Þjóðviljinn - 17.03.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.03.1981, Blaðsíða 16
MQBWIMN1 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Þriðjudagur 17. mars 1981. 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná iáfgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Nýju byggfngasvæðin samþykkt í skipulagsnefnd: Varað við útþymungu byggðar Breytt nýting flugvallarsvæðisins athyglis- verður kostur að mati nefndarinnar Skipulagsnefnd samþykkti á fundisfnum i gær tillögur Borgar- skipulags að nýju aðalskipulagi svonefndra Austursvæða, þar sem m.a. er lagt tii að eftir að byggt hefur verið i Selási og á Ártúnsholti verði hafist handa á svæðinu austan og norðan Kauða- vatns eins og skýrt hefur verið frá i Þjöðviljanum. Fjallar borgar- ráð um tiliöguna i dag. Meirihluti skipulagsnefndar samþykkti fyrrgreinda tillögu en fulltrdar ihaldsins voru henni andvi'gir á þeim forsendum m.a. að ekki væri óhætt að treysta þeim niðurstöðum vatnsbóia- sérfræðinga að létta megi vatns- vernd af Bullaugum. Töldu þeir vænlegri kost að næsta bygginga- svæði væri á Keldnalandinu, norðan Vesturlandsvegar. I ályktun meirihluta skipulags- nefndar er fjallað um fyrirséða þróun i ibdafjölda borgarinnar og vakin er athygli á nauðsynþess að vandlega verði fylgst með henni á komandi árum og farið varlega i uppbyggingu nýrra svæða við óbreytt ástand. Leggur nefndin til að unnin verði sérstök fram- kvæmdaáætlun um leiðir til að sporna við núverandi ibúaþróun og þeirri Utþynningu byggðar. 1 þvi sambandi leggur nefndin til að áfram verði kannaðir mögu- leikar á flutningi Reykjavikur- flugvallar og hugsanlegri nýtingu svæðisins undir aðra starfsemi og telur nefndin hugmyndir Borgar- skipulags 1 þessa átt verulega athyglisverðan kost i byggða- þróun borgarinnar i framtiðinni. Þá var samþykkt að fela Borgarskipulagi að kynna almenningi og fjölmiðlum til- löguna. —AI Fóstruderlan í Eyjum: Túlkun skotið til hlutlausra aðila Fóstrur f Vestmannaeyjum fellust á að fresta uppsögnum sfnum um hálfan mánuð og mættu til vinnu i gær. A laugar- dag var haldinn fundur f bæjar- stjórn og rætt við fóstrur. Aðilar komust að samkomulagi um að fá hlutlausan aðila til að gefa um- sögn um deiluatriðið, sem er tulkun á einu ákvæði kjarasamn- ings fóstra. Að sögn Ragnars Óskarssonar bæjarfulltrúa var óljóst i gær hver sá hlutlausi aðili yrði. Túlkunaratriöið sem deilt er um er á þann veg að fóstrur telja að sama gildi um fóstrur i efri launaflokkum og þær sem hefja störf, að þær eigi að hækka um einn launaflokk eftir eins árs starf, en á það hefur bæjarstjórn ekki viljað fallast. Ragnar sagðist vona að málið leystist farsællega fyrir alla aðila og það væri vilji allra að fá sem fyrst Ur þvi skorið hvor túlkunin væri rétt. _ Alltsem við viljum er mötuneyti, sungu framhaidsskólanemarnir fyrir utan menntamálaráðuneytið. — Ljósm.: Ella. ■ Við vðjum mötimeytí j Afhentu menntamálaráð- herra 3853 undirskriftir Framhaidsskólanemar I Reykjavik héldu fylktu liði á fund menntamáIaráðherra f gær og afhcntu honum undir- skriftir 3853 skólanema sem krefjast þess að mötuneytum verði komið á fót i framhalds- skólunum. Nemendur Fjölbrautaskólans i Breiðholti hófu gönguna löngu frá skóla sínum og niður að Alþingishúsi, en siðan bættust við nemendur Menntaskólanna við Hamrahlið og við Sund auk nemenda Ármúlaskólans. Hersingin hélt niður i miðbæ að Alþingishúsinu, en þar kom i ljós að menntamálaráðherra var staddur i ráðuneytinu við Hverfisgötu, svo að þangað var haldið. Ingvar Gislason mennta- málaráðherra kom út og tók við undirskriftunum og mælti nokkur orð. Hann sagðist Ingvar Gisiason menntamálaráðherra tók við undirskriftalistunum og iofaði að leggja málið fyrir alþingi og rikisstjórn. Ljósm.: Ella. mundu leggja málið fyrir al- þingi og rikisstjórnina. Nemendur upphófu mikinn og kröftugan kór sem hrópaði og söng: við viljum mötuneyti, rikisrekinn starfskraft, mötu- neyti i alla skóla, jafnrétti til náms, og allt sem við viljum er mötuneyti, við alkunnan baráttusöng. Að svo búnu dreifðist hópurinn sem sennilega hefur talið mörg þúsund skólanema. Krafan um mötuneyti i skóla minnir á könnun þá sem nýlega var kynnt af Landlæknis- embættinu um mataræði skóla- barna. Þar kom i ljós að sjoppu- fæðið er um fjórðungur þeirrar fæðu sem skólanemar neyta, bæði næringarlaust og óhollt. 1 framhaldsskólunum er viðast hvar selt einhvers konar snarl, en nú vilja nemendur eiga kost á almennilegum mat eins og flest- ir þeir sem vinna i stofnunum rikisins. _ká ■ ________________________,.J I i ■ I ■ I i ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I Steingrimur Hermanns- son samgönguráðherra veitti danska flugfélaginu Sterling leyfi fyrir 14 leigu- fiugferðir hingað Jil lands næsta suman Þetta leyfi cr vcitt Sterling til að flytja farþega Ferðaskrifstofunnar Samvinnuferöir/Landsýn, sent ætla aö dvelja i 2ja vikna leyfi I dönskum sumarhúsum næsta sumar. Flugleiðir h.f. hafa lýst þvi yfir, að Sterling sé með undirboð i' þessu máli, en Steingri'mur Hermannsson, Flugráö og flugmálastjori telja svo ekki vera. Eysteinn Helgason forstjóri Sam- vinnuferöa/Landsýn segist hafa boöiðFlugleiðum h.f. að ganga inni tilboð Sterling en Flugleiðir hafriað þvi á þeim forsendum að það væri ekki samkeppnishæft, svo lágt væri það. —S.ijór UPPSAGNIRNAR HJA U.A.: Engu spáð um endurráðiiingar Það hefur komið fram i fréttum að 40 manns hefur verið sagt upp störfum hjá útgerðar- félagi Akureyringa, og hefur þetta fólk ekki verið i vinnu siðustu viku að sögn Vilhelms Þorsteinssonar, annars af tveimur forstjórum Ú.A.,og um endurráðn- ingu sagði hann ekkert vera hægt að fullyrða á þessu stigi málsins. Vilhelm sagði að ákvörðun stjónvalda ylli þvi að hjá togurum Ú.A. væru 750 skrapdagar á ári, en togarar Ú.A. eru fimm talsins. Uppistaðan i aflanum er karfi og fer hann á Rússlandsmarkað,og vinnsla fyrir þann markað er miklu minni en fyrir Bandarikja- markað vegna minni gæða- krafna.og þvi færristörfum til að dreifa en áður. Bandarikja- markaður sem áður var Nær allir sem sagt var upp eru konur aðalmarkaðurinn er nú mjög óhagsstæður að sögn Vilhelms. Þetta þrennt: breytt samsetning aflans, minni vinnsla og fjölgun skrapdaganna orsakar sam dráttinn. Vilhelm nefndi sem dæmi að 9. mars i fyrra hefði verið búið að landa 13000 tonnum af þorski hjá Ú.A. en ásama tima iár 1300 tonnum. Hliðstæar tölur fyrir karfa eru 150 tonn i fyrra en 1800 tonn i ár. Vilhelm var þung- orður um stefnu stjórnvalda i sambandi við uppbyggingu flotans og sagði að það væri háskalegt ef leysa ætti atvinnu mál eins staðar með þvi að auka atvinnuleysi annars staðar. Þjóðviljinn ræddi við Freyju Eiriksdóttur, sem er Irúnaðar- maður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar hjá Ú.A.,og hún sagði að það hefði verið dapurlegt að sjá 40 vinnufélaga verða að ganga frá vinnu i fullkominni óvissu um hvað við tæki. Freyja hafði ekki fengið i hendur lista yfir þá sem sagt var upp, en hún taldi að flestiref ekki allir væru konur og kvaðst hún hafa vissu fyrir að 30 konur sem áður hefðu unnið hjá Ú.A. hefðu skráð sig atvinnu- lausar i siðustu viku. Hún kvaðst vita til þess að margar af þessum konum hefðu ekki bótarétt úr at- vinnuleysissjóðnum. Hún nefndi sem dæmi eina konu sem unnið hefði i hálfu starfi hjá Ú.A. en væri að hálfu leyti i' námi og hefði stefnt að námslokum n.k. vor. Samkvæmt lögum ætti þessi kona ekki rétt á bótum. Maður hennar væri hins vegar i fullu námi og er þvi ekki hægt um vik hjá þessu fólki. Lög um atvinnuleysisbætur þegar námsfólk á i hlut mæla fyrir um að viðkomandi skuli hafa verið sex af siðustu tólf mánuðum i námi, þrjá i vinnu og hafa tekið lokapróf i viðkomandi nami. Freyja sagðist telja að um fjórði hluti kvenanna væru ein- stæðar mæður: m.a. vissi hún til þess að fimm barna móðir væri meöal þeirra sem sagt var upp. Freyja sagði starfsfólk Ú.A. gera sér fulla grein fyrir þeim erfiðleikum sem leitt hefðu til uppsagnanna og það væri þess fullvisstað fólkið yrði endurráðið strax og aðstæður leyfðu. Hins vegar hefði risið á vinnustaðnum alda samúðar með þeim sem misstu vinnuna og margt hefði verið rætt um hvernig bregðast mætti við. M.a.s. sagði hún að á fjórða tug starfsmanna hefðu boðist til að taka sér viku launa- laust fri með þvi skilyrði að öll lög- boðin réttindi, hvað varðaði sumarfri og annað.héldust óskert. Þannig hefði starfsfólkið viljað gefa þeim sem verst urðu úti kost á þvi að ganga á ný inn i störf. Þessi úrlausn hefur ekki fengið endanlega afgreiðslu. Vinna hefur dregist saman hjá þeim konum sem áður unnu frá kl. 1-7, og vinna þær nú aðeins 4 tima á dag eða frá 1-5. Freyja sagði að fáar krónur kæmu nú upp úr launaumslögum þessara kvenna,- tekjutapið næmi nær helmingi og eftir sem áður yrðu þær auðvitað að greiða af þvi skatta af tekjum siðasta árs. —j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.