Þjóðviljinn - 17.03.1981, Page 15

Þjóðviljinn - 17.03.1981, Page 15
Þriöjudagur 17. mars 1981. fÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eöa skrifið Þjóðviljanum ffrá lesendum Þegar sprengjurnar falla Ólúmur Hólmgeirsson skrifar: Það ber að þakka að sjón- varpið hefur dregið stórum úr sýningum á ameriskum of- beldis- og hryllingsmyndum og hefði betur fyrr verið gert, þvi sllkar myndir verða vart taldar æskilegt fræðsluefni fyrir börn og unglinga. t staðinn hafa komið skárri myndir og stundum allgóðar eins og „Landnámið” eða ráns- herferð hvita mannsins á hendur indjánum i N-Ameriku. Þó myndin væri mjög fegruð og hliðholl hvita manninum, kom þó fram hve takmarkalaus óþokkaverk hann framdi til að fullnægja græðgi sinni og drottnunargirni. Sama kemur fram i myndinni „Þegar sprengjurnar falla”, sem sýnd var i sjónvarpinu 2. mars. Hún sýnir glöggt að græðgin og drottnunargirnin eru búnar að leiða hvita mann- inn fram á fremstu nöf sjálfs- tortimingar og fullkomin óvissa um björgun á hengifluginu. Myndin sýndi glöggt i hvaða vitahring maðurinn er kominn og hvaðan ógnir blasa við ef púkar striðsæsinga blása áfram i glæðurnar. Ekki sist ættum við íslendingar að athuga okkar gagn. Við erum nú búnir að skipa okkur i hóp æstustu atóm- vopna-postula og þiggja af þeim herstöð sem þeir segjast reisa fyrir okkur af umhyggju fyrir okkur svo ljóti kallinn taki okkur ekki. Þetta var nú að visu bara ein af stórlygunum, sem beitt er i stórpólitikinni. Þetta var nú bara ein af nauðsynlegustu her- stöðvunum sem USA var að koma sér upp allt i kringum sig, sér til varnar og styrktar þegar USA væri orðið yfirriki hnattar- ins. Ef þeir hertilbiðjendur okkar hafa séð myndina opnum augum og heyrt heyrandi, hljóta þeir að hafa séð hvilik reginlygi það er að herstöðin við Keflavik sé okkur til varnar eða geti orðið það. Henni var aldrei ætlað það hlutverk heldur að styðja við bak auðstéttarinnar islensku og fyrst og fremst að taka við fyrstu atómsprengju sem beint yrði til Ameriku frá Evrópu svo æðstu furstum hers og auös þar gæfist stundarfriður til að skriða i rottuholur sinar þar sem þeir vona að þeir geti tórt og stjórnað þaðan alheims- slátrun sinni. Nú hefir USA neytt Noreg til að koma upp herhreiðri. 1 striði milli Evrópu og Ameriku hlyti fyrsta verkið að verða að eyða þessu her- hreiðri USA i Noregi, og með þvi fengi USA enn stundarfrið. En hvað með Island og Noreg? Atómdauði! Hetjufórnun?!! Ef svo fer, sem mestar likur eru til,að atómvopnastrið skelli á eruengar likur til að herstöðin hér komist hjá að fá eina eða fleiri sprengjur á sig og þar með mesta þéttbýli landsins og það strax fyrstu minútur striðs. Myndinsýndi aðvið þvi er engin vörn. Það er barnaleg fáviska og sjálfsblekking að halda að hægt sé að smala fólki i varnar- byrgi i atómstriði; sprengjan gerir engin boð á undan sér og verður búin að brenna upp allt dautt og lifandi, jafnt þá sem æfa sig sem björgunarmenn, lækna, hjúkrunarfólk og sjúkra- hús. Þetta allt áður en nokkur getur hreyft hönd eða fót. Og sennilega væri það besta niðurstaðan að sprengjurnar brenndu hreinlega upp allt dautt og lifandi, sem þær koma i nánd við, svo það lif sem ef til vill lifði af þyrfti ekki að lifa við það helviti kvala og hörm- unga sem Japanir hafa orðið að striða við eftir vitissprengj- urnar á Hirósima og Nagasaki.. Og sér ekki enn neinn endi þeirra hörmuleguafleiöinga. Væri hér enginn her né hervirki i upphafi striðs yrði heldur eng- in ástæða til skotárásar. Hvað siðar gæti orðið ef strið stæði einhvern tima veit enginn. En þá hefði gefist timi til að athuga sinn gang. Strið með atóm- vopnum virðist óhugsandi nema litla stund. Innan t.d. klukku- tima gætu tvö stórveldi verið búin að veita hvort öðru svo stór svöðusár að ekki yrði um bundið næstu daga. Báðir óvigir. Myndin sýndi að i atómstriði er engin vörn til og þvi meiri hætta öllu lifi sem það er nær herstöðvum. Það er þvi heilög skylda okkar við lif og land að sparka agni þvi sem reist er i herstöðinni i Keflavik út i hafs- auga og biðja áflogahana NATO vel að lifa. Við viljum ekki fylgja þeim á helvegi. K Geturðu klárað myndina? Hér hefur einhver byrjað að teikna tvö dýr sem þú átt að kannast við. Kláraðu myndina með blýanti og svo geturðu litað hana á eftir. Skrítlur Siggi hafði boðið Jóni vini sínum í mat heim til sín. Allan tímann sem þeir voru að borða stóð Snati, heimilishundurinn, og horfði á Jón og dillaði rófunni blíðlega. Jón: Mikið er þetta vingjarnlegur hundur sem þú átt, Jón. Er hann svona við alla sem koma til þín? Siggi: Nei, nei! Þetta er bara af^því að þú ert að borða af diskinum hans. Sigga fór með foreldr- um sínum i sveitina og þurfti margt að skoða. Allt i einu kallaði hún: Mamma! Pabbi! Komið og sjáið! Það er maður að búa til hest hérna! Hann er alveg að verða búinn — hann er að negla aftur- lappirnar á hann. Barnahornid AÐ VESTAN Rætt við skólasálfræðing Vestfjarða og Isafjarðarklerk • lítvarp kl. 22.40 Finnbogi Hermannsson kennari á NUpi i Dýrafirði er umsjónarmaður þáttarins ,,Að vestan,” sem er á dag- skrá kl. 22.40. Finnbogi ræðir þá við Ásu Guðmundsdóttur sálfræðing, sem siðan i haust hefur starfað sem skólasálfræðingur á Vestfjörðum. Asa hefur aðsetur i Bolungavik, en umdæmi hennar er Vest- fjarðakjálkinn allur eins og hann leggursig. Þetta er erfitt umdæmi, eins og geta má nærri, og t.d. gæti Asa þurft að millilenda i Reykjavik er hún fer um umdæmi sitt. Flug- ' samgöngur milli staða eins og tsafjaröar og Hólmavikur eru engar. Auk Asu spjallar svo Finn- Finnbogi Hermannsson bogi við sr. Jakob Agúst Hjálmarsson, sóknarprest á tsafirði. Þeir ræða um safn- . aðarstarfið, sem er blómlegt þ'ar vestra, og stöðu kirkj- unnar. Einnig fá menn að heyra sýnishorn frá æskulýðs- messu Ur tsafjarðarkirkju. Sjónvarp O kl. 21.35 Kirkjan í sam- félagi nútímans „Þessi þáttur fjallar um kirkjuna, stöðu hennar i sam- félagi nútimans, um það hvernig henni hefur tekist að hasla sér völl þegar hafðir eru i huga breyttir þjóðfélags- hættir,” segir Gunnlaugur Stefánsson stud. theol og fyrr- verandi alþingismaður um þátt sem hann stjórnar i Sjón- varpi kl. 21.35 I kvöld. „Ég ræði við ýmsa menn sem tengdir eru kirkjunni á einn eða annan hátt. Þá ræði ég við þann eina mann sem á þessari öld hefur verið starf- andi sóknarprestur, en afsalað sér kjólog kalli. Þaðer auð- vitað Gunnar Benediktsson. Á eftir eru svo panelum- Gunnlaugur Stefánsson ræður i sjónvarpssal þar sem þátttakendur verða Björn Bjömsson, prófessor i guð- fræði, GuðrUn Asmundsdóttir leikkona, sr. Þorbergur Krist- jánsson, sóknarprestur i Kópavogi, og Árni Gunnars- son alþingismaður.” Tónlistar- dagskráin í dag Sjónvarp 'TF kl. 10.40 Kl. 10.40 i dag verða á dag- skrá kammertónleikar. Þá verður flutt upptaka frá árinu 1977 á verki Atla Heimis Sveinssonar „Blik.” Þetta er trió og flytjendur eru Manuela Wiesler, flauta, Sigurður I. Snorrason, klarinett, og Nina Flyer, pianó. Seinna verkið á kammer- tónleikunum verður svo „Verses and kadenzas,” eftir John Speight. Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir flytja. Af öðru tónlistarefni dagsins má nefna 4. sinfóniu Schu- berts, sem er á dagskrá kl. 16.20, og einnig er á dagskrá á siðdegistónleikunum sellókon- sert eftir Elgar, og það er „Blik” eftir Atla Heimi er á dagskrá kl. 10.40. Jacquline de Pré sem leikur á sellóið. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.