitt er annaft mál aft sum atrift- in verkuftu á mig fyrst og fremst sem tæknisýning og skorti nokkuö á tilfinningalegt innihald. Þetta er sjálfsagt óhjákvæmilegt þegar um er aö ræfta sýningu af þessu tagi — þaö á aö sýna okkur eins konar úrtak af þvi besta sem finnst i Sovét af þessu tagi. Miklu heffti verift skemmtilegra aft fá heilan ballett meft leikmynd og lifandi tónlist, en þaö er vist til of mikils ætlast. Sovétmenn virftast halda nokkuft fast i hefftbundinn, klass- Iskan ballettstll og þeir virftast einnig hafa hóp af Tjækovskiepógónum til aft semja tónlist vift þessháttar ballett. Sú tónlist er satt aö segja óttaleg sætsúpa. En Tjækovski sjálfur bregst ekki og þaft er eflaúst engin tilviljun aft bestu atriftin I klasslskum stil voru vift hans tón- list, atriöi úr Svanavatninu og Þyrnirós. I Svanavatninu heillaöi Ljúbov Gersjúnova alla meö yndisþokka sinum og ótrúlega mjóum og liöugum handleggjum sem virtust gerftir úr einhverju allt öftru en beini. En þaft atriöi sem hreif mig mest var þaft eina sem mótaft var aö marki af nútimastil, tvidans Elitu Erkina og Tiit Harm frá Eistli*ndi vift Adagio Albinioni (sama verk og Eske Holm notaöi), sem túlkaöi á næsta full- kominn hátt þann djúpa og sára trega og þá háleitu glefti og fegurft sem tvinnast svo ótrúlega saman i verki hins italska meistara. Þarna var tæknin og ögunin tekin i þjónustu hinnar sönnu listar. Ahorfendur voru augljóslega innilega hrifnir af þessum frábæru listamönnum og sýndu gleöi sina og þakklæti meö mjög ótviræftum hætti og rikti sannur andi vinsemdar og friftar meö þjóftum þetta skemmtilega kvöld i Þjóftleikhúsinu. Hafi Sovétmenn heila þökk fyrir komuna. Sverrir Hólmarsson J MINNING lónína Þóroddsdóttír frá Víkurgerði, Fáskrúðsfirði Fædd 7. maí 1927 — Dáin 5. mars 1981 Helfregn slær hugann óneitan- lega harmi, þegar hún kemur svo óvænt sem nú, er mágkona min kvaddi svo langt um aldur fram. Vanheilsa um nokkurt árabil var aft visu staðreynd, en ein- hvern veginn fannst mér aft Nina yrfti sigurvegarinn enn um hrift, óbilandi bjartsýni og trú á lifift, löngunin til aft starfa áfram og létta áfram lifsgönguna sinum kærustu var svo sterk og þrungin viljakrafti aft vift vildum ekki trúa þvi, aft hún lyti þar i lægra haldi, svo alltof fljótt, svo alltof skyndilega. Siðast þegar við hitt- umst var þaft enn sem fyrr lifs- viljinn og hugarróin, sem öllu öðru voru yfirsterkari. Og svo er ósigurinn allt i einu orftin hin myrkva staftreynd'og fátækleg kveðjuorft megna litift aft leiðarlokum. Efst hlýtur þó aft vera i hug okkar, systur hennar þó helzt og fremst, þökkin fyrir allt i öllum samskiptum fyrr og nú, þökkin fyrir aö hafa átt sam- leið meft dugmikilli, heilsteyptri og umfram allt hjartahlýrri á- gætiskonu, þó sú samleift yrfti alltof stutt. Lifsstarf hennar allt var bundið þjónustu vift sina og þar var aldrei um tima né fyrirhöfn spurt, aðeins sem ljúf skylda, sem sjálf- sagt þótti aft inna af hendi eins og þrek og kraftar frekast leyfðu. Ég hefi oft dáftst aft þeirri fórn- fúsu onn, er einkenndi öll hennar störf og kom skýrast fram i um- hyggjunni fyrir dóttursyninum, en sem aðeins var sem lýsandi dæmi um þá eftlisþætti, sem rik- astir voru i fari Ninu, þar sem kærleikurinn skipaði svo sannar- lega æftsta öndvegi. Nina var ó- venju indæl i allri viftkynningu, glaftlegt viftmót réfti þar miklu, hlýleiki og jafnlyndi, ásamt góðri kimnigáfu löftuöu aft og eftir aft verulega fór að bjáta á var þó æðruleysift það einkenni sem ég mat mest. Náiö og gott samband þeirra systra var slikt, aft þar naut ég rikulega gófts af og þvi er mér sannur söknuftur nú i sinni. Þar fór góft kona, með heitt hjarta og hugdirfsku þess sem aldrei lætur bugast. Atakalaust varð lifið henni ekki, ýmislegt fór þar á annan veg en hún ætlaði, en allt vil og vol var svo viðs fjarri að svo var ævinlega sem allt léki i lyndi. Það er gott að eiga svo trausta skapgerft og heilbrigða lifssýn og þess naut hún á erfiftleikastund- um. Afteins skal að helstu æviatr- iðum vikið. Jónina var fædd aft Vikurgerfti i Fásrúftsfirfti 7. mai 1927 og var þvi aðeins 53 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Runólfsdóttir sem nú er rúmlega áttræð að aldri og Þór- oddur Magnússon, útvegsbóndi, sem lézt fyrir nær aldarfjórftungi. Systkinin sem upp komust voru 6 og er hún annaft þeirra er úr hópnum hverfur. I Vikurgerði ólst hún upp við hin algengustu verk, sem sveita- störf og sjósókn kölluftu á. Arið 1945 giftist Jónina Aðal- steini Tryggvasyni frá Fáskrúðs- firfti. Þau fluttu til Hafnarfjarftar og bjuggu þar alla sina sambúð- artift. Þau hjón slitu samvistum fyrir nokkrum árum. Börn þeirra hjóna voru fimm: Hilmar, bátsmaður, nú i Reykjavik, Fjóla, húsmóftir á Seyöisfirfti, Þórey, húsmóftir i Reykjavik, Tryggvi, sjómaftur i Reykjavik, og Unnar, sem var al- inn upp sem kjörsonur hjá föftur- systur sinni og manni hennar, en drukknafti ungur maftur. Auk þess var Aftalsteinn, sonur Þór- eyjar, alinn upp hjá ömmu sinni, eins og áftur er aft vikift. Barnabörnin eru nú 9. Siftustu árin bjó Jónina aö Bergþórugötu 14 og hjá henni þeir Tryggvi og Aftalsteinn. Þakklát- um huga er kvatt og kynnin góðu lifa i minningunni. Heiðbjört er sú mynd i huga okkar af hinni fórnfúsu, eljusömu og vel gerftu konu, sem ævinlega mat það æftst aft veita öftrum allt það er hún átti að gefa og það svo aft hvergi bar á skugga. Lifssaga mágkonu minnar var alltof stutt, en hún er vörðuft þvi, sem mikil- vægast er i þessu lifi, vel unnum verkum vammlausri starfsævi i fórnfýsi þjónustunnar fyrir þá, sem henni voru kærastir. Systir hennar kveftur meft sér- stakri þökk til kærrar systur og öll tökum við undir þá þökk. Sem mildur blær á björtu vori eystra. fer lúfsár minning sem leiftur um hugann. Megi sú hugljúfa minning milda söknuftinn sára.er sækir nú að þeim er henni unnu heitast. Einlægar samúðarkveftjur eru þeim sendar. • Blikkiðjan Asgaröi 7. Garöabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíöi. Gerum föst verötilboö SÍMI 53468 Góð var hin gengna ævi. Sem geislar á vegi verma myndir frá horfinni tið og ylja i þeim söknuði, er fylgir kveðjustund en varpa ljósi á vegferð okkar með hugheilli þökk fyrir samfylgd liðinna ára. Blessuð sé sú bjarta minning Jóninu Þóroddsdótt- ur. Helgi Seljan. íbúð tll sölu Höfum til sölu 2ja herbergja ibúð i kjall- ara við Gullteig i Reykiavik. íbúðin er ca 50 ferm, með Danfoss-hitalögn og tvöföldu - gleri, litið niðurgrafin. íbúðin er til af- hendingar núþegar, en þarfnast e.t.v. ein- hverrar standsetningar. Verð áætlað kr. 250 þús. Lögmannsskrifstofan Klapparstig 27, Reykjavik. Simar 18960 og 27060. Sveinn Skúlason lögfræðingur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.