Þjóðviljinn - 20.03.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1981, Síða 3
Föstudagur 20. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Afnotagjöldin: 86% hækkun var leyfð Rikisstjórnin hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd: 1 umræðum um fjárhag Rikis- útvarpsins hefur þvi verið haldið fram i fjölmiðlum, að stjórnvöld hafi ekki leyft eðlilegar hækkanir á afnotagjöldum stofnunarinnar. Er þvirétt aðfram komi, að siðan núverandi rikisstjórn tók til starfa 8. febrúar 1980 hafa verið heimilaðar hækkanir á afnota- gjöldum sem nema 86%. Rikisút- varpið hefur þvi fengið verulega hækkuná afnotagjöldum umfram hækkunlaunaog verðlags á sama timabili. Starfsmannafélags sjónvarps: Tek jumöguleikar RUV ekki skertir Starfsmannafélag sjónvarpsins samþykkti á aðalfundi sinum ný- lega áskorun á stjórnvöld þess efnis að tekjumöguleikar Rikisút- varpsins verði ekki skertir og að stofnuninni verði heimilað að hækka afnotagjöldin i samræmi við verðbólgu. Fundurinn vakti athygli á þvi, ,,að tekjur stofn- unarinnar eru takmarkaðar i þeim tilgangi að halda niðri visi- tölu og þykir fundarmönnum hart að afleiðingar vanstjórnar i efna- hagsmálum skuli bitna á veiga- mestu menningarstofnun lands- ins. Fjársvelti þetta hefur komið i veg fyrir eðlilega endurnýjun tækja og bitnar ennfremur illa á dagskrárgerð”, segir i ályktun fundarins. Forsetinn heimsækir Norðmenn Forseti islands, Vigdis Finn- bogadóttir, fer i opinbera heim- sókn til Noregs dagana 21.—23. október i boði Noregskonungs. Að afstaðinni hinni opinberu heim- sókn mun forseti dveljast i einka- erindum i Noregi dagana 24. og 25. október. Borgara- fundur hjá Leigenda- samtökunum A morgun, laugardaginn 21. mars, gengast Leigjendasamtök- in fyrir opnum borgarafundi. Hefst hann kl. 2 eftir hádegi og verður að Hótei Borg. Ræðumenn verða Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðismálastofnunar rikisins og Gunnar Þorláksson fbrstöðumaður Húsnæðisdeildar Reykjavikurborgar en fundar- stjóri verður Haukur Már Har- aidsson blaðafulltrúi ASl. Siguröur E. Gunnar Guömundsson Þorláksson \ \ Unnið aö frágangi I húsnæöi SAA og áfengisvarnadeildar I Sföumúla.— Ljósm. Ella. SÁA og áfengisvarnadeildin flytja í maí: Stórbætt aðstaða fyrir hópmeðferð Nú er veriö aö vinna að innrétt- ingu á 570 fermetra hæð i Siðu- múla 3-5 sem SAA hefur fest kaup á en sambandiö ásamt áfengis- varnadeild Reykjavikurborgar er nú i leiguhúsnæöi hjá Hjarta- vernd i Lágmúlanum. Á þriöju- dag gekk borgarráð frá leigu- samningi viö SAA fyrir áfengis- varnadeildina til 12 ára en á fjár- hagsáætlun þessa árs er veitt 50 milljónum gamalla króna til inn- réttingar hæöinni. Eirikur Ragnarsson deildar- stjóri áfengisvarnadeildar sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að trúlega yrði starfsemin flutt i Siðumúlann i maimánuði n.k. Eirikur sagði að aðstaða áfengis- varnadeildarinnar yrði geysjjega góð i nýja húsnæðinu en hún verður á 230 fermetrum. Nú býr deildin við mjög þröngan kost og sérstaklega háir það starfseminni hvað fundaraðstaða er litil. Er nú svo komið að biðtimi á kvöldnám- skeið fyrir f jölskyldur alkóhólista er nær eitt ár og 4-5 mánuðir eftir dagnámskeiðum en á hverjum mánuði eru um 40 þátttakendur i þessum námskeiðum. Eirikur sagði að áfengisvarna- deildin fengi 50 fermetra fundar- sal og sjö önnur herbergi á nýja staðnum og eru tvö þeirra þannig úr garði gerð að breyta má þeim i stærrisal. Við getum þvi haft tvö námskeið i einu sagði Eirikur, og vonandi styttast biðiistarnir fljót- lega eftir flutninginn. Borgarstjórn sýndi mikinn stórhug við afgreiðslu fjárhags- áætlunar fyrir þetta ár, sagði Eirikur, og jók starfsmannafjöld- ann hjá okkur um nær 100% þannig að nú erum við með 6 og hálft stöðugildi. Þörfin fyrir þessa þjónustu er mjög brýn og með þessari bættu aðstöðu og fjölgun starfsmanna ættum við að geta komið mun betur til móts við hana. —AI Fulltrúar flokkanna ræða bráða- birgðalögin Félag viðskiptafræðinema i Háskóla Islands gengst fyrir opn- um fundi með fulltrúum stjórn- málaflokkanna, laugardaginn 21. mars kl. 14 i stofu 301, Arnagarði. Fundarefni: Bráðabirgðalögin og efnahagsáætlun rikisstjórnar- innar. Fulltrúar flokkanna munu kynna viðhorf sins flokks i örstuttri framsögu. Eftir það verða írjálsar umræður. Aætluð fundarlok eru ki. 16,30. Frummælendur verða frá: Al- þýðubandalaginu: Einar Karl Haraldsson ritstjóri. Alþýðu- flokki: Eiður Guðnason alþingis- maður. Framsóknarflokki: Guð- mundur G. Þórarinsson alþingis- maður. Sjálfstæðisflokki: Friðrik Sophusson alþingismaður. Opinn fundur í Kópavogi: Málefni fatlaðra Aðalfundur Kvenfélagasam- bands Kópavogs verður haldinn laugardaginn 21. mars i húsnæði Félagsstarfs aldraðra að Hamra- borg 1 og hefst kl. 10. fh. t tilefni af Ari fatlaðra verður opinn fundur að aðalfundi loknum og hefst kl. 15. Dagskrá fundarins er helguð fötluðum. Flutt verða framsöguerindi og umræður verða að þeim loknum. Frummælendur á fundinum verða Ragna Freyja Karlsdóttir, formaður Sérkennslustöðvar Kópavogs, Sigriður Ingimundar- dóttir frá Styrktarfélagi vangef- inna, Steinunn Finnbogadóttir, forstöðumað.ur Dagvistunar- heimilis Sjálfsbjargar, Asgeröur Ingimarsdóttir, fulltrúi hjá öryrkjabandalagi Islands, og Asgeir Jóhannesson, stjórnarfor- maöur H júkrunarheimilis aldraðra i Kópavogi. Kaffiveitingar eru á fundinum. Allir Kópavogsbúar eru velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Stjórn Verkfræöingafélagsins og nefnd utn epinberar fríjmkvæmdir á fundi meðblaðamönnum á Hótel E^jul gær. —Ljósm.: —eik— Verkfmðinefnd um sKipun oþjnberra frumkxémdá: | 5 Oþurft að breyta lögunum og hóg að fytgja þeim? Með þvieinu að fylgja lögum og herða á framkvæmd ákvcðinna greiningu á þörf jframkvæmd- arinnar, bætta hönfiun, almenn- atriða mætti spara amk. 10% i fjárfestingu opinberra fram- kvæmda án þess að breyta lögum um skipan þeirra er mat nefndar á vegum Verkfræðingafélagsins sem unnið hefur aö umsögn og til- lögum vegna endurskoöunar þessara laga. Þettafcom fram á blaðamanna- fundi sem stjórn Verkfræðinga- félags íslands boðaði til i gær, en á honum voru nefndarmenn jafn- framt viðstaddir. Samkvæmt áliti eru lögin um skipan opinberra framkvæmdanr. 63/1970 iraun og veru vel samin i veigamestu atriðum, en hinsvegar vantar á að þeim sé fylgt sem skyldi. t þessu sambandi nefndi for- maður nefndarinnar, Guðmundur Einarsson verkfræðingur, einkum fjögur atriði, þe. skil- ari útboð og skilanfat, fjárhags- legt og tæknilegt. fjokkur atriði laganna telur nefndjn að þurfi að skilgreina betur ag einnig að nokkur viðbótarákyæði vanti i þau. Meginsjónarmið nefndarinnar er að skilja eigi sem mest á milli fjögurra aðila opinberra fram- kvæmda, þe. eiganda, hönnuðar, eftirlits og verkframkvæmda og að mjög glögg skil þurfi að vera milli undirbúningsaðila og fram- kvæmdaaðiia, þótt náið samstarf milli eftirlits og hönnuðar sé nauðsynlegt á framkvæmda- stiginu. Vanti þessi skil getur svo farið, aö allir fjórir séu sami aðilinn og þarmeð dómari um eigin framkvæmdir; Lögin kveða á uúi könnun og samanburb þeirra kosta sem til greina komi við iausn þeirrá þarfa sem framkvæmdin á að fullnægja, en i lögin vantar hinar vegar ákvæði um skilgreiningu þarfanna.Leggurnefndin áherslu á þetta atriði þar sem ella sé hætta á að i ljós komi eftir að framkvæmd lýkur, aö þörfin hafi ekki verið sú sem reiknað var með. Frægasta dæmi þessa héf- lendis er liklega Krýsuvikur- skólinn, framkvæmd sem reynd- ist 100% óþörf er henni iauk. Sömuleiðis þarf að endurskoða markmiðið með framkvæmdinni, þegar langur timi liður frá þvi að hún er ákveðin þar til hún hefst og bentu nefndarmenn i þessu tilliti á sem dæmi hafnarmannvirki sem kannski væru orðin úrelt er fjárframlög loks kæmu til vegna þess að fiskurinn hefði flutt sig eða skipin breyst á timabilinu. Nefndinni finnst eðlilegast að áílar nýframkvæmdir séu boðnar út og telur að taisvert megi spara með þvi. Lögin segja að þetta skuli ,,að jafnaði” gert, en langt er frá að þvi sé fylgt, enda heim- ild til undanþágu. Td. bjóða •Vegageröinog Hafnamálastofnun aðeins út um 13—14% af sinum nýframkvæmdum, en hinsvegar Hitaveita Reykjavikur td. og Landsvirkjun allar sinar. Fleiri atriði smærri er bent á i áliti nefndarinnar, sem stjórn Verkfræðingafélagsins hefur gert að sinu og verður nú skilað til fjármálaráðuneytisins. Nefndina skipuðu auk formanns hennar, Guðmundar Einarssonar, Baldur Jóhannesson, Guðmundur Gunnarsson, Páll Hannesson og SkúliGuðmundsson, sem reyndar skrifaði ekki undir álitið, vegna stöðu sinnar sem forstöðumaður framkvæmdadeildar Innkaupa- stofnunarinnar. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.